Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 4
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á fimmtudag Skúla Þór Hilmarsson, 35 ára, í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega líkamsárás. Maðurinn var dæmdur fyrir að berja karlmann margsinnis í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut opið brot á nefi. Atvikið átti sér stað í Hólahverf- inu þann 8. febrúar 2009. Samkvæmt dómnum hringdi Skúli í manninn og bað hann um að koma út í bíl og hitta sig. Ók hann með hann á brott og lagði við grindverk við verslunar- miðstöðina Hólagarð svo hann komst ekki út úr bílnum. Sló hann fórnarlambið um það bil tíu sinnum í andlitið. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar sem lögð var fyrir dóminn sagði fórn- arlamb árásarinnar að Skúli hefði borið það á hann að hann hefði ver- ið með kærustu sinni. Þá hefði hann hótað honum lífláti ef hann gerði lög- reglu viðvart. Sagði fórnarlamb árás- arinnar að ekkert væri hæft í því sem Skúli hefði borið á hann. Þau væru vinnufélagar og sagðist hann rekja tildrög árásarinnar til þess að hann hefði sent kærustu mannsins og öðr- um vinnufélögum sínum tölvupósta með ýmsu gríni. Taldi hann að Skúli hefði séð einhvern þessara pósta og dregið þá ályktun að hann ætti í sam- bandi við konuna. Fórnarlamb árásarinnar sagði einnig í skýrslutöku hjá lögreglu að Skúli hefði sagt að faðir sinn væri háttsettur í „stærstu glæpasamtök- um heims“. Lítið mál væri að láta menn á hans vegum vinna barns- hafandi konu hans mein. Þá hefði hann hótað að ræna heimili hans og „rústa“ sumarbústaðnum. Skúli neitaði staðfastlega sök fyr- ir dómi. Hann var hins vegar sak- felldur fyrir árásina, meðal annars vegna þess að hægt var að rekja sím- töl úr síma Skúla til fórnarlambsins skömmu fyrir árásina. Þá voru blóð- sýni úr bifreið Skúla send í rannsókn til Rettsmedisinsk Institutt í Noregi sem leiddi í ljós að blóðslettur í bif- reið hans voru úr fórnarlambinu. Auk þess að sæta sex mánaða fang- elsi var Skúla gert að greiða fórnar- lambi árásarinnar 346 þúsund krón- ur í skaðabætur. GálGafrestur til næsta sumars n Menntaskólinn Hraðbraut og menntamálaráðuneytið hafa undir- ritað nýjan samstarfssamning sem gildir til loka júlí á næsta ári. Núver- andi samningur rennur út í árslok. Ljóst þykir að til- gangur endur- nýjunarinnar sé fyrst og fremst að tryggja hagsmuni þeirra nemenda sem eru í skólanum og leyfa þeim að ljúka námi þar. Með þessu fær Ólafur Johnson, skólastjóri og eigandi skól- ans, gálgafrest í eitt ár og mun hann væntanlega hætta afskiptum af skól- anum í kjölfarið eða skólinn verða lagður niður. En fréttir DV af fjár- málaaustri Ólafs út úr skólanum hafa vakið sterk viðbrögð hjá almenningi og skoðar Ríkisendurskoðun nú fjár- hag skólans. Heimildir DV innan úr Hraðbraut herma samt að Ólafur beri sig vel þrátt fyrir rannsóknina. lúxuslíf á flórída n Ólafur Johnson í Hraðbraut á glæsihús í Orlando á Flórída, líkt og DV hefur greint frá, og ver hann nokkrum mánuðum þar á hverju ári. Samkvæmt heimildum DV munu aðrir Íslendingar í nágrenni við Ólaf í Orlando hafa oft velt því fyrir sér hvernig skóla- stjóri hafi efni á því að búa svo vel en Ólafur mun meðal annars eiga bíl í Banda- ríkjunum sem hann notar ein- göngu þegar hann dvelur þar. Hús Ól- afs í Orlando var keypt eftir að hann tók við Hraðbraut en svo vill til að sama ár og skólinn var opnaður, árið 2003, stækkaði