Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Qupperneq 18
18 fréttir 23. júlí 2010 föstudagur NýleNda fimm þúsuNd ÍsleNdiNga Það veit kannski enginn af hverju svona gerist, en það gerist bara. Á síðastliðnum árum hefur mynd- ast eins konar Íslendinganýlenda á hinni svokölluðu hvítu strönd Spánar eða Costa Blanca, eins og hún heitir á máli heimamanna. Gjarna gengur þessi Íslendinganýlenda sem ég kýs að kalla svo, undir nafninu Torrevieja eða kannski frekar Torrevieja-svæðið á suðausturströnd Spánar. Söguna má rekja aftur til ársins 1987 þegar íslensku frumbyggjarn- ir voru að velja sér orlofshús fyrir stéttarfélög og önnur félagasamtök. Smám saman varð svæðið þekktara og árið 1989 var stofnað félag, Félag húseigenda á Spáni, öflugt félag sem hafði það meginhlutverk að semja um hagstæð flugfargjöld til Alicante og er svo enn. Smátt og smátt varð Torrevieja-svæðið þekktara og nú liggur nærri að um 5.000 Íslending- ar tengist svæðinu á einn eða annan hátt sem er á við sæmilegt sveitarfé- lag á Íslandi. Hagstæðara að búa á Spáni Íslendingarnir dreifast gróft séð á þrjú sveitarfélög, La Marina, Torrevi- eja og síðan Orihuela Costa. Þessi sveitarfélög eru ekki fjarri hvert öðru og raunar liggja Torrevieja og Orihu- ela Costa saman og sumir vita í raun ekki í hvoru sveitarfélaginu þeir eru. Þú gengur yfir götu og þá ertu kom- inn í annað sveitarfélag. En hvað er það sem fólk er að sækjast eftir? Hvað veldur því að þús- undir Íslendinga ýmist eiga þarna hús eða vilja leigja þarna hús? Eðlilega eru margvísleg svör við þessu, og þó. Fyrir það fyrsta er þetta svæði eitt það þurrasta í Evrópu og fjölmargir koma þarna vegna veðr- áttunnar. Að geta farið í frí og verið nokkuð öruggt um gott veður í frí- inu dregur fólk einnig þangað. Verð- lagið er almennt lægra en á Íslandi þó dregið hafi saman eftir hrun ís- lensku krónunnar. Fólk sem á við vissa sjúkdóma að stríða sækir á þetta svæði. Má hér nefna fólk með verkjasjúkdóma í stoðkerfi eins og gigtarsjúklinga, fólk með öndunar- færasjúkdóma og síðast en ekki síst húðsjúkdóma. Á Torrevieja-svæðinu er fjöldi saltvatna sem þykja mikil heilsubót fyrir þetta fólk. Fólk sækir í þessi saltvötn, þvær sér upp úr leir úr jurtaleifum sem eru á boti þessara vatna og fær margt hvert bót meina sinna. Þá má nefna eldri borgara. Þeir ná endum saman af sínum lífeyri með því að vera þarna auk þess sem fjöldi hittinga er á staðnum þannig að félagsskapur er meiri en væri það heima á Íslandi. Þannig keppa menn í minigolfi allan ársins hring undir beru lofti, bridge og vist spila menn og þá hefur verið boðið upp á spænskukennslu, gönguklúbba og margt fleira. Sumir mæta alltaf, aðr- ir þegar þeim hentar. Sumir sjaldan. Útivistin er rauði þráðurinn í búset- unni á Spáni. Félag húseigenda á Spáni er með starfsmann á Torrevieja-svæðinu sem sinnir ýmsum verkefnum sem upp koma hjá Íslendingum, hvort sem það er að fylgja fólki til læknis eða eiga við hið opinbera en nokkurt skrifræði fylgir því að vera á Spáni, ekki síst þegar fólk kaupir þar fast- eignir. Aðstoðar Íslendinga í vanda Sveinn Arnar Nikulásson er starfs- maður Félags húseigenda á Spáni. Hann er 46 ára, fæddur og uppalinn í Fram-hverfinu í Reykjavík og því verið Framari alla sína tíð. Sveinn hefur búið á Spáni í tæp 11 ár. Bjó hann fyrstu dagana í Barcelona, þá Alicante í tæp