Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Blaðsíða 22
22 úttekt 18. ágúst 2010 miðvikudagur Samkvæmt nýrri rannsókn eru þau börn sem eru of feit fjögurra ára gömul líklegri til að glíma við heilsufarsleg vandamál þegar þau eldast en börn sem eru í kjörþyngd. Breskir sérfræðingar segja nauðsynlegt að fræðsla um mataræði og hreyfingu hefjist á meðgöngu. Ekki sé hægt að kenna börnun- um sjálfum um hvernig komið sé fyrir þeim. Offita barna Börn sem eru of þung við fjögurra ára aldur eru líklegri til að glíma við heilsufarsleg vandamál þegar þau eldast en önnur börn. Þetta seg- ir Dr. David Hasl am, yfirmaður National Obesity Forum í Bretlandi. Meira en fimmta hvert breskt barn er of þungt þegar það hefur grunnskólanám en vandamálið er orðið svo algengt að verslunin Marks & Spencer býður nú upp á mjög stórar stærðir af skólabúning- um til að koma til móts við þarfir barnanna. Ekki barninu að kenna „Svona þung og feit börn eru líklegri til að þróa með sér sykursýki, krabbamein, hjarta- sjúkdóma, liða- og fótavandamál sem og and- lega vanlíðan,“ segir Dr. Haslam sem er einnig félagi í ESCO (Experts in Severe and Com- plex Obesity), hópi sem hefur verið stofnaður gegn offitu. Haslam segir hlutverk ljósmæðra mikilvægt því fræðslan þurfi að hefjast strax á meðgöngunni. „Á meðgöngunni verðum við að ná til mæðranna. Líf offitusjúklings hefst áður en hann fæðist,“ segir Haslam og bætir við að fjögurra ára barn sem eigi við of fitu að stríða hafi ekki gert neitt rangt. „Greyið barn- ið horfir fram á líf án möguleika á grönnum og heilbrigðum líkama,“ segir Dr. Haslam sem segir brjóstamjólkina afar mikilvæga sem fyrstu fæðu barna. Dr. Carel le Roux, sem einnig er félagi í ESCO og læknir hjá Imperial Weight Centre á Charing Cross Hospital, tekur undir orð Haslams. „Það er miklu erfiðara að ráða bót á vanda sjúklinga sem voru þegar orðnir of þungir á fjórða ári. Genin spila stórt hlut- verk þegar kemur að offitu, börn of þungra kvenna eru líklegri til að eiga í vandræðum með þyngdina, en það er ekki hægt að kenna erfðunum um allt. Genin koma skotunum í byssuna en umhverfið tekur í gikkinn.“ Erfitt að snúa við Í rannsókn á offitu barna, sem birtist í Clinical Pediatrics, kom í ljós að á meðal of feitra tólf ára barna var fjórðungur þeirra þegar orð- inn of þungur um fimm mánaða aldur, helm- ingurinn fyrir 24 mánaða aldur og 90% fyrir fimm ára aldur. Um 27% breskra barna eru of þung. Vísindamenn segja enga eina ástæðu fyrir offituvandamálinu en að helst sé slæmu mataræði og of lítilli hreyfingu um að kenna. „Mörg börn hafa þróað matarsmekk sinn um tveggja ára aldur og ef þau hafa þá þegar ver- ið kynnt fyrir of feitum og sykruðum mat er erfitt að snúa við,“ segir höfundur rannsókn- arinnar, Dr. John Harrington, aðstoðarpróf- essor við Eastern Virginia Medical School. Harrington segir of algengt að læknar bíði með aðgerðir þar til vandamálið sé orðið nánast óyfirstíganlegt. 1. Hrotur Ef barnið þitt hrýtur gæti það verið merki um of mikla fitu á hálsi. 2. Lítil hreyfing Hreyfir barnið sig í minna en eina klukkustund á dag? 3. Of mikið gláp Horfir barnið á sjónvarp eða spilar tölvuleiki í meira en klukkutíma á dag? 4. Ójafnvægi í mataræði Borðar barnið of mikið af kolvetnum en ekki nóg af ávöxtum og grænmeti? 5. Asmi Barn með asma getur líklega ekki hreyft sig jafnmikið og önnur börn og er því líklegra til að verða of feitt. 6. Þreyta Er barnið úrvinda eftir að hafa farið upp stiga? 7. Of þungir foreldrar Ef þú eða maki þinn eru of þung eru líkurnar á því að barnið verði það líka meiri. 8. Óhollusta Fær barnið óhollt snakk á milli mála? 9. Ofát Fær barnið tvisvar og jafnvel þrisvar á diskinn? Slíkt getur kennt barninu að borða yfir sig. 10. Gosdrykkja Fær barnið gos eða safa í staðinn fyrir vatn? á ábyrgð foreldra 10 hættumerki um að barnið verði of feitt, frá dr. Phil: meðganga og offita kvenna: Sykursýki Sjónvarpslæknirinn Dr. Oz segir of þungar konur fjórum sinnum líklegri til að þróa með sér meðgöngusykursýki. Börn sykursjúkra mæðra geta orðið afar stór og eru líklegri til að slasast í fæðingu og vera tekin með keisaraskurði. Of hár blóðþrýstingur Of þungar og feitar konur eru tvöfalt líklegri til að þjást af of háum blóðþrýstingi tengdum meðgöngunni sem, samkvæmt Dr. Oz, getur leitt til blóðtappa, slags og fyrirburafæðingar. meiri líkur á keisaraskurði „Þegar konur fæða á náttúrulegan hátt skiptir rembingurinn miklu máli. Konur sem eru of þungar og sér í lagi þær sem eru illa feitar um miðjuna eru ekki jafnsterkar,“ segir sjón- varpslæknirinn. Dr. Oz segir gott líkamlegt form bestu leiðina til að forðast keisaraskurð: n Líkur á keisaraskurði hjá konum í eðlilegri þyngd eru 11% n Líkurnar fara upp í 18% hjá konum sem eru yfir kjörþyngd. n Fyrir konur sem eru allt of þungar eru líkur á keisaraskurði 43%. Dr. Phil segir: „Segðu nei við barnið“ n Ef þú ert hrædd/-ur um að særa tilfinningar barnsins ef þú gefur því ekki það sem það vill borða hafðu þá í huga að hollur og fjölbreyttur matur getur bjarg- að lífi þess. n Mundu að barninu þarf ekki alltaf að finnast þú skemmtileg/-ur. Stundum þarf barnið að virða reglurnar. Þitt hlutverk sem foreldri er að sjá til þess að barnið fá gott og heilbrigt uppeldi, hvort sem barninu líkar það eða ekki. n Með því að neita barninu um óhollustu þótt þér finnist það erfitt seturðu heilsu barnsins framar tilfinningum þínum. Þess vegna er foreldrahlutverkið erfitt. Foreldrar verða að gera það sem þarf að gera. Þetta er engin vinsældar- keppni. n Mundu að sem foreldri áttu ekki að segja barninu það sem það vill heyra heldur það sem það þarf að heyra. n Ekki nota mat sem verðlaun. Þú getur elskað og umbunað barninu án matar. Lestu lengri sögu um kvöldið, farðu í leiki eða í sund þegar barnið hefur staðið sig vel. Leyfðu því að líða vel án óþarfa hitaeininga. n Ekki nota mat til að lækna andlega vanlíðan barnsins. Það gæti lagað bágtið í dag en gæti leitt til alvarlegra erfiðleika seinna meir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.