Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 17
miðvikudagur 23. júní 2010 erlent 17
Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-
Rússlands hefur fyrirskipað að hlé
verði gert á jarðgasflutningum til
Evrópu í gegnum Hvíta-Rússland.
Fyrirmæli hans eru gefin á sama
tíma og Rússar draga úr magni þess
jarðgass sem þeir senda til Hvíta-
Rússlands vegna meintrar skuldar
Hvít-Rússa við Rússland.
Forseti Hvíta-Rússlands segir
hins vegar Rússland skulda Hvíta-
Rússlandi 260 milljónir bandaríkja-
dala vegna þess jarðgass sem Rúss-
ar flytja í gegnum landið. „Ég hef
fyrirskipað ríkisstjórninni að loka
fyrir gasflutninga í gegnum Hvíta-
Rússland þar til Gazprom greiðir
fyrir þá. Þeir hafa ekki borgað krónu
fyrir þá síðastliðið hálft ár,“ hafði rík-
isfréttastofa Hvíta-Rússlands, Belta,
eftir Lúkasjenkó. Lúkasjenkó sagði
einnig að það væri kaldhæðnislegt
að Rússar drægju úr gasflutningum
til Hvíta-Rússlands vegna 190 millj-
óna dala skuldar þegar Rússar sjálf-
ir skulduðu Hvít-Rússum 260 millj-
ónir dala.
Tilkynning Lúkasjenkós kom í
kjölfar fyrirskipunar Dmitrys Med-
vedev, rússnesks starfsbróður hans,
til Gazprom um að takmarka skyldi
gasflutninga til Hvíta-Rússlands
vegna ógreiddrar skuldar. Yfirmað-
ur Gazprom, Alexander Medvedev,
sagði að fyrirtækið myndi gera allt
sem í þess valdi stæði til að koma
í veg fyrir að aðgerðir Hvít-Rússa
bitnuðu á evrópskum viðskiptavin-
um fyrirtækisins.
Áætlað er að um tuttugu pró-
sent gasflutninga Rússa til Evrópu
fari í gegnum Hvíta-Rússland og
um áttatíu prósent í gegnum Úkra-
ínu, en 6,25 prósent af heildargas-
innflutningi Evrópu koma frá Rúss-
landi í gegnum Hvíta-Rússland.
Jarðgas frá Rússlandi til Evrópu stoppar í Hvíta-Rússlandi:
Skuldir hamla gasflutningum
Játar sig sekan um
sprengjutilræði
Á mánudagskvöld játaði Faisal
Shahzad, þrítugur Bandaríkjamað-
ur, sig sekan um að hafa staðið að
sprengjutilræði við Times Squ-
are í New York þann 1. maí. Faisal
Shahzad, sagði tilræðið hafa verið
„að hluta til svar við hryðjuverkum
Bandaríkjanna gagnvart löndum
múslíma og múslímum.“
Ákæruatriðin á hendur Shahzads
eru í tíu liðum og varða sum þeirra
lífstíðarfangelsi. Shahzad reyndi að
sprengja jeppabifreið sem hlaðin var
sprengiefni en hafði ekki erindi sem
erfiði. Engu að síður olli tilraunin
mikilli truflun enda þurfti að rýma
svæðið.Hann var handtekinn tveim-
ur dögum síðar í flugvél sem fljúga
átti til Dúbaí.
Yfirvöld krafin
svara vegna
„ærudrápa“
Hæstiréttur Indlands hefur fyr-
irskipað að ríkisstjórn landsins
verði að útskýra til hvaða aðgerða
hún hefur gripið til að koma í veg
fyrir „heiðursdráp“. Það var gert
eftir að hæstiréttur hafði hlýtt á
beiðni þar sem sagt var að yfir-
völdum hefði „mistekist að fyrir-
byggja dráp á pörum og einstakl-
ingum undir yfirskyni æru“.
Um síðustu helgi voru tvö pör
fórnarlömb meintra „ærudrápa“,
annað í höfuðborginni Delí og
hitt í nágrannafylkinu Haryana.
Undanfarið eitt og hálft ár hafa
„ærumorð“ kostað að minnsta
kosti þrjátíu lífið og að sögn að-
gerðarsinna hafa á sama tíma
tugir mála sem varða ógnanir og
pyntingar verið skráð.
