Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 23. júní 2010 miðvikudagur
Ríkharður Daðason, fyrrverandi
landsliðsframherji í knattspyrnu,
krefst ríflega þrjátíu milljóna króna
frá þrotabúi Kaupþings vegna van-
goldinna launa. Málsókn hans gegn
bankanum var þingfest síðastliðinn
miðvikudag.
Ríkharður starfaði í markaðsvið-
skiptum hjá Kaupþingi og gegndi þar
góðri stöðu er bankinn fór á hausinn
haustið 2008. Hjá hinum nýja banka,
Arion banka, hefur hann hald-
ið áfram störfum og segir aðspurð-
ur enga árekstra hafa orðið vegna
málarekstursins gegn þrotabúinu.
„Þetta eykur klárlega flækjustigið en
ég vona að málsaðilar geti horft fram
hjá þessum ágreiningi. Enn þá hafa
ekki orðið árekstrar og vonandi verð-
ur það ekki þannig. Það er hægt að
treysta því að ég sinni mínum störf-
um af heilum hug,“ segir Ríkharður.
Skiptir máli
Ríkharður staðfestir að hér sé
á ferðinni launakrafa á hendur
þrotabúinu þar sem honum hafi
ekki verið greitt samkvæmt ráðn-
ingarsamningi. Hann vill ekki ræða
upphæðir en segir þó að um sé að
ræða fjárhæðir sem hann muni um.
„Ég var með ráðningarsamning við
gamla bankann og tel mig ekki hafa
fengið greitt samkvæmt honum. Ég
er í rauninni bara að reyna að sækja
það. Í mínum huga er samningur
alltaf samningur og þess vegna er
ég að láta á þetta reyna fyrir dóm-
stólum,“ segir Ríkharður.
„Þetta er þannig tala að hún
skiptir töluverðu máli, sér í lagi
þegar aðrir hlutir hafa farið eins og
þeir fóru. Það er ágreiningur um
þessa launakröfu og því miður ekk-
ert annað í stöðunni en að leita til
dómstóla. Klárlega myndi ég vilja
MarkaMaskína
vill launin sín
Fyrrverandi landsliðsframherjinn í knattspyrnu Ríkharður Daðason vonast eftir því að fá rúmar þrjátíu
milljónir króna úr þrotabúi Kaupþings. Milljónirnar eru laun sem hann telur sig eiga inni samkvæmt ráðn-
ingarsamningi og því stefndi hann búinu. Ríkharði þykir leiðinlegt að fara þessa leið, sér í lagi þar sem
hann starfar hjá nýja bankanum.
Þetta er þannig tala að hún
skiptir töluverðu máli,
sér í lagi þegar aðrir
hlutir hafa farið eins og
þeir fóru.
tRauSti hafSteinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Stór tala Ríkharður segir
upphæð vangoldinna launa
þannig tölu að hún skipti
máli og þykir leitt málið
endi fyrir dómstólum.
RíkhaRðuR DaðaSon hóf
knattspyrnuferil sinn hérlendis
með meistaraflokki Fram árið 1989.
Þaðan lá leið hans til KR og síðan
í atvinnumennsku. Á flottum ferli
skoraði Ríkharður 129 mörk með
félagsliðum sínum í 302 leikjum. Þá
spilaði hann 44 landsleiki fyrir Íslands
hönd og skoraði í þeim 14 mörk.
FLOTTUR FERILL
ÁR Lið LeikiR MöRk
1989 – 1995 fram 101 30
1996 – 1997 kR 34 21
1998 – 2000 Viking 69 49
2000 – 2002 Stoke 39 10
2002 – 2003 Lilleström 12 4
2003 fredrikstad 9 4
2004 – 2005 fram 28 10
fara aðra leið en þessa. Lögfræð-
ingar ráðlögðu mér að fara þessa
leið. Svo er að sjá hvað dómarinn
segir.“
Lykilmenn vilja launin
„Ég var í þannig stöðu að ég fékk
vel borgað fyrir mín störf og vil fá
borgað samkvæmt samningi. Helst
myndi ég vilja sleppa því að fara inn
í réttarsal því það yrði þá mitt fyrsta
skipti. Auðvitað er það óþægilegt
því ég hef ekki upplifað svona áður,“
bætir hann við.