Ólafur einnig við sig í Garðabænum. Ólafur á því tvö glæsi- hús sem hann keypti eftir að Hrað- braut var opnuð. Alveg er ljóst að ekki eru margir skólastjórar hér á landi sem hafa efni á slíku. umboðsmaður fólksins í fríi n Nýlega var búið til nýtt stöðugildi hjá Landsbankanum. Stöðugildið hlaut nafnið umboðsmaður við- skiptavina og var ætlað að sjá um hag þeirra viðskiptavina sem töldu á sér brotið í bankan- um. Eggert Á. Sverrisson var ráðinn í starfið. Það er hins vegar ekki mikið hugs- að um viðskipta- vini bankans þessa dagana því að reyni fólk að ná í umboðsmann viðskiptavina fást þau svör í bankanum að hann sé í sumarfríi til 28. júlí. Starfið þykir greinilega ekki mikilvægara en það innan bankans að enginn var fenginn til að leysa hann af. Þetta þykir ekki mjög heppilegt þar sem margir af við- skiptavinum Landsbankans þurfa að fá upplýsingar um ýmis mál og lenda því á vegg þar til í lok júlí. bauGstenGslin í metro n Skyndibitakeðjan Metro, áður McDonald‘s, á í miklum rekstrarerfið- leikum þessa dagana, líkt og greint er frá í helgarblaði DV. Athygli vekur að eigandi Metro er Jón Garðar Ög- mundsson, sem rekið hefur marga skyndibitastaði í gegnum tíðina og var fram- kvæmdastjóri McDonald‘s og Pizza Hut, er fyrrver- andi eiginmaður Kristínar Jóhannes- dóttur, dóttur Jóhannesar í Bónus og systur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Jón Garðar var meðal annars einn af þeim sem ákæruvaldið tók skýrslu af í Baugsmálinu á sínum tíma. sandkorn 4 fréttir 9. júlí 2010 föstudagur ÞYRLA MAGNÚSAR SELD RÚSSNESKuM AuÐJÖFRi Lúxusþyrla Magnúsar Kristinsson- ar, útgerðarmanns í Vestmanna- eyjum, hefur verið seld fyrir tilstilli skilanefndar Landsbanka Íslands, samkvæmt heimildum DV. Kaup- andinn er auðugur Rússi. Skila- nefnd Landsbankans átti veð í þyrlunni sem er af gerðinni Bell 430 og er öll hin glæsilegasta. Söluverð- ið er tæpar 300 milljónir króna. Gengið var frá sölu þyrlunnar um miðja vikuna og var það framleið- andi hennar, Bell, sem hafði milli- göngu um söluna. Skilanefndin seldi þyrluna yfir til Bell sem svo áframseldi hana til Rússans auð- uga. Ekki er vitað hvað hinn auðugi Rússi heitir. Skilanefnd Landsbankans fær bróðurpartinn af söluverðinu þar sem Magnús skuldar bankanum tugi milljarða króna. Magnús mun hins vegar aðeins vera í persónu- legum ábyrgðum fyrir 1,5 milljörð- um króna. Sagðist hafa selt þyrluna Í lok maí var haft eftir Magnúsi í fjöl- miðlum að hann hefði selt þyrluna fyrir skömmu og vildi hann ekki gefa upp hversu mikið hann hefði fengið fyrir hana. Magnús sagðist hafa selt þyrluna til útlanda og að í framtíðinni ætlaði hann að reiða sig á ferjuna Herjólf til að fara á milli lands og Eyja. Þyrlan hafði þá verið til sölu í langan tíma. Þyrluflug Magnúsar vakti ávallt mikla athygli og umtal í Vestmanna- eyjum enda var hann eini Eyjamað- urinn sem átti slíkan fararskjóta til að skjótast á milli lands og Eyja. Heimildir DV herma hins vegar að ekki sé rétt að búið hafi verið að selja þyrluna á þessum tíma og að Magnús sjálfur hafi ekki séð um söl- una á þyrlunni heldur skilanefnd Landsbankans. Magnús kom þar hvergi nærri. Sannleikurinn er sá, herma heimildir DV, að skilanefnd- in tók þyrluna af Magnúsi til að selja hana upp í hluta skulda hans við bankann. Magnús tjáir sig ekki DV hafði samband við Magnús til að spyrja hann út í hvort búið væri að ganga frá sölu þyrlunnar líkt og hann hélt fram í