Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Síða 14
14 fréttir 23. júlí 2010 föstudagur
Þeir þrír þingmenn sem sögðu
tímabundið af sér þingmennsku
í kjölfar útgáfu skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis eru allir reiðu-
búnir að taka sæti á þingi á ný.
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi
viðskiptaráðherra, og Illugi Gunn-
arsson, fyrrverandi þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, bíða eftir að
rannsókn á málum þeirra ljúki. Þá
hefur Steinunn Valdís Óskarsdótt-
ir, sem sagði ótímabundið af sér
þingmennsku í maí, sótt um stöðu
bæjarstjóra á Akranesi. Steinunn
sagði af sér eftir að upp komst að
hún þáði þrettán milljónir króna
í styrki vegna prófkjörs árin 2006
og 2007. Höfðu þá mótmælendur
komið saman í nokkur skipti fyrir
utan heimili hennar.
Þingmennirnir fengu allir slæma
útreið í skýrslunni fyrir störf sín og
tengsl við atvinnulífið. Björgvin var
viðskiptaráðherra þegar bankarnir
hrundu. Í skýrslunni var hann einn
þeirra ráðherra sem voru vændir
um vanrækslu á meðan þeir voru
í embætti. Þingmannanefnd fer nú
yfir mál hans og má vænta niður-
stöðu hennar í haust. Þar kemur
fram hvort nefndin telji tilefni til
að draga fyrrverandi ráðherra fyr-
ir landsdóm. Þar kemur í ljós hvort
þeir hafi gerst sekir um brot á lög-
um um ráðherraábyrgð.
1.700 milljónir í skuld
Þingmennirnir fjórir sögðu allir af
sér með skömmu millibili eftir að
skýrslan var gefin út. Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir hefur hingað
til ein gefið út þá yfirlýsingu að hún
hyggist taka sæti aftur á þingi þegar
það komi saman í haust, á meðan
hinir bíða átekta eftir niðurstöðum
rannsókna.
Þorgerður sagði af sér þann 17.
apríl á fundi sjálfstæðismanna í
Reykjanesbæ. Þá sagðist hún hafa
vikið vegna þess að hún nyti ekki
sama trausts og áður. Best væri fyr-
ir flokkinn ef hún viki tímabundið.
RóbeRt HlynuR balduRsson
blaðamaður skrifar: rhb@dv.is
Fallnir þingmenn
boða end komu
Þeir þrír þingmenn sem sögðu af sér tímabundið í kjölfar útgáfu
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafa allir áhuga á að setj-
ast aftur á þing eftir að rannsókn á málum þeirra lýkur. Illugi
Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, von-
ast til að greitt verði úr rannsókn á Sjóði 9 sem fyrst svo hann
geti snúið aftur til starfa.
Illugi Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins:
„Erbæðimeðágætismenntunoggóðaheilsu“
Illugi Gunnarsson, fyrrverandi
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
segist reiðubúinn til að taka sæti
aftur á Alþingi þegar rannsókn lýk-
ur á peningamarkaðssjóðum bank-
anna. „Ég vonast til að greitt verði
úr þessu sem fyrst og að ég geti
snúið aftur til minna starfa,“ segir
hann.
Illugi sat í stjórn Sjóðs 9, pen-
ingamarkaðssjóðs Glitnis. Rann-
sóknarnefnd Alþingis áleit að
áhættudreifing skuldaráhættu
hans hefði verið verulega ábóta-
vant. Lánveitingar Sjóðs 9 til Glitnis
og tengdra félaga voru einnig veru-
lega umsvifamiklar. Þær vöktu að
mati nefndarinnar upp alvarlegar
spurningar um sjálfstæði félagsins
gagnvart eigendum þess.
Skilanefnd Glitnis og rannsókn-
arnefnd Alþingis vísuðu málefnum
peningamarkaðssjóða bankanna
til embættis sérstaks saksóknara
þar sem þau eru nú til rannsóknar.
Illugi segir að hann hafi hins vegar
ekki enn verið boðaður til skýrslu-
töku vegna hennar.
Því var á tímabili haldið fram
að ellefu milljarðar króna hefðu
runnið úr ríkissjóði inn í Sjóð 9.
Illugi segir að sá misskilningur hafi
nú loks verið leiðréttur í vor í svari
Steingríms J. Sigfússonar fjármála-
ráðherra á Alþingi við fyrirspurn
Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur,
þingmanns Samfylkingarinnar, um
kostnað ríkissjóðs vegna banka-
hrunsins. Þar kom fram að engin
fjárframlög hefðu farið frá ríkinu
til peningamarkaðssjóða. „Þetta er
skiljanlegt þegar skapast svona að-
stæður eins og hafa verið á Íslandi
síðustu mánuði og ár, að umræðan
geti orðið öfgakennd. Það var við
því að búast. En ég treysti því og
vona að staðreyndir málsins komi
fram fyrir rest. Í það minnsta tel ég
hvað þennan þátt málsins varðar
sögðu af sér í kjölfar rannsóknarskýrslu
Þingmennirnir,aðSteinunniValdísiÓskars-
dótturundanskilinni,fenguslæma
útreiðískýrslurannsóknarnefndar
Alþingissemvarkynntí
apríl.