Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Page 53
FÖSTUDAGUR 23. júlí 2010 SPORT 53 ❶The Damned United - IMDb.com: 7,6/10Ein allra besta íþróttamynd síðari ára. Sannsöguleg mynd sem fjallar um dagana 48 þegar hinn óborganlegi knattspyrnu- þjálfari, Brian Clough, stýrði Leeds á áttunda áratugnum en þá var Leeds besta lið landsins. Hann hafði ávallt talað illa um Leeds-liðið, sagt þá svindlara og ómenni. Það var því ekki á vísan að róa fyrir Clough að stýra leikmönnum sem hötuðu hann. Mi- chael Sheen nær Brian Clough merkilega vel. Það verður enginn knattspyrnuaðdáandi svikinn af þessari frábæru mynd, gott er að lesa sér aðeins til um Brian Clough áður. ❷Miracle - IMDb.com: 7,4/10Kraftaverkið sem um ræðir er sigur Bandaríkjanna gegn Sovétríkjunum í íshokkí á vetrarólympíuleikunum við Lake Pla- cid árið 1980. Sovétmenn höfðu ekki tapað leik í mörg ár og átti enginn að geta unnið þetta magnaða lið. Myndin greinir frá því hvernig Herb Brooks, þjálfari liðsins, bjó til sveit nánast einung- is skipaða leikmönnum úr háskólum Bandaríkjanna og hvernig þeim tókst að leggja stórveldið að velli. Bandaríkjamenn hömp- uðu gulli á þessum leikum og er þess enn minnst sem eins ótrú- legasta sigurs í bandarískri íþróttasögu. ❸Rudy - IMDb.com: 7,3/10Rudy er saga litla mannsins sem á alltaf undir högg að sækja. Smávaxinn en góðan dreng dreymir um að spila ruðning fyr- ir Notre Dame-háskólann, einn þann allra stærsta og virtasta í háskólaboltanum. Rudy er ekki nægilega stór né hæfileikaríkur en þegar menn hafa stórt hjarta geta kraftaverkin gerst. Viku eftir viku hleypur hann að veggnum þar sem hópurinn fyrir næsta leik er kynntur en aldrei er nafn hans á blaðinu. Hann gefst þó aldrei upp og hver veit nema hann verði verðlaunaður að lokum? ❹Rocky - IMDb.com: 8,0/10Ein allra besta íþróttamynd síðari tíma með Sylvester Stall- one í aðallhlutverki. Í raun fara bara allar Rocky-myndirnar undir þessa einu því allar sóma þær sér vel í hvaða DVD-safni sem er. Rocky er hjartnæm saga boxara frá Fíladelfíu sem fær tækifæri lífs síns. Hann kynnist ástinni um leið og hann æfir fyrir bardag- ann sem gæti breytt lífi hans. Það vita allir allt um Rocky. Algjör snilld sem alltaf er hægt að horfa á aftur og aftur. ❺Hoosiers - IMDb.com: 7,5/10Hoosiers er lauslega byggð á sögu menntaskólaliðsins Milan Indians sem gerði ótrúlega hluti árið 1954. Hoosiers er þó ekki svo gömul, hún er frá árinu 1986 og eru þeir Gene Hackman og Dennis Hopper í aðalhlutverkum. Þeir leika þjálfara með dökka fortíð og drykkfelldan föður sem taka við ungu körfuboltaliði og koma því lengra en nokkurn mann hefði dreymt um. Dennis Hopper var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í auka- hlutverki. ❻Rembember the Titans - IMDb.com: 7,5/10Ein af betri ruðningsmyndum seinni tíma. Myndin gerist á tímum aðskilnaðarstefnunnar í Virginíu þar sem hvíta fólkið vill ekki sjá það svarta. Denzel Washington leikur þjálfarann Herman Boone sem þarf að stilla saman sveit manna sem hata hver ann- an út af lífinu. Honum tekst að byggja upp frábært lið þar sem all- ir lifa í sátt og samlyndi en í bænum og nágrannaríkjunum er hat- rið gífurlegt. Myndin er sannsöguleg sem gerir hann enn betri. ❼We are Marshall - IMDb.com: 7,1/10Í nóvember árið 1970 lést næstum heilt ruðningslið frá Marshall-háskólanum í flugslysi. Skólinn hafði verið þekktur fyr- ir ruðningslið sitt og verið með eitt besta liðið í marga áratugi. Allt í einu vantaði heilt lið og fékk skólinn leyfi frá yfirvöldum til þess að nota fyrsta árs nema sem annars er bannað. Ungur maður frá Kaliforníu, Jack Lengyel, er fenginn til að stýra þessu ómögulega verkefni. Myndin er sannsöguleg og fylgir eftir hreint ótrúlegri endurkomu Marshall-háskólans sem er talinn einn sá besti enn þann dag í dag. ❽Raging Bull - IMDb.com: 8,4/10Talin af mörgum ein besta mynd allra tíma, sama hvort lit- ið er til flokks íþróttamynda eða ekki. Þessi magnaða mynd leik- stjórans Martins Scorsese frá árinu 1980 fylgir eftir hnefaleika- kappanum Jake LaMotta, sem leikinn er af Robert De Niro. Hann er magnaður í hringnum en utan hans glímir hann við ofsóknar- brjálæði og öfund sem er að eyðileggja líf hans. Algjörlega frábær mynd sem enginn má láta framhjá sér fara. ❾Goal - IMDb.com: 6,9/10Ekki kannski besta mynd í heimi en ein sú best heppnaða sem tengist knattspyrnu. Santiago Munez er ungur Mexíkói sem dreymir um að spila knattspyrnu og fær tækifæri hjá enska úr- valsdeildarliðinu Newcastle. Nokkrum hetjum Newcastle bregð- ur fyrir í myndinni og er hann ágætlega klipptur inn í ensku úr- valsdeildina. Utan vallar gengur honum erfiðlega að fóta sig og er hann næstum sendur heim í þrígang. Þó Goal 2 og 3 hafi verið glataðar er fyrsta Goal-myndin ágætis ræma til að horfa á. ❿Glory Road - IMDb.com: 7,1/10Árið 1966 leiddi körfuboltaþjálfarinn Don Haskins lið Tex- as Western-háskólans til sigurs í háskóladeildinni í körfubolta í Bandaríkjunum. Sá sigur markaði tímamót í bandarískri íþrótta- sögu því þetta var fyrsta liðið sem skipað var þeldökkum leik- mönnum sem vann þennan eftirsótta titil. Glory Road fylgir eftir þessari sögu sem eins og áður segir er ein stærsta stundin bæði í bandarískri íþróttasögu sem og sögu þeldökks fólks í Ameríku. Þegar engar íþróttir eru í beinni útsendingu seint um kvöld og menn vilja samt fá sinn skammt er alltaf gott að grípa í eins og eina góða íþróttamynd. Margar hafa verið gerðar og eru þær jafnmismunandi og þær eru margar. Hér eru tíu íþróttamyndir sem enginn verður svikinn af, algjör rjómi í annars fjölbreyttu úrvali íþróttakvikmynda. ÍÞRÓTTIR Á HVÍTA TJALDINU ❶ ❷ ❸ ❹ ❺ ❻ ❼❽ ❾ ❿

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.