Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Blaðsíða 18
Jaðrar við einelti n Sá margverðlaunaði sjónvarps- maður, Egill Helgason, hefur und- anfarið verið á ferðalagi um landið. Blogg hans þessa dagana er hlaðið skemmtilegum ferðalýsingum. En Egill nýtur ekki friðar þrátt fyrir að vera til friðs. Vefurinn amx.is, sem tal- ið er að Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifi á að nokkru leyti, er altekinn af samsær- iskenningum um að Egill veiti Gylfa Magnússyni efnahagsráðherra skjól auk þess vefurinn dreifir kjaftasög- um sem Gróa í Efstaleiti. Þykir þetta allt jaðra við einelti. rás 2 verði lokað n Eiður Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, er óþreyt- andi að benda stjórnendum Rík- isútvarpsins á leiðir til að spara. Á bloggi hans er tillaga um að leggja niður Rás 2, hætta við tíufréttir í sjón- varpi og draga úr framlögum til íþróttadeildar um helming. Eiður bendir þó ekki á hinn augljósa sparnað sem fælist í því að losa Ríkisútvarpið undan þeim klafa launa og hlunninda sem fylgir Páli Magnússyni útvarps- stjóra. BJörn ingi með kylfu n Björn Ingi Hrafnsson, einn af aðaleigendum Pressunnar, hefur að nokkru leyti haldið sig til hlés eftir að skýrsla sannleiksnefnd- ar Páls Hreins- sonar kom út. Björn Ingi vék af stóli ritstjóra um stundarsakir og Steingrímur Sævarr Ólafsson tók við keflinu af honum. Við þetta myndaðist nokk- urt tómarúm í lífi Björns Inga. Hann fann þó lausnina og tók að stunda golf af krafti. Hermt er að hann hafi þegar náð miklum árangri á þessu sviði og kylfan leiki í höndum hans ekki síður en keflið áður. ameríkufarinn mikael n Útvarpskonan Ragnhildur Magn- úsdóttir er nú horfin til náms á vesturströnd Bandaríkjanna. Með henni í Ameríkuförinni er sam- býlismaðurinn Mikael Torfa- son, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri. Reiknað er með að hann berji saman bók á meðan Ragn- hildur stundar námið af krafti. Mikael var einn af afkastamestu rithöfundum þjóðarinnar. Hann komst á kortið með bók sinni Falsk- ur fugl á sínum tíma. Nokkurrar eftirvæntingar gætir eftir næstu bók hans. „Nú er vel spurt og orð eru dýr. Margir hlustendur vilja að minnsta kosti veita henni orð í eyra,“ segir KaRl TH. BIRGISSon þáttastjórnandi Orð skulu standa á Rás eitt. Þátturinn verður tekinn af dagskrá útvarpsstöðvarinnar í vetur. Karl sagði í viðtali við Fréttablaðið á miðvikudag að þátturinn væri sá eini sem helgaður væri íslensku máli hjá útvarpinu. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, andmælti þessu og sagði ýmsa þætti vera í bígerð hjá Ríkisútvarpinu um íslenskt mál. Stóð Sigrún við orð Sín? „Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðina yfir á þá. Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér.“ n Björgvin Björgvinsson, hjá kynferðisbrota- deild lögreglunnar - DV. Vegna ummælanna hefur Björgvin beðist afsökunar og í kjölfarið verið færður til í starfi. „Sumir falsa skjöl og pappíra, skipta um nöfn og hafa verið margdæmdir fyrir svik áður. Við eltum þetta fólk uppi og reynum að fá svör við spurningunum.“ n Þóra Tómasdóttir, um nýtt starf sitt. - DV „En svona er lífið,“ n Sigrún Stefánsdóttir, dagskárstjóri RÚV um að þátturinn Orð skulu standa hafi verið tekinn af dagskrá, en Sigrún viðurkenndi að hann væri vinsæll. - visir.is „Við lifum líka í samfélagi sem er fullt af hræsni.“ n Egill Helgason um að tóbak hafi verið gert útlægt á veitingastöðum og auglýsingar tengdar því bannaðar. Á sama tíma sé áfengi á boðstólnum hvarvetna og boðið sé upp á umfjöllun um áfengi í fjölmiðlum.- eyjan.is „Þegar ég fer í spinning á morgnana er hann að drattast heim af ölstof- unni.