Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 9. júlí 2010 föstudagur
DV hefur undir höndum gögn er sýna hvernig fjármögnunarfyrirtækin Avant og SP-fjármögnun verðmátu
bifreiðar að því er virðist langt undir markaðsvirði. Eftir að bílarnir höfðu verið metnir var lántakandinn
Ólafur Oddgeir Einarsson, krafinn um ýmsar greiðslur fyrir viðgerðir, þrif, vörslusviptingu og annað til-
fallandi. Ólafur segir fjármögnunarfyrirtækin stunda rányrkju, en hann er gjaldþrota í dag.
Bílar metnir langt
undir markaðsvirði
Ólafur Oddgeir Einarsson lántak-
andi tekur undir með Sveinbirni
Ragnari Árnasyni fyrrverandi bíla-
sala og segir fjármögnunarfyrirtæk-
in hafa stundað rányrkju alveg frá því
fyrir hrun. Ólafur er gjaldþrota í dag
en hann hefur afhent DV gögn sem
benda til þess að Avant og SP-fjár-
mögnun hafi verðmetið bíla hans,
sem þau höfðu tekið af honum, langt
undir markaðsvirði. Fjár-
mögnunarfyrirtækin neita
öll sem ein ásökunum Svein-
bjarnar. Haraldur Ólafsson
hjá SP-fjármögnun segir fyr-
irtækið hafa frá því í janúar
2009 greitt lántakendum
söluandvirði bíla sem það
hafði tekið, en sú ákvörðun
hafi verið gerð afturvirk allt
til 1. október 2008. Þá kref-
ur hann DV um afsökunar-
beiðni vegna viðtals sem
blaðið birti við Sveinbjörn
Ragnar á miðvikudaginn,
ellegar íhugi hann að lög-
sækja DV.
212 þúsund fyrir
skoðun
DV hefur undir höndum
uppgjör á lánasamningum
og stefnur sem sýna hvern-
ig fjármögnunarfyrirtækin
Avant og SP-fjármögnun
verðmátu bíla langt und-
ir markaðsvirði, rétt eins
og Sveinbjörn Ragnar hélt
fram í blaðinu á miðviku-
daginn. Ólafur Oddgeir
Einarsson vandar þessum
fjármögnunarfyrirtækjum
ekki kveðjurnar og seg-
ir þau hafa gert sig gjald-
þrota.
Ólafur yfirtók kaup-
leigusamning hjá SP-fjár-
mögnun á Jeep Grand
Cherokee SRT8-bifreið
upp á 6.857.159 krónur
þann 21. maí 2008. Bíll-
inn var þá svo gott sem
nýr, árgerð 2007, og ein-
ungis keyrður 10.000
kílómetra. Ólafur segir að almennt
markaðsverð bílsins hafi á þessum
tíma verið í kringum sjö milljónir.
Hann átti strax erfitt með að borga
af bílnum: „Það stoppaði allt þarna
um sumarið, og um mitt sumar þá
var eiginlega ekki hægt að halda
áfram,“ segir Ólafur en hann skil-
aði bílnum sem þá var keyrður rúm-
lega 14.000 kílómetra á planið hjá
vörslusviptingu SP-fjármögnunar
og afhenti lyklana þann 17. septem-
ber 2008. Ólafur þurfti, þrátt fyrir að
hafa skilað honum sjálfur, að greiða
23.655 krónur fyrir vörslusvipting-
una, ásamt því að þurfa að greiða
212.194 krónur fyrir mat og skoðun
á bílnum.
Draga bílinn niður í ekki neitt
Eftir að bíllinn hafði verið metinn
fyrir SP-fjármögnun var niðurstað-
an sú að að matsverð á honum væri
2.983.500 krónur. Til samanburð-
ar má nefna að nú tveimur árum
seinna, á bílasölunni bilfang.is er í
dag bíll sömu tegundar, Jeep Grand
Cherokee SRT8, árgerð 2007, til sölu
og er ásett verð 5,9 milljónir króna.
„Þeir verðmátu bílinn á 2,9 millj-
ónir og það var mínusað frá skuld-
inni,“ segir Ólafur en hann skuldaði
við riftingu heilar 7.534.942 krónur í
bifreiðinni. „Þarna draga þeir bílinn
einfaldlega niður í ekki neitt, draga
hann í raun niður um fjórar milljón-
ir.“ Eftirstöðvar lánsins sem Ólafur
tók tæpum fjórum mánuðum áður
voru því 4.804.682 krónur.
Avant litlu betri
Ólafur hefur svipaða sögu að segja af
Avant. TJ-B00 Chverolet Silverado-
bifreið, árgerð 2007 sem tekin var af
honum 8. október 2008 var þá metin
af Avant á 3.690.000 krónur. Þess má
geta að bifreið svipaðrar tegundar,
Chevrolet Silverado K1500 LTZ, ár-
gerð 2007, er til sölu í dag á bilfang.
is og er ásett verð 4.690.000 krónur.
Ólafur fékk þó ekki 3.690.000 krón-
ur fyrir Chevrolet-bifreiðina. Eftir að
áætlaður viðgerðarkostnaður upp á
150.035, afföll bifreiðar upp á 553.500
krónur, lágmarkssölulaun upp á
160.791 og annar tilfallandi kostn-
aður hafði verið dregin frá matsverði
bílsins fékk Ólafur 2.731.507 krónur
til að vega upp á móti gengistryggðu
láni sem komið var upp í 9.138.842
með lögfræðikostnaði. Eftirstöðv-
arnar voru því 6.407.335 krónur.