tvö ár, en hefur síð- ustu 9 árin búið á Torrevieja-svæð- inu. Hvers vegna Spánn? „Eigum við ekki að segja að útþráin hafi ráðið því að ég ákvað að prófa að búa er- lendis og úr því ég væri að því á ann- að borð þá vildi ég allt eins komast í almennilegt loftslag,“ segir Sveinn og það er ekki annað að sjá en að hann sé alsæll á svæðinu. „Á þess- um tíma, um 1999, var ég einhleyp- ur og ákvað að láta vaða. Ég fór fyrst til Barcelona, þeirrar fallegu borg- ar, en við það að þekkja engan fann ég mig svolítið einangraðan í þess- ari erlendu stórborg,“ segir Sveinn. „Ég þekkti hins vegar íslenska konu í Alicante sem var með íbúð til leigu, setti mig í samband við hana og þá fór boltinn að rúlla og þarna fann ég mig. Ég bjó í elsta hluta borgar- innar og keypti mér skellinöðru til að komast á milli staða því fátt var um laus bílastæði í miðborginni. Í tvö ár umgekkst ég nánast eingöngu Spánverja og það varð til þess að ég varð að notast við mína frumstæðu spænsku, sem ég var byrjaður að læra,“ segir hann. Það átti síðan eftir að koma sér vel þegar Sveinn sótti um starf hjá Félagi húseigenda á Spáni. „Fyrst fékk ég reyndar vinnu á trygginga- miðlunarskrifstofu í Torrevieja en síðan var auglýst starf hjá Félagi húseigenda. Sótti ég um og félags- menn sem voru úti á Spáni kusu á milli umsækjenda. Og ég var sem sagt ráðinn 15. október 2003 og hef verið í þessu starfi ásamt öðru síð- an,“ segir Sveinn sem lætur afar vel af sér. Segir hann Spán meðal ann- ars vera gósenland fyrir fornbílaá- hugamenn. „Hér er ekki saltpækill- inn á götunum, sem eyðileggur bíla á örfáum árum. Því er hægt að finna óryðgaða frábæra gamla bíla fyrir hóflegan pening,“ segir Sveinn sem fyrir rúmum tveimur árum keypti sér forláta Mercedes Benz, þá 16 ára gamlan, sem lítur út eins og nýr. Raunar á Sveinn annan ennþá eldri Benz, enda mikill áhugamður um vandaða bíla. Kjarkað að búa á Spáni og kunna aðeins íslensku En hvað segir starfsmaðurinn um Íslendingana á svæðinu? Eru þeir ánægðir með veru sína á þessu svæði? „Meðan ástandið var „eðli- legt“ var fólk almennt mjög ánægt en eftir hrun krónunnar fór eðlilega að bera á peningavandamálum. Stærsti hlutinn er þó ánægður og hefur ver- ið hér árum saman og það segir sína sögu. Hrunið skekkir nokkuð mynd- ina. Fólk var að sækja í lægra verðlag og gott veður. Ennþá er þó ódýrara að lifa hér en á Íslandi. En það verður að viðurkennast að allnokkrir hafa gef- ist upp og þá aðallega vegna geng- ishruns krónunnar og töluverðrar hækkunar á flugfargjöldum síðustu ár,“ segir Sveinn íhugull. „En ef ég reyni að átta mig því á hvað það er sem Íslendingar kvarta mest yfir þá er það til dæm- is skrifræðið á Spáni. Hjá hinu op- inbera talar fólk yfirleitt aðeins spænsku og því eru margir háðir túlki,“ segir Sveinn, en bendir á að einstaka lögreglustöðvar (Guardia Civil) séu með enskumælandi túlk á virkum dögum, gjarna milli 9.00 og 15.00. „Auk þess er fyrirkomulagið hjá mörgum stofnunum öðruvísi en á Íslandi. Til dæmis er rafmagnsveit- an ekki með gjaldkera til að taka við greiðslu reikninga, hafi greiðsla frá greiðsluþjónustu bankans farist fyrir. Þess í stað þarf að leggja inn greiðslu í völdum bönkum, sem einungis taka við greiðslu tvo daga í viku og þá milli klukkan hálf níu og tíu. Reyndar má greiða reikningana í hraðbönkum, en það er ekki á færi þeirra sem