Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 23. júní 2010 miðvikudagur Hjónaskilnuðum hefur fjölgað svo í Japan að sölumaðurinn Hiroki Terai fékk þá hugmynd að bjóða upp á sérstakar skilnaðarathafnir þar sem ólánsömu fólki býðst að segja „já“ til að staðfesta skilnað frammi fyrir ættingjum og vinum. Fyrir um ári setti Terai á laggirn- ar „skilnaðarsetur“ í Tókíó og síðan þá hafa um tuttugu og fimm hjón haldið þar sérstaka athöfn, með öllu því sem einkennir alla jafna hjónavígslur, þar sem þau opinber- lega binda endi á hjónabandið með því að segja „já“. Skilnaðarathöfnin kostar sem svarar um 80.000 krón- um og hefur Terai fengið tæplega 1.000 fyrirspurnir frá áhugasömu fólki í skilnaðarhugleiðingum. Á vefsíðu fréttaveitunnar Reut- ers er haft eftir Hiroki Terai að hann hafi í apríl í fyrra ýtt fyrirtækinu úr vör því honum hafi fundist að til ætti að vera „jákvæð leið til að binda endi á hjónaband og halda áfram að lifa með því að strengja þess heit frammi fyrir ástvinum að hefja nýtt líf.“ Skömmu áður hafði Terai, sem talið er að sé sá eini sem býður upp á þessa þjónustu, orð- ið vitni að heiftarlegum og bitrum skilnaði vinar síns. Á vef Reuters segir að Terai muni færa út kvíarn- ar í næsta mánuði þegar hann fer til Suður-Kóreu til að sjá um opinber- an skilnað þarlendra hjóna í höfuð- borginni Seúl. Árið 2008 áttu sér stað um 250.000 skilnaðir í Japan en til langs tíma voru hjónaskilnað- ir litnir hornauga í landinu. Aukin tíðni skilnaða er að hluta til eignuð slæmum efnahag sem oft vill verða banabiti rómantíkur. Japanskur sölumaður fékk nýstárlega hugmynd vegna skilnaðar vinar: Skilnaðarathafnir í Japan Mannskæð flóð í Brasilíu Brasilísk stjórnvöld óttast hið versta vegna mikilla flóða sem varað hafa undanfarna daga, einkum og sér í lagi í ríkjunum Pernambuco og Alag oas í norðausturhluta landsins. Í gær höfðu flóðin orðið á fjórða tug manns að aldurtila og tugþúsundir höfðu misst heimili sín. Að sögn talsmanns yfirvalda í Alagoas er yfir 1.000 manns saknað og þar af 500 í bænum Uniao dos Palmares og samkvæmt upplýsing- um frá almannavarnanefnd landsins hafa flóðin hrakið yfir 40.000 manns á vergang. Luiz Inacio Lula da Silva forseti hefur lofað að stofna neyðarsjóð svo unnt verði að aðstoða fórnarlömb flóðanna. Jól um hásumar Óhætt er að segja að danska versl- unarkeðjan Imerco haldi jólin snemma í ár því á dögunum sendi hún frá sér auglýsingabækling smekkfullan af jólatilboðum. Marga rak í roga stans vegna tímasetning- arinnar en haft er eftir Morten Kåre Pedersen, markaðsstjóra Imerco, á vefsíðu BT að ekki beri að líta á tímasetninguna sem niðurtal til jóla, þetta væri meira í gríni gert. Að sögn Mortens teljast 80 pró- sent vinsælustu vara Imerco til jólavara þannig að hver veit nema jólainnkaupin hefjist snemma í Danmörku í ár. Morten hét því þó að bæklingur Imerco í næstu viku myndi ekkert tengjast jólunum. Ákærður fyrir dreif- ingu barnakláms Breskur dómari úrskurðaði á mánudaginn að upplýsa mætti almenning um að Jon Venables hefði verið ákærður fyrir niður- hal og dreifingu á barnaklámi. Jon Venabl es banaði árið 1993, í félagi við annan dreng, James Bulger, tveggja ára. Venables, sem nú er tuttugu og sjö ára, fékk nýtt nafn þegar hann fékk reynslulausn árið 2001 og í mars var gert opinbert að hann hefði verið fangelsaður aftur eftir að hafa brotið skilorð. Samkvæmt lagalegum fyrirmælum var fjöl- miðlum óheimilt að fjalla um nýjar áskanir á hendur honum. Því banni hefur nú verið aflétt, en fjölmiðlar mega eftir sem áður ekki upplýsa um nýtt nafn Venables eða heimili hans. Ósátt par Hiroki Terai býður upp á skilnað með stæl. Mynd photos.coM „Ef ég hefði aðeins tennur þarna niðri,“ sagði niðurbrotið fórnar- lamb nauðgunar við suðurafríska lækninn Sonnet Ehler fyrir fjórum áratugum. Orð stúlkunnar urðu kveikjan að kvensmokknum sem hugsanlega færir von til „kvenna um víða veröld – kvenna sem enn þann dag í dag finnst þær vera rétt- litlar eða réttlausar með öllu,“ seg- ir á vefsíðunni antirape.co.za þar sem kvensmokkurinn Rape-aXe er kynntur til sögunnar. Um þessar mundir dreif- ir Sonnet Ehler kvensmokknum í borgum þar sem leikir í heims- meistarakeppninni í knattspyrnu fara fram og stefnir að því að dreifa 30.000 smokkum án endurgjalds á meðan keppninni stendur. tennt innra byrði Kvensmokknum er komið fyrir í skeið konunnar líkt og túrtappa. Innra byrði smokksins er tennt og þegar kynfæri karla koma inn í smokkinn bítur hann sig fastan við þau. Þegar svo er komið er það eingöngu á færi læknis að fjarlægja smokkinn af karlmanninum. Vonir Ehlers læknis eru þær að á meðan læknir stumrar yfir karlmanninum verði haft samband við lögregluna. „Þetta er sársaukafullt, hann getur ekki losað þvag eða gengið þegar hann [smokkurinn] er á. Ef hann reynir að fjarlægja hann bít- ur hann sig enn fastar á, en smokk- urinn veldur ekki opnum sárum og það er engin hætta á blæðingum,“ sagði Ehlers um hönnun sína. Til að fjármagna verkefnið seldi Sonnet Ehlers bæði hús sitt og bif- reið. hugsanlega meira ofbeldi Við hönnunina og til að tryggja ör- yggi smokksins ráðfærði Ehlers sig við kvensjúkdómalækna og sál- fræðinga og sagði hún að smokk- urinn gæti til dæmis komið sér vel fyrir konur þegar þær væru að fara á óvissustefnumót eða þegar þær þyrftu að fara um svæði sem þeim hugnaðist ekki. Sonnet Ehlers gerði sér aukin- Suðurafríska lækninum sonnet Ehlers finnst kominn tími til að taka á tíðum nauðgunum í Suður-Afríku. Hún hefur brugðið á það ráð að dreifa ókeypis Rape- aXe kvensmokkum í þeim suðurafrísku borgum þar sem leikið er á HM í knatt- spyrnu. Smokkurinn, sem Ehler hannaði, er þannig gerður að hann veldur nauðgur- um óbærilegum kvölum sem aðeins lækn- ar geta losað þá við. „MiðaldaMeðul gegn Miðaldahegðun“ kolbEinn þorstEinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Kvensmokkur-inn kann að vera miðaldalegur, en hann er gegn miðaldahegðun sem hefur verið við lýði áratugum saman. sonnet Ehler læknir með hönnun sína Sonnet fékk hugmyndina fyrir fjórum áratugum. Mynd antirapE.co.za

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.