Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Blaðsíða 12
12 fréttir 18. ágúst 2010 miðvikudagur
Manndráp, skotvopnaárás, fíkni-
efnainnflutningur, nauðganir, hníf-
stungur og líkamsárásir voru meðal
stærri verkefna sem lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu þurfti að glíma við
í fyrra Mótmælin í búsáhaldabylting-
unni í janúarmánuði 2009 voru þó
stærsta einstaka verkefnið sem lög-
reglan stóð frammi fyrir. Þetta kemur
fram í ársskýrslu lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu.
Baráttan við fíkniefni var áber-
andi í fyrra þar sem góður árangur
náðist. Lögreglumenn þurftu einn-
ig að glíma við búðaþjófnaði, pen-
ingafals og umferðarlagabrot ým-
iss konar en þjófnaðarbrotum hefur
fjölgað mjög undanfarin ár. Það á við
um innbrot sem í fyrra voru tæplega
3.000 talsins og nauðgunum fjölgaði
um næstum helming. Á sama tíma
og lögreglan þarf að glíma við erfið
verkefni er rekstur hennar í mínus.
Helmings aukning
Nærri helmingi fleiri nauðgunarkær-
ur bárust lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu í fyrra í samanburði við árið
2008. Í einhverjum tilvikum nýttu
gerendur sér ölvunarástand fórnar-
lamba, líkt og gerðist til að mynda í
húsasundi í iðnaðarhverfi borgar-
innar þegar konu var nauðgað í fyrra.
Nauðgunum hefur farið fjölgandi
hin síðari ár og í fyrra bárust lögregl-
unni tilkynningar um 67 nauðganir
en 37 árið þar á undan. Það sem af er
af þessu ári hafa 46 leitað til lögreglu
en um 60 til Neyðarmóttöku vegna
nauðgana, en í fyrra leituðu um 130
til hennar. Þá áttu fjórtán nauðganir
sér stað á skemmtistöðum árið 2009
samkvæmt Neyðarmóttökunni og
þar af fjórar á sama skemmtistaðn-
um.
Þá hefur öðrum kynferðisbrot-
um einnig fjölgað, svo sem brotum
í tengslum við netið, Facebook og
MSN-samskiptavefinn. Auk nauð-
gana voru fjölmennustu brotaflokk-
arnir blygðunarsemisbrot og kyn-
ferðisbrot gegn börnum.
Þúsundir innbrota
Ofbeldisbrotum í umdæmi höfuð-
borgarlögreglunnar hefur fækkað
milli ára. Í fyrra fækkaði þeim um
hundrað frá árinu áður, úr 800 of-
beldisbrotum árið 2008 niður í 700
árið 2009. Ef skoðaður er saman-
burður lengra aftur má sjá að of-
beldisbrotum milli áranna 2007 og
2008 fækkaði einnig um 100. Af þeim
brotum sem framin eru eru að jafn-
aði um 100 talin alvarleg ofbeldis-
brot, þar sem meðal annars var beitt
eggvopnum og ýmiss konar barefl-
um. Eitt morð var framið í fyrra í um-
dæmi höfuðborgarlögreglunnar.
Á meðan ofbeldisbrotum hef-
ur fækkað hefur þjófnaðarbrotum
fjölgað nokkuð milli ára. Brotin voru
alls 7.000 talsins í fyrra og þar af voru
innbrot á höfuðborgarsvæðinu hátt
í þrjú þúsund. Flest innbrotin áttu
sér stað á fyrri helmingi ársins og
um mitt sumarið en sú breyting hef-
ur orðið á að innbrotum að degi til
hefur fjölgað mjög sem og innbrot-
um í bíla. Um haustið – segir lög-
reglan – dró úr innbrotum og þannig
hafi þróunin verið fram til loka árs-
ins 2009.
Menningarnótt og mótmæli
Sérstakan kafla er að finna í árs-
skýrslu lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu um mótmælin miklu í
búsáhaldabyltingunni svokölluðu.
Að mati lögreglunnar tókst henni
vel upp við stjórn á þeim ófriðsömu
tímum sá þá ríktu og þess sérstak-
lega getið að í ófremdarástandinu
hafi hópur mótmælenda í engu sinnt
tilmælum lögreglu. Fjallað er sér-
staklega um skemmdir af völdum
mótmælenda og líkamsmeiðsl lög-
reglumanna í átökum við þann hóp
þar sem grjóti, glerflöskum, matvæl-
um, mold og drullu hafi rignt yfir
lögreglumenn í miðborginni. Í árs-
skýrslunni segir að lögreglan hafi á
endanum þurft að grípa til þess ráðs
að nota kylfur, táragas og varnarúða.
