Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 17
Unnars honum fé svo hann gæti greitt inn á lánið. Á þriðjudaginn er Elínborg lögð inn á Landspítalann. „Þetta voru svo litlar upphæðir. Þetta var eitthvað sem ég hafði aldrei þurft að hafa raunverulegar áhyggjur af ef þetta hefðu verið menn og þeir leyft henni að deyja án þess að allt væri í upplausn og hún þurft að hugsa um hvað yrði um okkur Garðar eða Óbyggðaferðir,“ segir Unnar. Hann segir að þegar Elínborg hafi legið á sjúkrahúsinu hafi hugur hans ekki getað verið hjá henni að fullu. „Ég hafði svo miklar áhyggjur af tækj- unum, hvort ég yrði að fara í banka, milli staða eða stofnana. Ég hugsaði hvort ég þyrfti virkilega að fara frá henni og selja dótið okkar fyrir slikk. Það hefði verið auðvelt að selja það ódýrt til að stoppa þetta. En sú vinna getur tekið marga daga,“ segir Unnar. Hann segir að skömmu síðar hafi komið fram enn ein rukkun- in. Í þetta sinn átti að taka af hon- um einkahjólið hans. Unnar segir bróður Elínborgar hafa lánað sér fyr- ir þeirri greiðslu. Hann segir að fyr- ir uppá komuna á föstudeginum hafi nánustu fjölskyldumeðlimir hans og Elínborgar ekki vitað af þessum vandamálunum sem hún þurfti að kljást við. Unnar segist þá hafa hringt á lög- mannsstofuna á ný og sagt ritara þar frá stöðu sinni. Tíu mínútum síðar hafi eigandi stofunnar hringt og sagt honum að málið væri byggt á misskilningi. Unnar segist ekki hafa fengið afsökunarbeiðni af hans hálfu. Nokkrum dögum síðar lést Elínborg. „Mér finnst það vera al- gjör lágmarkskrafa til samfélagsins að það láti fólk í friði þegar svona er. Þeir voru alltof oft í huganum á mér. Ég vildi að ég hefði getað bara verið hjá henni í friði,“ segir Unnar. Ekki áhugamaður um peninga Þegar Elínborg dó í lok maí segir Unnar hann og son þeirra hafa farið út í Hólaskóg til að sleikja sárin. Hann hafi ekki áhyggjur af því sem koma skal. „Ég hef aldrei verið áhugamað- ur um peninga. Þetta hefur alltaf ver- ið hlutur sem maður þarf á að halda en ég hef ekki haft sérstaka löngun til að komast yfir þá. Þess vegna finnst mér kannski erfitt að skilja fólk sem vinnur óhæfuverk til þess að eignast peninga eins og þeir voru að gera,“ segir Unnar. Hann segir að þegar fjölskyldan hafi stofnað ferðaþjónustuna í Hóla- skógi hafi hún ætlað að eiga gott líf þar. Nú muni minningu Elínborgar verið haldið á lofti þar. Hann hafi nú opnað kaffistofu í rútu á jörðinni sem hann kallar Fjallarósina, sem var einn af draumum hans og Elínborg- ar. Þau hafi alltaf ætlað að fyrirtækið yrði þægilegt að stærð. „Hún var já- kvæð. Hún var svo lífsglöð og talaði ekki illa um einn einasta mann, ekki einu sinni þegar þeir voru að gera þetta. Þetta var staðurinn okkar,“ seg- ir Unnar. Jarðsett við hlið föður Unnars Elínborg var jarðsett í Ólafsvalla- kirkjugarði á Skeiðum við hlið föðurs Unnars, Garðars Vigfússonar. Unn- ar segir að hans bíði pláss við hlið hennar þegar hann fari yfir móðuna miklu. Hann segist hafa sloppið við að hugsa um innheimtuaðgerðirn- ar á jarðarförinni. Hann segir Elín- borgu ekki hafa verið áhyggjufulla áður en hún féll frá og að þau hafi getað rætt framhaldið áður. „Ég held að hún hafi beðið eftir að ég myndi segja þetta, því um leið og ég var bú- inn að segja henni að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur og að ég myndi sjá um strákinn, dó hún. En hún hélt í vonina alveg fram á síðustu sekúnd- urnar. Hún gafst aldrei upp,“ segir Unnar. Andrúmsloftið hjá fjölskyldunni í Hólaskógi var ótrúlega vinalegt mið- að við það sem á hafði dunið þeg- ar DV heimsótti hana á fimmtudag. Þar voru þeir að taka á móti hópum til að fara með á fjöll og segir Unn- ar vel bókað hjá honum út sumar- ið. „Ég vil ekki vorkunn eða að fólk tengi staðinn við einhvern slæman atburð og fái neikvæðar hugmynd- ir. Þetta hefur alltaf verið jákvæð- ur staður og honum fylgja góðar minningar. Þetta er vonandi okkar framtíðarstaður í hvaða mynd sem verður. Við ætlum að eiga gott og skemmtilegt líf hér. Það er gaman að vinna við ferðaþjónustu. Maður um- gengst margt fólk þegar það er í fríi. Þá er maður alltaf að eiga samskipti við fólkið þegar það sýnir sínar bestu hliðar og þegar því líður best. Það eru forréttindi að fá að vera hérna og ég geri allt sem ég get til að viðhalda draumnum okkar,“ segir hann. Unnar féllst á að segja sögu sína í þeirri von að hún verði til þess að vekja fólk til umhugsunar um hvað óþokkar séu að komast upp með í þjóðfélaginu. Í framhaldi af því verði vonandi færri sem lendi í þess- um aðstæðum. Ef fólk standi sam- an þurfi svona hlutir ekki að gerast. „Það getur ekki verið rétt að leggjast á fjölskyldur við þessar aðstæður. Við hljótum að geta borið gæfu til þess að svona lagað eigi sér ekki stað,“ segir Unnar. föstudagur 9. júlí 2010 fréttir 17 101 gæðastund suðrænir smáréttir – allir drykkir á hálfvirði frá kl. 17.00 til 19.00 alla daga hverfisgata 10 sími. 5800 101 101hotel@101hotel.is www.101hotel.is Varði heiður heimilisins fyrir fárVeika konuna Hún var svo lífs-glöð og talaði ekki illa um einn einasta mann. Í Hólaskógi Elínborg og Unnar saman í skál- anum í Hólaskógi áður en hún greindist með krabbamein. Elínborgu er lýst sem jákvæðri og bjartsýnni konu. DV-mynD HörðUr SVEinSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.