Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 16
16 fréttir 9. júlí 2010 föstudagur Unnar Garðarsson þurfti að verja eigur fjölskyldufyrirtækisins fyrir innheimtuaðgerðum á sama tíma og kona hans var fárveik af ólæknandi krabbameini. Þetta varð til þess að Unnar og kona hans, Elínborg Harð- ardóttir, gátu ekki varið síðustu helg- inni saman í Hólaskógi áður en hún var lögð inn á Landspítalann. Hún lést einni og hálfri viku síðar. Fjölskyldan hefur rekið saman ferðaþjónustufyrirtækið Óbyggða- ferðir í Hólaskógi í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi, í næsta nágrenni við Búrfellsvirkjun. Fjölskyldan hafði tekið lán fyrir kaupum á fjórhjól- um og búnaði sem þurfti til rekstr- arins árið 2007. Lánið var tekið hjá Íslandsbanka Fjármögnun. Það var að hálfu gengisbundið og að hálfu hefðbundið verðtryggt íslenskt lán. Fyrirtækið var sett á fót í lok ársins 2006 af tveimur fjölskyldum en Elín- borg og Unnar hafa að mestu séð um rekstur þess frá stofnun. Tólf ára son- ur þeirra, Garðar, hefur einnig borið sterkar taugar til svæðisins. Í nóvember síðastliðnum greind- ist Elínborg með krabbamein sem var langt gengið. Veikindin urðu þungur baggi á fjölskyldunni og fór heilsu hennar hrakandi með hverj- um mánuðinum sem leið. Í jan- úar fór að standa á greiðslum frá fjölskyldunni af lánunum, sem þá stóðu í um níu milljónum króna. Unnar segir að hann hafi samið við bankann í apríl um að halda aftur af innheimtuaðgerðum vegna fjöl- skylduaðstæðna. Þetta hafi bankinn fallist á með munnlegu samkomu- lagi. Greiðslum hafi þá verið slegið á frest fram í júní. Dagurinn sem brást Á föstudegi um miðjan maí er Elínborg orðin verulega veik. Hún hafði þá nýlega fengið þær niður- stöður úr röntgenmyndatöku að tveir hryggjaliðir hefðu fallið saman vegna krabbameinsins. Hún lamað- ist samt sem áður ekki og gat geng- ið. Þau Elínborg og Unnar stefndu á að verja síðustu helginni í ferðaskál- anum þeirra í Hólaskógi. Þau voru þá búsett í Reykjavík en dvöldu oft- ast í skálanum um helgar og yfir allt sumarið á meðan ferðaþjónust- an var í fullum gangi. Unnar segir að Óbyggðaferðir hafi alltaf átt hug þeirra allan enda hafi hann verið sameiginlegt verkefni þeirra beggja. „Þetta var það sem hugur okkar beggja stóð til, að gera þetta að para- dís,“ segir Unnar. Þegar fjölskyldan var að búa sig fyrir helgarferð var hringt í Unnar. „Þá er maður sem vinnur hjá lög- fræðistofu í Reykjavík að tilkynna mér að þeir séu að fara upp eftir (í Hólaskóg, innskot blaðamanns). Samt vissi hann af aðstæðum okkar og hversu alvarleg veikindin voru. Ég var þá með mikið af tækjum sem ég gat ekki sett í söluferli út af því að ég gat ekki gert neitt. Ég var að selja þessi tæki og var búinn að finna kaupanda. Þetta stóð bara á mér. Ég vildi bara ekki fara frá henni. Það tek- ur heilmikinn tíma að selja þau,“ seg- ir Unnar. Ætluðu að taka tækin Unnar sagði að hann tryði því ekki að þeir hygðust sækja tækin í ljósi að- stæðna og benti á að hann hefði sam- ið við bankann um að málinu yrði slegið á frest. Hann hafði síðan sam- band við Helga Sigurðsson, frænda sinn og meðstofnanda Óbyggða- ferða. Helgi hafði síðan samband við Íslandsbanka þar sem honum var sagt að í aðgerðirnar hefði verið far- ið með ráðleggingu lögmannsstof- unnar. Unnar hringdi síðan aftur í lög- mannsstofuna og var þá orðinn reiður. „Þá hellti ég mér yfir starfs- mann hennar og sagði að það væri ekki skrítið að hann vildi ekki gefa mér upp nafn starfsmanns bankans vegna þess að það var hann sjálf- ur sem stóð að þessu. Ég sagði hon- um að þar með væri þetta orðið persónulegt. Ég liti ekki á þá sem lög- fræðistofu eða neitt slíkt heldur ein- staklinga. Ég sagði honum að ef hann gerði þetta hefði hann náð sér í mjög virkan óvin og hatursmann það sem eftir er lífsins,“ segir hann. Unnar segir að það hafi eitthvað brostið í honum þegar starfsmaður- inn hvikaði ekki frá ákvörðun sinni. „Það eru ekki margir sem komast inn á þessar víddir reiðinnar eins og gerðist þarna hjá mér. Ég vissi ekki að það væri hægt að verða svona reiður.