Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 50
„Bútik.is er „one stop shop“ eða versl- unarmiðstöð á netinu,“ segir Margrét Hlöðversdóttir ein Bútik-kvenna en hún ásamt Auði Einarsdóttur, Stellu Stefánsdóttur, Svanhvíti Hrólfsdótt- ur og Soffíu Steingrímsdóttur hefur innleitt nýjung í verslun á Íslandi. Á síðunni Bútik.is er hægt að versla ýmsar vörur, bæði íslenska hönn- un, bækur og vörur sem snerta börn, heilsu og vellíðan. „Í framtíðinni stefnum við að því að bæta stöðugt við vöurúrvalið í öllum flokkum,“ segir Margrét en hópurinn hefur undanfarið tæpt ár starfað saman að verkefni sem tengist markaðssetn- ingu íslenskra fatahönnuða erlend- is. „Við ætlum að vera með puttann á púlsinum í öllu sem tengist lífsstíl og tísku og teljum það jákvætt að við erum konur með fjölbreytta mennt- un og starfsreynslu því það gerir okk- ur sterkari saman.“ Bútik.is er í samstarfi við Press- una og nudemagazine.is sem kom út í þriðja sinn í byrjun júlí. „Við- tökurnar hafa verið framar vonum. Þetta er búið að vera mikil vinna en voðalega skemmtileg. Það er mik- ilvægt að vera með netverslun þar sem traffíkin er og því viljum við vera þar sem bloggið og fréttirnar eru. Að mér vitandi er þetta í fyrsta sinn á Íslandi þar sem hægt er að fara inn á veftískutímarit og versla vöruna sem þú ert að lesa um með einum smelli. Við erum stöðugt að fjölga vörumerkjum og ætlum að vera með puttann á púlsinum að bjóða upp á nýjar og spennandi vörur.“ Fimm flottar konur innleiða nýjung í verslun á Íslandi: Verslunarmiðstöð á netinu Samkvæmt breskri rannsókn missa konur frekar fóstur eftir frjósemis- meðferð ef þær eru of þungar. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að feitar konur sem verða ófrískar á eðlilegan hátt eru einnig í meiri hættu á að missa fóstur. Læknirinn Tarek El-Toukhy skoðaði 300 konur sem höfðu und- irgengist frjósemismeðferð á sama sjúkrahúsinu í London. BMI-stuðull helmings þeirra var yfir 25, sem flokkast sem of þungt, og 14% höfðu BMI meira en 30, sem er þýðir offita. Rúmlega 35% þeirra sem mældust of þungar höfðu missti fóstur en aðeins 21% kvenna í eðlilegri þyngd. Vísindamenn vita ekki hvað veldur að of þungar konur missa frekar fóstur. Föt Fram yfir kynlíf Fyrir flestar konur er valið á milli kyn- lífs og fatakaupa einfalt, þær velja fötin. Í könnun sem gerð var í Banda- ríkjunum kom í ljós að flestar konur væru til í að gefa kynlíf upp á bátinn í 15 mánuði fyrir fullan fataskáp af nýjum fatnaði. Um 2% aðspurðra sögðust til í að sleppa ástarleikjum í þrjú ár í skiptum fyrir nýjan klæðnað. Rúmlega 60% kvenna sögðu verra að týna uppáhaldsflík en að vera án kynlífs í mánuð. „Sumir segja að fötin skapi manninn en í sumum tilfellum getur honum hreinlega verið skipt út fyrir þau,“ sagði sjónvarpsstjarnan og stílistinn Carson Kressley þegar hann var spurður út í könnunina. 50 lífsstíll UMSjón: indíana ása hreinsdóttir indiana@dv.is 9. júlí 2010 föstudagur n Virðing Sýndu ástinni þinni með gjörðum þínum að þú virðir skoðanir hennar, áhugamál, vini, líkama og sál. Þú þarft samt ekki að vera sammála öllu sem hún segir eða gerir, komdu bara fram við hana eins og þú vilt að hún komi fram við þig. n Kynlíf já, konur elska líka kynlíf! n rómantík Prófaðu að leggja þig örlítið fram – það er þess virði. Þótt þið hafið planað DVD-kvöld er alltaf hægt að bæta smá við rómantíkina. Kveiktu á kertum og komdu fram við ástina þína eins og þið séuð nýbyrjuð saman – jafnvel þótt þið séuð gift. n Málsverður Þótt þú sért enginn meistarakokkur muntu slá í gegn ef hennar bíður heit máltíð þegar hún kemur heim eftir erfiðan dag. n samskipti Hún veit kannski að þú elskar hana en það er svo ljúft að heyra þig segja það. n hlátur Hafðu húmor fyrir sjálfum