Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Qupperneq 62
Margir tóku eftir glæsilegri
bumbu sem nýkjörinn borg-
arfulltrúi Besta flokksins, Eva
Einarsdóttir, skartaði í kosninga-
baráttunni. Bumban er nú farin
því Evu og eiginmanni hennar
Eldari Ástþórssyni fæddist sonur
á miðvikudagskvöld. Drengurinn
er annað barn þeirra hjóna en
fyrir eiga þau þriggja ára stúlku.
Samkvæmt Facebook-síðu Evu
heilsast öllum vel og ríkir mikil
hamingja með fæðingu sonarins.
„Þetta var eitt það skrítnasta sem
ég hef gert á mínum blaðamanna-
ferli,“ segir ritstjórinn ungi Magn-
ús Már Einarsson, sem ræður lög-
um og lofum á hinni geysivinælu
knattspyrnuvefsíðu, Fótbolti.net.
Það sem Magnús ræðir um er
tískusýning, eða öllu heldur tísku-
keppni, milli söngvarans Haffa
Haff og varnarmanns Selfoss-
liðsins í Pepsi-deildinni, Agnars
Braga Magnússonar.
Fótbolti.net hefur verið með
nýjan lið í sumar þar sem leik-
menn úr deildinni taka áskorun-
um. Tryggvi Guðmundsson, leik-
maður ÍBV, þurfti um daginn að
syngja lag með Diktu og skoraði
hann á Ásgeir Börk Ásgeirsson úr
Fylki að dansa ballett. Ásgeir skor-
aði svo á vin sinn Agnar Braga að
fara í Walk-Off við Haffa Haff en
hugmyndin er væntanlega fengin
úr myndinni Zoolander.
„Agnar Bragi var alveg til í
þetta. Það hefur enginn skor-
ast undan áskorun ennþá. Hann
stóð sig alveg frábærlega, alla-
vega hlógum við mikið. Hann tók
öllum leiðbeiningum Haffa með
bros á vör og fór í allt sem hann
var beðinn um. Þetta er alveg frá-
bært áhorfs,“ segir Magnús en af-
raksturinn má sjá á Fótbolta.net í
dag, föstudag.
Eins og tíðkast þarf Agnar
Bragi að skora á næsta mann og
varð þar fyrir valinu Halldór Orri
Björnsson, vængmaður Stjörn-
unnar. Halldór er ljóshærður og
næpuhvítur og skoraði Agnar
Bragi því á hann að fara í tvöfald-
an „spray-tan“-tíma. Verður fróð-
legt að sjá hvort hann taki því.
tomas@dv.is
Zoolander „Walk-off“
fjölgun í
Besta
Haffi Haff og agnar Bragi:
Í ágúst hefst á Stöð 2 sjónvarps-
þátturinn Ameríski draumur-
inn, en í honum fara þeir Sveppi,
Auðunn Blöndal, Villi Naglbítur
og Gillzenegger um Bandarík-
in í keppni sem ekki er ósvipuð
þeirri sem þeir háðu í sjónvarps-
þættinum Strákarnir. Samkvæmt
heimildum DV komu strákarn-
ir meðal annars við í Las Vegas,
þar sem þeir töpuðu fúlgum fjár
í spilavíti. Egill Einarsson, betur
þekktur sem Gillzenegger, sagði
í samtali við DV að hann mætti
ekkert tjá sig um þáttinn, en af
blæbrigðunum í rödd hans að
dæma, virtist brosið hafa ver-
ið skilið eftir við pókerborðið í
Vegas.
Voru
teknir í
Bakaríið í
Vegas
62 fólkið 23. júlí 2010 föstudagur
Sætir saman Haffi klæddi Agnar Braga
upp í alls konar múnderingar.
Undanfarið hafa fallegar ljósmyndir
af Ragnheiði vakið athygli en hún er
nýjasta listagyðja tískuljósmyndarans
Arnolds Björnssonar sem hefur meðal
annars myndað fyrirsæturnar Ásdísi
Rán og Tinnu Alavis. Arnold sérhæfir
sig í svokallaðri glamour ljósmyndun
og er talinn vera einn sá besti í brans-
anum.
„Þetta er náttúrulega bara ótrúlega
gaman og Arnold er alger snillingur
þannig að ég er svona aðeins að fikra
mig áfram í þessu. Ég er búin að vera
að þessu í mörg ár, á fullt af vinum sem
eru ljósmyndarar og hafa verið að nota
mig í allskonar myndatökur. Ég lærði
mjög mikið á því. Ég er ekkert komin á
fullt í þetta eða neitt svoleiðis, bara að-
eins að prófa. Ég er náttúrlega svolítið
sporty og ekki kannski þetta týpíska
módel. Ég er mjög spennt fyrir ein-
hverju sport-dóti og væri til í að prófa
að sitja fyrir á einhverju svoleiðis.“
Var boðið að vera í Sports
illustrated
Það hafa fleiri en Arnold ljósmyndari
tekið eftir náttúrulegri fegurð Ragn-
heiðar en henni var eitt sinn boð-
ið að fara í myndatöku hjá tímaritinu
þekkta, Sports Illustrated. Fallegustu
konur heims hafa einmitt prýtt forsíðu
þess tímarits, konur á borð við Tyru
Banks og Giselle Bundchen.
„Ég fór einu sinni í Sports Illus-
trated partý í Aþenu á Ólympíuleik-
unum og þar hitti ég einmitt einn rit-
stjóra sem sagði við mig að hvenær
sem ég vildi þá væri hann til í að fá
mig í myndatöku. Svo náttúrlega veit
ég ekkert hvað hann heitir. En hann
var mjög ánægður með hvað ég var
hávaxin og íslensk og vildi endilega fá
mig.“
farðar og hannar
Ragnheiður er sannarlega önnum kaf-
in þessa dagana en auk fyrirsætustarf-
anna leggur hún stund á leiklist og
hannar hún föt í samstarfi við ömmu
sína undir vörumerkinu M-Design.
Einnig er hún að undirbúa þátttöku
á heimsmeistaramótinu í sundi í
desember.
„Ég er förðunarfræðingur þannig
að ég mála mig auk þess að stílisera.
Við erum einmitt að fara í aðra töku
fljótlega, honum finnst svo gaman
að taka myndir af mér. Svo er ég er
búin að vera mikið í leiklist líka og er
að prófa mig áfram þar. Ég er í smá
sumarfríi núna en svo er ég að fara að
græja mig fyrir heimsmeistaramótið
í desember sem fer fram í Dubai. Ég
er mjög spennt fyrir því. Við amma
erum svo að hanna á fullu og ég er að
byrja á smá barnalínu núna. M-De-
sign er mjög stórt merki hérna heima
og svo erum við að færa okkur aðeins
út líka, erum að tala við fólk í Bretlandi
og erum nú þegar í Noregi og Þýska-
landi,“ segir Ragnheiður.
RagnheiðuR RagnaRsdóttiR:
Boðið að sitja fyrir
í sports illustrated
Sundkonan glæsilega, ragnheiður ragn-
arsdóttir vekur athygli á fleiri stöðum en
við sundlaugarbakkann.
glæsileg Ein af okkar fremstu íþróttakonum
spreytir sig fyrir framan myndavélina.
MYnDir arnOLD BJÖrnSSOn
fagmaður Einn þekktasti tískuljós-
myndari landsins, Arnold, hefur myndað
Ragnheiði en sá hefur meðal annars
myndað fyrir karlatímaritið Maxim.
Sjóðheit Ragnheiður er ekki bara í
keppnissundbolum, eins og sést á
þessari mynd.