Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 23. júní 2010 miðvikudagur Íbúðalánasjóður veðjaði á að íslensku bankarnir yrðu áfram gjaldfærir og tapaði 6 milljörðum króna á skuldatryggingarviðskiptum við Straum-Burðarás. Heimildarmaður DV segir að Íbúðalánasjóður hafi tekið mikla áhættu í viðskiptunum. Íbúðalánasjóður telur skuldatryggingarviðskiptin hafa verið innan fjárfest- ingarstefnu sjóðsins. Líklegt er að viðskipti Íbúðalánasjóðs og Straums endi fyrir dómi. TAPAÐI MILLJÖRÐUM Á SPÁKAUPMENNSKU Íbúðalánasjóður veðjaði um 10 millj- örðum króna á að Kaupþing myndi geta haldið áfram að standa í skil- um við lánardrottna sína og forðast greiðslufall. Um var að ræða fram- virka samninga sem Íbúðalánasjóður gerði við Straum um skuldatrygging- ar Kaupþings í árslok 2007. Banka- hrunið haustið 2008 sýndi fram á að þessi spá var ekki raunhæf þar sem bankarnir fóru á hliðina og lá þá ljóst fyrir að Íbúðalánasjóður myndi tapa á viðskiptunum. Íbúðalánasjóður tapaði um 6 milljörðum króna fyrir vikið. Til viðbótar er nú kominn upp ágreiningur á milli Íbúðalánasjóðs og slitastjórnar Straums um hvort sjóð- urinn eigi að greiða um 3 milljarða króna til baka til bankans vegna þess að Straumur hafi í raun gefið Íbúða- lánasjóði þessa upphæð eftir þegar framvirku samningarnir voru gerðir upp eftir bankahrunið. Slitastjórnin vill slíta samningnum um uppgjör- ið en Guðmundur Bjarnason, fráfar- andi framkvæmdastjóri Íbúðalána- sjóðs, hefur sagt að það verði ekki gert. Líklegt verður því að teljast að ágreiningurinn muni fara fyrir dóm. Slitastjórnin greindi frá því að hún teldi uppgjörssamninginn riftanleg- an á kröfuhafafundi sem haldinn var fyrr í þessum mánuði. Íbúðalánasjóður er stofnun sem er í eigu íslenska ríkisins og veitir ein- staklingum og sveitarfélögum hag- stæð lán til íbúðarkaupa. Ef sjóðnum verður gert að greiða Straumi til baka hluta af þeirri upphæð sem slita- stjórn hans telur bankann hafa verið hlunnfarna um má ætla að það muni koma sér afar illa fyrir sjóðinn og eig- infjárstöðu hans. „Fáránleg markaðsáshætta“ Einn heimildarmanna DV segir að Íbúðalánasjóður hafi tekið fáránlega markaðsáhættu með skuldatrygging- arviðskiptunum. „Í raun tók Íbúða- lánasjóður fáránlega markaðsáhættu í þessum viðskiptum. Í lok dags ákvað Straumur að bera hluta af kostnaðin- um við þessa áhættu en í staðinn átti Íbúðalánasjóður að leggja innlán inn í Straum í óákveðinn tíma og fá lægri vexti en sjóðurinn hefði getað feng- ið hjá öðru fjármálafyrirtæki. Þannig átti Íbúðalánasjóður í raun að greiða Straumi þetta til baka á lengri tíma. En þar sem fór sem fór með Straum losnaði Íbúðalánasjóður undan þess- ari kvöð og gekk frá borði með mun minni kostnað og skaða en samning- urinn við Straum kvað á um. Það er þetta sem þessi riftun slitastjórnar- innar snýst um; að Íbúðalánasjóður borgi bara upp þennan samning eins og gert var ráð fyrir,“ segir heimild- armaður DV en samkvæmt því sem hann segir var það hluti af samkomu- lagi Íbúðalánasjóðs og Straums að sjóðurinn geymdi fjármuni á reikn- ingum bankans. Þetta kom sér vel fyrir Straum sem var í lausafjárvand- ræðum eftir bankahrunið 2008. Íbúðalánasjóður átti hæstu inn- lánin hjá Straumi-Burðarási þegar Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir í fyrra, meira en 20 milljarða króna. Líklegt er að Straumur hafi metið það sem svo að bankinn hafi verið í það mikilli lausafjárkrísu eftir banka- hrunið að betra væri að fá innlán frá Íbúðalánasjóði frekar en að inn- heimta skuldatryggingarsamningana við sjóðinn til fulls. Öll viðskiptin áhættusöm Heimildarmaður DV segir að stóra fréttin í þessu máli snúist einfald- lega um það að Íbúðalánasjóður hafi stundað spákaupmennsku með peninga sjóðsins: „Íbúðalánasjóður gambl aði bara með peningana sína. Þetta er ekki flóknara en það.