Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 23. júní 2010 miðvikudagur „Ég hef engar áhyggjur og er von- góður um sigur,“ segir Stefán Hilmar Hilmarsson, fjármálastjóri 365 miðla og fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, um þrjú dómsmál sem hann tengist þessa dagana. Arion banki og Landsbankinn hafa stefnt Stefáni Hilmari vegna lána skulda, sem tengjast ekki Baugi, en sjálfur bíður hann niðurstöðu í launamáli gegn þrotabúi Baugs. Von er á niðurstöðu í launamálinu í þess- ari viku. Kröfur bankanna eru upp á tugi milljóna en eftir því sem DV kemst næst er krafa Arion banka upp á tæp- ar 50 milljónir og Landsbankans tals- vert lægri. Sjálfur fer hann fram á tæpar 30 milljónir króna úr þrotabúi Baugs vegna vangoldinna launa og orlofs. Sterk staða Stefán Hilmar staðfestir að mál Landsbankans hafi bæst við og því sé um að ræða bardaga á þrennum vígstöðvum fyrir dómstólum. Að- spurður vill hann ekki gefa upp ná- kvæmar tölur en staðfestir þó að þær sem heimildir DV hljóði upp á séu nærri lagi. „Já, ég er vongóður í öll- um þessum málum. Ég met það bara þannig að réttur launamanna sé svo sterkur en auðvitað veit maður aldrei hver niðurstaðan verður. Það er ekk- ert víst að öll krafan gangi í gegn,“ segir Stefán Hilmar. „Ég lít síðan þannig á að bankarn- ir hafi farið langt út fyrir sínar heim- ildir og ráðstafað mínu fé án sam- þykkis. Slíkt kemur til dæmis víða fyrir í rannsóknarskýrslunni.“ Áhyggjulaus fjölskylda Í skýrslunni sem Stefán Hilmar nefn- ir er hann sjálfur inni á topp hundrað listanum yfir mestu skuldara lands- ins. Þar er hann skráður með fjóra milljarða á bakinu. Engan bilbug er þó á Stefáni Hilmari að finna. „Ég er bjartsýnn og vongóður. Ég reyni að vinna allt sem ég fer í og hef gert það hingað til. Ég ætla að vinna þetta.“ Stefáni Hilmari finnst ekki óþægi- legt að standa í þrennum málaferl- um því hann sé einfaldlega að berj- ast fyrir rétti sínum. Aðspurður hvort málaferlin og skuldirnar taki á fyrir fjölskylduna segir hann svo ekki vera. „Nei, þetta tekur hvorki á fyrir mig né fjölskylduna. Þarna er einfaldlega á ferðinni ágreiningur sem rétt er að reyna á fyrir dómstólum, það er bara þannig. Ég hef ekki áhyggjur af því að þetta fari illa.“ Alltaf bjartsýn „Ég er bjartsýn á framtíðina en það er eitthvað sem ég reyni ávallt að til- einka mér. Ég er bara þannig gerð enda þýðir ekkert annað. Í stað þess að hafa áhyggjur reyni ég að vera bjartsýn og auðvitað reynir maður að vera vongóður í þessum málum,“ seg- ir Friðrika Hjördís, eiginkona Stefáns. Friðrika hefur í nógu að snú- ast þessa dagana þar sem nýr mat- reiðsluþáttur með henni er sýndur á Stöð 2. Þátturinn heitir Matarást með Rikku. Áður var hún kynnir í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Wipeout. Þá undirbýr hún útgáfu matreiðslu- bókar í samstarfi við verslanir Hag- kaupa. Nýverið lýsti hún svo yfir ást sinni á eiginmanninum og einnig fullum stuðningi við hann í tímarit- inu Séð og heyrt. Hjónin Stefán Hilmar Hilmarsson, fyrr- verandi fjármálastjóri Baugs, og Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona berjast á þrennum vígstöðvum fyrir dómstólum. Arion banki og Landsbankinn hafa stefnt Stefáni vegna lánaskulda en sjálfur bíður hann niðurstöðu í þessari viku í launa- máli gegn þrotabúi Baugs. Bæði eru þau bjartsýn á framtíðina. bjartsýn þrátt fyrir lögsóknir n Kveikt var í Range Rover-glæsibifreið hjónanna Friðriku Hjördísar og Stefáns Hilmars í ágúst árið 2008. Bíllinn brann til kaldra kola skömmu eftir miðnætti en málið er enn óleyst. