Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 64
n Það lítur allt út fyrir að hjóna- kornin Ásdís Rán Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar Garðar Gunnlaugsson flytji frá Búlgaríu til Þýskalands. Garðar mun að öllum líkindum skrifa undir samning við þýska liðið Unterhaching sem spilar í þriðju efstu deild. Garðar hefur að undanförnu verið á reynslu hjá fé- laginu og spilað vel í æfingaleikjum. Ásdís segir frá því á bloggsíðu sinni að Garðar muni yfirgefa Búlgaríu í næstu viku en hún verður væntanlega áfram í Búlgaríu þar til í lok ágúst. „Mér líst ágætlega á þetta allt saman enda Munich flott borg sem er eflaust ekki slæmt að búa í og gott fyrir krakk- ana,“ segir Ásdís. Ætli Gillz hafi ekki stjórnað í brúðarvals- inum? Þýskaland næsti áfangastaður ásdísar n Gunnar Lárus Hjálmarsson, bet- ur þekktur sem Dr. Gunni, hefur sýnt það og sannað í gegnum tíðina að hann er hugmyndaríkur með eindæmum. Dr. Gunni heimsótti á dögunum Hvalstöðina í Hvalfirði en þá voru starfsmenn nýbúnir að vinna hval sem dreginn hafði ver- ið á land. Búið er að girða svæðið af en áhugasamir geta samt fylgst með vinnslunni fyrir utan svæðið. „Þarna er gráupplagt að moka inn ferðamannagjaldeyri. Fyrst að leyfa liðinu að sjá hvali svamla í sjó, svo að kippa því niður á jörðina og glápa á töffara í vöðlum brytja hina „blíðu risa hafsins“ ofan í göt. Selja því hvalapyls- ur og hvalabíffdjörkí á meðan,“ segir Dr. Gunni á bloggi sínu. Vill selja túristum hValapylsur n Þau tíðindi berast nú frá höfuð- stöðvum Stöðvar 2 í Skaftahlíð að ein skærasta stjarna stöðvarinnar, æringinn Auðunn Blöndal, hafi gengið í það heilaga í nýlegri ferð sinni til Bandaríkjanna. Hjónavígsl- an mun hafa farið fram í Las Vegas og herma heimildir DV að Auðunn hafi gifst engum öðrum en lyftinga- massanum Agli Einarssyni, sem er betur þekktur sem Gillz eða Þykki. Giftingin mun hafa verið hluti af sprelli í sjónvarpsþáttasyrpu sem þeir Auðunn og Gillz voru að vinna í Bandaríkjunum ásamt Sveppa og Villa naglbíti. Meðal þess sem þeir félagarnir gerðu í Bandaríkj- unum var að fækka fötum fyrir hóp samkynhneigðra manna þannig að hugsanlega hafa þeir séð ljósið meðan á strippinu stóð. Líklegt má telja að sýnt verði frá giftingunni og hugsanlega brúðkaupsnóttinni í þættinum þegar þar að kemur. gillz og auddi giftu sig DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Áskriftarsíminn er 512 70 80 Fréttaskot 512 70 70 sólarupprás 03:24 sólsetur 23:40 Skipverjar á hollenska birgðaflutn- ingaskipinu Amsterdam lögðu að Skarfabakka í Sundahöfn í Reykjavík í tæka tíð fyrir leik Hollands og Úrú- gvæ í undanúrslitum heimsmeist- arakeppninnar í fótbolta. Hollend- ingar báru sigur úr býtum, 3–2, og mæta því Spánverjum í úrslitaleik keppninnar á sunnudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum DV fylgdust allnokkrir skipverjanna með leiknum gegn Úrúgvæ á knæpum í Reykjavík og var stemningin mik- il. Liðsforingi sem blaðið ræddi við sagði að þar á bæ biðu menn spennt- ir eftir úrslitaleiknum á sunnudag. Hermönnunum hafi þótt sínir menn standa sig vel og voru þeir afar sátt- ir í leikslok þegar úrslitin voru ljós og sigur Hollands var staðreynd. Engar aðrar upplýsingar fengust um hvað skipverjarnir væru að gera á svo norðlægum slóðum. Þeir höfðu engar fregnir að færa af Icesave. Samkvæmt upplýsingum frá Varnar- málastofnun er koma skipsins ekki á vegum íslenskra stjórnvalda heldur hafi það líklega aðeins verið að sækja birgðir. Skipið hefur leyfi til að vera við höfnina til 11. júlí. Amsterdam er annað af tveim- ur birgðaflutningaskipum konung- lega hollenska flotans. Það var tek- ið í notkun árið 1995. Það var meðal annars notað í hernaðarverkefn- inu um stríðið gegn hryðjuverkum árið 2005, sem ríkisstjórn George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, átti frumkvæði að. rhb@dv.is Hollenskir hermenn fylgdust með HM í fótbolta í Reykjavík: sjóarar í sigurVímu Birgðaflutningaskipið Amsterdam Hollenskir hermenn voru ánægðir með sína menn á heimsmeistaramótinu. H&N-myNd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.