Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Side 27
„Ég bara hef ekki skoðun á því.“
TeiTur Hafþórsson
28 ára bílstjóri
„já, mér finnst það.“
María sigurðardóTTir
36 ára starfar erlendis
„að sjálfsögðu. Viljum við ekki öll veiða
rækju?“
Baldur Björnsson
19 ára nemi
„já, ég styð það alveg heilshugar.“
svavar sMárason
42 ára, Hlöllakallinn
„Ég hef ekki kynnt mér þetta nægilega
til að geta varað þessu með ábyrgum
hætti.“
þórdís elva BacHMan
29 ára leikskáld
Viltu að rækjuVeiðar Verði gefnar frjálsar?
nonni QuesT
hársnyrtir safnar nú afklipptu hári til
að aðstoða við hreinsun vegna
olíulekans í mexíkóflóa. nóg er til af
hári en það vantar hjálp við að koma
því út.
Hárið bjargar
Heiminum
Í fyrsta sinn í nútímasögu eru fleiri
milljarðamæringar í Asíu en í Evr-
ópu. Hryðjuverkin, fjármálakrepp-
an, slakt gengi Evrópu á HM; Allt
eru þetta vísbendingar um að
þungamiðja heimsins sé að færast
austur. Á G20-fundinum í Toronto
reyna hvítir menn (þó með Obama
í broddi fylkingar) að fá Kínverja til
að hækka gengi yuansins, en viður-
kenna þó að það sé of seint að segja
þeim að gera eitt eða neitt. Nú eru
það þeir sem ráða ferðinni.
Jafnvel á Íslandi sjáum við merki
um þessa þróun. Kínverjar eru hér
með stærsta sendiráðið og veita
stærstu lánin. Að mörgu leyti eru
þeir nú í sömu stöðu og Bandaríkin
voru í eftir stríð, geta keypt sér vini
ódýrt á meðan Evrópa liggur í mol-
um.
evrópa fallin, norðurlönd rísa
Það eru þó ekki allir Evrópubú-
ar jafn illa staddir. Skandínavar
pluma sig almennt vel og engir bet-
ur en Norðmenn. Þetta hefur einn-
ig sína galla. Af tíu dýrustu borgum
í heimi eru fjórar í Japan en þrjár,
Ósló, Kaupmannahöfn og olíubær-
inn Stafangur, eru á Norðurlönd-
unum. Ósló var í 8. sæti í fyrra, en
hefur nú færst upp í annað sætið
þar sem aðgerðir stjórnvalda þar í
bæ styrktu krónuna.
Reykjavík var eitt sinn hátt á slík-
um listum, en sést þar varla leng-
ur. Þetta ættu að vera góðar fréttir
fyrir Reykvíkinga, eða hvað? Varla.
Ástæða þess að Reykjavík telst nú
ódýrari er eingöngu vegna gengis-
breytinga, ekki vegna verðlækkana.
Verð hefur þvert á móti hækkað og
það hefur aldrei verið dýrara fyrir
innfædda að búa þar.
ódýrt en samt dýrt
Ástæðan fyrir þessu er einföld. Hún
felst í skorti á samkeppni. Þetta er
ástæðan fyrir því að allt hækk-
ar í hvert sinn sem krónan veikist
en lækkar síðan aldrei þegar hún
styrkist á ný. En þetta sést einnig
víðar.
Margir Íslendingar sem koma
heim frá Tókíó, sem löngum hefur
verið þekkt sem ein dýrasta borg
í heimi, segja að þeim finnist ekki
svo dýrt þar. Samkvæmt stuðli ESA
kostar meðalmáltíð þar á veitinga-
stað eitthvað um 17 dollara, eða í
kringum 2.000 krónur. Þetta finnst
meðal Íslendingi ekkert átakanlega
dýrt.
Vandamálið við meðaltöl er það
að á Íslandi eru frávikin sárafá.
