Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 19
Haukur Heiðar Hauksson er í einni vinsælustu hljómsveit landsins, Diktu, auk þess að starfa sem læknir. Hljómsveitin hlaut á dögunum fern verðlaun á verðlaunahátíð FM 957 og var Haukur valinn besti söngvarinn. Beðinn um eiginhandaráritun í vinnunni „Vér Íslendingar njótum þeirrar sér- stöðu að vera minnsta menningar- þjóð veraldar, sem er algjörlega sjálf- stæð. Á öllum hnettinum er ekkert sambærilegt þessu, að svo fámenn þjóð hafi færst annað eins í fang, bæði um pólitískt, fjárhagslegt og menningarlegt sjálfstæði. Þetta eru örlög, sem við höfum ekki nema að litlu leyti skapað oss sjálfrátt. Lega landsins, saga vor og tunga hafa lagt á oss þessa skyldu. Þó að vér reynd- um að flýja frá henni, gætum vér það ekki. En auk þess viljum vér það ekki, sjáum hvorki annað ákjósanlegra úr- ræði né gætum leitað þess án þess að svíkja það dýrmætasta, sem vér erum og eigum.“ Þannig tók Sigurður Nordal til orða í erindi sem hann flutti árið 1942. Í þessum fáeinu línum kristall- ast djúpstæð gildi sem enn eru höfð yfir á tyllidögum sem einhvers kon- ar sannleikur um sjálfstæða íslenska þjóð. Nær 70 árum síðar skrifar Guð- mundur Andri Thorsson rithöfund- ur í blaðagrein að Íslendingar þjáist af þeirri kennd að þeir séu gleymdir og enginn viti af þeim. Að þeir séu allt- af að minna sig á með úrklippum úr erlendum fjölmiðlum að þeir séu til. andúð á útlendingum ræktuð Eins og Páll Skúlason bendir á í grein í Skírni um menningu og markaðs- hyggju árið 2008 er þessi hástemmdi og hápólitíski slagorðatexti Sigurð- ar Nordals tímanna tákn þjóðernis- hyggjunnar. Hann inniheldur bæði mótsagnir og ósannindi og eiginlega með ólíkindum að enn skuli vitnað í hann. En hann þjónar samt þeim til- gangi að mynda víg- og varnarstöðu meintrar sjálfstæðisbaráttu. Hamr- að er á sérstöðunni, talað um örlög og skyldur líkt og um eið og krossför sé að ræða. Ekki megi víkjast undan þeirri heilögu kvöð að verja sérstöð- una – minnstu sjálfstæðu menning- arþjóðina – fyrir óvininum ósýnilega og óskilgreinda sem leynist aðallega í útlöndum. Á endanum felur þjóðernishyggj- an í sér berstrípaða andúð á útlend- ingum. Hún er reglulega máluð upp í hvert skipti sem meint sérstaða er talin vera í hættu. Sannast sagna er ekkert tilefni til að fara í saum- ana á svona uppákomum á hátíða- samkomum, í fyrirlestrum eða í fjöl- miðlum, nema ætla mætti að þessi staðalímynd sérstöðunnar hafi haft óheppileg áhrif og skýri að minnsta kosti hvers vegna Íslendingar hafi dregist aftur úr frændþjóðum sínum eftir 1904. Með auknu sjálfstæði hef- ur til að mynda framleiðniaukning- in verið mun minni hjá Íslendingum en hjá nágrannaþjóðum. Þessi þróun hefur einnig birst í mannfjöldaþróun 20. aldar. Að jafnaði hafa fjölskyldur minnkað með aukinni framleiðni og velsæld. Hér hefur þessarar þróunar ekki gætt með sama sniði. Auðvelt er einnig að benda á hversu tómlát íslensk stjórnmál hafa verið um þró- un mannréttindamála og réttarbóta í þágu almennings. Tálmynd sjálfstæðisins Hvaða hagsmunum þjónar sjálfstæð- ið ef svo illa er komið fyrir okkur sem raun ber vitni? Hvaða þýðingu hefur sjálfstæðið ef menningararfurinn er ekki allra og að- eins sumir og jafnvel fáir deila honum? Hvaða þýðingu hefur sjálfstæðið ef fólk er yfirleitt ekki upptekið af því að einn menningararfur sé betri eða verri en annar? Hvaða þýðingu hefur sjálfstæðið ef fólk yfirleitt notar tunguna sem tæki og er ekki í neinu ástarsambandi við hana? Hvaða þýðingu hefur sjálfstæðið ef kaupmáttur á vinnustund hefur ekki hækkað í sama takti og hjá frændþjóð- unum? Hvaða þýðingu hefur sjálfstæð- ið ef gjáin breikkar stöðugt milli þess frítíma sem Íslendingar öðlast á lífs- hlaupi sínu samanborið við sífellt auk- inn frítíma frændþjóða? Hvaða þýðingu hefur sjálfstæðið ef margs konar mannréttindi koma seint og illa til framkvæmda hér á landi og gera þjóðina að eftirlegukind í samfé- lagi siðmenntaðra þjóða? Er ekki alveg ljóst að ef atvinnu- rekendur og stjórnvöld valda ekki því verkefni að halda uppi sambærileg- um lífskjörum, réttarfari og mann- réttindum hér á landi og gerist hjá frændþjóðum, þá stendur