Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 12
12 fréttir 23. júní 2010 miðvikudagur Haraldur Flosi Tryggvason, nýkjörinn stjórnarformaður Orkuveitunnar, seg- ist ekki víkja sér undan þeirri ábyrgð að hafa verið einn af framkvæmdastjór- um lánafyrirtækisins Lýsingar, sem gekk mjög hart fram gegn þeim sem tóku gengistryggð lán og svipti fjölda lántakenda eignum sínum. Gengis- tryggð lán voru dæmd ólögleg í Hæsta- rétti Íslands í síðustu viku og því ljóst að innheimta Lýsingar var ólögleg en Haraldur telur engu að síður að hann njóti trausts til þess að verða í kjöl- farið stjórnarformaður Orkuveitunn- ar. „Annars væri ég ekki að gefa mig í þetta. Ég tel mig geta notið trausts, auðvitað þarf ég að vinna mér það inn með verkum mínum. Ég og samstarfs- menn mínir höfum metið það þannig og við látum verkin tala.“ Seldi eignir sem Lýsing hafði tekið Haraldur var ráðinn til starfa hjá Lýs- ingu í loks ársins 2008 og segist hafa verið í ráðgjafaverkefnum fyrir fyr- irtækið fyrsta árið. „Ég var að byggja upp ráðgjafateymi og greiningarteymi og að stúdera hvernig stöðu fyrirtækja væri háttað auk þess að skoða ýmsa möguleika og úrvinnslu til að tryggja rekstur lífvænlegra fyrirtækja. Haustið 2009 var ég ráðinn framkvæmdastjóri eignaumsýslu og viðskiptaþróunar sem, eins og nafnið gefur til kynna, fól í sér umsýslu með eignir sem fall- ið höfðu til Lýsingar. Ég hef fyrst og fremst verið að skipuleggja söluferli og jafnframt að fást við eignarhluta í fyrirtækjum auk viðskiptaþróunar al- mennt innan Lýsingar,“ segir Haraldur Flosi, aðspurður um hvert hans hlut- verk hafi verið hjá fyrirtækinu. Fjölmargir lántakendur Lýsingar hafa stigið fram og lýst mikilli aðgangs- hörku fyrirtækisins. Meðal annars hef- ur verið rætt við Ástþór Skúlason, sem er lamaður bóndi. Afborganir hans á sérsmíðuðum landbúnaðarvélum fyr- ir fatlaða höfðu tvöfaldast og á endan- um svipti Lýsing hann eignunum. Gamlir skólabræður í Besta flokknum Í vor hætti yfirlögfræðingur félagsins og hefur Haraldur gegnt þeirri stöðu síðustur vikur. Sem slíkur ber hann ábyrgð á lögfræðilega hluta geng- istryggðra lána. „Þar hef ég fyrst og fremst verið að hugsa um þennan gengisdóm,“ segir hann. Aðspurður hvort hann telji óheppi- legt að hann verði einn valdamesti embættismaður borgarinnar í kjölfar þess að nú liggur fyrir að Lýsing hafi rukkað fólk um miklu hærri upphæð- ir en það átti að borga, bendir hann á að þessi framkvæmd hafi verið við lýði síðustu 10 árin. „Hvorki dómstól- um né eftirlitsaðilum hefur verið ljóst að þetta var ólöglegt. Menn hafa verið að vinna í þessum málum af bestu vit- und. Erfiðleikarnir hafa verið gríðar- legir og ég hef verið talsmaður þess að finna einhverja lausn á þessum mál- um.“ Haraldur hóf að skipta sér af stjórn- málum í kringum búsáhaldabylting- una. „Ég hóf pólitísk afskipti um það leyti sem aðrir voru að berja pönnur niðri í bæ. Það var einhver vakning í þjóðfélagsmálum og það átti ekki al- veg við mig að berja pönnur, þannig að ég gekk til liðs við Samfylkinguna. Þar var ég kjörinn varamaður í stjórn Samfylkingarfélagins í Reykjavík en tók svo sæti í stjórn frjálslyndra jafn- aðarmanna. Síðan þekki ég vini mína í Besta flokknum frá því í gamla daga, margir þeirra eru vinir mínir frá fornu fari, frá því að ég var að spila í hljóm- sveitum. Ég var í hljómsveit sem hét Júpiters og þessi heimur er lítil kreð- sa. Þarna eru líka gamlir skólafélagar úr MH og þetta leiddi allt af sjálfu sér.