Meðalverðið á hádegismat er ein-
mitt eitthvað í kringum 2.000 krón-
ur, og það er erfitt að finna eitthvað
sem er mikið ódýrara, að minnsta
kosti fyrir neðan 1.500. Það sama
gildir um bjór, og þó að Bónus og
Krónan séu ódýrari en aðrar mat-
vörubúðir eru þær samt dýrar. Jafn-
vel í Ósló er hægt að fara í innflytj-
endahverfi eins og Grönland, eða í
stúdentahverfi eins og Bislett, þar
sem allt er mun ódýrara en á aðal-
götunni Karl-Johann.
einn verðflokkur á íslandi
Á Íslandi er aðeins einn verðflokk-
ur, og hann er dýr. Reykjavík hefur
kannski ekki dýrustu veitingastaði
í heimi, en bilið á milli hinna dýr-
ustu og ódýrustu er sáralítið, tvöfalt
eða þrefalt í mesta lagi. Því er ekki
að undra að það séu fyrst og fremst
útlendingar sem fylla veitingahús-
in á sumrin.
Hitt vandamálið okkar er það
að við erum föst á eyju, og því er
ekki hægt að fara neitt annað að
versla. Norðmennirnir fara yfir til
Svíþjóðar, Svíarnir til Þýskalands
og Þjóðverjarnir til Póllands. Við
eyjarskeggjar búum ekki við slík-
an munað, því verðum við að bæta
okkur það upp með ströngum sam-
keppnisreglum. En þar sem við
höfum þær ekki er Reykjavík líklega
enn ein dýrasta borg í heimi til að
búa í. Að minnsta kosti ef maður er
á íslenskum launum.
Dýrasta borg í heimi
myndin
Hver er maðurinn?
„nonni Quest, eigandi hárgreiðslustof-
unnar krista/Quest í kringlunni.“
Hvar ertu uppalinn?
„í reykjavík.“
Hvað drífur þig áfram?
„Það er bara vinnan sem er mitt áhuga-
mál. Það eru ekki margir sem njóta þeirra
forréttinda að vinna við áhugamálið sitt
og hlakka til þess að vakna í vinnuna.
svo auðvitað fjölskyldan.“
Hvar vildirðu helst búa ef ekki á
íslandi?
„Ég er svolítið heillaður af seattle núna
og væri til í að prófa að búa þar.“
Hvað borðarðu í morgunmat?
„Pínulítið brawn-flakes, Cheerios og
sólskinsmúslí í skál. svo auðvitað kaffi.“
Hvernig kom þessi hársöfnun til?
„Ég á svo marga vini og kollega í
bandaríkjunum og þeir voru að pósta
svo mikið um þetta á facebook, hvernig
hár gæti hjálpað til við olíulekann stóra.
Ég stökk því á þetta enda hafði mig
lengi langað að gera eitthvað við þetta
afklippta hár. Hárið drekkur olíuna svo
mikið í sig. svona getur hárið bjargað
heiminum.“
Hvernig hefur söfnunin gengið?
„mjög vel. eins og er eru tvær stofur í
söfnun og við erum að leggja fyrir hár.
Við erum búin að fylla risastóran kassa
og erum byrjuð á öðrum. fólk tekur vel í
þetta, bæði fastakúnnarnir og svo er fólk
að koma til okkar út af þessu. fólki líður
vel að geta gert eitthvað gott.“
er búið að senda skammt frá
íslandi?
„ekki enn. Það eru öll vöruhús full úti og
við erum bara að bíða eftir grænu ljósi
á að senda út. eina sem okkur vantar er
hjálp frá einhverju af þessum flutninga-
fyrirtækjum hérna heima til að koma
hárinu út. Það er vonandi að einhver sem
les þetta geti hjálpað okkur við það.“
maður dagsins
dómstóll götunnar
kjallari
föstudagur 23. júlí 2010 umræða 27
„Á Íslandi er
aðeins einn
verðflokkur, og
hann er dýr.“
valur gunnarsson
rithöfundur skrifar
Kátir skotar stuðningsmenn skoska knattspyrnuliðsins motherwell komu til íslands til að fylgjast með sínum mönnum. liðið atti kappi við breiðablik í evrópukeppninni í
fótbolta á fimmtudag og fór með sigur af hólmi, 1–0. Mynd sigTryggur ari.