Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 14
Dísilolía Algengt verð verð á lítra 183,5 kr. verð á lítra 180,5 kr. Skeifunni verð á lítra 186,5 kr. verð á lítra 183,5 kr. Algengt verð verð á lítra 187,8 kr. verð á lítra 184,8 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 186,1 kr. verð á lítra 183,1 kr. Melabraut verð á lítra 186,2 kr. verð á lítra 183,2 kr. Algengt verð verð á lítra 186,5 kr. verð á lítra 183,5 kr. el d sn ey ti BónuSpokArnir Búnir Viðskiptavinir Bónuss hafa ef til vill veitt því athygli að gulu Bónuspokana er ekki lengur að fá í sumum verslunum fyrirtæk- isins. Viðskiptavinir hafa ýmist fengið ómerkta poka eða jafnvel sérmerkta jólapoka. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir í samtali við DV að þetta eigi sér eðlilegar skýring- ar. „Við ákváðum bara að taka jólin snemma,“ segir hann léttur í bragði en bætir svo við að töf hafi orðið á sendingunni í þetta skipti en pokarnir komi alla leið frá Asíu. „Það er verið að losa skipið núna og pokarnir verða þá aftur komnir í gagnið,“ segir hann í samtal við DV. HreinSiefnAlykt Af MAtnuM n „Ég fór á Kópavogsnesti um dag- inn og fékk mér svokallað Súper- súpertilboð. Þegar ég fékk matinn var sterk hreinsiefnalykt af bréfinu utan af borgaranum. Þar að auki lyktaði borgarinn sjálfur af hreinsiefnum og var mjög vondur á bragðið. Ég missti matarlystina og henti matnum eftir tvo bita. Ég finn lykt- ina næstum ennþá,“ sagði óánægður viðskiptavinur við DV. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Góður MAtur oG Góð þjónuStA n Lofið fær nýi veitinga- og skemmtistaðurinn Square við Lækj- artorg. Ánægður viðskiptavinur leit þar við um síðustu helgi og fékk virkilega góðan mat. Þjónustan var til fyrirmyndar og þegar leið á kvöldið varð úr mikil skemmtun með góðri tón- list í flottu umhverfi. Staðurinn er ánægju- leg og fersk viðbót við skemmtistaðaflóru miðborgarinnar. LOF&LAST 14 neyTendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 23. júní 2010 miðvikudagur LægrA í dAg en í gær Verð á bensíni og dísilolíu heldur áfram að lækka, þó hægt sé. Á flestum stöðvum er verðið hálfri krónu lægra í dag en í gær. Lítra- verðið er sem fyrr lægst hjá Orkunni en þar er algengasta verð 186,10 krónur. Verðið á Suðurlandi er áfram þremur krónum lægra en þar kostar lítrinn 183,20 krónur. Tilraun Olís á mánudaginn til að hækka bensínverðið gekk ekki upp því fyrirtækið dró til baka þá 20 króna hækkun sem varð á mánudaginn. Það munar þann sem tók milljón króna fimm ára myntkörfulán árið 2007 hundrað þúsund krónum hvort vextirnir eru 3,5 prósent, eins og í flestum samningum, eða 8,5 prósent eins og fjármögnunarfyrirtækin vilja. Þrátt fyrir skýra dóma Hæstarétt- ar í síðustu viku um ólögmæti gengis- tryggingar myntkörfulána og að verð- trygging megi ekki koma í staðinn tala fjármögnunarfyrirtækin á þann veg að óvissa sé uppi um það hvaða vexti gengistryggðu samningarnir skuli bera. Í því samhengi er talað um lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabank- ans. Þeir eru nú um 8,5 prósent. Hagsmunasamtök heimilanna, talsmaður neytenda, Neytendasam- tökin og margir lögfræðingar sem DV hefur rætt við eru á meðal þeirra fjölmörgu sem benda á að lánin skuli bera þá vexti sem samningurinn kveði á um. Samningurinn standi þó að gengistrygging sé ólögmæt og því beri að miða næstu innheimtu við greiðslu af höfuðstóli ásamt umsömdum vöxt- um en án gengistryggingar. ríkisstjórn talar um óvissu Samkvæmt yfirlýsingum ríkisstjórnar- innar verða umsamdir vextir lána- samninganna látnir standa. Hún ætlar því ekki að bregðast við kalli fjármögnunarfyrirtækjanna um ein samræmd tilmæli til þeirra allra um hvernig bregðast skuli við dómnum. Gylfi Magnússon ráðherra viðskipta sagði þó á blaðamannafundi eftir rík- isstjórnarfund í gærmorgun