Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Síða 20
20 fréttir 23. júlí 2010 föstudagur Ríkið gRípi inn í stöRf skilanefnda Tugir manna eru enn að störfum fyrir hverja og eina af skilanefndum gömlu viðskiptabankanna þriggja, Landsbankans, Kaupþings og Glitnis. Ætla má að þeir séu á milli tvö og þrjú hundruð í heild þegar starfsmenn utan landsteinanna eru taldir með. Starfsfólki skilanefnd- anna var fjölgað mikið í fyrra. Hef- ur lítil sem engin breyting orðið á starfsmannafjölda skilanefndanna á þessu ári. Enn liggur engin tímaáætlun fyrir um hvenær nefndirnar verði leystar upp þrátt fyrir að rúmt ár sé liðið frá því að slitastjórnir voru settar yfir bankana. Kostnaður vegna starfa skilanefndar Kaup- þings var um fjórir milljarðar króna í fyrra. Þar af voru þrettán pró- sent laun, eða sex hundruð millj- ónir króna. Stærstur hluti kostn- aðar skilanefndarinnar var vegna erlendrar ráðgjafar. Heildarkostn- aður við rekstur slitastjórna og skilanefnda bankanna á síðasta ári var 19,8 milljarðar króna. Um hundrað manns störfuðu hjá skilanefndinni í lok árs 2009 en þeir voru aðeins tuttugu í upp- hafi þess. Því má áætla að meðal- launakostnaður hvers starfsmanns nefndarinnar á mánuði hafi ver- ið hálf milljón króna. Þá eru laun starfsmannanna mjög varlega áætl- uð, í ljósi þess hversu miklu færri þeir voru í upphafi árs. Enn starfa hundrað manns fyrir bankann. Fá milljónir á mánuði Meginhlutverk skilanefndanna á að vera að hámarka virði eigna bank- anna. Laun þeirra voru í upphafi greidd af ríkinu en falla nú á þrota- bú bankanna. Mánuðir eru liðn- ir frá því að slitastjórnir bankanna kynntu helstu kröfur í bú þeirra. Ekkert bólar á því hins vegar að skilanefndirnar ljúki störfum. Margir af starfsmönnum skila- nefndanna störfuðu fyrir þessa sömu banka fyrir hrun. Þegar Fjár- málaeftirlitið setti skilanefndir yfir rekstur bankanna var stór hluti af skilanefndarmönnunum hand- valinn úr stjórnendahópi gömlu bankanna. Þegar þessir einstakl- ingar voru settir af eða hættu vegna óheppilegrar umræðu um hags- munaárekstra þeirra voru þeir flest- ir hverjir endurráðnir. Þessir ein- staklingar voru síðan flestir hverjir ráðnir sem ráðgjafar skilanefnd- anna eða yfir til nýju bankanna þeg- ar umræða hófst um hæfi þeirra. Fjármáleftirlitið hefur vikið þó nokkrum úr skilanefndum bank- anna vegna hagsmunatengsla þeirra við þá vegna fyrri starfa. Flestir þeirra tóku skömmu síðar til starfa sem starfsmenn nefndanna og eru þar enn. Meðal þeirra er Kristján Óskarsson sem var gerður að framkvæmdastjóra skilanefnd- arinnar eftir að Fjármálaeftirlitið gerði kröfu um að hann viki í ágúst í fyrra. Kristján starfar enn sem fram- kvæmdastjóri skilanefndarinnar. Starfsmenn skilanefndanna hafa margir hverjir starfað sem verk- takar. Skilanefndarmennirnir sjálfir hafa þegið átján til tuttugu og fimm þúsund krónur á klukkustund fyrir vinnu sína. DV hefur áður greint frá því að skilanefndarmennirnir geti fengið þrjár til fimm milljónir króna á mánuði fyrir sitt vinnuframlag sé miðað við 160 til 170 klukkustunda vinnu í mánuði. Kostnaður vegna starfs skilanefndanna það sem af er þessu ári liggur ekki fyrir en verður væntanlega kynntur í lok ágúst. Féð rennur ekki beint í vasa þeirra sem sitja í slitastjórnum og skilanefndum bankanna heldur fá þeir oftast greitt fyrir sérfræðistörf í gegnum félög í þeirra eigu, eins og lögfræðistofa og endurskoðenda- fyrirtækja. Rannsóknarnefnd sett á fót Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu fyrir Al- þingi, þegar það kemur saman í haust, um að sett verði á fót rann- sóknarnefnd til að fara yfir störf skilanefndanna. Þar verði horft til starfa rannsóknarnefndar Alþing- is sem fordæmis. Þá boðaði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar- innar, í júní að hann hygðist gera sitt til að leggja skilanefndirnar nið- ur. Slitastjórnirnar gætu tekið við hlutverki skilanefndanna. Í apríl sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra að brýnt væri að gagnsæi væri í störfum skilanefnda bakanna. Þær störfuðu oft á gráu svæði og að laun skila- nefndarmanna væru há. Hún sagði að þær ættu ekki að vera við lýði deginum lengur en nauðsynlegt væri. Jóhanna sparaði ekki stóru orðin en þrátt fyrir það leit engin til- laga ljós af hálfu stjórnarflokkanna um breytingar á störfum skila- nefndanna á Alþingi í vetur. Hlutverkið skýrt í lögum Engin skilanefndanna þriggja gat lagt fram áætlun um hvenær þær myndu ljúka störfum þegar DV leit- aði svara þar að lútandi. Slíkt sé háð framvindu þess hvernig náist að vinna úr eignasafni bankans. Skila- nefndirnar geta því verið að störf- um til einhverra ára fari kröfuhafar bankanna ekki fram á annað. Vigdís segir að hlutverk skila- nefndanna hafi verið skýrt í lögum. Þær hafi farið inn í fjármálafyrir- tækin til að taka þau yfir og sjá um daglega stjórn þeirra. „Raunveru- lega er þeirra störfum lokið sam- kvæmt lögum því að slitastjórnirnar hafa verið skipaðar inn í hvern ein- asta banka fyrir löngu. Það ætti að vera forgangsverkefni að leggja þær niður,“ segir Vigdís. Vígdís segir það velta á vilja stjórnvalda hvenær skilanefndirn- ar verði lagðar af. Hún segist stefna að því, nái þingsályktunartillögur hennar og Helga fram að ganga, að skilanefndirnar heyri vonandi sög- unni til fyrir árslok. „Það er þjóð- hagslega óhagkvæmt að hafa þær þarna þrátt fyrir að erlendir kröfu- hafar borgi kostnaðinn að megin- Enn starfa tugir manna fyrir hverja og eina af skilanefndum gömlu við- skiptabankanna þriggja þótt tvö ár séu að verða liðin frá hruni þeirra. Engin áform liggja fyrir um hvenær skila- nefndirnar verða leystar upp. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins, segir skilanefndirnar vera hálfgert „ríki í ríkinu“. RóbeRt HlynuR balduRsson blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Þá erum við farin að tala um að þær séu ríki í ríkinu sem lúti eng- um reglum samkvæmt íslenskri lögsögu. Kostuðu tuttugu milljarða Heildarkostnaðurvegnarekstursogstarfaskila- nefndaogslitastjórnagömluviðskiptabankannavarumtuttugumilljarðarífyrra. Skilanefndarmennhafatekiðalltaðtuttuguogfimmþúsundkrónurátímannfyrir vinnusína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.