Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Side 19
föstudagur 23. júlí 2010 fréttir 19 NýleNda fimm þúsuNd ÍsleNdiNga hætta að vinna og fór upphaflega til Torrevieja til komast í hitann enda líður henni mun betur í skrokkn- um í hitanum. Hún stundar auk þess saltvötnin og notar leirinn til að líða betur. Sísí varð ekkja fyrir 10 árum og var ekki í þeim hugleið- ingum að stofna til ástarsambands. „Nei ég var sko ekkert að hugsa um hjónaband segir hún en svona er lífið óútreiknanlegt,“ segir hún og hlær. Hún kom til Torrevieja fyr- ir fjórum árum og valdi þann stað vegna þess að þar átti hún kunn- ingja og ílentist þar. Hittust á Waldimarsbar Rodney Alfred Kristjáns-Howell bjó í Kent í Englandi og var nýlega fráskil- inn þegar hann ákvað fyrir sex árum að prófa að starfa og búa á Spáni þar sem margir kunningjar hans bjuggu. Hann réð sig til starfa hjá fyrirtæki með starfsemi í Torrevieja en staldr- aði stutt við þar því fátt stóðst af því sem lofað hafði verið. Rod hélt því áfram fyrri störfum sínum sem við- skiptastjóri hjá innflutningsfyrirtæki í London en kemur til Torrevieja um helgar, þar sem flugmiði milli Lond- on og Spánar kostar á við strætómiða á Íslandi. „Það var eins og við ættum að vera saman,“ segir Rod. Á veitinga- staðnum Waldimar’s var Sísí stödd ásamt enskum vinum sínum þeg- ar Rod kom að og bauð hún hon- um sæti sér við hlið. „Og það varð ekki aftur snúið,“ segir Sísí með sín- um smitandi hlátri. Rod vill meina að þetta hafi verið ást við fyrstu sín. „Já það fór einhver straumur um mig þegar ég hitti hana,“ segir hann bros- andi. Brúðkaup í tveimur löndum Brúðkaupið héldu þau í tveimur löndum. Fyrst voru þau gefin sam- an í Lágafellskirkju þann 12. júní og þar voru börn þeirra, fjölskyldur og vinir á Íslandi samankomin. Önnur athöfn var síðan haldin í Spíritista- kirkjunni á Torrevieja-svæðinu, The Baker Foundation. Þar voru sam- ankomnir samferðamenn og vinir þeirra á Spáni og var síðan fagnað fram á rauða nótt á Waldimar’s - þar sem þessir örlagaríku atburðir áttu sér stað tveimur árum fyrr. „Ég átti nú alls ekki von á að giftast á þessum aldri og hvað þá á Spáni,“ segir Sísí sem er 54 ára en Rod er 62. Þau eiga samanlagt fimm börn og níu barnabörn sem samgleðjast þeim nýgiftu í hvívetna. „ Ég man að ég var mjög feiminn þegar ég sá hana fyrst,“ segir Rod. „Mér leist hinsvegar vel á ljóshærðu, glaðværu konuna frá Íslandi.“ Þau áttu sitt fyrsta stefnumót skömmu síðar og innan árs voru þau trúlofuð. Þau hjón eru bæði einskonar miðlar. Sísí hefur spámiðlahæfileika sem hún vill reyndar sem minnst gera úr. En tilfellið er að hún hef- ur hæfileika sem ekki allir hafa, að sjá inn í framtíðina. „Jú það er víst rétt. Ég hef verið svona frá því ég var krakki. Sá fólk sem aðrir sáu ekki og það er eins og það sé hvíslað að mér hlutum sem tengjast framtíð fólks,“ segir Sísí. Rod hefur einnig miðils- hæfileika. Hann fær einskonar skila- boð að handan frá fólki sem er farið. Þau eru bæði ákaflega hugsandi hjón og velta tilurðinni fyrir sér og tilgangi lífsins. Rod hefur komið til Íslands og vonast til að geta ferðast víða um landið. „Ég er sérstaklega hrifinn af íslenska matnum, heitu laugunum