Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Page 54
54 úttekt 23. júlí 2010 föstudagur Í þarsíðasta helgarblaði heyrðum við sögu Önnu Guðrúnar Óskarsdóttur sem missti börnin og húsnæðið vegna drykkju. Rætt var við hana og syni hennar sem lýstu því hörmungarástandi sem ríkti á heimilinu áður en allt fór til fjandans og lífinu eftir að bræð- urnir voru sendir hvor í sína áttina í fóstur og Anna Guðrún fór á götuna fyrir tuttugu árum, þar sem hún hefur meira og minna búið síð- an. Saga þeirra er harmsaga og gott dæmi um það hversu alvarlegar afleiðingar alkóhólismi getur haft í för með sér og áhrif hans á líf heill- ar fjölskyldu. Saga þeirra er ekkert einsdæmi. Konukot var opnað í nóvember 2004 og á fyrstu tveimur mánuðunum leituðu tíu konur í athvarfið. Ári síðar voru konurnar í Konukoti orðnar 42, 57 árið 2008 og 56 árið 2009. Alls hafa 139 konur leitað í Konukot til lengri eða skemmri tíma. Svaf 566 nætur í Konukoti Fjórtán konur hafa eytt á milli 100–500 nóttum í athvarfinu. Sú sem á metið hefur gist þar 566 sinnum en samt hefur hún tvisvar á þessum tíma náð að halda leiguíbúð í heilt ár. Held- ur fleiri konur hafa dvalið í kotinu þó að gisti- nætur þeirra hafa verið ívið færri, 49 konur hafa verið 10–100 nætur í Konukoti og jafn- margar hafa verið þar í 2–10 nætur. Þriðjungur heildar fjöldans, eða 27 konur, dvöldu aðeins eina nótt í kotinu áður en þær héldu aftur til síns heima eða gátu notið annarra úrræða. Reykjavíkurdeild Rauða krossins, RRkÍ, setti Konukot á laggirnar sem tilraunaverk- efni til tveggja ára. Að þeim tíma loknum var gert samkomulag milli RRkÍ og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um reksturinn. Samstarfið felur í sér að RRkÍ rekur athvarfið en Reykja- víkurborg greiðir rekstrarkostnaðinn. Félagsíbúðir duga skammt Blaðamaður ræddi við Kristínu Helgu Guð- mundsdóttur, verkefnastjóra í Konukoti. „Segja má að með tilkomu Konukots hafi tekist að gera vanda kvenna á götunni sýnilegri og þar með hafa skapast umræður í þjóðfélaginu, sem vonandi verða til þess að bæta stöðu þeirra.“ Áður en Konukot kom til sögunnar hafði kona á götunni ekki annað úrræði en að fara í Gistiskýlið eða að leita sér að leiguhúsnæði. „En eðlilega er gerð krafa um það bæði á frjálsum markaði og líka í Félagsbústöðum að fólk sé reglusamt. Það getur verið langt ferli að komast að í félagsíbúð og dugir svo oft skammt þegar um manneskju í neyslu er að ræða.“ Lögheimili fyrir sjúka „Ég sá að það voru umræður um þetta á Betri Reykjavík um daginn. Þar var einhver sem spurði hvaða endemis kjaftæði þetta væri, af hverju alltaf þessi femínismi og áhersla á kon- ur? Hvað með karlana? En það eru til úrræði fyrir karla en sambærileg úrræði fyrir konur skortir. Við göngum jú út frá því að alkóhól- ismi sé sjúkdómur og veikt fólk þarf á heimili að halda eins og fullfrískt fólk. Ég er þá að tala um lögheimili, ákveðinn stað þar sem manneskjan má koma og vera þrátt fyrir sinn sjúkdóm. En þar sem við göng- um út frá því að heimilismenn séu veikir þarf að gera ráð fyrir stuðningi í búsetuúrræðinu. Við gerum ýmislegt fyrir fólk sem er veikt að öðru leyti þó að það virðist ekki ætla að ná sér. Í flestum samfélögum er og verður trúlega alltaf til úrtak sem þarf á stuðningi af þessu tagi að halda.“ Vandfengin virðing Konukot er aðeins neyðarúrræði. Hingað geta konur komið og gist. Tvö herbergi eru á efri hæðinni og eru fjögur rúm í hvoru herbergi. Hér eru læstir skápar þar sem konur geta geymt verðmætar eignir, eins og farsíma og annað slíkt. Hér fá þær mat, hafa aðgang að baðherbergi, þvottavél og fötum. Skilgreining- in er neyð. „Allt sem við gerum umfram það köllum við virðingu fyrir þeim og umhverfinu. Af því að ef það er eitthvað sem þær fá ekki á daginn eða allajafna er það virðing. Við trúum því að gott viðmót og virð- ing í samskiptum geti laðað fram það besta í manneskjunni.  Margir hafa styrkt athvarfið með góðum gjöfum sem hafa gert okkur kleift að gera umhverfið huggulegt eins og við vilj- um hafa það.“ Konurn r Í KonuKoti Nótt eina í vikunni voru þrjár konur í Konukoti. Nóttina á undan voru þær sex, átta þar á undan. Konurnar í Konukoti koma og fara. Stundum bjarga þær sér annars staðar, redda sér gistingu, jafnvel íbúð. Sjást ekki í einhverjar vikur en koma svo aftur. Sumar allavega. Fyrir þá sem ekki vita er Konukot neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í Reykjavík. Og já, ef einhver er í vafa er svarið: Já, það eru til heimilislausar konur í Reykjavík. Konur sem eiga sér hvergi athvarf og myndu gista á götunni ef þær fengju ekki inni í Konukoti. Ég held að mynd-in sem margir fá upp í hugann þegar þeir hugsa um athvarf sé beddi, grátt ullarteppi, súpa og stór ausa. Hér er fólk sent í dýra meðferð en hvað gerist svo þegar meðferðinni er lokið? fólk fer því miður í mörgum tilfellum aftur á götuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.