Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 22
22 úttekt 23. júní 2010 miðvikudagur 1. drekktu grænt te Þessi holli drykkur inniheldur fjöldann allan af kraftmiklum andoxunarefnum sem minnka kólesteról og lækka blóðþrýsting. Fáðu þér heitt eða kalt grænt te. 2. Forðastu óholla fitu Þeir sem lesa innihaldslýsingar og upplýsingar um næringargildi eru líklegri til að neyta færri hitaeininga en aðrir. Ef þú vilt heilbrigt hjarta skaltu takmarka fitu við 30% af hitaeininga- inntökunni. Mikilvægast er að fá fituna úr ólívuolíu, hnetum, dökku súkkulaði, laxi og öðrum hollum fitugjöfum en ekki úr kexi, kökum og tilbúnum mat. 3. Eldaðu eins og Ítali Notaðu kaldhreinsaða ólífuolíu við matargerð. Skiptu smjörlíkinu út fyrir olífuolíu og notaðu hana í bakstur þegar hægt er. Kaldpressuð extra-virgin ólífuolía inniheldur meira af andoxunarefnum en aðrar tegundir. 4. Sofðu meira Samkvæmt rannsókn sem birtist í Journal of the American Medical Association minnka líkur á hjartaáfalli um 33% fyrir hverja klukkustund sem miðaldra manneskja sefur aukalega. Flest þurfum við 7 til 8 tíma til að fúnkera. 5. Borðaðu trefjar Kannanir sýna að því hærra sem hlutfall trefja er í mataræðinu því minni líkur eru á hjarta- áfalli. Veldu grófkorna brauð í stað hvíts brauðs og bættu baunum út í súpuna. Borðaðu allavega 25 til 35 grömm af trefjum daglega. 6. Njóttu fisks Silungur er ríkur af ómega-3 fitusýrum sem hjálpa hjartanu að halda takti. Með því að neyta fisks einu sinni í viku minnka líkurnar á að deyja af hjartaáfalli um 52%. 7. Byrjaðu daginn með ávaxtasafa Appelsínu- og greipsafar eru ríkir af hollum sýrum og andoxunarefnum sem vinna gegn því að rauðu blóðkornin geti hlaðist saman og myndað blóðtappa. Veldu 100% hreinan safa án viðbætts sykurs. 8. Bættu við grænmeti Settu grænmeti á helming disksins. Hvítkál er sérlega hollt fyrir hjartað. 9. Hnetur á milli mála Samkvæmt rannsóknum eru þeir sem borða hnetur í hverri viku 33% ólíklegri til að þjást af vandamálum tengdum hjartanu. Ekki ganga samt of langt því hnetur eru fitandi og ríkar af hitaeiningum. 10. gakktu í 20 mínútur Einungis 2,5 tíma þjálfun vikulega eða um það bil 20 mínútur á dag minnkar líkurnar á hjartaáfalli um 33%. 11. Út með smjörið Ólívuolían passar vel ofan á brauðið þitt en ef þú þarft endilega smjör veldu þá vel. 12. veldu hörfræ Hörfræ eru sérstaklega rík af hjartgóðum ómega-3 fitusýrum en samkvæmt rannsóknum geturðu minnkað líkur á hjartaáfalli um 46% með því að bæta hörfræjum í daglega neyslu. Settu tvær teskeiðar af fræjum út á hafragrautinn, morgunkornið, í blandarann eða út á salatið. Kauptu heil hörfræ og geymdu í ísskápnum. 13. Teygðu á daglega Liðleiki gæti verið lykillinn að heilbrigðu hjarta. Samkvæmt japanskri rannsókn reyndust liðugustu einstaklingarnir vera með heilbrigðustu æðarnar. Ef þú teygir á í 10 til 15 mínútur á hverjum degi gerirðu hjartanu mikið gagn. Prófaðu að skrá þig í jógatíma ef þér gengur illa að teygja á ein/n heima. 14. Slakaðu á með víni Niðurstöður fjölda rannsókna sýna að eitt glas af léttivíni á dag minnki líkur á hjartaáfalli töluvert. Njóttu þess nema þú eigir við áfengisvandamál að stríða, sért með of háan blóðþrýsting eða í áhættuhópi að fá brjóstakrabbamein. Fáðu þér vínglas með matnum því þá drekkurðu hægar. 15. Syntu í soja Sojaprótein lækkar kólesterólið. Nálgastu soja í hollum matvörum en forðastu snakk sem er merkt að innihaldi soja. 16. Eldaðu með hvítlauk Einn geiri á dag, eða 300 mg þrisvar á dag, minnka líkurnar á hjartaáfalli á þrjá vegu. Hvítlaukurinn kemur í veg fyrir blóðtappa, æðaskemmdir og þröngar æðar. 17. kryddaðu þjálfunina Besta þjálfunin er sú sem við höldum áfram að stunda. Prófaðu að bæta örlitlu í viðbót við reglulegu æfinguna, farðu í tennis, spilaðu körfubolta með börnunum eða dansaðu um stofuna. Finndu eitthvað sem þú hefur gaman af. Rannsóknir sýna að þeir sem hreyfa sig lítillega allan daginn brenna fleiri hitaeiningum og eru almennt heilbrigðari en þeir sem æfa í 30 til 60 mínútur á dag en sitja restina af deginum fyrir framan tölvuna. 