Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Page 15
föstudagur 13. ágúst 2010 fréttir 15 Vinsæli airbrush og naglaskólin er að hefjast. Kennt verður með LCN naglaefni,Naturasun airbrush efni og Ruth gerviaugnhár. Skráning er hafin á hafnarsport@simnet.is og í síma 8202188/6613700. Höfum bætt við okkur kennslu í augnahára- lengingum, það flottasta í Evrópu. Tannhvíttunarefni sem allir mæla með. NATURAGLO ,,Engir flekkir’’ Virtasta brúnkuefnið á markaðinum í dag Aðeins 20 mín. meðferð! Pantanir: www.hafnarsport.is & hafnarsport@simnet.is ,,BEAUTYWHITE’’ STÝRIR BROTLEGU FÉLAGI OG SITUR Í BANKARÁÐINU Katrín Olga Jóhannesdóttir er lykilstjórnandi fjarskiptafyrirtæksisins Skipta hf. sem var gert að greiða 400 milljóna króna stjórnvaldssekt vegna ólöglegs verðsamráðs á farsímamarkaði. Katrín Olga á einnig sæti í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Talsmaður Skipta vill ekki svara því hver hlutur Katrínar Olgu var í hinu ólöglega samráði. Katrín Olga Jóhannesdóttir, sem sit- ur í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, er lykilstjórnandi Skipta hf. sem Sam- keppniseftirlitið gerði að greiða um 400 milljónir króna í stjórnvalds- sekt vegna ólögmæts samráðs milli Hátækni og Tæknivara á heildsölu- markaði um sölu á farsímum. Katrín Olga er framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Skipta, en Brynj- ólfur Bjarnason er forstjóri félags- ins. Félagið ákvað í sumar að semja við Samkeppniseftirlitið og féllst á að greiða þessa háu sekt til þess að komast hjá því að málið yrði kært til lögreglu. Hefur því sekt félagsins ver- ið talin óumdeilanleg og Skipti hef- ur séð hag sinn í því að semja strax um skuldina í stað þess að málið færi lengra. Hlutverk Katrínar hjá Skiptum er að  bera ábyrgð á samþættingu stefnumörkunar innan félagsins og dótturfélaga þess. Þá segir að hún eigi að fylgja eftir markmiðum og að- gerðaáætlunum og styðja við upp- byggingu á skipulagi félagsins. Hún var kjörin aðalmaður í bankaráð Seðlabanka Íslands af Alþingi þann 11. ágúst á síðasta ári. Rannsókn stendur yfir Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmda- stjóri samskiptasviðs Skipta, segir í skriflegu svari við fyrirspurn DV um þátt Katrínar Olgu í hinu ólöglega samráði, að fyrirtækið geti ekki tjáð sig um efnisatriði málsins umfram það sem hefur komið fram í tilkynn- ingu sem Samkeppniseftirlitið sendi út 9. júlí. Pétur segir þó að, jafnvel þó málinu sé að fullu lokið gagn- vart fyrirtækjum innan Skipta-sam- stæðunnar, þá hafi komið fram að rannsókn á öðrum þáttum málsins standi enn yfir. „Við höfðum frum- kvæði að því að upplýsa málið að fullu í samvinnu við Samkeppniseft- irlitið og viljum fara mjög varlega í yfirlýsingum um málið uns rannsókn lýkur,“ segir Pétur í svarinu. DV spurði Pétur hvaða stjórnend- ur fyrirtækisins, fyrir utan Brynjólf forstjóra, bæru ábyrgð á brotunum og þá sérstaklega hvort Katrín Olga, væri ein þeirra sem bæri ábyrgð á málinu innan fyrirtækisins. Þung viðurlög Í apríl á þessu ári framkvæmdi Sam- keppniseftirlitið húsleit hjá Skiptum og dótturfélögum þess, Símanum og Tæknivörum ehf. Gögn sem fund- ust í þeirri leit urðu til þess að gerð var leit hjá Hátækni ehf. og móðurfé- lagi þess Olíuverslun Íslands, nokkr- um vikum síðar. Húsleitin var fram- kvæmd vegna gruns um ólögmætt samráð milli Hátækni og Tæknivara á heildsölumarkði fyrir sölu á far- símum. Í kjölfar húsleitanna ákváðu Skipti og Tæknivörur að setja sig í samband við Samkeppniseftirlitið og veittu liðsinni við að upplýsa málið. Skipti féllst á að greiða 400 milljóna króna sekt og viðurkenndi að Tækni- vörur hefði brotið gegn samkeppn- islögum með umfangsmiklu ólög- mætu samráði við Hátækni. Skipti féllst einnig á að selja allan eignahlut sinn í Tæknivörum. Samkvæmt samkeppnislögum hefði Samkeppniseftirlitið getað kært stjórnendur fyrirtækisins til lög- reglu, en þeir hefðu átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér ef þeir hefðu verið sakfelldir. Hvorki náðist í Katr- ínu Olgu, né í Láru V. Júlíusdóttur, formann bankaráðs Seðlabanka Ís- lands við vinnslu fréttarinnar. valgeiR öRn RagnaRssOn blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Við höfðum frumkvæði að því að upplýsa málið að fullu í samvinnu við Samkeppniseftirlitið og viljum fara mjög var- lega í yfirlýsingum um málið uns rannsókn lýk- ur. seðlabanki Íslands KatrínOlgaJóhannesdóttir,aðalmaðuríbankaráðiSeðlabanka Íslands,ereinnframkvæmdastjórahinsbrotlegafjarskiptafyrirtækisSkiptahf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.