Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 19
föstudagur 9. júlí 2010 úttekt 19
áfengið sterkara en móðurástin
ekki svona vond lykt af mér. Í Konu-
koti get ég þrifið mig, fengið að
borða, fengið föt og þvegið þau. Ég
reyni að gera það á hverjum degi.
Stundum er ég reyndar svo full að
ég gleymi því. En þetta er þvílíkur
munur. Ég veit ekki hvar ég væri ef
ég hefði ekki Konukot.“
Auk þess sem hún þrífur sig í
Konukoti fer hún í sund í Sundhöll-
inni og um hver mánaðamót kaup-
ir hún sér ný nærföt og sokka. Hún
passar alltaf upp á það. Reglulega
fer hún líka í klippingu hjá kunn-
ingja sínum, stundum í skiptum fyr-
ir blóm ef hún á ekki pening. Blómin
fær hún þá í Kringlunni hjá gömlum
vini sem er blómasali í dag.
Kveðjast með kossi
Fimm ár eru síðan Konukot var opn-
að. Þegar hún gistir þar gistir sam-
býlismaður hennar í Gistiskýlinu.
Á kvöldin kveðjast þau með kossi
og halda síðan hvort í sína áttina.
Næsta morgun fara þau svo eld-
snemma út til að hittast, redda sér
peningi fyrir sprittglasi og skunda
síðan í næsta apótek sem selur slíkt.
Ef þau eiga fyrir blandi kaupa þau
yfirleitt Kók eða Mix. Annars blanda
þau í vatn og í tóma plastflösku sem
þau tína upp einhvers staðar á leið-
inni. Þrjú sprittglös duga fyrir dag-
inn og ef hún fær sér líka bjór duga
tvö. Einstaka sinnum er hún hepp-
in og fær pela, eins og hún lætur
stundum eftir sér um mánaðamót.
„Svo bara sitjum við úti á næsta
bekk og drekkum. Ég hef verið mikið
niðri í Lýðveldisgarði. Þar er klósett.
Það er líka klósett niðri við Tjörnina
og hér á BSÍ. Ég kem mikið hingað
ef ég er í lagi og stundum ef ég er að
drekka. Ég er nú sjaldnast í lagi. Ég
er alltaf undir einhverjum áhrifum.
Svo er ég úti á Klambratúni, fer
niður í bæ, sit fyrir aftan gamla Morg-
unblaðshúsið, fer upp í Kringlu og
víðar. Ég er bara úti á bekkjum. Ég á
ekki í nein hús að venda. Ég fer ekki
á bari, því það er svo dýrt að drekka
þar. Ég hef ekkert efni á því. Ég fór
á Keisarann á árum áður. Þá var ég
oft þar. Þá voru allir þar. Þá var ég
ekki eins rosalega langt leidd. Þetta
versnar alltaf með hverju árinu.“
Ískalt á veturna
Konukot er lokað á milli hálf tólf og
fimm. Systa segist vera mikið fyrir
útiveruna, en það getur verið þreyt-
andi að þurfa að vera úti. Kuldaboli
bítur stundum í rassinn á henni. „Á
veturna er þetta alveg ömurlegt. Ég
hef þurft að fara út í hvernig veðri
sem er og hanga einhvers staðar.
Stundum verður mér ískalt að sitja
úti yfir vetrarmánuðina. Ég er labb-
andi allan daginn að reyna að redda
mér aur fyrir búsi. Bara gatan og
betl. Stundum er erfitt að verða sér
úti um pening en sprittglas er ekki
dýrt. Það kostar 400 krónur. Svo fer
ég apótekanna á milli til þess að fá
sprittglas. Stundum fæ ég það og
stundum ekki.“
Væntumþykja og vinátta
Helst myndu þau vilja búa tvö sam-
an. Enda búin að vera saman í tut-
tugu ár og trú hvort öðru þann tíma,
þrátt fyrir alla drykkjuna. „Ég hef
aldrei verið að kyssa aðra menn.
Það er nú svolítið gott miðað við það
hvað ég er búin að drekka mikið.“
Þar sem þau hafa ekki aðgang að
heimilum hvort annars og hanga úti
undir berum himni og það í miðri
borg er erfitt að ímynda sér að þau
geti stundað kynlíf. Enda þvertekur
hún fyrir að þau skutli sér einstaka
sinnum á bak við runna til að láta
undan lönguninni. „Það var erfitt
fyrir nokkrum árum, en það er ekki
eins erfitt núna,“ segir hún og hlær.
„Ekki þegar maður er kominn á
þennan aldur. Þetta breytist þegar
maður eldist. Og ég tala nú ekki um
þegar maður er í svona drykkju, þá
minnkar áhuginn.