Slíkt sé aðeins gert við mjög sérstakar
aðstæður.
Fyrir utan mótmælin í bylting-
unni var Menningarnótt einn við-
burðaríkasti atburður ársins hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan hafði þar að venju mik-
inn viðbúnað enda hátt í 100 þúsund
einstaklingar saman komnir til að
skemmta sér í miðborginni.
Kannabisfaraldur
Fjöldi fíkniefnamála kom til kasta
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu í fyrra. Áberandi var hversu oft
kannabisræktun var upprætt og
orðar lögreglan það sem svo að um
slíkan faraldur sé að ræða. Kanna-
bisrækt var að finna víða í höfuð-
borginni, bæði í íbúðarhúsum og í
iðnaðarhverfum, þar sem gífurlegur
fjöldi kannabisplantna hefur fundist.
Í heildina upprætti lögreglan kanna-
bisræktun í sextíu tilfellum þar sem
lagt var hald á 200 plöntur að meðal-
tali í hverju máli.
Þá jók lögreglan samstarf sitt við
erlend lögregluembætti í baráttunni
gegn fíkniefnum. Sú samvinna skil-
aði árangri í einu stærsta fíkniefna-
máli ársins þar sem lagt var hald á
yfir hundrað kíló af fíkniefnum; amf-
etamín, marijúana, hass og e-töfl-
ur. Þetta er stærsti farmur sem lög-
reglan hefur lagt hald á en siglt var
með hann í 40 feta skútu, Sirtaki,
til Austfjarða. Nokkrir smyglaranna
voru handteknir í landi en lögreglan
þurfti að njóta aðstoðar varðskips-
ins Týs til að stöðvar för sjálfrar skút-
unnar.
SkapOfsi og taprekstur
Af nógu er að taka þegar kemur að
skemmdarverkum í höfuðborginni.
Íkveikjur, rúðubrot, veggjakrot og
bílrispur voru liðir sem lögreglan
þurfti reglulega að glíma við. Skap-
Ofsa er einnig getið sérstaklega í ár-
skýrslu lögreglunnar en reyndar í
fleirtölu, sem skemmdarvarga sem
skvettu rauðri málningu á heimili og
bifreiðar útrásarvíkinga.
Töluverður taprekstur var í
rekstri lögregluembættis höfuð-
borgarinnar en árið 2009 fór emb-
ættið rúm tvö prósent umfram þá
fjármuni sem embættið hafði til
umráða. Í lok ársins var embættið
rúmum 70 milljónum króna í mín-
us. Það er betri niðurstaða en í lok
árs 2008 er mínusinn var yfir 160
milljónir. Það er mat lögreglunnar
að gripið hafi verið til ýmissa að-
gerða til að reksturinn yrði í sam-
ræmi við áætlun og náðist viðun-
andi árangur á því sviði.
Árið 2009 var annasamt hjá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu sem þurfti meðal
annars að glíma við morðrannsókn, inn-
brot, alvarlegar líkamsárásir, fíkniefnamál
og umferðareftirlit. Í sumum brotaflokkum
hefur afbrotum fækkað, en nauðgunum og
innbrotum hefur fjölgað mjög.
Nóg að gera Á síðasta ári höfðu
lögreglumenn á höfuðborgarsvæð-
inu í nógu að snúast. Hér standa þeir
vaktina í Búsáhaldabyltingunni.
MyNd róbert reyNiSSON
ÁTTA INNBROT Á DAG
trauSti HafSteiNSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
HaNdtöKur eftir viKudöguM
handtökur árið 2009
Mánudagar
Þriðjudagar
Miðvikudagar
Fimmtudagar
Föstudagar
Laugardagar
Sunnudagar
520
553
544
566
565
871
870
Janúar
Febrúar
Mars
Apríl
Maí
Júní
Júlí
Ágúst
September
Október
Nóvember
Desember
410
363
394
408
376
406
309
365
333
370
405
350
HaNdtöKur eftir MáNuðuM
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Mannfjöldi í umdæminu 200.907
Hlutfall landsmanna 63,5%
Hlutfall útlendinga 7,0%
Lögreglumenn 306
Karlar 263 - Konur 43
öKutæKjaflOtiNN
Merktar stórar bifreiðar 5
Merktar fólksbifreiðar 28
Ómerktar fólksbifreiðar 18
Bifhjól 14
embættið
Brotin í umferðinni 2009
Óku sviptir ökuleyfi 730
Óku án ökuréttinda 330
Óku ölvaðir 840
Undir áhrifum fíkniefna 430
Yfir á rauðu ljósi 400
Talandi í síma 200
umferðarbrot
Nærri helmingi fleiri nauðg-
unarkærur bárust
lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu í fyrra
í samanburði við árið
2008.