“ „Ekki algjörlega strípaðir fagmenn“ Haraldur kom að upphafi meirihluta- viðræðna Besta flokksins og Samfylk- ingar. Hann segist hafa aðstoðað við að koma mönnum saman fyrstu dag- Haraldur Flosi Tryggvason, nýkjörinn stjórnarformaður Orkuveitunnar, kynntist fólkinu í Besta flokknum þegar hann var að spila í hljómsveit í gamla daga. Hann vann áður við að selja eignir sem Lýsing hafði tekið af lántakendum. Haraldur segist njóta trausts sem stjórnarformaður þrátt fyrir að hafa verið yfir lögfræðisviði Lýsingar, en félagið braut lög þegar það rukkaði lántak- endur um allt of háar upphæðir. SELDI EIGNIR SEM LÝSING HAFÐI HIRT vaLGEir örn raGnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Síðan þekki ég vini mína í Besta flokknum frá því í gamla daga, margir þeirra eru vinir mínir frá fornu fari, frá því að ég var að spila í hljómsveitum. Haraldur Flosi Tryggvason „Égheffyrstogfremstveriðað skipuleggjasöluferliogjafn- framtaðfástviðeignarhlutaí fyrirtækjumaukviðskiptaþró- unaralmenntinnanLýsingar.“ Árni Geir Bergsson segir lögfræðinga Lýsingar sýna mikla hörku: „Þáfærmaðurbaraekkineitt“ Margir kvarta undan Lýsingu: Mikil harka Kostar tíu þúsund krónur á bréf nAtliRafnBrynjarssonvaríviðtali íDVárið2008,þarsemhannsagði meðalannars:„Égfékkskeytiinnum lúgunaþarsemmérvartilkynntum vanskil.Daginneftirfékkégtæplega tíuþúsundkrónareikningfyrir skeytinu.“ Svipti lamaðan bónda tækjum sínum nÍviðtaliviðDVídesemberá síðastaárilýstiÁstþórSkúlason, bóndiáMelanesiáRauðasandi, þvíhvernigLýsingtókafhonum sérsniðnarlandbúnaðarvélarfyrir fatlaða,vegnaþessaðgreiðsluraf lánunumhöfðuhækkaðgríðarlega. Ástþór,semerlamaðurfyrirneðan mitti,fékktækinfyrirrest,traktorog bindivél.Efhannhefðiekkifengið tækinhefðihannekkigetaðstarfað sembóndi. Tóku bílinn af öryrkja nMaríaGuðbjörgKristjánsdóttir misstibílinnsinneftiraðafborganir hækkuðuúr20þúsundumí58 þúsundkrónurámánuði.Maríaer gigtveikuröryrkiogáerfittmeð aðfaraútánbílsþegarkalter. HúnvarmeðbílalánhjáLýsingu ogerósáttviðaðekkihafiverið komiðtilmótsviðhanaþegarhún bauðsttilaðsýnalitoggreiðahluta upphæðarinnar.LýsingkrafðiMaríu um2,4milljónirkróna.„Égfékkbara algjörtáfalloghugsaði:Hvaðáég eiginlegaaðgera?“sagðiMaría GuðbjörgíviðtaliviðDV. Ætluðu að taka bílinn án úrskurðar nVörslusviptingarmennávegum Lýsingarætluðuaðtakabílinnaf ArnariGeirKárasyniánþessaðhafa tilþessdómsúrskurðeðaaðfarar- heimildfrásýslumanni,þráttfyrir dómafordæmiumslíkt. Arnarhættiaðborgaafbílunum sínumtveimur,semfjármagnaðir vorumeðgengistryggðumlánum. Árni Geir Bergsson og konan hans keyptu sér Toyota Yaris-bíl haust- ið 2008. Bíllinn kostaði 490 þúsund krónur og greiddu þau 190 þúsund krónur út. Þau tóku svo 300 þúsund króna lán hjá Lýsingu fyrir restinni. Lánið var gengistryggt. „Þetta var korter í hrun og við borguðum bara af bílnum eins og eðlilegt er. Síðan hrundi þjóðfélagið og við með, en við héldum áfram að borga tvöfalt af bílnum. Við lentum í vanskilum og þá var Lýsing ekki tilbúin til að gera neitt því við vorum komin í vanskil,“ segir Árni Geir. Hann segist hafa mætt mjög fjandsamlegu viðmóti hjá lögfræð- ingum Lýsingar og segir vini sína sem einnig hafa þurft að eiga sam- skipti við félagið hafa sömu sögu að segja. „Ég hef verið kallaður hálfviti og maður sem kann ekki að fara með peningana sína. Ég þekki fólk sem hefur fengið sömu meðferð, meðal annars hótanir um vörslusviptingar og leiðindi,“ segir hann og bætir því við að í eitt skipti hafi lögmaður Lýs- ingar skellt á vin hans með þeim orð- um að hann nennti ekki að hlusta á þetta tuð. Árni Geir hefur reynt að borga inn á lánið til Lýsingar eins mikið hann hefur átt kost á. Hann hefur greitt allt að 120 þúsund krónum inn á lánið í einu og í síðustu viku segist hann hafa boðið Lýsingu að greiða 100 þúsund krónur inn á lánið. „Því var ekki tekið. Þeir sögðu að ég yrði að borga 250 þúsund krónur,“ seg- ir hann og furðar sig á þessari hörku Lýsingar, enda ekki margir sem geti reitt fram slíkar upphæðir. „Ég tel mig eða okkur vera búin að greiða í kringum 600-700 þúsund í þessum blessaða bíl og nú á að taka hann með öllum tilheyrandi kostn- aði. Þeir tóku sig til og greiddu trygg- ingar af bílnum upp á 130 þúsund

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.