Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 42
42 skrýtið umsjón: helgi hrafn guðmundsson helgihrafn@dv.is 9. júlí 2010 föstudagur
kaldir vindar
í yfirgefnum kringlum
nístandi gegnumtrekkur feykir pappírsdrasli til og frá í auðum verslunarrýmunum. Gróður hefur fest sig í steypuveggina sem eru að
hruni komnir. Við erum stödd í Dixie Square
Mall í bænum Harvey í Illinois-fylki í Banda-
ríkjunum, verslunarmiðstöð sem hefur staðið
tóm í þrjátíu ár. 64 búðir voru starfræktar við
opnun kringlunnar árið 1966 en hún varð
gjaldþrota undir lok áttunda áratugarins eftir
að eigendurnir fóru á hausinn. Dixie Square
Mall hefur síðan hlotið þann heiður að vera
frægasta „dauða kringla“ Bandaríkjanna. Það
er ekki síst vegna þess að atriði í kvikmynd-
inni The Blues Brothers voru tekin upp í Dixie
Square Mall. Frægð kringlurústanna hefur orð-
ið til þess að margir forvitnir ferðalangar leggja
leið sína til Harvey og virða fyrir sér yfirgefið
mannvirkið, sem er engin smásmíði, um 25
þúsund fermetrar.
Nýjasta eyðilega kringlan er Nýja suðurkín-
verska verslunarmiðstöðin í borginni Dong-
guan, næststærsta verslunarmiðstöð í veröld-
inni, en 99 prósent verslunarrýmisins standa
auð.
rústuðu kringlunni
Ungur maður stendur við búðarborðið í Toys
R Us og heldur á tuskudýri. Afgreiðslustúlkan
ætlar að fara að segja eitthvað þegar gríðarstór
bíll af Cadillac-gerð brýtur sér leið inn í búð-
ina með lögreglubíla í eftirdragi. Allt leikur á
reiðiskjálfi. Þannig hefst senan í kvikmyndinni
The Blues Brothers sem tekin var upp í Dixie
Square Mall. Bílarnir brjóta allt og bramla inni
í leikfangabúðinni og halda sína leið inn í aðal-
rýmið þar sem kringlugestir flýja í dauðans of-
boði frá hættulegum bílaeltingarleiknum sem
fram fer innandyra. Blúsbræður keyra inn í
hverja búðina á fætur annarri – og löggan fylg-
ir þeim eftir. Eyðileggingin er gríðarleg, hver
einasta rúða virðist vera brotin þegar bílarnir
eru á bak og burt. Það skipti hins vegar engu
máli. Verslunarmiðstöðin, Dixie Square Mall,
var þegar farin á hausinn þegar framleiðend-
ur Blúsbræðra-myndarinnar leigðu hana sum-
arið 1979. Þeir fengu greinilega að leika sér að
vild á staðnum, líkt og iðnaðarmenn sem rífa
út gamlar innréttingar í íbúðum þegar nýja eig-
endur ber að garði.
ekki tekist að rífa bygginguna
Versnandi efnahagsástandi og auknum glæp-
um í Harvey í Illinois hefur verið kennt um
ófarir Dixie Square Mall. Verslunarmiðstöðin
tæmdist jafn hratt og hún var reist. Fjölmarg-
ar áætlanir hafa verið á teikniborðinu í gegnum
tíðina um að rífa risastóra bygginguna niður,
en það hefur engum tekist hingað til. Kringlan
hefur því staðið auð, líkt og fornar menningar-
rústir, í áratugi og vakið forvitni margra eins og
fyrr segir. Í gegnum tíðina hafa fjölmargir heim-
ilislausir fundið húsaskjól í byggingunni. Á
þessum 30 árum hafa fjölmargir eyðileggingar-
fíklar fundið útrás í því að brjóta gler og spýtur í
kringlunni, en hún stendur þó enn.
659 þúsund ferkílómetrar
New South China Mall er næststærsta versl-
unarmiðstöð í heiminum, á eftir Dubai Mall.
