Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 24
Desailly ósáttur við afríkuliðin „Á heild- ina litið er ég ósáttur við liðin frá Afríku en kannski gerði ég mér of miklar væntingar,“ segir franska knattspyrnugoðið Marcel Desally, um frammi- stöðu liðanna frá Afríku á HM en sjálfur fæddist hann í Gana. „Ég varð fyr- ir mestum vonbrigðum með Kamerún. Nígeríumenn hafa verið svolítið barnalegir og Alsíringar gert mistök í vörninni. Mér finnst Ganverjar ekki hafa nýtt þau tækifæri sem þeim hafa boðist en Fílabeinsströndin er ein- faldlega í gríðarlega erfiðum riðli. Svo er það Suður-Afríka. Liðið hefur spil- að með hjartanu en það er bara ekki nóg á HM,“ segir Desailly. Ætla að vinna ástrala „Það hefur alltaf verið draumur minn að spila á HM, ég tala ekki um að skora sigurmark,“ segir Milan Jovanovic, leikmaður Serbíu, sem skor- aði eina mark leiksins þegar Serbar lögðu Þjóðverja 1-0. Serbía kemst í 16 liða úrslitin með sigri á Ástralíu í lokaumferðinni. „Það verður ekki auðvelt. Ástralía er með gott lið þrátt fyrir að það hafi fengið á sig fjögur mörk gegn Þýskalandi. Við viljum samt fara langt í keppninni og það byrjar allt á því að vinna Ástrala og komast þannig í 16 liða úrslitin,“ segir Jovanovic. 24 uMSJóN: tómas þór þórðarson tomas@dv.is 23. júní 2010 miðvikudagur Bíóið var ekki búið hjá franska lands- liðinu þegar kom að leiknum við Suð- ur-Afríku á þriðjudaginn sem heima- liðið vann, 2-1. Eftir allt sem á undan var gengið þar sem liðið neitaði að æfa og fyrirliðinn Patrice Evra reifst við líkamsræktarþjálfarann í leit sinni að rottunni í hópnum héldu vand- ræðin áfram. Evra var tekinn úr liðinu fyrir að mæta ekki á blaðamannafund og Domenech gerði sex breytingar á liðinu. Frakkland toppaði svo ömur- legt heimsmeistaramót með því að tapa fyrir Suður-Afríku í lokaleiknum og enda neðst í riðli sem átti að vera formsatriði að klára. Á sama tíma lagði Úrúgvæ lið Mexíkó, 1-0, með marki Luis Suarez. Þau úrslit dugðu báðum liðum í 16 liða úrslitin en Mex- íkó bíður þó töluvert erfiðara verkefni. andlausir Frakkar Raymond Domenech, þjálfari Frakk- lands, hefur haft í nógu að snúast á þessu heimsmeistaramóti. Hann hélt áfram að gera allt vitlaust þegar hann tók fyrirliðann Patrice Evra út úr lið- inu fyrir lokaleikinn fyrir að mæta ekki á blaðamannafund með hon- um degi áður. Sögusagnir innan úr frönsku herbúðunum herma að ungu leikmennirnir hafi vælt í Domenech um að leyfa þeim að spila lokaleik- inn og svo fór að sex breytingar voru gerðar á liðinu. Inn komu nokkrir af þeim ungu, Yoann Gourcuff, Squil- acci, Gignac og Gael Glichy og féll það vægast sagt ekki vel í kramið hjá eldri leikmönnum liðsins en gífurleg stéttaskipting er innan hópsins. Þessir ungu piltar gátu heldur ekk- ert frekar en þeir gömlu. Liðið sem spilaði með hjartanu í leiknum, Suð- ur-Afríka, uppskar sanngjarnan sig- ur, 2-1, og hefði hann auðveldlega getað verið stærri. Ýmis dæmi voru, bæði fyrir og eftir leik, um þá gríðar- legu óeiningu sem er í franska liðinu. Ekki nokkur maður talaði við þjálfar- ann þegar liðið skoðaði völlinn fyrir leikinn og þegar Gourcuff var rekinn af velli eftir 25 mínútna leik sýndi eng- inn svipbrigði nema Djibril Cisse sem virtist vera eini maðurinn sem þetta hafði einhver áhrif á. Ekkert gengið frá úrslitaleiknum 2006 Frakkar þurftu að vinna leikinn með fjögurra marka mun til þess að komast áfram en þeir sýndu svo sannarlega aldrei að þeir hefðu minnsta áhuga á því. Þeir sköpuðu sér varla færi fyr- ir utan markið sem Florent Malouda skoraði en það var eina markið sem Frakkland skoraði á mótinu. Frakkar hafa ekkert gert af viti síðan þeir töp- uðu úrslitaleiknum gegn Ítalíu á HM 2006 en þeim hefur nú þrisvar mistek- ist að komast upp úr riðlinum á síð- ustu fimm stórmótum. Franska knattspyrnusambandið þarf augljóslega að líta í eigin barm og spyrja sig af hverju það var ekki búið að losa sig við Domenech þjálfara sem var fyrir löngu búinn að missa klef- ann. Það má ekki heldur gleyma því að Frakkar komust inn á mótið vegna óheiðarleika og dómaramistaka. Hef- ur orðinu „karma“ verið