18. Hættu að feika það Þegar við reynum sífellt að lifa á hátt sem er okkur ekki eiginlegur erum við undir miklu álagi. Spurðu sjálfa/n þig: Er ég að gera það sem mig langar til að gera? Er þörfum mínum mætt? Farðu yfir listann þinn daglega. Einbeittu þér að því að umgangast fólk sem gerir þig ánægða en forðastu fólk sem dregur úr þér allan kraft. Samkvæmt nýrri rannsókn hætta flestir sem fá hjartaáfall að stunda kynlíf. Oftast að óþörfu. Þeir sem fá fræðslu um kynlíf eftir hjartaáfall eru líklegri en aðrir til að halda áfram að njóta kynlífs. DV birtir líka 27 ráð til að koma í veg fyrir hjartaáfall. kynlíf eftir Samkvæmt könnunum hætta flestir sem hafa fengið hjartaáfall að stunda kynlíf. Ný rannsókn gefur til kynna að óþarfi sé að láta veikindin koma í veg fyrir ástarleikina en svo virðist sem það sé oft- ast undir lækninum komið hvort þau geri það. Í rannsókninni kom fram að þeir sjúkling- ar sem tala ekki um kynlíf við lækninn sinn eru ólíklegir til að halda áfram að stunda kynlíf af ótta við að fá annað hjartaáfall í hita leiksins. „Flestir sjúklingar sem lifa af hjartaáfall telja að kynlíf komi þeim einfaldlega í gröfina. Og makarnir óttast slíkt hið sama“ segir dr. Stacy Tessler Lindau við háskólann í Chicago sem segir að þeir sjúklingar sem geti gengið upp tröppur og haldið út léttan þolfimitíma megi endilega halda áfram að lifa fjörugu kynlífi. Lindau stjórnaði rannsókninni, sem var kynnt á ráðstefnu American Heart Association í Washington á dögunum, og fékk 1.184 karl- menn og 576 konur sem höfðu lifað af hjarta- áfall til að svara spurningalistum. Meðalaldur- inn var 60 ár. Minna en helmingur karlmanna og aðeins um þriðjungur kvenna sögðust hafa fengið fræðslu um kynlíf eftir hjartaáfall þeg- ar þau útskrifuðust af sjúkrahúsinu. Enn færri höfðu rætt málefnið við lækni sinn næsta árið á eftir. Einu ári eftir hjartaáfallið höfðu 66% karla og 40% kvenna lifað einhverju kynlífi og þeir sem höfðu fengið fræðslu hjá lækni mæld- ust 30-40% líklegri til að hafa stundað kynlíf. Í rannsókninni kom einnig fram að karlmenn reyndust líklegri til að vera kynferðislega virkir og kvæntir áður en þeir fengu hjartaáfall. Einn- ig voru þeir líklegri en konurnar til að halda kynferðislegri virkni sinni. „Hjartaáfall ætti alls ekki að halda fólki frá því að njóta kynlífs,“ segir dr. Edward Havr- anek hjartaskurðlæknir við Denver Health Medical Center. „Hættan á hjartaáfalli við samfarir er í rauninni afar lítil og hreyfingin sem kynlíf krefst er mun minni en flestir telja. Það er ekki jafnlíkamlega erfitt og að moka snjó,“ segir Havranek sem segir óhætt fyrir flesta sjúklinga að taka upp fyrri hætti þegar þeim er farið að líður betur og þeir geta stund- að einfalda þjálfun. „Sjúklingar ættu samt að fylgjast vel með sér og ef þeir finna fyrir verk í brjósti ættu þeir að hætta og hafa samband við lækni. Þung- lyndi og skapsveiflur eru algengir fylgifiskar hjartaáfalls og geta haft áhrif á kynlífsáhuga en slíkt lagast vanalega á þremur mánuðum,“ bætti Lindau við. hjartaáfall 27 ráð til að koma í veg fyrir hjartaáfall: n Undirbúðu þig með því að bæta líkamlegt ástand þitt og þol. n Veldu tíma þegar þú ert vel hvíldur, afslappaður og laus við daglegt álag. n Bíddu í einn til þrjá tíma eftir að hafa borðað stóra máltíð. n Veldu þægilega og kunnuglega staðsetningu og vertu viss um að enginn ónáði ykkur. Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.