Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 27
„Þýskaland.“ Kári Espolín Jónsson, starfsmaður á frístundaheimili. „spánn.“ árni Már árnason, kennari og byggingarmeistari. „ghana.“ KorMáKur pétursson, leikskólakennari. „spánverjar.“ Erna svala Gunnarsdóttir, húsmóðir. „spánn, þeir hafa sjö menn frá barcelona.“ Þórður JaKobsson, húsasmiður. Hverjir verða Heimsmeistarar í knattspyrnu? ásdís HJálMsdóttir spjótkastari sigraði á kastmóti í glasgow fyrir helgi en ásdís kastaði 57,43 metra sem er langt frá hennar besta árangri. ásdís stefnir á evrópumeistaramótið í barcelona í júlí og er staðráðin í að standa sig vel enda stolt af íþróttaafrekum sínum. „Ólafur StefánS í uppáhaldi“ Ástæða er til að ætla að lýðræði hér á landi hraki, og almannavald eigi enn um sinn á brattann að sækja gagnvart valdahópum í viðskipta- lífinu. Þetta er bagalegt fyrir réttarríkið og endurreisn efnahagslífsins eftir bankahrunið og dregur mjög úr lík- um þess að vel takist til við að upp- ræta spillta siðmenningu í íslensku viðskiptalífi. Rannsóknarnefnd Alþingis hef- ur leitt fram í dagsljósið hversu rot- ið viðskiptalífið var orðið undir af- skipta- og eftirlitsleysinu, sem rekið var hér á landi í tvo áratugi í nafni frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins. Himinháir staflar mála bíða úr- lausnar hjá embætti sérstaks sak- sóknara. Vonir standa til að með fleiri sérfræðingum og betri þjálf- un takist embættinu að hraða af- greiðslu mála og gefa út ákærur á hendur þeim sem gerðust sekir um refsivert hátterni í aðdraganda bankahrunsins, svo sem eins og umboðssvik, peningaþvætti, mark- aðsmisnotkun og önnur auðgunar- brot eða fjársvik. Einstaklingar á borð við Willi- am Black og Evu Joly hafa með ferskri nálgun sinni vakið íslensk- an almenning til vitundar um að landlægur klíkuskapur og íslensk sjálftaka innmúraðra hópa er ekk- ert sjálfsagt mál. Black, Joly og fleiri hafa bent einangraðri þjóð á villu síns vegar; þjóð sem er svo samof- in bjöguðum séríslenskum heimi, að hún þekkir ekki lengur muninn á glæpsamlegri spillingu og almennri greiðasemi. Ekki frekar en fiskurinn sem veit ekki að vatnið, sem hann syndir í, er blautt. samfélagssáttmáli í hættu Á sama tíma og þessi þjóðarvitund er í fæðingu berst kerfið við að lög- helga sjálft sig með gömlum úrræð- um. Stjórnvöld halda fundi með FME og Seðlabankanum í bakher- bergjum og reyna að finna leiðir til þess að hemja máttugt afl heill- ar þjóðar, greiðsluviljann, og veita honum í öruggan farveg. Leggja til leiðir, sem þau telja að séu þjóðinni fyrir bestu, en uppskera reiði og vanþóknun almennings. Enn er óvíst hvernig þessum stóru málum reiðir af. Menn ættu að staldra við og hugleiða vandlega að uppreisn skuldara gagnvart lán- ardrottnum er blákaldur veruleiki. Sá veruleiki er jafn raunverulegur þeim veruleika sem banksterar, fjár- glæframenn, meðvirkir embættis- menn og sofandi stjórnmálamenn bjuggu þjóðinni með bankahrun- inu. Vandinn snýr ekki aðeins að fjármálafyrirtækjum. Hann er ekki aðeins efnahagslegur; hann er pólitískur, félagslegur og réttarfars- legur og snýst um það hvernig þjóð- félag menn vilja reisa á rústum þess gamla. Allt snýst á endanum um leiðir til þess að leysa upp gamla og ógeðfellda starfshætti og siði og smíða úr þeim nýtt og heilbrigðara þjóðfélag, heilbrigðara viðskiptalíf. vanmáttugt stjórnvald