að hann vonaðist til að fundin yrði sameigin- leg lausn á því hvernig fólk greiddi af gengislánum þar til Hæstiréttur sker úr um hvaða vexti þau skuli bera. Þrátt fyrir að dómurinn sé jafn skýr og lögfræðingar virðast margir sammála um er ríkisstjórnin á því að óvissa sé uppi um hvernig úr dómnum skuli unnið. Það er því ekki útlit fyrir að lántak- endur gengistryggðra lána fái úr sín- um málum skorið strax. Hundrað þúsund á milljón En hvaða máli skiptir það fyrir lán- takendur hvort vextirnir eru 8,5 pró- sent eða 3,5 prósent? DV reiknaði út hversu miklu munar á vaxtagreiðsl- um af láni sem tekið var í júní 2007, eða fyrir þremur árum. Miðað við að lánið sé til fimm ára nema vaxta- greiðslur af láni með 3,5 prósent vöxtum 72 þúsund krónur 174 þús- und krónur ef vextirnir eru 8,5 pró- sent. Munurinn er 100 þúsund krón- ur. Af tveggja milljóna króna láni er munurinn 200 þúsund krónur og svo mætti áfram telja. Ljóst má því vera að myntkörfulánhafar eiga mikið undir því að vextirnir standi óbreytt- ir, eins og vera ber, samkvæmt þeim lögfræðingum sem DV hefur rætt við frá því dómurinn féll. Þeirra mat er að bannað sé að fikta með vextina enda hafi samningurinn í heild ekki verið dæmdur ólögmætur, heldur einungis gengistryggingin. bankinn deili tjóninu Eftir dóm Hæstaréttar hefur krafan um afnám verðtryggingarinnar eða leiðréttingu á kjörum þeirra sem tóku verðtryggð lán orðið háværari. Sigurður G. Guðjónsson hæstarétt- arlögmaður er með mál í undirbún- ingi þar sem mun reyna á hvort eðli- legt sé að lántakendur greiði einir allan kostnað af verðtryggðum lán- um, sem hafa hækkað um 32 pró- sent undanfarin fjögur ár. Umbjóð- andi hans tók 12,8 milljóna króna verðtryggt lán sumarið 2006. Í sept- ember í fyrra, þegar Sigurður krafði Íslandsbanka um svör, stóð lánið í rúmum 17 milljónum króna. Það hafði því hækkað um meira en millj- ón á ári. Mánaðarlegar greiðslur af láninu höfðu hækkað úr 58 þúsund krónum í 76 þúsund krónur. Sigurður bendir í samtali við DV á að verðbólgumarkmið Seðlabank- ans sé 2,5 prósent en þess má geta að verðbólgan árið 2008 fór yfir 18 prósent. Hann segir því að forsend- ur séu brostnar og segir að réttlátast væri að lántaki og lánveitandi deili því tjóni sem orðið hafi. Ósann- gjarnt sé af bankanum að krefjast þess að lántaki greiði allan kostn- að af óðaverðbólgunni. Það sé and- stætt góðri viðskiptavenju. Þolinmæðin brostin Í bréfi sem Sigurður sendi Íslands- banka, fyrir hönd umbjóðanda síns, segir að þeir atburðir sem orð- ið hafi eftir að samningurinn var gerður, árið 2006, spili stærstan þátt í þeirri ósanngirni sem kem- ur fram í samningnum: „Hrun alls banka- og fjármálakerfis landsins vegna langvarandi óstjórnar á við- skiptabönkunum og eftirlitsskorts af hálfu stjórnvalda – Fjármálaeftir- lits og Seðlabanka. Það ástand, sem fjármálaumhverfi þetta skóp hér á landi leiddi til þess að Seðlabankinn missti öll tök á stjórn efnahags- og peningamála. Virtist sem stjórnend- ur Seðlabankans teldu að eina vopn sitt í baráttunni við verðbólguna Fjármögnunarfyrirtækin og stjórnvöld segja óvissu uppi um það hvernig reikna beri út lán eftir að gengistrygging var dæmd ólögmæt. Aðrir segja dóm Hæsta- réttar skýran. Miklu munar á því hvort samningsvextir myntkörfulána haldist óbreyttir eða hvort hagstæðustu vextir Seðlabankans verði notaðir. Vilja fá hundrað þúsund meira af hVerri milljón baldur guðmundsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Þeirra mat er að bannað sé að fikta með vextina enda hafi samningurinn í heild ekki verið dæmdur ólögmætur, heldur ein- ungis gengistryggingin. GríðarleGur munur 72 .0 00 k r. 17 4. 00 0 kr . 3,5% Vextir – miðast við gengistryggt milljón króna lán sem tekið var fyrir þremur árum 8,5% Vextir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.