Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Qupperneq 15
föstudagur 13. ágúst 2010 fréttir 15 Vinsæli airbrush og naglaskólin er að hefjast. Kennt verður með LCN naglaefni,Naturasun airbrush efni og Ruth gerviaugnhár. Skráning er hafin á hafnarsport@simnet.is og í síma 8202188/6613700. Höfum bætt við okkur kennslu í augnahára- lengingum, það flottasta í Evrópu. Tannhvíttunarefni sem allir mæla með. NATURAGLO ,,Engir flekkir’’ Virtasta brúnkuefnið á markaðinum í dag Aðeins 20 mín. meðferð! Pantanir: www.hafnarsport.is & hafnarsport@simnet.is ,,BEAUTYWHITE’’ STÝRIR BROTLEGU FÉLAGI OG SITUR Í BANKARÁÐINU Katrín Olga Jóhannesdóttir er lykilstjórnandi fjarskiptafyrirtæksisins Skipta hf. sem var gert að greiða 400 milljóna króna stjórnvaldssekt vegna ólöglegs verðsamráðs á farsímamarkaði. Katrín Olga á einnig sæti í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Talsmaður Skipta vill ekki svara því hver hlutur Katrínar Olgu var í hinu ólöglega samráði. Katrín Olga Jóhannesdóttir, sem sit- ur í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, er lykilstjórnandi Skipta hf. sem Sam- keppniseftirlitið gerði að greiða um 400 milljónir króna í stjórnvalds- sekt vegna ólögmæts samráðs milli Hátækni og Tæknivara á heildsölu- markaði um sölu á farsímum. Katrín Olga er framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Skipta, en Brynj- ólfur Bjarnason er forstjóri félags- ins. Félagið ákvað í sumar að semja við Samkeppniseftirlitið og féllst á að greiða þessa háu sekt til þess að komast hjá því að málið yrði kært til lögreglu. Hefur því sekt félagsins ver- ið talin óumdeilanleg og Skipti hef- ur séð hag sinn í því að semja strax um skuldina í stað þess að málið færi lengra. Hlutverk Katrínar hjá Skiptum er að  bera ábyrgð á samþættingu stefnumörkunar innan félagsins og dótturfélaga þess. Þá segir að hún eigi að fylgja eftir markmiðum og að- gerðaáætlunum og styðja við upp- byggingu á skipulagi félagsins. Hún var kjörin aðalmaður í bankaráð Seðlabanka Íslands af Alþingi þann 11. ágúst á síðasta ári. Rannsókn stendur yfir Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmda- stjóri samskiptasviðs Skipta, segir í skriflegu svari við fyrirspurn DV um þátt Katrínar Olgu í hinu ólöglega samráði, að fyrirtækið geti ekki tjáð sig um efnisatriði málsins umfram það sem hefur komið fram í tilkynn- ingu sem Samkeppniseftirlitið sendi út 9. júlí. Pétur segir þó að, jafnvel þó málinu sé að fullu lokið gagn- vart fyrirtækjum innan Skipta-sam- stæðunnar, þá hafi komið fram að rannsókn á öðrum þáttum málsins standi enn yfir. „Við höfðum frum- kvæði að því að upplýsa málið að fullu í samvinnu við Samkeppniseft- irlitið og viljum fara mjög varlega í yfirlýsingum um málið uns rannsókn lýkur,“ segir Pétur í svarinu. DV spurði Pétur hvaða stjórnend- ur fyrirtækisins, fyrir utan Brynjólf forstjóra, bæru ábyrgð á brotunum og þá sérstaklega hvort Katrín Olga, væri ein þeirra sem bæri ábyrgð á málinu innan fyrirtækisins. Þung viðurlög Í apríl á þessu ári framkvæmdi Sam- keppniseftirlitið húsleit hjá Skiptum og dótturfélögum þess, Símanum og Tæknivörum ehf. Gögn sem fund- ust í þeirri leit urðu til þess að gerð var leit hjá Hátækni ehf. og móðurfé- lagi þess Olíuverslun Íslands, nokkr- um vikum síðar. Húsleitin var fram- kvæmd vegna gruns um ólögmætt samráð milli Hátækni og Tæknivara á heildsölumarkði fyrir sölu á far- símum. Í kjölfar húsleitanna ákváðu Skipti og Tæknivörur að setja sig í samband við Samkeppniseftirlitið og veittu liðsinni við að upplýsa málið. Skipti féllst á að greiða 400 milljóna króna sekt og viðurkenndi að Tækni- vörur hefði brotið gegn samkeppn- islögum með umfangsmiklu ólög- mætu samráði við Hátækni. Skipti féllst einnig á að selja allan eignahlut sinn í Tæknivörum. Samkvæmt samkeppnislögum hefði Samkeppniseftirlitið getað kært stjórnendur fyrirtækisins til lög- reglu, en þeir hefðu átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér ef þeir hefðu verið sakfelldir. Hvorki náðist í Katr- ínu Olgu, né í Láru V. Júlíusdóttur, formann bankaráðs Seðlabanka Ís- lands við vinnslu fréttarinnar. valgeiR öRn RagnaRssOn blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Við höfðum frumkvæði að því að upplýsa málið að fullu í samvinnu við Samkeppniseftirlitið og viljum fara mjög var- lega í yfirlýsingum um málið uns rannsókn lýk- ur. seðlabanki Íslands KatrínOlgaJóhannesdóttir,aðalmaðuríbankaráðiSeðlabanka Íslands,ereinnframkvæmdastjórahinsbrotlegafjarskiptafyrirtækisSkiptahf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.