Vald kjörinna stjórnvalda til þess að fara fyrir nauðsynlegum dýpri breytingum, til dæmis á viðskipta- siðferði, er ofmetið. Ástæðurnar eru margar. Þau hafa bæði afsalað sér valdi og látið undir höfuð leggj- ast að taka sér vald á sumum svið- um. Völd skilanefnda og slitastjórna bankanna eru til að mynda mikil þótt þau fari ekki hátt. Lögfræðing- ar og endurskoðendur, sem sitja í þessum stjórnum, hafa mikil áhrif en starfa ekki í umboði almennings. Þeir vinna í skjóli erlendra kröfu- hafa föllnu bankanna og hafa um leið mikilla persónulegra og fjár- hagslegra hagsmuna að gæta. Þeir eiga sæti í bankaráðum endurreistu bankanna, Íslandsbanka og Arion- banka. Bráðabirgðastjórnir og slita- stjórnir hafa verið skipaðar yfir öðr- um fjármálafyrirtækjum, svo sem Byr, Sparisjóðabankanum og VBS- fjárfestingarbanka. Tengsl sumra þessara manna eru mikil og víðtæk bæði í viðskiptum sem og pólitísk eða félagsleg. Neðanjarðar geta þeir haft afgerandi áhrif á framtíðareign- arhald fyrirtækja, fram hjá reglum um útboð og gagnsæ viðskipti. DV hefur til að mynda bent á vafasöm tengsl slitastjórnarmanna Spari- sjóðabankans og Kaupþings við ráðstöfun eigna og byggingarsvæð- is í Örfirisey. Þessi tengsl eru bæði flokksleg og viðskiptaleg og lang- lykta af klíkuskap og sérhagsmuna- gæslu. Stjórnvöld hafa að mörgu leyti dæmt sjálf sig til þess að horfa að- gerðalaus á nýja valdastétt hræ- gammahagkerfisins stíga fram í dagsljósið. Þessi nýja stétt gef- ur lýðræði og almannavaldi langt nef. Hún er í mörgum hlutverkum og fer lipurlega úr einu hlutverki í annað. Hún athafnar sig á mörkum hins opinbera og einkamarkaðar- ins. Mestan hag hefur þessi stétt af því að koma sér upp sveigjanlegu neti valda og áhrifa sem lifir af rík- isstjórnir sem koma og fara. Hrægammar taka völdin JóHann HauKsson útvarpsmaður skrifar „Stjórnvöld hafa að mörgu leyti dæmt sjálf sig til þess að horfa aðgerðar- laus á nýja valdastétt hrægammahagkerfisins stíga fram í dagsljósið.“ bláu ninjurnar Þessir bláklæddu herramenn sýndu listir sínar þegar mótmælin við seðlabankann stóðu yfir í vikunni. um er að ræða hóp sem kallar sig bláu ninjurnar og hafa þær verið áberandi í borginni upp á síðkastið. Mynd Hörður svEinsson myndin Hver er konan? „ásdís hjálmsdóttir spjótkastari.“ Hvað drífur þig áfram? „metnaður og ánægjan við að upplifa drauminn minn.“ Hvar ertu uppalin? „Ég er fædd og uppalin í reykjavík.“ af hverju ertu stoltust? „Ætli það séu ekki íþróttaafrekin mín.“ Hver er uppáhaldsíþróttamaðurinn þinn? „ólafur stefánsson, hann er frábær karakter. hvernig hann hugsar hlutina öðruvísi en aðrir.“ Hver er uppáhaldskvikmyndin þín? „engin ein sérstök, margar góðar. Ég hef gaman af gamanmyndum og spennumyndum en ekki þessum típísku hollywood-myndum.“ Hvort sigrar Holland eða spánn HM? „Ég veit ekki. Ég er mjög lítil áhugamanneskja um fótbolta.“ Hvert stefnirðu í lífinu? „Ég stefni á að gera það sem þarf til að vera hamingju- söm og njóta lífsins.“ lengsta kastið? „61,37 metrar.“ áttu þér uppáhaldsbók? „Ég er að lesa munkinn sem seldi sportbílinn sinn og hún er í miklu uppáhaldi núna.“ Hvað ætlar þú að gera í sumar? „fara til barcelona og standa mig vel á evrópumeistaramótinu sem verður í lok júlí.“ maður dagsins dómstóll götunnar kjallari föstudagur 9. júlí 2010 umræða 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.