Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Side 55
föstudagur 23. júlí 2010 úttekt 55
Setið á spjalli
Búið er um rúmin með rúmteppum frá
Marimekko og stofuhúsgögnin eru fín. Þar
eru sófar og hægindastólar, sjónvarp og DVD-
tæki. Og í stofunni sitja starfsmenn og spjalla
við gesti og reyna að halda uppi huggulegu
andrúmslofti. „Ég man eftir gesti sem sat hér
eitt laugardagskvöld eftir að hafa farið í sturtu,
settist svo niður og talaði um sín mál. Sagði
svo: „Ég man ekki hvenær ég sat síðast á laug-
ardagskvöldi með popp og kók og spjallaði.“
Það má kannski segja að sumar konur máti sig
þannig við fyrra líf eða eðlilegt umhverfi.“ Með
því er reynt að kveikja hjá þeim löngun til að
öðlast aftur líf eins og þær lifðu áður.
Mæta eigin fordómum
„Ég held að myndin sem margir fá upp í hug-
ann þegar þeir hugsa um athvarf sé beddi,
grátt ullarteppi, súpa og stór ausa.“ Sem
er mjög ólíkt Konukoti eins og það er í dag.
„Margir verða hissa þegar þeir koma hing-
að. Gestirnir líka. Þær segja margar að ef þær
hefðu vitað að þetta væri svona hefðu þær
verið löngu komnar. En þær þurfa að fara
í gegnum sína eigin fordóma áður en þær
koma. Þær vilja ekki vera komnar á þennan
stað, að þurfa á þessu að halda. Sérstaklega
ekki ungu konurnar. Þær afneita ástandinu,
vilja ekki viðurkenna að þær séu heimilis-
lausar.“
Aðstandendur Konukots hafa velt því mik-
ið fyrir sér hvernig hægt væri að ná betur til
yngri kvenna. „Það skiptir miklu máli að kon-
ur viti af þessu úrræði og nýti það frekar en að
láta sig hafa allt mögulegt miður gott úti í bæ.“
Þær yngstu 15 ára
Konurnar í Konukoti eru á öllum aldri og eiga
mjög mismunandi fortíð eins og gengur, sjúk-
dómurinn alkóhólismi fer ekki í manngrein-
arálit. Langflestar eru í neyslu og einstaka
kona á við geðsjúkdóm að stríða.
Óheimilt er að taka inn konur undir átján
ára aldri en allt að fimmtán ára stelpur hafa
leitað þangað. En þá verða starfsmenn að láta
barnaverndaryfirvöld vita. Að mati Kristínar
þyrfti að vera til neyðarathvarf fyrir unglinga
en slíkt athvarf er ekki til á Íslandi. Sú elsta
sem hefur hingað til leitað í Konukot var á
áttræðisaldri.
Hugga hver aðra
Eins og gefur að skilja gengur ýmislegt á í
Konukoti og þeir sem þar vinna þurfa að vera
við öllu búnir. Stundum er ró og friður í hús-
inu en aðra daga er hasar. Á geðdeild fær fólk
lyf og það er undir eftirliti lækna og hjúkrun-
arfræðinga. Þarna er ekkert slíkt í boði. Sjálf-
boðaliðarnir og starfskonurnar hafa ekkert í
höndunum nema eigið viðmót. Og oft reynir
á það, því gestirnir eru í alls kyns ásigkomu-
lagi. „Við getum boðið þeim upp á hressingu.
Stundum þurfa þær á því að halda að borða
mikið en stundum hafa þær enga matarlyst.
Konunum sem hingað koma líður oft mjög
illa. Það hefur komið fyrir að þær komi beint
hingað eftir nauðgun og ofbeldi. Sjálfsvirð-
ingin er svo léleg að þær fara ekki á spítala.
Þær vilja líka hlífa börnum og fjölskyldufólki
við því að sjá sig í svona ástandi og sleppa því
að fara upp á neyðarmóttöku. Við höfum séð
konur taka utan um hver aðra og veita hver
annarri huggun. En það gerist ekkert á hverri
nóttu.“
Átök í kotinu
Lífið snýst um að viðhalda neyslunni og oft
gengur ýmislegt á. „Auðvitað getur það komið
fyrir að þær reyni að stramma sig af og hætti
kannski í nokkra daga. Konur hafa orðið edrú
hérna. En langflestar eru í neyslu.“
Af því að þeim líður illa sýna þær ekki allt-
af af sér góða hegðun. „Það er mjög mikil-
vægt að taka því ekki persónulega ef einhver
er ókurteis en jafnframt að halda ákveðnum
mörkum.“
Ef gestirnir ganga of langt og fara yfir strik-
ið í samskiptum við starfsmenn eða aðra gesti
eiga starfsmenn að vísa þeim á dyr. Það er eina
ráðið sem hægt er að beita. Oft hefur þurft að
kalla lögregluna til. En alltaf eru gestirnir vel-
komnir aftur og það strax næsta kvöld.
