Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2010 sviðsljós 29 Tori Spelling segir alla fyrrverandi vini sína úr þáttunum vinsælu Beverly Hills 90210 hata sig. Frá þessu greindi hún í útvarps- viðtali við Idol-kynninn Ryan Seacrest á dögun- um. Málið kom upp þegar Ryan spurði Tori út í fyrrverandi meðleikara sína. „Hún talar ekki við mig lengur. Allir sem léku með mér í þáttunum hata mig. Fólk segir þá: Þú meinar á meðan á þáttunum stóð. Ég segi þá: Nei. Við vorum frábærir vinir á meðan á þáttunum stóð. Þau komu öll í fyrsta brúðkaupið mitt. Svo þegar ég giftist Dean McDermott gerðist eitthvað. Ég hef misst alla vini mína úr þáttunum,“ segir Tori döpur. Ástæðan fyrir vinamissi Tori gæti verið sú að hún og Dean voru bæði gift þegar þau hófu ást- arsamband sitt. Tori spelling um meðleikara sína í Beverly Hills 90210: „Allir hAtA mig“ Tori Spelling Búin að tapa öllum vinunum. Beverly Hills 90210 Tori Spelling segir fyrrver- andi samstarfsfólkið hafa snúið við henni bakinu. Hin 24 ára gamla Amanda Bynes greindi frá því, öllum að óvörum, að hún væri hætt að leika. Bynes hefur verið ansi vinsæl í Bandaríkjunum undanfarin ár og hefur meðal ann- ars farið með aðalhlutverkið í þættinum What I Like About You sem sýndur hefur verið á Skjá einum. „Ég hef aldrei skrifað handritið að myndunum eða þáttunum sem ég hef leikið í. Ég hef bara leikið þær persónur sem framleiðendur og leikstjórar hafa viljað,“ sagði leikkonan á Twitter-síðu sinni. „Að vera leikkona er ekki eins skemmtilegt og það lítur út fyrir að vera. Ef ég er hætt að njóta einhvers sem ég geri þá geri ég það ekki lengur. Ég veit að 24 ára er ungur aldur til þess að hætta en þú sást það fyrst hérna. Ég er hætt.“ Amanda lauk nýverið við tökur á kvikmyndinni Esay A þar sem hún fer með aðalhlutverkið ásamt Emmu Stone. Það verður því að öllum lík- indum síðasta mynd hennar. Nema þá að hún hætti við að hætta eins og margir íþróttamenn. Amanda Bynes segir skilið við leiklistina: Hætt í Hollywood Amanda Bynes Nennir ekki að vera leikkona lengur. Gallaefnið virðist vera að ryðja sér til rúms sem eitt heitasta efn- ið á ný. Þótt það sé alltaf sí- gilt eru vinsældir þess mismiklar í tískuheiminum. Söngkonan Ciara þykir fylgja nýjustu tískustraumum og klæddist hún kjól úr gallaefni í gæsa- partíi vinkonu sinn- ar fyrir stuttu. Ekki eru allir jafn hrifnir af þess- ari endurkomu gallaefnisins en hvað sem því líð- ur má ætla að mun meira sjáist af því á næstunni. Ciara fylgir tískustraumum: gallaefnið HeiTT Ciara Er gullfalleg. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar DETOX 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.