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hætt rannsókn á bílbruna Wipeout-hjónanna. Skömmu eftir brunann gaf Friðrika Hjördís þá skýringu að um rafmagnsbilun hefði verið að ræða en lögregla komst fljótt að þeirri niðurstöðu að þetta væri íkveikja. Bíllinn stóð fyrir utan hús þeirra hjóna við Laufásveg 68 í Reykjavík en upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýndu þrjá grunsamlega menn á vettvangi. Fyrst sáust þeir ganga í átt að bílnum og síðar koma hlaupandi til baka. Myndavélarnar sýndu síðan einn þremenninganna koma aftur á brunastað þegar slökkvistarf fór fram. Þau Friðrika og Stefán sjá væntanlega eftir Range Rovernum en þau aka aftur á móti um á annarri glæsibifreið í staðinn. Greint var frá því í október síðastliðnum að þau væru nú á glæsijeppa af gerðinni Cadillac Escalade Luxury. BílaBruninn að Baki trAuSti HAFSteinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Stefnt af Landsbankanum Lands- bankinn hefur stefnt Stefáni vegna lánaskulda eins og Arion banki. Ætlar að vinna Stefán Hilmarsson er hér með eiginkonu sinni, sjónvarps- konunni Friðriku Hjördísi Geirsdóttur. Þau segjast vongóð í málunum þremur. össur segir Camer- on misskilja Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra segir að forysta Evrópusam- bandsins hafi margítrekað að aðild Íslands að sambandinu væri ótengd lausn á Icesave-deilunni. Össur sagði í fréttum RÚV í gær að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, misskildi málið alvarlega teldi hann að Íslendingar ætluðu ekki að borga. Sagði hann að breska ríkisstjórnin hefði ekki gefið sér tíma til þess að semja við Íslendinga og að það væri mjög erfitt að semja við fólk sem vildi ekki tala við mann. sautján króna álagning Álagning íslenskra olíufélaga er í kringum sautján krónur á bensín- lítrann, en það er um það bil fimm krónum undir meðalálagningu olíufélaganna alla jafna. Samkvæmt upplýsingum DV er þetta enn hlut- fallslega hærri álagning en tíðkast á Norðurlöndunum. Miðað við þá álagningu sem var fyrir svokallað verðstríð olíufélag- anna hefur álagning á bensín ver- ið allt að sjö krónum hærri en til að mynda í Svíþjóð, en álagning á bensíni fyrir verðstríð var á bilinu 24 til 25 krónur. þyrlan sótti slasaða konu Þyrla Landhelgisgæslunnar var köll- uð út á tólfta tímanum í gærmorgun eftir að kona slasaðist í bílveltu vest- ur á Snæfjallaströnd við Ísafjarðar- djúp. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var konan í bíl með eigin- manni sínum sem slasaðist minna en konan. Þau eru bæði ferðamenn hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu mikið konan slasaðist né hver til- drög slyssins voru. Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Ný kynslóð Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri DV0910221525_004.jpg Ráðherrar EFTA funda á Íslandi: Ræða stöðu Ísraels Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra útilokar ekki að málefni Ísraels verði rædd á ráðherrafundi EFTA sem hefst í dag, miðvikudag. Hann segist ekki vilja ræða slíkt fyrir fram. Hann segir hins vegar klárt að hann hafi átt viðræður við fulltrúa annarra ríkja um þetta málefni. Utanríkismálanefnd fól utanríkis- ráðherra í byrjun þessa mánaðar að meta til hvaða úrræða skuli gripið gegn Ísrael eftir að ísraelskir sérsveit- armenn réðust um borð í skip sem var að flytja hjálpargögn til Gaza-svæðis- ins. Létust níu skipverjar í átökum sem brutust út milli þeirra og Ísraela. Átti utanríkisráðherra að hafa sam- ráð við aðrar þjóðir um hvort slíta ætti stjórnmálasambandi við Ísrael eða beita það viðskiptaþvingunum. Í gildi er fríverslunarsamningur á milli EFTA og Ísraels. Meðal annars er gert ráð fyrir að Doris Leuthard, forseti Sviss, Trond Giske, efnahags- og viðskiptaráðherra Noregs, og Aurelia Frick, utanríkis- ráðherra Liechtenstein, sæki fund EFTA-ríkjanna sem fer fram á Hótel Nordica og stendur yfir til föstudags. Össur mun gera fundargestum grein fyrir stöðu aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Þá verða tveir fríverslunarsamningar undirritaðir, annar við Perú og hinn við Úkraínu, og ákvarðanir teknar um framhald annarra fríverslunarvið- ræðna, meðal annars við Rússland. Aðspurður hvort Icesave verði til um- ræðu, segist Össur ekki gera ráð fyr- ir að það verði í miðpunkti. Honum kæmi þó ekki á óvart ef Icesave-málið bæri á góma. Á fundinum verður þess minnst að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun EFTA og fjörutíu ár frá því að Ísland gerðist aðili að samtökunum. rhb@dv.is Össur Skarphéðinsson Hefur rætt málefni Ísraels við fulltrúa annarra ríkja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.