Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 20
Tvær norrænar glæpasögur væntanlegar í íslenskri þýðingu: Metfé og mansal„Besta fjall-konan 2010“ Áhugaleikhús at- vinnumanna efnir til keppninnar „Besta Fjallkonan 2010“ á morgun, fimmtu- dag, í Hugmynda- húsi háskólanna að Grandagarði. Aug- lýst er eftir þátttak- endum í keppnina sem er opin öllum óháð kyni og aldri. Keppt verður í fyndni, fegurð, frum- leika og heiðarleika, segir í tilkynn- ingu. Einnig er nauðsynlegt að eiga skautbúning eða ígildi hans. Áhuga- samir sendi tölvupóst á steinunn@ ahugaleikhus-atvinnumanna.com eða hringi í síma 662 4805 í síðasta lagi klukkan17 í dag. Keppnin á morgun hefst klukkan 12.30. Á myndinni sést leikkonan Lára Sveinsdóttir sem und- irbýr sig nú af krafti fyrir keppnina. náði toppsætinu leikandi létt Toy Story 3 var vinsælasta mynd- in á Íslandi um síðustu helgi. Tæplega tíu þúsund og fjögur hundruð manns sáu þessa þriðju mynd í Leikfangasögumynda- flokknum sem frumsýnd var á föstudaginn. Vel þar á eftir í öðru sætinu, með rétt innan við fimm þúsund áhorfendur, kem- ur A-Team með Liam Neeson og Bradley Cooper úr Hangover í aðalhlutverkum. Í þriðja sætinu situr svo vinsælasta myndin í síðustu vikum, Sex and the City 2, sem fengið hefur lélega dóma víðast hvar. stórlax á riff Cameron Bailey, stjórnandi Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðarinn- ar í Toronto, hefur þegið boð frá RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, um að taka sæti í dóm- nefnd á hátíðinni nú í ár. Dóm- nefndin sker úr um það hvaða mynd hlýtur aðalverðlaun hátíðarinnar ár hvert. Ljóst er að mikill fengur er í komu Baileys hingað til lands, enda hefur hróður Toronto-hátíðarinnar vaxið mjög á undanförnum árum. Þannig sækja yfir 250 þúsund manns hátíðina á hverju ári og er hún oft nefnd í sömu andrá og hátíðir á borð við Sundance-hátíðina og þær sem haldnar eru í Cannes, Berlín og Fen- eyjum. RIFF fer fram í sjöunda sinn 23. september til 3. október næst- komandi. 20 fókus 23. júní 2010 miðvikudagur Íd til finnlands Íslenski dansflokkurinn hélt af stað í dag til Finnlands til að sýna á einni stærstu nútímadanshátíð Norðurlanda sem haldin er árlega í Kuopio.  Áhersla hátíðarinnar, sem haldin er í 41. skiptið, í ár er á dans frá Argentínu, Kína og Norðurlöndunum. Íd er því í góðum félagsskap með helstu dansflokkum þessara landa. Í anda þema hátíðarinnar mun Íslenski dansflokkurinn sýna þrjú  norræn verk sem hafa  öll fengið frábæra dóma og verið sýnd víða erlendis: Svaninn eftir Láru Stefánsdóttur, Kvart eftir norska dansleikhúskónginn Jo Strömgren og loks Endastöð eftir Svíann Alexander Ekman. Í framhaldinu heldur Íd til Póllands þar sem hann mun sýna nýtt verk á alþjóðlegri danshátíð í Bytom. Hvað Heitir lagið? „Og fólk skilur ekki, engar kærustur munu skilja, í geim- ferjum þau munu ekki skilja.“ svar: Last Night með the strokes. „Það eru eiginlega tvær aðalástæð- ur fyrir því að við ákváðum að stofna til svona hátíðar. Annars vegar af því að okkur fannst vanta alhliða lista- hátíð í Reykjavík þar sem áherslan er á yngra fólk. Það er svo mikið af sérhæfðum listahátíðum, til dæm- is kvikmyndahátíðum, myndlista- hátíðum og sviðslistahátíðum. Við vildum búa til hátíð þar sem nokkr- ar listgreinar mætast undir einum hatti og er um leið stökkpallur fyrir listamenn af yngri kynslóðinni. Hin ástæðan er sú að það hefur aldrei verið gert neitt svona stórt í tengslum við Jónsmessu,“ segir Hildur Maral Hamíðsdóttir, stjórnandi listahátíð- arinnar Jónsvöku sem hefst á morg- un, fimmtudag. Um er að ræða nýja hátíð sem verður haldin nú í fyrsta sinn og fer