Með málsókninni bættist Rík-
harður í hóp fyrrverandi stjórn-
enda Kaupþings sem margir hafa
lagt fram háar launakröfur á hend-
ur þrotabúinu og stefnt fyrir dóm-
stóla. Tveir lykilstjórnendur Kaup-
þings, þeir Ingólfur Hannesson,
fyrrverandi forstjóri Kaupþings á
Íslandi, og Steingrímur Kárason,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
áhættustýringar Kaupþings, fara
fram á yfir hundrað milljónir króna
í laun frá þrotabúi bankans. Sá fyrr-
nefndi heimtar rúmar 80 milljónir
og sá síðarnefndi tæpar 25 millj-
ónir. Sigurður Einarsson, fyrrver-
andi stjórnarformaður, krefst einn-
ig launa úr þrotabúi bankans en
hann fer fram á tæpar 250 milljón-
ir. Þá fara tveir framkvæmdastjór-
ar Kaupþings fram á tugi milljóna,
þau Guðný Arna Sveinsdóttir, með
ríflega 12 milljóna kröfu, og Guðni
Níels Aðalsteinsson, með tæplega
30 milljóna kröfu. Samanlagðar
launakröfur stjórnenda hins gjald-
þrota banka eru því hátt í 400 millj-
ónir íslenskra króna.
tapaði miklu Fjárfestingarfélag Birkis
kristinssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar í knatt-
spyrnu, er tæknilega gjaldþrota eftir rúmlega tveggja
milljarða króna tap vegna fjárfestinga. Líkt og DV hefur
greint frá tapaði Birkir milljörðum á fjárfestingum sínum
í fjárfestingarfélaginu Gnúpi. Birkir seldi Magnúsi bróður
sínum, útgerðarmanni frá Vestmannaeyjum, hlut sinn í
Gnúpi á sjö milljarða króna sumarið 2007. Gnúpur lenti svo
á hliðinni á seinni hluta ársins og lagði Birkir 1,5 milljarða
króna inn í félagið í nóvember til að aðstoða bróður sinn við
að reyna að bjarga því. Tæpum tveimur mánuðum síðar lá
hins vegar fyrir að Birkir hefði tapað þessum fjármunum þar sem Gnúpur þurfti
að selja eignir sínar með gríðarlegu tapi.
draumurinn búinn Fyrirliði karla-
landsliðs Íslands í knattspyrnu, eiður Smári Guðjohnsen,
tapaði nokkrum fjármunum á dögunum þegar milljarðafjár-
festing hans og annarra fyrrverandi landsliðsmanna rann
út í sandinn. Komið hefur fram að fyrirliðinn lagði til 130
milljónir króna í uppbyggingu Knattspyrnuakademíunnar í
Kópavogi sem nú séu tapaðar eftir að bærinn tók verkefnið
yfir og eignir þess, að því er Viðskiptablaðið greindi frá,
vegna fjárhagsvandræða eigenda akademíunnar. DV hefur
einnig greint frá skuldum landsliðsfyrirliðans sem skuldar
talsverðar fjárhæðir, að stærstum hluta í Banque Havilland í Lúxemborg, áður
Kaupþingi í Lúxemborg. Á sama tíma var greint frá viðleitni knattspyrnumanns-
ins til að ráða fram úr sínum skuldum og standa í skilum við lánardrottna.
rann út í sandinn Guðni Bergsson
var meðal eigenda Knattspyrnuakademíunnar sem Kópa-
vogsbær tók yfir á dögunum. Þar var hann í góðum hópi
annarra landsliðsmanna í knattspyrnu ásamt fyrrverandi
landsliðsþjálfara.
Ástæðan fyrir því að Kópavogsbær keypti
eignir Knattspyrnuakademíunnar eru þær
að Logi Ólafsson, fyrrverandi landsliðs-
þjálfari, og félagar áttu ekki fjármuni til
að standa við skuldbindingar sínar út
af byggingu íþróttaaðstöðunnar í
Kópavoginum.
Ásamt öðrum hetjum íslenska
karlalandsliðsins var Ásgeir
Sigurvinsson, fyrrverandi atvinnu-
maður í knattspyrnu, í góðum hópi
leikmanna sem vildu byggja upp
Knattspyrnuakademíu í Kópavogi.
Fyrirtækið gat ekki staðið við
skuldbindingar sínar og því tók
bærinn yfir verkefnið.
LANDSLIÐSMENN Í KLÍPU