þér. Gaurar sem taka sjálfa sig of hátíðlega eru ekki skemmtilegir. n hvatning Rannsóknir segja þau hjón hamingjusömust sem hvetja hvort annað áfram í lífinu. OF þungar missa Frekar Fóstur 7 einföld atriði sem konur þarfnast Bútík-konur Þær stöllur eru með mikla og fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki sem Margrét segir gera þær sterkari saman. Mynd sigtryggur ari 1. gleymir sólgeraugunum Grettur eru ágætis líkamsrækt fyrir vöðva í andliti en eftir áratugi af geiflum - annað hvort vegna sólar eða lélegrar sjónar – verða vöðvarnir í kringum aug- un stífir og óeftirgefanlegir og hrukkurnar spretta fram. Notaðu sólgleraugu í mikilli birtu svo þú getir viðhaldið eðlilegu andlitsfalli í sem lengstan tíma. 2. Ferð förðuð í háttinn Það kemur fyrir flestar konur annað slagið að nenna ómögulega að þrífa meikið framan úr sér fyrir svefninn. Að fara stífmáluð í rúmið hefur neikvæð áhrif á húðina því fitukirtlarnir, sem mýkja og verja húðina, eru hvað virkastir á næturna en eru óstarfhæfir þegar þeir eru stútfullir af meiki. Með tímanum verður húðin þurr og bólugrafin. 3. sefur á maganum Það er ekki aðeins slæmt fyrir bakið að sofa á maganum heldur er það ekki gott fyrir húðina að vera þrýst ofan í koddann tímunum saman. Ung húð jafnar sig auðveldlega en með aldrinum verður húðin minna teygjanleg svo koddafarið getur breyst í varanlegar línur og hrukkur. 4. Forðast alla fitu Þótt enginn mæli með kleinuhringjum og löðrandi snakki í tíma og ótíma er nauðsynlegt fyrir húðina að fá fitu úr mataræðinu. Fitulagið undir húðinni ver hana og skapar það útlit sem tengt er við æsku. Ef þú leyfir þér aldrei að smakka fitu mun efsta lag húðarinnar hverfa og húðin slappast. 5. Þrífur of mikið Ekki gera of mikið af því góða. Eins nauðsynlegt og það er að þrífa húðina daglega verðurðu að gera það varlega og inn- an skynsamlegra marka. Ekki skrúbba svo harkalega að vefir skemmast. Of heitt vatn þurrk- ar húðina og sterkar sápur hafa sömu áhrif. 6. Þyngist, léttist, þyngist, léttist Ef þú ert eins og jójó þegar kem- ur að þyngd fylgir húðin eftir og teygist og skreppur saman til skiptis. Að lokum hverfur teygj- anleiki húðarinnar og við lít- um út fyrir að vera eldri en við erum og jafnvel með slappa og ójafna húð. 7. drekkur of mikið Margir sem drekka of mik- ið sofna á maganum, með meikið klesst ofan í koddann. En það er ekki allt því alka- hól eykur blóðflæði til and- litsins sem getur valdið roða og háræðaslitum sem veldur litamismun. Alkóhól þurrkar einnig húðina og gerir hana viðkvæma fyrir línum og hrukkum. 8. Blandar öllu saman Ef þú notar tóner, næturkrem, augnkrem og annað á húðina í einu skaltu vera viss um að þú sért að gera húðinni gott en ekki skaða. Sumar vörur innihalda efni sem virka neikvætt eða hætta jafnvel að virka þegar þeim er blandað saman við aðrar. Þær vörur sem eru líkleg- astar til að skemma virkni annarra vara eru þær sem innihalda efnin benzoyl peroxide, retinols, og glycol- ic acid. 9. ekki nægur svefn Á meðan við sofum endurnýjar húðin sig og losar sig við dauðar húðflögur. Ef við sofum ekki nóg missum við af þessari endurnýjun sem verður til þess að húðin verður líflaus og missir allan gljáa. 10. skokk Góðu fréttirnar eru þær að skokk eykur blóðflæðið og minnkar stress. Slæmu fréttirnar eru að þyngdarafl- ið vinnur sitt verk við hopp, skopp og skokk. Síendur- tekin hreyfing upp og niður veldur því að húðin byrj- ar fyrr að losna frá og lafa. Fæstir húðsjúkdómalæknar vilja banna konum að hlaupa en mæla með því að þær haldi sig frá öðrum neikvæðum áhrifavöldum á húðina í staðinn og að þær hefji notkun krems sem hefur áhrif á öldrun húðarinnar fyrr en aðrar. 10 ávanar sem gera þig eldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.