fram í miðbæ Reykjavíkur. Hátíðin, sem stendur fram á sunnudag, dreg- ur nafn sitt af Jónsmessunótt sem er á morgun, 24. júní, en á árum áður voru dagurinn fyrir Jónsmessu og Jónsmessunóttin sjálf nefnd einu nafni Jónsvaka. Hildur segir undirbúning fyrir há- tíðina hafa byrjað í nóvember síðast- liðnum en þá fékk hópurinn sem stendur að henni frumkvöðlastyrk frá samtökunum Evrópa unga fólks- ins. Seinna hafi þau einnig fengið styrk frá Reykjavíkurborg. Samhliða hinum ýmsu listvið- burðum með ungt fólk í brenni- depli verður boðið upp á þriggja daga tónleikadagskrá þar sem rjóminn af íslensku tónlistarlífi spreytir sig. Þar koma fram Agent Fresco, Árstíðir, Bloodgroup, Ens- ími, For a Minor Reflection, For- eign Monkeys, Hjaltalín, Hjálmar, Hudson Wayne, Kimono, Mamm- út, Ólafur Arnalds, Rökkurró, Sea- bear, Sin Fang, Sudden Weather Change og Útidúr. Opnunarhóf Jónsvöku fer fram í Hinu húsinu við Pósthússtræti á morgun. Snorri Helgason leikur nokkur lög auk tónlistargjörnings í flutningi Mukkaló og Júníus Meyvant band. Hægt er að kaupa þriggja daga há- tíðararmband á 2.900 krónur á midi. is. Miðar á stök kvöld verða seldir við dyrnar á Nasa. Armbönd á kvöld- in þrjú verður hægt að ná í hjá Hinu húsinu. Aldurstakmark er tuttugu ár. Allar nánari upplýsingar um há- tíðina eru á jonsvaka.is. kristjanh@dv.is Ný listahátíð í ReykjavíkListahátíðin Jóns-vaka fer nú fram í fyrsta sinn. Hátíð- inni er ætlað að vera stökkpallur fyrir listamenn af yngri kynslóðinni en fjöl- margir þeirra koma fram á Jónsvöku. Sænska glæpasagan Det Fördolda, sem útleggst Falið á íslensku, er að verða ein eftirsóttasta bók síðari ára á Norðurlöndunum. Þessu er alla vega haldið fram í fréttatilkynningu frá bókaforlaginu Bjarti sem var að tryggja sér útgáfuréttinn á bókinni hér á landi. Det Fördolda er eftir Hans Rosenfeldt og Michael Hjorth, unga sænska höfunda sem áður hafa getið sér gott orð fyrir sjónvarps- þáttaskrif. Útgáfuréttur bókarinnar hefur verið seldur fyrir metfé í Evrópu á liðnum vikum. Hún kemur út í Sví- þjóð í september en tveimur mánuð- um síðar hjá Bjarti. Það er Stieg Lars- son-þýðandinn Halla Kjartansdóttir sem enn situr yfir sænskum metsölu- krimmum og þýðir bókina á íslensku. Á síðustu vikum hefur handritið farið eins og eldur í sinu um útgáfuheima og er útgáfurétturinn þegar seldur á tólf tungumálum. Aðalpersónan, Sebastian Bergman, þykir sérlega vel heppnuð og skemmtileg; pirrandi og heillandi í senn. Framhald bókarinn- ar er væntanlegt árið 2011. Á vegum bókaútgáfunnar Undir- heima er að koma út önnur norræn glæpasaga, bókin Aldrei framar frjáls, sem kemur út á morgun, fimmtudag. Höfundurinn er hin danska Sara Blædel sem kemur reyndar til lands- ins í dag til að kynna sig og bókina í Norræna húsinu á föstudaginn. Blædel sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu árið 2004 sem sló í gegn. Danskir lesendur hafa meðal annars útnefnt hana vinsælasta rithöfund Danmerkur og í vali lesenda Søn- dagsavisen á rithöfundi ársins 2009 í Danmörku hafði Blædel mikla yfir- burði. Aldrei framar frjáls tekur meðal annars á mansali en þetta er önn- ur bók Blædel um Louise Rick sem kemur út á íslensku. Sú fyrri heitir Kallaðu mig prinsessu og kom út hér á landi í fyrra. Árni Óskarsson þýðir. Mammút Er á meðal fjölmargra listamanna sem fram koma á Jónsvöku. MYND KristiNN MagNússoN seabear Þau eru svöl, krakkarnir í Seabear. Ferskir Agent Fresco verða vafalítið ferskir á Jónsvöku. MYND róbert reYNissoN sara blædel Er á meðal vinsælustu rit- höfunda Danmerkur um þessar mundir. MYND FleMMiNg gerNYx

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.