lok maí. Magnús vildi hins vegar ekki svara spurn- ingu blaðsins um þetta atriði. „Ég hét því að svara DV-mönnum aldrei. Þeir svoleiðis skemmta sér við að fjalla um mig viku eftir viku. Þannig að ég held ég segi bara pass,“ sagði Magnús. Ljóst er hins vegar að Magnús seldi þyrluna ekki í lok maí líkt og hann sagði þá. Söluverðið dugar skammt Söluverðið á þyrlunni dugar þó skammt til að dekka skuldir Magn- úsar við skilanefnd Landsbankans því hann og félög í hans eigu skulda bankanum um 50 milljarða króna, líkt og DV greindi frá í ágúst í fyrra. Skilanefndin hefur gengið að þeim eignum Magnúsar sem hún hefur getað og liggur ljóst fyrir að afskrifa þarf meirihluta skulda hans við bankann. Bankinn er reyndar í erfiðri stöðu hvað varðar tvær af eignum Magnúsar: Toyota-umboð- ið og útgerðarfélagið Berg-Hugin í Vestmannaeyjum. Í tilfelli Toyota-umboðsins á skilanefndin veð í eignum þess sem og Nýi-Landsbankinn, sem er helsti lánardrottinn fyrirtækis- ins. Hvorugur bankinn getur hins vegar gengið að félaginu þar sem stjórnendur Toyota í Evrópu telja að bankar séu ekki heppilegir eig- endur að Toyota-umboðinu á Ís- landi. Bílasalan er því enn þá í eigu Magnúsar að nafninu til þó svo að kröfuhafar félagsins eigi það í raun og muni sjá til þess að umboðið verði selt upp í skuldir útgerðar- mannsins. Annað vandamál sem skila- nefndin stendur frammi fyrir er að hún á ekki nema 12. og 13. veðrétt í einu skipi í útgerð Magnúsar, Bergi- Hugin. Þar er um að ræða veðrétt í skipinu og kvótanum sem fylgir því. Íslandsbanki á fyrstu veðréttina í þessu skipi sem og hinum skipum útgerðarfélagsins. Það er því Ís- landsbanki sem á veð í verðmæt- ustu eignum Magnúsar enda virðist lánafyrirgreiðsla til hans frá Lands- bankanum hafa verið með þeim hætti að oft voru veðin fyrir lánun- um afar léleg. Söluverðmæti þyrlunnar glæsi- legu ratar þó að mestu til Lands- bankans en ekki annarra kröfuhafa Magnúsar. Þannig að ég held ég segi bara pass. Skilanefnd Landsbankans hefur lokið sölunni á lúxusþyrlu Magnúsar Kristinssonar í Eyjum. Kaupandinn er auðugur Rússi. Milliliður í sölunni er framleiðandi þyrlunnar, Bell. Söluverðið er um 300 milljónir króna. Söluverðmæti þyrlunnar dugar þó skammt upp í skuldir Magnúsar við Landsbankann en þær nema um 50 milljörðum króna. inGi f. vilhJÁlMSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð MAGNÚS KRISTINSSON Í TOYOTA: dv.is þriðjudagur 18. ágúst 2009 dagblaðið vísir 114. tbl.99. árg. – verð kr. 347 fréttir BÆjarStjÓri grÆddi tViSVar n hValSkurðarmenn meiddir n Brúðkaup illuga n Skilanefnd landSBankanS Semur um að afSkrifa lÁnin n fékk 50 milljarða að lÁni – fÆr tugi milljarða afSkrifaða n reStin greiðiSt af grÓða útgerðarinnar Í eYjum ÞARF EKKI AÐ BORGA FImmtíu mILLJARÐA Uppi: Fréttir - - H&N-mynd við hlið logos: hValur Sprakk ÁStin Á tÍmum iceSaVe fÓlk INGA LIND í SKÓLA fÓlk hOrn- Steinar daVÍðS n lagðir Á afmÆliSdögum fOreldra hanS Veldu réttu SkÓlatölVuna neYtendur auður capital StOfnuð með kúlugrÓða fréttir Dv 18. ágúst 2009 Karlmaður hótaði að siga glæpamönnum á ólétta konu: Dæmdurfyrirhrottalegaárás hótaði konu líkamsmeið- ingum Skúlihótaðiaðláta mennávegumföðursíns vinnaóléttrikonufórnar- lambsinsmein. Þyrlan seldÞyrlaMagnúsarvarseldtilauðugsRússaí vikunniígegnumframleiðandahennar,Bell.Magnússést hérmeðþyrlunaíbakgrunniámeðanhannflaugenná henniámillilandsogEyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.