Staðsetningu
mosku mótmælt
Áform um að byggja mosku nærri
þeim stað þar sem Tvíburaturnarn-
ir stóðu og nú er nefndur Ground
Zero hafa valdið úlfaþyt á með-
al íbúa New York-borgar, en tæpur
áratugur er liðinn síðan múslímskir
öfgamenn flugu flugvélum á turn-
ana með þeim afleiðingum að þeir
hrundu til grunna.
Cordoba House-moskan, hluti af
miðstöð múslíma, á að rísa stein-
snar frá svæðinu þar sem turnarn-
ir stóðu og var bygging moskunnar
samþykkt með miklum meirihluta af
grenndarnefnd svæðisins í maí. Ein-
hver fjöldi borgarbúa mótmælir nú
fyrirhugaðri byggingu og telur óvið-
eigandi að staðsetja moskuna svo
nærri stað þar sem um 3.000 manns
létu lífið.
Hvítrússnesk
kona glímir við
gaskút Rússar
hafa dregið úr
gasflutningi til
Hvít-Rússa. Mynd Afp
„MiðaldaMeðul gegn
Miðaldahegðun“
heldur ferð í fangelsi þar sem hún
ræddi við dæmda nauðgara til að
komast að því hvort kvensmokkur
af þessu tagi hefði fælingarmátt.
Sumir sögðu svo vera, að sögn
Ehlers.
Gagnrýnendur Rape-aXe kven-
smokksins eru þeirrar skoðunar að
hann sé ekki lausn til lengri tíma
litið og geti hugsanlega valdið því
að karlmenn sem verða fyrir barð-
inu á honum beiti meira ofbeldi.
Óæskilegir fjötrar ótta
Á meðal þeirra sem efast um ágæti
kvensmokks Sonnet Ehlers er Vict-
oria Kajja hjá sjúkdóma- og for-
varnamiðstöð Úganda. Kajja sagði
að smokkurinn væri eins konar
„fjötrar“.
„Óttinn sem umlykur fórnar-
lambið, það að vera með smokk
vegna hræðslu um árás er áminn-
ing um fjötra sem engin kona
ætti að þurfa að bera,“ sagði Kajja
og bætti við að smokkurinn væri
stöðug áminning um varnarleysi
kvenna.
Victoria Kajja sagði að auk
þess sem smokkurinn veitti fórn-
arlömbum falskt öryggi þá fyrir-
byggði hann ekki andlegt áfall í
kjölfar nauðgunartilraunar. Kajja
sagði þó að Rape-aXe smokkurinn
hefði þann kost að „réttlæti næði
fram að ganga.“
Ýmsar mannréttindastofnanir í
Suður-Afríku hafa ekki viljað tjá sig
um kvensmokkinn.
Miðaldameðul gegn
miðaldahegðun
Nauðgunartíðni í Suður-Afríku er
ein sú mesta í heimi, samkvæmt
vefsíðu mannréttindasamtakanna
Human Rights Watch, og könnun
árið 2009 leiddi í ljós að tuttugu og
átta prósent aðspurðra karlmanna
höfðu nauðgað konu eða stúlku
og einn af hverjum tuttugu höfðu
nauðgað síðastliðið ár.
Sakfellingar vegna nauðgana eru
sjaldgæfar í flestum Afríkuríkjum
og bráðaþjónusta fyrir fórnarlömb
þeirra er dýr sem og söfnun sönn-
unargagna á borð við lífsýni.
Gagnrýnendur hafa sakað Sonn-
et Ehler um að hafa þróað miðalda-
meðal til að berjast gegn nauðg-
unum, en Ehlers tekur þá gagnrýni
ekki nærri sér.
„Kvensmokkurinn kann að vera
miðaldalegur, en honum er beint
gegn miðaldahegðun sem hefur ver-
ið við lýði áratugum saman,“ svar-
aði Sonnet Ehler þeirri gagnrýni og
sagði að hún teldi að tími væri kom-
inn til að aðhafast eitthvað og að
smokkurinn fengi „einhverja karl-
menn til að hugsa sig tvisvar um
áður en þeir réðust á konur.“
Rape-aXe smokkurinn
Nýtt tæki í baráttunni gegn
nauðgunum. Mynd AntiRApe.co.zA
Ef hann reynir að fjar-lægja hann bítur hann sig
enn fastar á, en smokkurinn veld-
ur ekki opnum sárum og það er
engin hætta á blæðingum.