Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 44
KÓLUMBÍSKA SKEPNAN Luis Alfredo Garavito Cubillos, einnig þekktur sem „Skepnan“, er kólumbískur raðmorðingi og nauðgari. Fórnarlömb Garavitos voru drengir á aldrinum sex til sextán ára. Hann hefur játað á sig 140 morð, en fórnar- lömbin kunna að vera mun fleiri. Fjöldi fórnarlamba Kólumbíu- mannsins Luis Garavito gæti verið meiri en þrjú hundruð, en matið byggist á korti sem hann teiknaði í fangelsi en á því var að finna staðsetningar haus- kúpa fórnarlamba hans. Gara- vito hefur verið lýst í fjölmiðl- um á heimaslóðum sínum sem „heimsins versta rað morðingja“. Garavito, sem einnig er þekktur sem „La Bestia“, Skepnan, játaði árið 1999 á sig morð og nauðg- un á 140 drengjum, en ef marka má kortin sem hann hefur teikn- að kann fjöldi fórnarlambanna að vera meiri. Þegar Garavito var handsamað ur var hann dæmd- ur til þyngstu leyfilegu refsingar sem möguleg var í Kólumbíu, eða þrjátíu ára fangelsisvistar. En þar sem hann var samvinnuþýður og hjálpaði yfirvöldum að finna lík fórnarlamba sinna gat hann sam- kvæmt þarlendum lögum sótt um ýmis fríðindi. Refsing Garavit- os var stytt í tuttugu og tvö ár og hann kann jafnvel að verða frjáls maður enn fyrr vegna frekari samvinnu við yfirvöld og góðrar hegðunar. Lagðist á börn Luis Garavito fæddist 25. janúar 1957 í Génova í Kólumbíu. Hann er elstur sjö bræðra og talið víst að hann hafi sætti bæði líkam- legu og andlegu ofbeldi af hálfu föður síns. Sjálfur sagðist hann hafa sætt kynferðislegu ofbeldi sem ungt barn. Ung börn, og sum eitthvað eldri, voru einmitt fórnarlömb Garavitos. Börnin voru sex til sex- tán ára, fátæk börn, börn bænda eða götukrakkar. Garavito gaf sig að þeim á götum úti eða úti í sveit og bauð þeim gjafir eða smáaura. Þegar hann hafði unnið traust fórnarlambsins fór hann með það í göngutúr sem varði þar til það þreyttist og þá lét Garavito til skarar skríða. Hann nauðgaði fórnarlömbum sínum, skar þau á háls og sundurlimaði yfirleitt líkama þeirra. Flest líkanna sem fundist hafa bera merki pyntinga. Of vægur dómur Þrátt fyrir að hafa játað á sig 140 morð þegar hann var handtekinn þann 22. apríl 1999 sætir Garavito ennþá rannsókn vegna 172 morða í yfir 59 sýslum í Kólumbíu. Hann var sakfelldur fyrir 138 morð, en rannsókn stendur enn yfir á hin- um. Garavito nýtur góðs af því að lög landsins heimila aðeins 30 ára fangelsisvist því dómurinn yfir honum hljóðaði upp á 1.853 ára og níu daga fangelsisvist. Hin síðari ár hafa Kólumbíu- menn í auknum mæli komist á þá skoðun, nú þegar styttist í að Gara- vito verði sleppt úr fangelsi, að refs- ing hans sé ekki næg í ljósi glæpa hans. Margir Kólumbíu menn gagnrýndu mögulega snemmbúna lausn Garavitos og sumir voru þeirrar skoðunar að hann ætti skil- inn lífstíðardóm eða jafnvel dauða- dóm. Upphaflega var hvergi að finna gloppu í réttarkerfi Kólumbíu sem gert hefði kleift að dæma Garavito til lengri fangelsisvistar, þar sem raðmorð á borð við þau sem Gara- vito framdi eiga sér ekkert fordæmi. Gerði lítið úr ódæðum sínum Árið 2006 tók sjónvarpsþáttar- stjórnandi að nafni Pirry við- tal við Luis Garavito. Að sögn Pirrys reyndi Garavito í viðtalinu að gera sem minnst úr ódæðum sínum. Til að bæta gráu ofan á svart lýsti Garavito einnig yfir áformum um að hefja stjórn- málaferil með það að markmiði að hjálpa börnum sem beitt hefðu verið ofbeldi. Í sjónvarps- þættinum lýsti Pirry einnig að- stæðum Garavitos í fangelsinu og hafði á orði að Garavito gæti, með tilliti til góðrar hegðunar, sótt um lausn innan þriggja ára, eða árið 2009. Í kjölfar útsendingar þáttarins varð mál Garavitos alræmt bæði í fjölmiðlum landsins og innan stjórnmálanna. Því fór svo að málið var endurskoðað í ýmsum lögsagnarumdæmum og í ljós kom að hægt yrði að framlengja dóminn og tefja lausn Garavitos vegna þeirra glæpa sem hann hafði ekki játað sig sekan um og hafði því ekki verið dæmdur fyr- ir. Garavito yrði að svara til saka fyrir hvert mál sérstaklega. Luis Garavito situr enn á bak við lás og slá og ekki hefur fengist úr því skorið hvort hann verður frjáls maður fyrr en ætl- að var. 44 SAKAMÁL UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON kolbeinn@dv.is 23. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Þegar hann hafði unnið traust fórnarlambs- ins fór hann með það í göngutúr sem varði þar til það þreyttist og þá lét Garavito til skar- ar skríða. Luis Garavito „Skepnan“ frá Kólumbíu lagðist á berskjölduð börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.