“ Viðskiptin voru þó ekki á gráu svæði lagalega séð en spurningin er sú hvort ríkisstofnun eins og Íbúða- lánasjóður eigi að stunda svo áhættu- söm viðskipti. Heimildir DV herma að meðal annars hafi starfsmenn Straums furðað sig á því á sínum tíma að Íbúðalánasjóður væri tilbúinn að fara út í svo áhættusöm viðskipti og leggja svo mikið undir í þeim. DV reyndi að ná tali af Guðmundi Bjarnasyni til að ræða við hann um Straumsviðskiptin en hann hefur látið af störfum hjá sjóðnum. Stjórn Íbúðalánasjóðs mun skipa eftirmann hans bráðlega. Meðal umsækjenda um framkvæmdastjórastöðuna er Ásta H. Bragadóttir, núverandi að- stoðarframkvæmdastjóri Íbúðalána- sjóðs, og svaraði hún spurningum DV um málið. Ásta sagði í svörum sínum fyr- ir hönd sjóðsins að viðskipti Íbúða- lánasjóðs við Straum hefðu verið í samræmi við fjár- og áhættustýr- ingarstefnu sjóðsins. Hún segir hins vegar að þegar litið sé til baka megi segja að öll viðskipti á fjármálamark- aði við þau íslensku fjármálafyrirtæki sem síðar hrundu hafi verið áhættu- söm. Ásta segir jafnframt að Íbúða- lánasjóður sé búinn að færa niður tæpa 6 milljarða króna vegna samn- inga við Straum-Burðarás um skuld- araáhættu á Kaupþing. Hún segir að ingi F. vilhjálmsson blaðamaður skrifar: ingi@dv.is Í raun tók Íbúða-lánasjóður fárán- lega markaðsáhættu í þessum viðskiptum. n „Sjóðurinn átti 16.620 millj. kr. kröfu á viðskiptabankana vegna skuldabréfa og afleiðusamninga við fall þeirra í október 2008. Á sama tíma skuldaði hann þeim 5.342 millj. kr. vegna afleiðusamninga og íbúðabréfa. Á árinu 2009 vék Fjármálaeftirlitið (FME) stjórnum SPRON og Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf. frá og skipaði skilanefndir yfir bankana. Samkvæmt ákvörðun skilanefnda var innlánum Íbúðalánasjóðs að fjárhæð kr. 5.254 millj. kr. haldið eftir á lokuðum reikningum. Á árinu 2009 var niðurfærsla að fjárhæð 2.914 millj. kr. gjaldfærð í rekstrarreikningi. Sú niðurfærsla kemur til viðbótarniðurfærslu að fjárhæð 7.875millj. kr. sem færð var í rekstrarreikningi ársins 2008 til að mæta áætluðu tapi sjóðsins. Í heild hefur því verið færð niðurfærsla að fjárhæð 10.789 millj. kr. vegna þessara krafna. Í uppgjöri sjóðsins er gengið út frá að hann eigi rétt á skuldajöfn- un. Óvissa er um uppgjör krafna og afleiðusamninga ásamt heimild sjóðsins til skuldajöfnunar. Á árinu 2010 hefur sjóðurinn náð samningum við SPRON, en enn er ágreiningur um innstæður stjóðsins hjá Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka hf. Tap sjóðsins getur því orðið annað þegar endanleg uppgjör fara fram.“ Úr ársreikningi Íbúðalánasjóðs 2009: Fráfarandi forstjóri Guðmundur Bjarnason hefur verið forstjóri Íbúðalánasjóðs í tíu ár en lætur nú af störfum og er eftirmanns hans leitað. Sjóðurinn tók mikla áhættu og tapaði um 6 milljörðum króna á viðskiptum með skuldatryggingar Kaupþings. veðjað á Kaupþing Íbúðalánasjóður veðjaði á að Kaupþing gæti staðið í skilum við lánardrottna sína og myndi forðast greiðslufall. Sjóðurinn tapaði svo miklu á viðskiptunum eftir fall bankakerfisins og er líklegt að viðskiptin við Straum endi fyrir dómi. Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson stýrðu Kaupþingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.