Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Síða 38
38 ÆttfrÆði umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 23. júlí 2010 föstudagur
Pálmi Runólfsson
fyrrv. bóndi að HjarðarHaga í Skagafirði
Pálmi fæddist á Dýrfinnustöðum í
Skagafirði og ólst þar upp við öll al-
menn sveitastörf þess tíma. Eftir
barnafræðslu var hann einn vetur í
Reykjaskóla í Hrútafirði og síðan á
véla- og jarðýtunámskeiði á Hvann-
eyri.
Á stríðsárunum vann Pálmi við
að reisa birgðaskemmur fyrir banda-
ríska herinn og einnig hersjúkrahús
þar sem nú er Reykjalundur. Hann
gerðist síðar starfsmaður hjá Bún-
aðarsambandi Skagfirðinga og vann
með tilheyrandi jarðvinnslutækjum
um byggðir héraðsins. Síðar starf-
rækti hann og vann með eigin jarð-
ýtu við vegagerð frá Hofsósi til Fljóta
og einnig á Lágheiði og í Ólafsfirði.
Pálmi byggði síðan upp nýbýlið
Hjarðarhaga í Skagafirði árið 1955,
við hliðina á Dýrfinnustöðum, og
var þar bóndi til ársins 1991 en þá
flutti hann á Sauðárkrók. Við búinu
að Hjarðarhaga tók sonur hans, Sig-
urjón.
Pálmi var virkur í félagsmálum í
Skagafirði. Hann var í sveitarstjórn
Akrahrepps, einnig í sýslunefnd
Skagafjarðarsýslu og síðar í héraðs-
nefnd.
Hann er nær sjálflærður organisti
og spilaði við Hofstaðakirkju í nokk-
ur ár, söng í Karlakórnum Feyki og
síðan í Karlakórnum Heimi og átti í
þeim félagsskap margar gleðistund-
ir.
Fjölskylda
Eiginkona Pálma er Anna Eiríksdótt-
ir, f. 18.3. 1934, húsfreyja. Foreldrar
hennar voru Eiríkur Jónsson,
bóndi á Karlsstöðum í Ólafsfirði, og
k.h., Fróðný Ásgrímsdóttir húsfreyja.
Börn Pálma og Önnu eru Fróðný
Guðfinna Pálmadóttir, f. 20.2. 1957,
þroskaþjálfi á Akureyri, en maður
hennar er Kristján Pétur Sigurðsson
og á hún þrjú börn; Sigurjón Björn
Pálmason, f. 25.5. 1958,
bóndi í Hjarðarhaga í Skagafirði
og á hann tvo syni; María Guðbjörg
Pálmadóttir, f. 27.10. 1959, kennari í
Vestmannaeyjum, en maður henn-
ar er Hörður Óskarsson og eiga þau
þrjú börn; Heiður Pálmadóttir, f.
31.10, 1963, klæðskeri og feldskeri
í Svíþjóð, en maður hennar er Roy
Midtö og eiga þau tvær dætur; Sig-
ríður Guðrún Pálmadóttir, f. 1.10.
1971, kennari á Akureyri, en maður
hennar er Kristján Ísak Kristjánsson
og eiga þau þrjú börn.
Fósturdóttir Pálma og Önnu er
Ester Gunnarsdóttir, f. 4.10. 1951,
búsett í Reykjavík en maður hennar
er Indriði Guðmundsson og eiga þau
fjögur börn.
Systkini Pálma: Sigurjón, f. 15.8.
1915, d. 27.5. 2000; Guðbjörg Jó-
hannesína, f. 27.7. 1916, búsett í
Hveragerði; Anton Valgarð, f. 9.7.
1917, d. 1.4. 1993; Björn Þórður, f.
20.3. 1919, nú látinn; Jóhannes, f.
6.11. 1923, bóndi á Reykjarhóli í
Fljótum; Sigríður Sólveig, f. 23.11.
1925, nú látin; Steinunn, f. 9.11.
1926, búsett í Hveragerði; Una, f. 7.9.
1928, búsett í Hveragerði; Kristfríður,
f. 23.8. 1929, búsett í Kópavogi; Frið-
fríður Dodda, f. 8.12. 1931, búsett í
Mosfellsbæ; Hólmfríður Svandís, f.
11.12. 1932, d. 5.8. 1987.
Fóstursystkini Pálma: Björgvin
Eyjólfsson, nú látinn; Guðrún Eyj-
ólfsdóttir, búsett í Kópavogi.
