Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Page 52
52 SPORT 23. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Formúla 1 snýr aftur á hina fornfrægu Hockenheim-braut í Þýskalandi á sunnudaginn þar sem tvö stór nöfn verða á heimavelli. Sebastian Vettel á Red Bull og Michael Schumacher á Mercedes. Schumacher er fyrir löngu úr allri baráttu um heimsmeistaratit- ilinn en Vettel er svo sannarlega inn í henni. Hann hefur staðið í skuggan- um af félaga sínum Mark Webber síð- ustu vikur og hefur misst forystus- auðinn Lewis Hamilton á McLaren 24 stigum fram úr sér. Vettel er stað- ráðinn í að vinna á heimavelli en að sama skapi vill Schumacher einnig gera vel á sínum heimavelli. Schuma- cher hefur þrisvar sinnum áður unn- ið á Hockenheim en eini ökuþórinn í titilslagnum sem hefur fagnað sigri í Þýskalandi er Lewis Hamilton. Vill gera vel Sebastian Vettel var manna líklegast- ur til að verða heimsmeistari fyrir að- eins nokkrum vikum. Stefndi hann þá á, og stefnir enn á, að verða yngsti heimsmeistari sögunnar. Hann er þó sem stendur ekki í verðlaunasæti, hann er í fjórða sæti stigakeppni öku- þóra, 24 stigum á eftir Lewis Hamilt- on sem er í efsta sæti. Sjö stig eru í fé- laga hans, Mark Webber, sem situr í þriðja sætinu en mikið deilumál kom upp innan liðsins í síðustu keppni eins og ítarlega hefur verið greint frá. „Það mál er búið,“ segir Vettel. „Nú er komin ný keppni og ég meina ef þetta myndi gerast aftur væri það Webber sem nyti góðs af. Það er öku- maðurinn sem er ofar í töflunni að keyra hraðar sem fær forganginn. Það er ekkert að því, þannig á þetta bara að vera að mínu mati,“ segir Þjóðverjinn ungi sem þráir sigur á heimavelli. „Ég man þegar ég horfði á keppn- irnar á Hockenheim þegar ég var ungur. Ég hélt alltaf með Schum- acher og fagnaði eins og óður væri þegar hann vann. Nú vil ég upplifa það sama og hann. Það er án efa frábær tilfinning að vinna á heimavelli, ég sá bara hvernig Button leið á Silvers- tone í fyrra þegar hann tap- aði. Hann var eyðilagður mað- ur enda hafði hann unnið sex keppnir í röð á undan því. Sam- keppnin er ótrúlega hörð en ég verð eflaust með fólkið með mér - eða ég og Schumi - þannig að það er um að gera að nýta það,“ segir Sebastian Vettel. Einstakt að vinna heima Enginn ökumaður í Formúlu 1 hef- ur unnið jafnmarga heimsmeistara- titla og jafnmargar keppnir og Mi- chael Schumacher. Árið í ár hefur þó ekki verið gott hjá þessum mögulega besta ökumanni sög- unnar, en hann er í níunda sæti stigamóts- ins. Hann og yfirboð- arar hans hafa við- urkennt að Mer- cedes-bíll- inn er ekki samkeppnis- hæfur með tilliti til þeirra sem best hefur gengið. Fé- laga hans hjá Mercedes, Nico Rosberg, hefur þó gengið mun betur að hemja bílinn og er með rúmlegan tvöfaldan stiga- fjölda Schumachers. „Vonandi get ég bara gert vel fyrir framan mitt fólk,“ segir Schumacher sem vann síðast á Hockenheim árið 2006. „Ég var mjög svekktur þegar brautin var tekin af mótaskránni þó ég skildi það alveg þá. En það er æð- islegt að hún sé komin aftur, allavega finnst mér það. Ég veit ekki hvort ég komist á pall en ef það á að gerast á þessu tímabili mætti það endilega vera um helgina,“ segir Schumacher en hann var fyrir keppnina spurður um deilur ökumanna Red Bull. „Þetta var ekkert skrítið fannst mér. Vettel var búinn að keyra hrað- ar alla helgina og var ofar í stiga- mótinu. Auðvitað fékk hann for- ganginn. Það var alltaf talað mikið um að ég væri í forgangi í gamla daga en ég var alltaf í baráttunni um titilinn og því gekk ég fyrir. Núna er Webb- er að gera betri hluti og ef svipað dæmi kemur upp mun hann án efa njóta góðs af öllum breyt- ingum,“ segir Michael Schumacher. Þýskalandskappaksturinn í Formúlu 1 fer fram á sunnudaginn. Eftir þrjár síðustu keppnir hafa McLaren- menn skotist á toppinn í stigakeppni ökuþóra en heimamaðurinn Sebastian Vettel á Red Bull vill án efa gera eitthvað í því. Michael Schumacher verður án efa mikið fagnað. KOMIÐ AÐ VETTEL TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Flottur Mark Webberrústaði síðustukeppni. Þekkir Hockenheim Schumacher áaðbaki þrjásigraá heimavelli. Þráir sigur á heima- velli SebastianVettel þarfaðsigratilaðfikra sigofarástigatöflunni. Hockenheim 2008 Efstu menn 1.LewisHamilton-McLaren 2.NelsonPiquet-Renault 3.FelipeMassa-Ferrari 4.NickHeidfeld-BMWSauber 5.HeikkiKovalainen-McLaren 6.KimiRaikkonen-Ferrari 7.RobertKubica-BMWSauber 8.SebastianVettel-RedBull Ráspóll LewisHamilton,McLaren-1:15,666 Fljótastur í einstökum hring NickHeidfeld,BMW-1:15,987 Brautarmet KimiRaikkonen-Ferrari1:13,790 Fyrri sigurvegarar 2009:Ekkikeppt 2008:LewisHamilton-McLaren 2007:Ekkikeppt 2006:MichaelSchumacher-Ferrari 2005:FernandoAlonso-Renault (Heimild: kappakstur.is)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.