„Búnir að gera mig gjaldþrota“
Ólafur segir fjármögnunarfyrirtæk-
in hafa gert hann gjaldþrota. „Þeir
gerðu mig einfaldlega gjaldþrota í
janúar á þessu ári, ég átti peninga í
sumum þessum bílum, en ég á ekki
neitt í dag,“ segir Ólafur en hann
hefur misst allar sínar eignir. „Þetta
er náttúrulega bara rányrkja, það er
ekkert annað, það er bara verið að
ræna fólk,“ segir Ólafur. Þá segir hann
frá svipuðu dæmi og sýnir uppgjörs-
blað því til staðfestingar. Þar var um
að ræða Kia Sedona-bifreið, árgerð
2005 sem Avant mat á 1.154.000 við
riftingu samnings í október 2008. Eft-
ir að hafa greitt allan aukakostnað,
fékk hann 498.204 krónur til að vega
upp á móti eftirstöðvum lánsins sem
komið var upp í 5.467.369 krónur.
Íhugar málsókn
Sveinbjörn Ragnar Árnason bílasali
og fyrrverandi eigandi bílasölunn-
ar Bílamarkaðurinn var ómyrkur í
máli í miðvikudagsblaði DV og benti
á það sem hann kallar „svikamyllu“
fjármögnunarfyrirtækja. Þar sagði
hann að fjármögnunarfyrirtækin
hefðu frá því fyrir hrun stundað að
verðmeta bíla niður úr öllu valdi.
Þá sagði Sveinbjörn að nauðsynlegt
væri að farið yrði í gagngera rann-
sókn hið fyrsta.
Haraldur Ólafsson, forstöðumað-
ur verkefna- og þjónustusviðs hjá SP-
fjármögnun, sagði ummæli Svein-
björns í DV á miðvikudaginn ekki
á rökum reist og segist íhuga máls-
höfðun verði SP-fjármögnun
ekki beðin afsökunar. Þess ber
að geta að dæmi Sveinbjörns var
fræðilegt og til útskýringar á máli
hans, en ekki byggt á sérstöku til-
felli.
Í tölvupósti sem Haraldur
sendi blaðamanni sagði hann
meðal annars að það sé enginn
hagur í því fyrir SP-Fjármögnun
að selja bifreiðarnar á lágu verði.
Þá tekur hann fram að frá því í
janúar 2009 hafi SP-Fjármögn-
un greitt lántakendum söluand-
virði bíla sem eru voru teknir en
sú ákvörðun hafi verið gerð aftur-
virk allt til 1. október 2008. Harald-
ur hefur ekki svarað fyrirspurnum
DV varðandi tilvik Ólafs Oddgeirs.
jÓn BjArki mAgnússOn
blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is
Gunnar Kristinn Sigurðsson hjá Íslandsbanka: „Allir verkferlar vegna
fullnustueigna eru mjög skýrir hjá Íslandsbanka Fjármögnun og því telj-
um við þessar ásakanir ekki snerta Íslandsbanka.“
Birgir Björnsson hjá Avant: „Verðmat og sala á bifreiðum hefur verið
unnin eftir vissum vinnuferlum hjá Avant. Bílar sem hafa verið vörslu-
sviptir eru settir í ástandsskoðun hjá hlutlausri og viðurkenndri skoðun-
arstöð sem skoðar ástand bifreiða. Verðmæti bíla er fundið með viðmið-
unarkerfi Bílgreinasambandsins, ef bíltegund er ekki til í því kerfi þá er
fengin hlutlaus aðili (bílasali) til þess að verðmeta bílinn. Allir bílar Av-
ant eru seldir í gegnum bílasölur eða á uppboðum.“
Magnús Steinþór Pálmarsson hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum:
„Frjálsi fjárfestingarbankinn (FFB) var lítið í bílalánum, innan við 200
lán samtals á bókunum. Öll þau lán voru bílalán en ekki bílasamningar,
ss. veðlán, og sem slík ef að um viðvarandi vanskil er/var um að ræða og
þurft hefur að vörslusvipta enda þeir á uppboði hjá sýslumanni. Þetta
gerir það að verkum að FFB kemur ekki að neinu leiti að því að verðmeta
bifreiðar sem þarf að endurheimta, markaðurinn sér alfarið um það.“
Haraldur Ólafsson hjá SP-fjármögnun: „Eins og skýrlega kemur fram í
okkar gögnum þá er matsverðið/ eignfærsluverðið einungis fundið til
þess að loka málinu með formlegum hætti. Hjá SP-Fjármögnun hef-
ur það verði vinnuregla að söluverðmætið að frádregnum sölukostnaði
og öðrum kostnaði fer allt til lækkunar á skuld leigutaka eða er greitt til
hans ef hann hefur gert upp skuld sína hjá SP-Fjármögnun. Sé söluverð
hinsvegar lægra, ber SP-Fjármögnun það tap. Það er vandséð hverjir
hagsmunir SP-Fjármögnunar eru með því að selja leigumuni á lágu verði
og lækka þar með skuld leigutaka sem leiðir af sér meira tjón fyrir bæði
viðskiptavininn og félagið.“
Halldór Jörgenssen hjá Lýsingu: „Ég neita þessu alfarið.“
viðbrögð fjármögnunarfyrirtækja
um aðferðir fyrirtækjanna
Vill gagngera rannsók Sveinbjörn
RagnarÁrnasonbílasaliogfyrrverandi
eigandibílasölunnarBílamarkaðurinn
lýstiskoðunsinniímiðvikudagsblaði
DVogbentiáþaðsemhannkallar
„svikamyllu“fjármögnunarfyrirtækja.
Bílahaf Bílarsemfjármögnunar-
fyrirtækitakatilsínerugeymdirá
sérstökumsvæðumíeiguþeirra.