En við kyssumst. Alltaf á kvöld-
in þegar hann fer í skýlið og ég fer í
Konukot. Sambandið verður öðru-
vísi. Bara nálægðin er góð, sko,“
útskýrir hún. „Mér þykir rosalega
vænt um hann. Vinátta, einmana-
leiki og væntumþykja bindur okkur
saman. Í tuttugu ár höfum við verið
saman í þessari baráttu. Ég held að
við höfum líka viðhaldið neyslunni
hjá hvort öðru. Við verðum oft edrú
saman en svo ef annað dettur þá
dettur hitt.“
Saknar sambýlismannsins
Nú er hann í Hlaðgerðarkoti í með-
ferð. Hann var orðinn alvarlega
veikur, búinn að fá blóðtappa sem
skaust upp í lungun, þannig að þetta
var orðið lífsspursmál fyrir hann.
„Mig líka. Ég verð að klippa á þetta.
Ég er orðin svo þreytt á þessu, ég er
orðin 54 ára gömul. Ég er búin að
sækja um pláss á Vogi. Ég hefði vilj-
að fara strax inn,“ segir hún hálfdauf
og tekur sér góðan sopa. „Hann er
ekkert glaður með að ég skuli vera
að sulla svona á meðan hann er í
meðferð.“
Hann hefur reynst henni vel,
segir hún. Jú, þau rífast á fylleríum
og stundum alveg hryllilega, ráðast
jafnvel hvort á annað. En það geta
þau alltaf fyrirgefið þegar rennur af
þeim.
„Og ég sakna hans. Við höfum
alltaf verið tvö að drekka saman.
Svo þegar hann er farinn er ég bara
ein að þvælast. Þá reyni ég að finna
mér einhvern félagsskap og spjalla
við fólk. Hvort sem það eru dópistar,
hassistar eða hvað sem er. Ég verð
að tala við einhvern.“
Aðspurð segist hún bara um-
gangast fólk sem er í neyslu. „Mér
finnst óþægilegt að vera í kringum
fólk sem er ekki í neyslu. Ég er öðru-
vísi en það, óörugg og taugaveikluð.
Því finnst kannski ekkert þægilegt
heldur að vera nálægt fólki sem er
að drekka. Ég skammast mín. Ég
finn ekki fyrir því þegar ég er orðin
blindfull, þá er ég svo dofin. Ég veit
ekki hvort fólk getur séð þetta á mér,
stundum eflaust. Ég óttast það. Ég
vil ekkert endilega að það viti all-
ir alltaf af þessu. Ég skammast mín
fyrir að missa húsnæðið. En auðvit-
að veit fólk.“
Óvissa um framtíðina
Leiðinn heltekur hana stundum.
Þetta er þreytandi líf. Ömurlegt,
eins og hún endurtekur í sífellu. „Ég
verð að deyfa mig á hverjum degi
á meðan ég er þarna, fyrir aðstöð-
unni sem ég er búin að koma mér í.
Þetta er gífurleg barátta. Konukot er
náttúrulega ekkert heimili, þetta er
bara athvarf. Og mér finnst betra að
vera búin að deyfa mig þegar ég er
ráfandi um á daginn. Ég veit aldrei
hvað gerist. Þess vegna verð ég líka
að drekka. Gerist eitthvað? Verður
ráðist á mig? Ég veit það aldrei.
Svo verð ég svo full að ég veit ekk-
ert hvað er að gerast í kringum mig.
Það gæti þess vegna verið að það
hefði einhver ráðist á mig án þess
að ég vissi það,“ segir hún og hristir
hausinn. Hún bendir á ennið á sér.
„Ég datt. Ég var svo drukkin að ég
datt. Ég fór upp á spítala og þetta var
saumað saman. Ég er orðin svo leið
á þessu. Það dó einn fyrir tveimur
dögum úr drykkju, 49 ára gamall.
Ég er með of háan blóðþrýsting og á
lyfjum við því. Það fer ekki vel með
líkamann að drekka svona. Drykkj-
an er búin að vera alveg gífurleg.“
Vonast eftir úrræðum
Hún er fyllibytta af gamla skólan-
um og hefur aldrei notað eitur-
lyf. Hún hefur heldur aldrei stolið,
enda alin upp af heiðarlegu fólki og
það situr í henni. Aftur á móti hefur
hún, oftar en einu sinni, lent í því að
standa allslaus uppi eftir að þjófar
létu greipar sópa um eigur hennar.
Ef hún passar ekki upp á dótið sitt
er því bara stolið. Það hefur meira
að segja gerst í Konukoti. Síðast var
úlpunni hennar stolið með debet-
korti, pin-númeri og síma í vasan-
um. Út á kortið voru svo tekin tvö
smálán upp á 10.000 krónur og er
skuldin nú komin upp í 60.000. „Ég
er ekki búin að borga þetta, ég get
það ekki. Ég á ekki neitt. En ég er
búin að kæra þetta til lögreglunnar.“
Það er af sem áður var þegar
konurnar í Konukoti stóðu saman.