og hverunum. Það er virkilega gott bragð af íslenska matnum ólíkt hin- um breska,“ segir Rod. Sísí hlakkar til að sýna eigin- manni sínum fegurð landsins og er staðráðin í að sýna honum Vestfirði við fyrsta tækifæri, en þau áforma að eyða hluta af sumrinu á Íslandi. Hit- inn á Spáni seinni hluta sumars er of hár að þeirra mati. Við kveðjum hin nýgiftu á tröpp- unum að húsi þeirra á Spáni - já æv- intýrin gerast enn... En sumir fara ekki á Torrevieja- svæðið til að starfa eða giftast held- ur aðeins til að njóta veðurblíðunnar Hlutirnir ganga hægt á Spáni Hjónin Kristín Breiðfjörð og Haukur Gíslason frá Selfossi hafa átt sitt ann- að heimili á Spáni í þrjú ár. Þau eiga hús ásamt fleirum í hverfi sem kall- ast Las Mimosas „Við komum fyrst til Spánar 1977 og þá var nú ann- ar bragur á öllu enda einræðisherr- ann Franco nýlega fallinn frá. Núna finnst manni allt vera nútímalegra en ennþá er mikill hægagangur á hlut- unum, öðruvísi en er hérna heima. Það þýðir ekkert stress á Spáni, hlut- irnir verða að hafa sinn (hæga)gang en maður veit bara af því og gerir sér ekki rellu útaf hlutunum,“ segir Krist- ín sem dvaldi á Spáni í sex vikur í sumar. Hún talar smávegis spænsku og hefur lagt sig fram um að geta bjargað sér á tungumálinu en Hauk- ur grípur til enskunnar í samræðum við innfædda. Haukur er mikill golfáhugamað- ur en þetta sumarið átti HM í knatt- spyrnu hug hans allan. „Það er mjög gaman að fylgjast með boltanum hér, bæði heima við og á börunum,“ segir Haukur en þar sem þau búa er teng- ing við gervihnött þar sem hægt var að fylgjast með HM. Ferðast og fara í messur Þau hjónin sækjast fyrst og fremst eftir slökun þegar þau dvelja á Spáni. Þau segja að enn sé hagstæðara að kaupa í matinn þar en á Íslandi, þrátt fyrir allt sem á undan er geng- ið. Haukur sem er organisti á Stokks- eyri og Eyrarbakka hefur sótt messur á Spáni og haft gaman af og jafnan er frúin með í för. Einnig hafa þau ferðast töluvert í nágrenninu, hafa gaman af að fara í skoðunarferðir í smærri þorp og bæi. Dætur þeirra þrjár hafa komið í heimsókn til þeirra til Spánar en þyk- ir foreldrarnir eigi að nýta Spánar- ferðirnar til afslöppunar og hvíldar. Þau segjast breyta ósjálfrátt um mat- aræði, þau bæði borða minna og létt- ara fæði og eins séu þau mun meira utan dyra en á Íslandi. „Það var ekkert planað að eign- ast fasteign í útlöndum, þetta bara gerðist einhvern veginn og eftir á að hyggja er þetta ákaflega notalegt að eiga hreiður hér á Spáni og geta farið og verið öruggur með gott veður. Það er yndislegt,“ segir Haukur að lok- um, alsæll í sólinni á Spáni um leið og hann segist þess fullviss að Spánn verði heimsmeistarar „finn það á mér“ segir hann. Í tvö ár um-gekkst ég nánast eingöngu Spánverja og það varð til þess að ég varð að notast við mína frumstæðu spænsku, sem ég var byrjaður að læra. Haukur Gíslason og Kristín Breiðfjörð Hafa átt sitt annað heimili á Spáni í þrjú ár. Úr brúðkaupi Sísíar og Rods „Ég átti nú alls ekki von á að giftast á þessum aldri og hvað þá á Spáni.“ Leirböð Eru vinsæl á meðal Íslendinganna. Sveinn Arnar Nikulásson Starfsmaður Félags húseigenda á Spáni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.