Starfsmenn Nýju suðurkínversku verslunar-
miðstöðvarinnar eru örugglega hreyknir af því
að vinna þar og eflaust ánægðir með að þurfa
ekki að vinna í einhverjum af hinum ótelj-
andi verksmiðjum í Dongguan-borg sem spúa
þykkri þoku úr svörtum reykháfunum.
Dongguan-borg liggur við óshólma Perlu-
fljóts (Zhujiang), sem er ríkasta svæði landsins
og mesta hagvaxtarsvæði Alþýðulýðveldisins.
Verslunarmiðstöðin var reist árið 2005 og var
byggð til dýrðar efnahagsuppganginum. Hún
er 659 þúsund ferkílómetrar. Allir spáðu því að
hún myndi fyllast af verslunum og kúnnum á
augabragði. En það gerðist ekki.
Átakanlegasta sjón ævinnar
Við kringluna eru átta þúsund bílastæði. Í
henni eru rússíbanar, skurðir og síki fyrir báta
og tilbúinn regnskógur. Krúnudjásn og mesta
aðdráttarafl Nýju suðurkínversku verslunar-
miðstöðvarinnar áttu að vera erlendu borgirn-
ar sjö. Hönnuðir kringlunnar létu byggja eftir-
líkingar af sjö fjarlægum stöðum. Í kringlunni
eru sjö svæði sem hönnuð eru eftir stórborg-
um, þjóðum og svæðum: Amsterdam, Róm,
Feneyjum, París, Egyptalandi, Karíbahafi og
Kaliforníu.
Nýja suðurkínverska verslunarmiðstöðin
er tómasta kringla heims. Í henni eru aðeins
nokkrir tugir búða en verslunarmiðstöðin var
byggð fyrir 1.500 búðir. Kringlan minnir á leik-
mynd í stórslysabíómynd. Hún er samstæða
rykugra, skítugra bygginga þar sem málningin
flagnar af veggjum sem enginn sér. Erlendur
blaðamaður, sem heimsótti verslunarmiðstöð-
ina, sagðist hafa séð gríðarstórt fjall af rykfölln-
um gínum í miðri auðninni – og hefði sú sjón
verið ein sú átakanlegasta sem hann hefði séð
á ævinni.
engar djúpstæðar tilfinningar
Veröldin er víst full af galtómum kringlum og
það er meira að segja til síða á netinu, dead-
malls.com, þar sem birtar eru ljósmyndir af
hinum og þessum yfirgefnum risamannvirkj-
um, flestum í Bandaríkjunum, sem hrunið hafa
í vinsældum og farið á hausinn. Dixie Square
Mall mun vera frægasti staðurinn af þessu tagi.
Nokkrir skipulagsfræðingar hafa skrifað
um ótímabæra „dauða“ verslunarmiðstöðva
í heiminum og reynt að komast að því hvers
vegna andlátin beri jafn hratt að garði, eins og
dæmi Dixie Square Mall sýnir. Niðurstaðan
virðist vera að verslunarmiðstöðvar séu ekki
sérlega kærar almenningi og því sé ákaflega
auðvelt að leita annað, þegar svo ber undir. Til-
finningar fólks gagnvart verslunarmiðstöðvum
séu aldrei djúpstæðar, ólíkt miðbæjarkjörnum
og grónum götum. helgihrafn@dv.is
Dixie Square Mall í Illinois-fylki í Bandaríkjunum er
verslunarmiðstöð sem hefur staðið auð í þrjátíu ár.
Hún er frægust fyrir að í henni voru atriði tekin upp
fyrir kvikmyndina The Blues Brothers árið 1979. Ný
kínversk kringla er næststærsta verslunarmiðstöð
veraldar, en einnig sú tómasta.
lifði stutt Verslunarmiðstöðin var starfrækt í tólf
ár.
rústir Dixie square mall hefur staðið yfirgefin í þrjátíu ár.
Blúsbræður á flótta Atriði úr kvikmynd-
inni The Blues Brothers sem tekið var upp
í Dixie square mall eftir að verslunarmið-
stöðin lagði upp laupana.