“ Unnar segist síðan hafa sagt við starfsmanninn að ef þetta yrði gert myndi hann líta á viðkomandi sem meindýr. Hann segist síðan hafa rok- ið af stað upp í Hólaskóg þar sem hann tók með sér tæki til meindýra- eyðinga. „Þeir voru ekki á svæðinu en ég lít svo á að hefði ég ekki gert þetta hefðu þeir tekið hjólin. Enda hafði Helgi hringt og sagt hvað ég væri að aðhafast. Þar var honum sagt að þeir vildu ekki hafa frekari sam- skipti við mig. Þeir sáu ekkert rangt við það sem þeir voru að gera,“ seg- ir Unnar. Hann segist ekki muna mikið eftir ferðinni út í Hólaskóg. „Ég var mest hissa á því að hugsa um það á leið- inni hvort ég myndi lifa hana af. Ég hlyti að fá annaðhvort hjartaáfall eða heilablóðfall. Þarna blönduðust margar tilfinningar saman. Langvar- andi öryggismissir og vanmáttur, ekki síst fyrir hönd Elínborgar vegna þess að það var verið að ráðast á deyj- andi konuna og slökkva miskunn- arlaust á því sem hún lifði fyrir fram til síðasta dags. Þegar þetta bland- ast saman verður til þessi kokteill sem ég er að lýsa. Þegar ég var kom- inn var ég bæði feginn og ekki feginn að þeir væru ekki komnir. Þetta var einhver reiði sem hafði blossað upp í mér sem ég þurfti að fá útrás fyrir,“ segir Unnar. Dró úr honum allan kraft Unnar segist líta á aðgerðir bank- ans og lögmannsstofunnar sem grimmdarverk. Hann hafi gefið þeim sem komu að málinu það loforð að þeir væru komnir með óvin um aldur og ævi. Hann segir að dökkt ský hafi vofað yfir honum sem hafi dregið úr honum allan kraft, sérstaklega þann sem snerti rekstur fyrirtækisins. Á mánudeginum útvegaði frændi Þetta var Elínborg Harðardóttir Elínborg Harðardóttir fæddist 19. janúar árið 1966 á Ballará í Dala- sýslu. Hún lést á Landspítalanum 31. maí síðastliðinn. Elínborg ólst upp í Reykjavík. Foreldrar henn- ar eru Guðríður Stefanía Magn- úsdóttir, f. 29. júli 1937, og Hörður Gilsberg, f. 22. maí 1945. Systkini hennar eru Jón Magnús Katarínus- son, f. 9. nóvember 1964, Ágúst Hólm Haraldsson, f. 19. janúar 1975, Kristinn Hólm Haraldsson, f. 4. maí 1977, og Bjarney Kristrún Haraldsdóttir, 24. október 1980. Elínborg var gift Unnari Garðars- syni og eiga þau saman einn son, Garðar, f. 20. október 1997. Fyrir átti hún Söndru Steinþórsdóttur, f. 18. mars 1987 og stjúpson, Sigurð Þráin Unnarsson. Unnar Garðarsson þurfti að verja eigur fjölskyldufyrirtækisins Óbyggðaferða fyrir innheimtuaðgerðum á sama tíma og kona hans, Elínborg Harðardóttir, var orðin fárveik af krabbameini. Þetta kom í veg fyrir að þau gætu varið síðustu helginni saman í ferðaþjónustuskálanum í Hólaskógi sem var þeim kærastur af öllum stöðum. Unnar og sonur hans Garðar halda minningu Elínborgar á lofti í Hólaskógi eftir andlát hennar. Elínborg lést 31. maí síðastliðinn. Varði HEiður HEimilisins fy i fárVEika konuna RóbERt HlynUR balDURsson blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Ég vissi ekki að það væri hægt að verða svona reiður. opnuðu kaffistofu í rútu Feðgarnir Unnar og Garðar komu draumi Elínborgar í framkvæmd og opnuðu kaffihús á hjólum í Hólaskógi. Þar er meðal annars boðið upp á berjatertu sem er gerð eftir séruppskrift Elínborgar. Vilja gott og skemmtilegt líf Unnar er staðráðinn í því að lifa góðu lífi í Hólaskógi ásamt syni sínum, Garðari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.