Hópurinn hefur breyst. Systa seg-
ir það algengara en áður að ungar
konur gisti þar og þær séu yfirleitt
í harðari neyslu. Fíkniefnaneyslu.
Séu jafnvel sprautufíklar. „Þær eru
fárveikar sumar. Þegar fólk er kom-
ið í svona neyslu fylgir því svo mikið
brjálæði. Stundum eru ljót orð látin
falla og það hefur komið fyrir að það
hafi verið ráðist á starfskonu.
Það er mjög erfitt að vera þarna.
Þetta eru yndislegar konur og allt
það. Þetta er bara svo mikil barátta.
Við erum fjórar saman í herbergi og
ég veit aldrei með hvernig konum ég
lendi. Þetta eru tíu til fimmtán kon-
ur sem eru að koma þarna og fara.
Og það verður að bjóða upp á úr-
ræði fyrir konur þar sem þær mega
koma fullar inn en geta haft sitt lók-
al, eins og heimilin eru fyrir karla á
Njálsgötunni og Miklubrautinni. Þó
að það megi ekki drekka þar inni.“
Biður til Guðs
Reynt er að hafa heimilið sem allra
huggulegast og bjóða upp á dægra-
styttingu í Konukoti. En Systa hef-
ur lítinn áhuga á því. Hún horfir til
dæmis ekki á sjónvarp nema til að
ná einstaka fréttatíma. Þegar hún
er spurð út í áhugamálin segist hún
hafa áhuga á leikhúsum. Hér áður
fyrr fór hún oft í leikhús og ein eftir-
minnilegasta sýningin sem hún sá
var Edit Piaf, sem hún sá með dótt-
ur sinni. „En ég er komin svolítið
langt frá því lífi sem ég lifði áður.
Ég sakna öryggisins. Þess að eiga
heimili. Það eina sem mig dreymir
um er að eignast heimili og verða
edrú. Ekkert annað. Og geta ver-
ið með barnabörnunum mínum.
Þau vita alveg hver ég er. Þau vita
að ég er amma. Þau sjá mig bara
svo sjaldan af því að ég er alltaf að
drekka. Það eina sem þau vilja er að
ég verði edrú. Ég trúi á Guð og bið
hann um að leysa mig úr þessum
fjötrum.
Kannski væri gaman að ferðast
um landið. Pabbi minn er dáinn en
mamma mín býr á Akureyri. Mig
langar að komast norður og vera
hjá henni. Hún er voða bitur. Hún
er bara orðin svo veik. Komin með
krabbamein og hjartað er að gefa
sig. Mér finnst mjög erfitt að geta
ekki verið til staðar fyrir hana. Ég er
alltaf að lofa henni að koma en ég
má ekki koma drukkin. Hún er svo
hrædd um að ég detti í það þegar
ég er komin til hennar. Hún vill að
ég fari inn á Vog og komi svo norð-
ur og eyði einhverjum dögum með
henni. Hún á ekki mikið eftir.“
Útilokar hugsanir um börnin
Fjölskyldan hefur þurft að þola ansi
margt vegna áfengissýki hennar.
Þegar hún er spurð að því hvort hún
sjái eftir að hafa boðið börnunum
sínum upp á það líf sem hún hef-
ur gert er svarið einfalt. „Já.“ En hún
reynir að hugsa sem minnst um
það. „Börnin mín. Ég reyni bara að
blokkera allar hugsanir um þau og
það sem ég hef gert. Áfengið hefur
sterkari tök á mér en móðurástin,
það ræður öllu í mínu lífi. Stund-
um man ég samt eftir því og það er
vont. Mjög vont.
Drykkjan hefur sett sitt mark
á mitt líf. Stundum verð ég mjög
þreytt á þessu. Þá læt ég kannski
renna af mér sjálf og held mér alls-
gáðri í einn eða tvo daga. Svo byrja
ég alltaf aftur. Fíknin er bara svo
sterk og svo þessi leiði. Stundum
vildi ég óska þess að ég væri dauð.
Út af aðstæðunum sem ég er búin
að koma mér í sjálf. Ég óttast ekki
dauðann.“
Börnin mín. Ég reyni bara að blokkera allar hugsanir um þau og það sem ég hef gert.
Mér finnst óþægilegt að
vera í kringum fólk sem
er ekki í neyslu. Ég er
öðruvísi en það.
Saknar sambýlismannsins Systa
saknar sambýlismannsins sem var
hennar helsti drykkjufélagi og er nú
komin í meðferð. mynd rÓBert reyniSSon