slegið upp á mörgum frönskum vefsíðum á meðan kepninni hefur staðið. Að fá það sem maður á skilið er eitt en spilamennska og hegðun franska liðsins á HM 2010 er eitthvað allt annað. Úrúgvæjar sannfærandi Það má með sanni segja að bestu liðin í A-riðli hafi komist í 16 liða úrslitin. Úrúgvæ og Mexíkó spiluðu úrslitaleik um fyrsta sætið á sama tíma og Suður-Afríka lagði Frakk- land. Vitað var að liðið sem myndi enda í öðru sæti þyrfti væntanlega að leika við stórlið Argentínu í 16 liða úrslitum en það vildu bæði lið forðast. Aðeins eitt mark var skorað og það gerði framherjinn Luis Suar- ez fyrir Úrúgvæ á markamínútunni, þeirri 43. Markið var gríðarlega mikilvægt fyrir Suarez sem hefur hingað til lít- ið getað á mótinu. Það var búist við miklu af þessum 23 ára framherja Ajax í Hollandi en þar skorar hann gjör- samlega að vild. Hann setti 35 mörk í 33 leikjum á liðnu tímabili þar sem Ajax endaði í öðru sæti deildarinnar. Alls hefur Suarez skorað 84 mörk í 126 leikjum á fjórum tímabilum sínum í Hollandi með Ajax og Gronigen. Það er því gríðarlegur styrkur fyrir ann- ars sterkt lið Úrúgvæ ef sá ágæti piltur ætlar að detta í gang. Úrúgvæ fékk ekki á sig mark í riðl- inum en liðið hefur spilað virkilega sterkan varnarleik og með framherja á borð við Suarez og Forlan eru þeim allir vegir færir. Að sama skapi hefur Mexíkó leikið einstaklega vel en Lion- el Messi og félagar í Argentínu gætu orðið of stór biti fyrir nokkuð ungt en sprækt lið Mexíkóa. Frakkar út með skömm Úrúgvæ og Mexíkó lyftu sér upp úr A-riðli HM 2010 en Úrúgvæjar fóru taplausir í gegnum riðilinn. Hetjuleg barátta Suður-Afríkumanna og glæsilegur sigur þeirra á frönsku vandræðagemsunum, 2-1, dugði ekki til áframhaldandi þátttöku á HM. Suður- Afríka er því fyrsta gestgjafaþjóðin í sögunni sem kemst ekki upp úr riðlinum. tómas þór þórðarson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is sáttir við sitt Úrúgvæ landaði toppsætinu og sleppur því við Argentínu. mynd aFP Börðust eins og hetjur Suður-Afríku vantaði þrjú mörk til viðbótar til að komast áfram. mynd aFP nÆstuleikir 23. júní kl. 14:00: slóvenía - england í C-riðli n Enskir eru upp við vegg og verða að vinna Slóvena til að allt verði ekki endanlega vitlaust heima fyrir. Jamie Carragher er í banni og Ledley King meiddur, annars getur Capello stillt upp sínu sterkasta liði. 23. júní kl. 14:00: Bandaríkin - alsír í C-riðli n Bandaríkin þurfa einnig sigur gegn Alsír til að komast í 16 liða úrslitin. Alsíringar hafa lítið sýnt fram á við en í vörninni eru þeir þéttir og hafa aðeins fengið á sig eitt mark til þessa sem var markverðinum að kenna. 23. júní kl. 18:30: gana - þýskaland í D-riðli n Eftir stórkostlegan sigur á Ástralíu í fyrstu umferð eru Þjóðverjar í hættu á að komast ekki áfram. Nái Gana jafntefli og Serbía vinnur Ástralíu fara Þjóðverjar heim. 23 júní kl. 18:30: Ástralía - serBía í D-riðli n Serbar verða væntanlega að vinna Ástrala en jafntefli dugir þeim vinni Gana Þýskaland. Það er samt ekkert sem hægt er að reikna með þannig að Serbar verða að spila til sigurs. 24. júní kl. 14:00: slóvakía - ítalía í F-riðli n Slóvakar eru eitt slakasta liðið í keppninni en Ítalir þurfa að minnsta kosti stig gegn þeim til að tryggja sig áfram. Það ætti ekki að vera mikið mál miðað við leikinn sem Slóvakía sýndi gegn Paragvæ. 24. júní kl. 14:00: paragvæ - nýja- sjÁland í F-riðli n Það er tæpt að ævintýri Nýja-Sjá- lands haldi áfram gegn virkilega sterku liði Paragvæ. Nýsjálendingar berjast þó eins og ljón en Paragvæj- ar vilja án efa sigur og efsta sætið í riðlinum. 24. júní kl. 18:30: danmörk - japan í E-riðli n Eftir frábæran sigur á Kamerún eru Danir komnir í dauðafæri á að komast áfram í 16 liða úrslitin. Það sama gildir um Japana en þessi leikur er hreinn úrslitaleik- ur um sæti í 16 liða úrslitum. 24 júní kl. 18:30: kamerún - holland í E-riðli n Holland er komið í 16 liða úrslit og Kamerún er úr leik. Því geta Hollend- ingar hvílt menn sína og líklega þurfa þeir þess því líklegt er að liðið mæti Ítalíu í 16 liða úrslitum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.