eru því óvanir. Í þessu héraði, Alicante- héraði, er til dæmis aðeins ein um- ferðarstofa sem þjónar 1,9 milljón íbúa, sem er sex sinnum fleiri en öll íslenska þjóðin. Hér er því biðraða- menning á háu stigi, með örfáum undantekningum þó,“ segir Sveinn. Hann segir að Spánn sé alls ekki fyrir alla. „Sumir sjá eintóma sælu, aðrir finna að þetta er ekki fyrir þá en það er bara eins og með alla hluti,“ segir hann og bætir við: „Mér finnst hins vegar merkilegt hversu marg- ir Íslendingar eru hér sem aðeins tala íslensku en gengur furðu vel að bjarga sér með íslenskuna eina að vopni. Þetta myndi ég segja að væri kjarkað fólk.“ Sumir höndla ekki áfengið Áfengi er óvíða ódýrara en á Spáni. Sveinn segir að það þoli því miður ekki allir. „Nei því miður er alltaf einn og einn sem ekki ræður við áfengið og ég hef þurft að aðstoða fólk hér á svæðinu sem var að drekka sig í hel. Það er skelfilegt að horfa upp á það,“ segir Sveinn. En það koma ekki allir til að slaka á og stunda strandlíf og slökun. Nokkuð er um Íslendinga sem hafa flust búferlum frá Íslandi í atvinnu- leit og hafa sumir stofnað eigin fyrir- tæki af ýmsu tagi á Torrevieja-svæð- inu. Sumum gengur vel öðrum síður eins og ávallt er. Nokkuð er um að menn stofni matsölustaði og vafalít- ið er Caruso með þeim þekktari. Aðr- ir opna bari, enn aðrir fara í múrverk, flísalagnir eða stofna jafnvel fast- eignasölur. Opnaði pylsuvagn á Spáni Þórarinn Hávarðarson er einn þeirra sem keypti fyrir skemmstu pylsu- og veitingavagn og hefur sett upp á svæðinu. Hann lætur vel af starfseminni og segir að móttökurn- ar hafi verið frábærar. „Við hjónin ákáðum að reyna fyrir okkur hér í Íslendingabyggðum á Torrevieja- svæðinu og höfum ekki orðið fyrir vonbrigðum,“ segir Þórarinn. „Við þurftum að eyða nokkrum tíma til að finna „réttu“ pylsurnar og þróa réttu hamborgarana en eftir það hefur þetta gengið vonum framar,“ segir Þórarinn og býður blaðamanni upp á Volcano Special sem er ham- borgari sem þýða mætti „Sérstaka eldfjallið“. En það gerist fleira á Torrevieja- svæðinu en margan grunar. Þetta er líka staður fyrir ástina að blómstra. Fundu ástina á Spáni Fyrir skömmu gengu þau Sísí og Rod í heilagt hjónaband eft- ir að hafa fundið ástina á Torrevi- eja-svæðinu. Það var fyrir tveimur árum að þau sáust fyrst, þau Sig- ríður Sísí Kristjánsdóttir frá Bíldu- dal og Rodney Alfred Kristjáns-Ho- well frá Kent í Englandi í vinaboði á veitingastaðnum Waldimar’s í hverfi sem kallað er La Florida. Nú, tveimur árum síðar, eru þau gift. Gengu í það heilaga í júní og eru því hjón í dag, eiga heimili í þrem- ur löndum en aðalheimili þeirra er í Torrevieja. Sigríður Sísí eða Sísí eins og hún er oftast kölluð er frá Bíldudal og kom upphaflega til Spánar sér til heilsubótar en hún er gigtarsjúk- lingur og varð að hætta störfum vegna þess, en hún hafði starfað við matseld og verslunarrekstur. Hún segir það hafa verið mikið áfall að Sigurður þ. rAgnArSSOn Veðurfræðingur og blaðamaður skrifar Torrevieja-svæðið á Spáni er vinsælt á meðal Íslendinga sem eru löngu orðnir rótgrónir þar. Sumir finna ástina, aðrir heilsuna og enn aðrir vinnu. DV brá sér á þessar slóðir. Sigurður þ. ragnarsson ræddi við nokkra þeirra sem búa í nýlend- unni í suðri. þórarinn og Lára Reka pylsu- og veitingavagn á svæðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.