Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 15
Hún sagði af sér eftir umræðu um 1.700 milljóna króna skuld félags í eigu eiginmanns hennar við Kaup- þing. Þorgerður var menntamála- ráðherra þegar bankarnir hrundu. Guðlaugur stóð af sér veðrið Auk þessa var hávær krafa uppi um að Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, myndi segja af sér vegna tuttugu og fimm milljóna króna styrkja sem hann fékk í sinn hlut í prófkjörsbaráttu. Hann ákvað, ólíkt Steinunni Val- dísi, að halda sæti sínu á þingi. Í apríl lagði Hreyfingin fram lista yfir tólf þingmenn sem hún taldi rétt að segðu af sér í ljósi niðurstöðu rannsóknarnefndar- innar. Þingmennirnir voru allir í Sjálfstæðisflokknum og Samfylk- ingunni og sátu flestir í ríkisstjórn þegar bankarnir hrundu. Níu þeirra sitja enn á þingi. Steinunn Valdís er eini þingmaðurinn sem hefur sagt af sér þingmennsku ótímabundið. föstudagur 23. júlí 2010 fréttir 15 Fallnir þingmenn boða endurkomu Á meðan menn hafa góða menntun og heilsu eru alltaf tækifæri. Illugi Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins: „Er bæði með ágætis menntun og góða heilsu“ Bíður niðurstöðu þingmannanefndar Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og þingmað- ur Samfylkingarinnar, segist verða utan þings á meðan þingmanna- nefnd vinni úr skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis á því sem snúi að störfum þeirra sem voru í ríkisstjórn á tímum bankahrunsins og mögu- legri ráðherraábyrgð. „Þannig að staða mín er óbreytt. Mín staða skýr- ist þegar þingmannanefndin hefur lokið sínum störfum,“ segir Björgvin en ætla má að nefndin skili niður- stöðu um störf ráðherrans fyrrver- andi nú í haust. Að öðru leyti vísar Björgvin í þá yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðl- um þegar hann sagði af sér þann 16. apríl og þær ástæður sem hann gaf upp fyrir afsögninni þar. Þá sagði Björgvin að vera hans á Alþingi gæti truflað störf þingmannanefndarinn- ar. Því hefði honum þótt rétt að víkja. Í orðum Björgvins nú kemur hins vegar skýrt fram að hann gerir ráð fyrir að vera utan þings á meðan þingmannanefndin vinni úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Komi já- kvæð niðurstaða út úr þeirri vinnu í haust má því áætla að Björgvin íhugi alvarlega að taka aftur sæti á Alþingi. Áður hefur DV greint frá því að Björgvin telji sig hafa verið svikinn af forystu Samfylkingarinnar. Þar hafi verið lagt að honum að segja af sér. Björgvin hafi verið látinn taka á sig höggið vegna bankahrunsins, hann sé nú tekjulaus og smáður. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar: Tekst á við annað „Þetta var orðið ágætt. Það var kominn tími til þess að takast á við annað í lífinu,“ segir Steinunn Val- dís Óskarsdóttir, fyrrverandi þing- maður Samfylkingarinnar. Steinunn Valdís sagði af sér þingmennsku í lok maí. Þar með lauk þátttöku hennar í íslensk- um stjórnmálum í bili eftir að hún hafði verið virkur þátttakandi í þeim í um sextán ár. Pólitískur fer- ill hennar hófst þegar hún tók sæti í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1994. Árið 2004 varð hún borgar- stjóri í Reykjavík og gegndi þeirri stöðu fram til ársins 2006. Árið 2007 var hún kjörin á þing fyrir Samfylkinguna. Steinunn Valdís segist hafa notið þess að vera með fjölskyld- unni frá því hún hætti á Alþingi. Hún hafi meðal annars getað sinnt viðhaldi á húsi sínu og garð- inum heima hjá sér. Hún segist hafa gengið frá skrifstofunni sinni og pakkað saman í kassa eftir að hún hætti. Hún segir að þar hafi ýmis legt safnast fyrir eins og bú- ast megi við eftir sextán ára stjórn- málaþátttöku. Hún er nú meðal umsækjenda um bæjarstjórastól- inn á Akranesi. Búast má við því að ákvörðun um hver verði ráðinn bæjarstjóri liggi fyrir í byrjun ág- úst. Steinunn segir það hafa verið viðbrigði að hætta í annasömu starfi. Þegar hún er spurð út í það hvort hún hafi eitthvað á prjón- unum fyrir næsta haust annað en umsóknina um stöðu bæjarstjóra segir Steinunn svo ekki vera. Hún segir ekki koma til greina í augna- blikinu að snúa aftur í stjórnmálin. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskipta- ráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrr- verandi varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, hefur boðað að hún hyggist taka sæti aftur á þingi í haust. Í viðtali við Pressuna í byrjun þessa mánaðar sagðist Þorgerður gera sér grein fyr- ir því að ákvörðunin gæti mætt and- stöðu. „Já, ég geri ráð fyrir því að taka sæti á þingi eftir sumarið, þegar þing- nefndin sem hefur rannsóknarskýrsl- una til umfjöllunar lýkur sinni vinnu. Ég vildi stíga til hliðar og veita þing- nefndinni þetta svigrúm. Ég var ekki með þessa háu styrki sem hlaupa á tugum milljóna,“ sagði Þorgerður. Félag í eigu Kristjáns Arasonar eiginmanns Þorgerðar, Sjö hægri ehf, hafði fengið um 1.700 milljóna króna lánafyrirgreiðslu hjá Kaup- þingi. Kristján starfaði þar sem fram- kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í júní var ályktað að þeir sem hefðu hlotið óeðlilega háa prófkjörsstyrki eða lánafyrirgreiðslur skyldu endur- meta stöðu sína. Þar var sérstaklega vísað til Guðlaugs Þórs Þórðarson- ar og Gísla Marteins Baldurssonar. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu við gerð fréttarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Tekur sæti á þingi í haust að það sé búið að koma honum til skila af hálfu fjármálaráðu- neytisins,“ segir hann. Illugi segir að staða hans sé óbreytt að öðru leyti. „Ég hef lit- ið svo á að á meðan sú staða sé uppi að það leiki einhver vafi á að lög hafi verið brotin af stjórn sem ég sat í sé siðferðislega rétt að taka hlé frá þingstörfum.“ Illugi vill ekki ræða um hvað hann hafi haft fyrir stafni frá því hann sagði af sér þingmennsku tímabundið. „Ég er bæði með ágætis menntun og góða heilsu. Það er alveg nóg að gera en ég ætla ekkert að fara nánar út í það en akkúrat þetta. Á meðan menn hafa góða menntun og heilsu eru alltaf tækifæri,“ segir Illugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.