Foreldrar Pálma voru hjónin Run-
ólfur Jónsson, bóndi á Dýrfinnustöð-
um, f. 25.3. 1881, d. 23.3. 1937, og
María Jóhannesdóttir, f. 16.4. 1892,
d. 24.6. 1986.
90 ára á laugardag
Valur fæddist í Reykjavík en ólst
upp í Hafnarfirði. Hann var í Víði-
staðaskóla og stundaði nám við
Flensborg.
Valur vann við garðyrkju um
skeið, var leiðbeinandi við félags-
miðstöð í Hafnarfirði, var þjónn á
Primavera, var blaðamaður við DV
2005-2006, var blaðamaður á Blað-
inu 2006, fréttamaður við DV 2007-
2008, var blaðamaður á Mannlífi
um skeið, var síðan aftur á DV en
hefur verið fréttamaður á Vísi frá
2009.
Valur fékk verðlaun Blaða-
mannafélags Íslands í rannsókn-
arblaðamennsku fyrir umfjöllun
um meðferðarheimilið Breiðavík,
árið 2007.
Fjölskylda
Kærasta Vals er Hanna Ruth Ólafs-
dóttir, f. 13.1. 1979.
Sonur Vals og Hönnu Ruthar er
Ólafur Grettir, f. 16.4. 2008.
Systkini Vals eru Sveinbjörn
Grettisson, f. 5.6. 1976, búsettur
í Danmörku; Hrafntinna Grettis-
dóttir, f. 7.1. 1992, nemi.
Foreldrar Vals eru Guðrún Mar-
grét Guðmundsdóttir, f. 10.4. 1961,
ferðamálafræðingur og þjónn
í Hafnarfirði, og Grettir Svein-
björnsson, f. 17.1. 1955, d. 18.6.
2009, vörubílstjóri og sjómaður.
Valur Grettisson
fréttamaður á víSir
70 ára á laugardag
Sigurður fæddist að Vestmanna-
braut 73 í Vestmannaeyjum, ólst
þar upp og hefur átt þar heima
alla tíð. Hann var í Barnaskólan-
um í Vestmannaeyjum, Gagn-
fræðaskólanum í Vestmannaeyj-
um og lauk síðar stýrimannaprófi
frá Stýrimannaskólanum í Vest-
mannaeyjum 1987.
Sigurður lenti í alvarlegu slysi á
þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið
1956 en þá brenndist hann afar illa
er verið var að kveikja í bálkestin-
um. Lá hann lengi rúmfastur vegna
þessa slyss, fyrst á Sjúkrahúsinu í
Eyjum og síðan á Landspítalanum
í Reykjavík. Þá lenti hann tvíveg-
is í alvarlegum umferðarslysum
en náði sér jafnharðan, og bjarg-
aði eitt sinn manni frá drukknun í
Reykjavíkurhöfn.
Sigurður hóf vinnu sem gellu-
strákur í Eyjum og varð síðan
flakari hjá hraðfrystistöðinni þar.
Hann hóf sína sjómennsku á tog-
aranum Ingólfi Arnarsyni frá
Reykjavík, 1959. Hann var síðan á
togaranum Ólafi Jóhannessyni frá
Patreksfirði, en var á vertíð í Vest-
mannaeyjum 1960, þar sem hann
var m.a. á Hrímni VE með Sigur-
jóni Ólafssyni frá Litlabæ og síðan
með Óskari og Einari Gíslasonum
á Gæfunni VE. Þá var hann á Gull-
borginni með Binna í Gröf í sex til
sjö vertíðir og á Kristjáni Valgeiri
frá Sandgerði. Hann var svo stýri-
maður á ýmsum bátum frá Vest-
mannaeyjum, s.s. Árna í Görðum
og á Emmu, var skipstjóri á mb.
Sjöstjörnunni, og síðan stýrimaður
á ýmsum bátum þar, s.s. mb. Þóri
og mb. Illuga. Hann var töluvert
með Matthíasi Ingibergssyni og
var með trilluna Árna Pál fyrir Pál
Árnason.
Þá tók Sigurður við nokkrum
rollum eftir föður sinn, hélt þær og
heyjaði fyrir þær í nokkur ár.
Sigurður var heiðraður á sjó-
mannadaginn.
Fjölskylda
Systur Sigurðar: Geirlaug Jóns-
dóttir, f. 20.6. 1923, d. 31.5. 1995,
húsmóðir í Reykjavík en fyrri mað-
ur hennar var Snorri Halldór Jóns-
son sem lést 1954 en síðari maður
hennar var Jón Ari Jónsson sem
lést 1965; Kristín Jónsdóttir, f. 9.1.