Þannig hljómar þjónustusamningur RKkÍ
við borgina.
Gefa það sem þær geta
Hugmyndin er sú að kotið sé griðastaður án
skilyrða. Gestirnir eiga ekki að sitja undir því
að starfsmenn reyni að leiða þá inn á aðrar
brautir í lífinu. Ef þeir óska hins vegar eftir
hjálp eiga starfsmennirnir að verða við þeirri
bón og gera það sem í þeirra valdi stendur til
þess að greiða götu þeirra. Og tvisvar í mán-
uði eru félagsráðgjafar til taks í Konukoti fyrir
þær sem það vilja.
En ekki misskilja það. Konurnar í Konukoti
eru hvorki óferjandi né óalandi þó að þær séu
stundum í slæmu ástandi. Allir eiga til eitt-
hvað gott í sér og gestirnir í Konukoti eru þar
engin undantekning. Þær vilja margar hverj-
ar gefa af sé en eru ekki í sterkri stöðu til þess
að sýna það. „Það hefur til dæmis komið fyr-
ir, sérstaklega fyrir jólin, að konurnar fái mat-
araðstoð og komi svo með matinn hingað. Af
því að þær vilja leggja eitthvað til athvarfsins.“
Voru kaldar og þreyttar
Nú er heimilið opið frá klukkan fimm á dag-
inn til klukkan tólf á hádegi. Þá verða konurn-
ar að fara út, óháð veðri og aðstæðum. Það er
samt heilmikil framför frá því sem áður var.
Í upphafi var Konukot opnað fyrst klukkan
níu á kvöldin og var lokað frá klukkan níu á
morgnana. Konurnar kvörtuðu undan því og
sögðust vera orðnar allt of þreyttar á kvöldin.
„Þeim var líka kalt. Þær eru ekkert endilega
að fara út í einhverjum svaka kuldagöllum þó
að það sé kalt úti. Frekar komu þær sér inn
einhvers staðar.“
En í kjölfarið var opnunartíminn lengdur
í tveimur áföngum. Fyrst þannig að það var
opnað klukkan sjö en þá kom í ljós að það
var ekki nóg þannig að nú er opnað klukkan
fimm.
Prófa var að breyta Konukoti í sólar-
hringsstað. Það gekk ekki. „Þá varð bara stífla
hér.“ Átta konur settust að í húsinu og á með-
an komust aðrar ekki að.
Aftur á götuna eftir meðferð
„Það þarf að vera til neyðarathvarf en svo þarf
líka að vera til staður þar sem konan getur átt
heimili þó að hún sé enn í neyslu. En sama
hvar hún væri stödd hefði hún alltaf rétt á því
að fara í meðferð. Ég held bara að til lengri
tíma litið hljóti það að auka líkurnar á bata ef
konan gæti snúið aftur heim á sitt eigið heim-
ili eftir meðferð.
Hér er fólk sent í dýra meðferð en hvað
gerist svo þegar meðferðinni er lokið? Fólk
fer því miður í mörgum tilfellum aftur á göt-
una. Það er ekki sjálfgefið að fjölskyldan opni
faðminn fyrir fólki sem á jafnvel ítrekaðar
meðferðir að baki. Nei, ekki eftir einn mánuð,
eina ferðina enn.“ ingibjorg@dv.is
Konurnar í Ko Koti
Þær þurfa að fara í gegnum sína eig-
in fordóma áður en þær
koma.
NeyðArúrræði Konukot er aðeins hugs-
að sem neyðarúrræði en aðstandendur þess
kalla eftir því að konurnar sem þangað sækja
geti eignast lögheimili þrátt fyrir drykkju,
enda líta þeir á alkóhólisma sem sjúkdóm.
VirðiNG „Ég held að myndin sem margir fá upp í
hugann þegar þeir hugsa um athvarf sé beddi, grátt
ullarteppi, súpa og stór ausa.“ Starfsmenn skapa huggu-
legt andrúmsloft því ef það er eitthvað sem konurnar í
Konukoti fá ekki á daginn eða allajafna er það virðing.
ÖruGGt AtHVArf Reynt er að ná til þeirra yngstu, því þær afneita gjarna ástandinu. Konurnar í
Konukoti þurfa að sigrast á eigin fordómum áður en þær koma í athvarfið. Starfsmenn vilja þó frekar fá þær
þangað en að þær láti sig hafa allan fjandann úti í bæ.
Á ÖlluM Aldri Konurnar í Konukoti eiga marg-
víslegan bakgrunn og eru á öllum aldri. Þær yngstu
sem þangað hafa komið voru 15 ára en sú elsta var
á áttræðisaldri. Sumar áttu sér annað líf áður þar
sem þær ráku heimili og sinntu barnauppeldi.