menning- ararfurinn og tungan ekki undir sjálf- stæðinu? Við blasir að almenningur er ekki reiðubúinn til þess að greiða ofan- greindan fórnarkostnað sjálfstæðis- ins. Þeir sem berjast fyrir sjálfstæð- inu á forsendum menningararfsins vilja leggja fórnarskatt á almenning og vistarband menningar án þess að það hafi nokkra skírskotun lengur til þjóð- arinnar. Hvers vegna stendur sjálfstæðið ekki undir því að ofannefndir mæli- kvarðar séu notaðir á það? Hvaða umboð hafa talsmenn þess- arar tálmyndar sjálfstæðis til að leggja þennan fórnarkostnað á almenning? Sjálfstæðisfjötrar þjóðarinnar 1 Átta lík í vændishúsi Rotnandi lík fundust í vændishúsi í austurhluta Bagdad. 2 lamaður bóndi mælir ekki með lýsingu Lýsing tók land- búnaðarvélar af Ástþóri Skúlasyni, bónda á Rauðasandi. Vélarnar eru sniðnar að fötlun hans. 3 Pétur blöndal hótar að hætta Pétur er ósáttur við umræðuna um styrkjamál hans. 4 ómar: mannslífum fórnað í sParnaðarskyni Ómari Ragnarssyni líst illa á að aðeins ein björgunarþyrla Landhelgisgæslunn- ar verði til taks í næstu viku. 5 úr bílslysi í byrjunarliðið Á fimm Árum Uppgangur Federicos Marchetti, markvarðar Ítala á HM, hefur verið lyginni líkastur. 6 bent dæmdur fyrir líkamsÁrÁs Rapparinn Ágúst Bent Sigbertsson var dæmdur fyrir líkamsárás á mánudag. 7 vildi ekki kæra frægan mann fyrir nauðgun Stúlkan sem Sigurður Þorvaldsson, landsliðsmað- ur í körfubolta, var dæmdur fyrir að nauðga vildi í fyrstu ekki kæra hann. mest lesið á dv.is myndin Hver er maðurinn? „Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, píanóleikari og gítarleikari hljómsveitar- innar Diktu.“ Hvað drífur þig áfram? „Það er erfitt að segja. Líklegast bara einhver innri drifkraftur, mitt innra drifskaft.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er uppalinn á Álftanesi og bjó þar alla mína æsku alveg fram á fullorðinsár. Það var yndislegt að alast þar upp sem barn. Við hópuðum okkur þá saman krakkarnir og stálumst til að hjóla inn í Hafnarfjörð. Hvað gert var þar verður ekki gefið upp hér.“ Hvernig gengur að sameina tónlist- arferilinn og læknisferilinn? „Það hefur bara gengið mjög vel hingað til. Þegar hve mest hefur verið að gera í tónlistinni hef ég samt tekið mér frí frá læknisstörfunum, svo ég nái nú eitthvað að sofa.“ Hvort er skemmtilegra að vera læknir eða tónlistarmaður? „Mér finnst það bara bæði betra. Mig langar að gera hvort tveggja og sé ekkert því til fyrirstöðu að ég geri það.“ Biðja sjúklingarnir þig um að syngja fyrir sig? „Nei, ekki nema þá bara í gríni. Ég er samt oft raulandi eitthvað. Er hins vegar stundum beðinn um eiginhandaráritun í vinnunni.“ Hvernig tilfinning var það að vinna öll þessi FM-verðlaun? „Hún var ágæt bara. Hlustendur FM virðast kunna vel að meta Diktuna sína og það er ekkert nema gott um það að segja.“ er eitthvert lag sem þú óskar að þú hefðir samið? „Já. Ég gæfi allmargt fyrir að hafa samið Bohemian Rhapsody með Queen. Það er besta popplag sögunnar.“ Hvað ætlarðu að gera í sumar? „Ég ætla bara að halda áfram að spila með Diktunni úti um allt land, ásamt því að lækna fólk í Hafnarfirðinum. Svo ætla ég bara að reyna að vera hress.“ maður dagsins kjallari „Já, ég ætla að fara á Vestfirðina.“ aldís HaraldsdóTTir 24 ÁRa StaRFSMaðUR HiNS HúSSiNS „Nei, ekki fyrr en í haust.“ GunnlauGur Björn 56 ÁRa aRkitEkt „Já, til Spánar á spænskunámskeið.“ jón Áskell ÞorBjarnarson 16 ÁRa aðStoðaRMaðUR HúSVaRðaR „Ég veit það ekki, en örugglega ekki.“ Mæja siF daníelsdóTTir 35 ÁRa LiStMÁLaRi „Nei, ekki neitt.“ jón inGi Hlynsson 15 ÁRa NEMi ætlarðu að ferðast í sumar? dómstóll götunnar MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2010 umræða 19 „Hvaða umboð hafa talsmenn þessarar tálmyndar sjálfstæðis til leggja þennan fórnarkostnað á almenning?“ sveinn Tjörvason doktor skrifar Brúðubíllinn á Miklatúni Fjölmörg börn á leikskólaaldri fylgdust með Brúðubílnum af miklum áhuga á Miklatúni við kjarvals- staði á þriðjudag. Börnin létu það ekkert á sig fá þó nokkuð blautt væri í veðri enda ekki á hverjum degi sem þeim gefst kostur á að sjá sýningar Brúðubílsins. Mynd Hörður sveinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.