1926, d. 9.8. 2004, var gift Jóhanni
Gunnari Pálssyni; Margrét, f. 9.10.
1931, húsmóðir í Vestmannaeyj-
um en maður hennar var Harry
Pedersen sem lést 2006.
Foreldrar Sigurðar voru Jón Sig-
urðsson, f. í Miklholti í Miklholts-
hreppi á Snæfellsnesi 12.2. 1900, d.
24.1. 1980, sjómaður og verkstjóri
í Vestmannaeyjum, og Karólína
Sigurðardóttir, f. í Vallarhjáleigu
í Hvolhreppi 9.10. 1899, d. 10.8.
1989, húsmóðir.
Ætt
Jón var sonur Sigurðar, frá Syðstu-
Mörk undir Eyjafjöllum Jónsson-
ar, b. í Syðstu-Mörk Sigurðssonar.
Móðir Jóns var Margrét Gísladóttir,
frá Saurum í Helgafellssveit.
Karólína var dóttir Sigurðar
Unasonar sem fórst með þilskip-
inu Oki 1903, og k.h., Geirlaugar
Guðmundsdóttur.
Sigurður Jónsson
SkipStjóri og Stýrimaður í veStmannaeyjum
Gunnar Gunnarsson
StarfSmaður valitor
Gunnar fæddist í Neskaupstað
en ólst upp á Eskifirði. Hann var í
Grunnskóla Eskifjarðar, Vélskóla Ís-
lands og lauk þar II stigi í vélstjórn,
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Kópavogi og stundar nú
nám í viðskiptafræði við Háskólann
í Reykjavík.
Gunnar starfaði hjá Vífilfelli á
sumrin og með skóla í nokkur ár frá
1997 og síðan hjá 10-11 verslunun-
um en hefur starfað hjá Valitor (áður
VISA Ísland) frá 2004.
Fjölskylda
Unnusta Gunnars er Stella Hrönn
Ólafsdóttir, f. 15.5. 1981, starfar á lög-
fræðisviði Landsbankans.
Dóttir Gunnars og Stellu Hrann-
ar er Embla Maren Gunnarsdóttir, f.
30.11. 2008.
Hálfsystir Gunnars, sammæðra,
er Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir,
f. 11.9. 1971, blaðamaður og rithöf-
undur, búsett í Reykjavík.
Alsystkini Gunnars eru Hávarð-
ur Gunnarsson, f. 5.12. 1978, tækni-
maður hjá Opnum kerfum, búsett-
ur í Grindavík; Sjafnar Gunnarsson,
f. 24.8. 1985, borgarstarfsmaður, bú-
settur í Reykjavík.
Foreldrar Gunnars eru Aðalheið-
ur Hafdal Hávarðardóttir, f. 9.7. 1954,
húsmóðir í Reykjavík, og Gunnar
Gunnarsson, f. 10.9. 1956, bifreiða-
stjóri hjá Vífilfelli í Reykjavík.
30 ára á föstudag
30 ára á laugardag
Haraldur Friðriksson
HúSaSmiður í Hafnarfirði
Haraldur fæddist í Reykjavík en ólst
upp í Hafnarfirði. Hann var í Engi-
dalsskóla og Víðistaðaskóla, stund-
aði nám í húsasmíði við Iðnskólann
í Hafnarfirði og lauk sveinsprófi það-
an árið 2000 en hann var á samningi
hjá byggingarfyrirtækinu Feðgar ehf.
Haraldur hefur stundað húsa-
smíðar frá því hann lauk námi, m.a.
hjá H-Húsum og Fagmanninum þar
sem hann starfar nú.
Haraldur hefur brennandi áhuga
á stangveiði og skotveiði og starfar í
Stangveiðifélagi Keflavíkur.
Fjölskylda
Eiginkona Haraldar er Árný Guðrún
Ólafsdóttir, f. 11.8. 1978, mannfræðing-
ur og hárgreiðslukona.
Sonur Haraldar er Nökkvi Már Har-
aldsson, f. 21.6. 1999.
Systkini Haraldar eru Lára Björk
Friðriksdóttir, f. 27.6. 1976, hárgreiðslu-
kona, búsett í Danmörku; Gunnar Örn
Friðriksson, f. 20.12. 1984, rafvirki, bú-
settur í Hafnarfirði.
Foreldrar Haraldar eru Ásthildur
Flygenring, f. 19.8. 1955, skrifstofukona,
búsett í Hafnarfirði, og Friðrik Garðars-
son, f. 9.6. 1951, rafvirki í Hafnarfirði.
30 ára á föstudag
Gunnar Gunnarsson
Afmælisbarnið ásamt dótturinni.