“ n Tobba Marínósdóttir um muninn á sér og nýja kærastanum. Karli Sigurðsyni borgarfulltrúa Besta flokksin.- Fréttablaðið Hin myrku leyndarmál Hluti íslenskra fjölmiðla hefur átt í bandalagi um áratugaskeið. Samtök þeirra felast í því að þegja um fréttamál sem óþægileg kunna að virðast. Með annarleg sjónarmið að leiðarljósi er sópað undir teppið málum sem ætti að kryfja til mergjar. Þar ber hæst í samtímanum sú heimskulega og gagn- rýnislausa aðdáun sem ákveðnir fjölmiðl- ar höfðu á útrásarmönnum og öllu þeirra matadorveldi. Fjölmiðlar eins og Fréttablað- ið og Frjáls verslun kepptust við að útnefna sem hetjur þá sem nú eru mestir vesalinga á Íslandi í augum almennings. Og forsetinn setti á þá heiðurskrossa. Stundum eru leiðandi fjölmiðlar mark- visst að þegja mál í hel. Þar er nærtækt að líta til máls þingmanns sem uppvís varð að þjófnaði. „Mistök,“ sagði stærsta dagblað landsins sem þá var. Ótal fleiri dæmi eru um að fjölmiðlar standi sig ekki á vaktinni. Sér- hagsmunir og glæpamannadekur ræður því að þeir nota þögnina til að kæfa heilbrigða og eðlilega umræðu. Biskupsmálið er dæmi um sýkingu sem enn grasserar hjá þeim hliðvörðum fjöl- miðla sem beita afli sínu til þöggunar í stað uppljóstrunar. Upplýst var í DV að dóttir fyrrverandi biskups, Guðrún Ebba Ólafs- dóttir, hafi barist við ráðandi öfl í þjóðkirkj- unni til að mál hennar og meintar misgjörð- ir föður hennar verði tekin upp. Bréfi hennar var ekki svarað. Nú hefur komið á daginn að fyrrverandi organisti Ólafs biskups tjáði sig í bréfi um hroðalega atburði sem áttu sér stað innan vébanda kirkjunnar. Því bréfi var aldrei svarað og Karl Sigurbjörnsson, núver- andi biskup, þóttist ekki hafa vitað af því. Allt er gert til að þagga niður hin myrku leyndarmál íslensku þjóðkirkjunnar. Fremstur fer biskupinn sem forsmáir fórn- arlömb og uppljóstrara sem stigið hafa fram. Og starfslið Biskupsstofu leggst á eitt með biskupi sínum ásamt nokkrum rótspilltum fjölmiðlum sem enn eru við heygarðshorn spillingarinnar. Þögnin skal ríkja um mis- gjörðir kirkjunnar manna. Taki kirkjunnar menn ekki af skarið og geri upp málin er nauðsynlegt að fólk- ið í landinu refsi þeim. Engin ástæða er til þess að almannafé sé lagt til reksturs slíkr- ar stofnunar. Og engin ástæða er fyrir fólk að vera í slíkri stofnun. Biskupinn verður að axla ábyrgð reynir trauStaSon ritStjóri Skrifar. Fremstur fer biskupinn sem forsmáir fórnarlömb sandkorn tRyggvagötu 11, 101 ReyKjavíK Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir framkvæmdaStjóri: Bogi örn emilsson ritStjórar: jón trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. leiðari spurningin bókstaflega 18 umræða 18. ágúst 2010 miðvikudagur BleSSaður BiSkupinn svarthöfði Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, er einstak-ur maður og vel gerður í hvívetna. Hann veit sem er að oft má satt kyrrt liggja. Þjáningin liggur í því að rifja upp mannvonsku og fjalla um hana. Miklu eðlilegra og betra er að leyfa þögninni að leika um óhæfuverk sem hvort sem er verða ekki afturkölluð. Karl er leiðtogi íslensku þjóð-kirkjunnar sem er lútersk og þar af leiðandi væntanlega frjálslyndari en sú kaþólska. Og það er dæmi um farsæla stjórn Karls að kynferðisbrotamál innan þjóðkirkjunnar eru vandlega varð- veitt í hinum ýmsu skúffum á Bisk- upsstofu. Þetta á sérstaklega við um þau mál sem snúa að prestum og yf- irmönnum þeirra. Allt annað er uppi á teningnum hjá kaþólsku kirkjunni úti í hinum stóra heimi. Þar hafa komið upp skelfileg mál þar sem kirkjunnar þjónar hafa látið barnagirnd stjórna gjörðum sínum. Blindaðir af heimsku hafa söfnuðir kaþólsku kirkj- unnar með dyggri aðstoð fjölmiðla farið í naflaskoðun og síðan uppgjör. Níðingar hafa verið gerðir opinberir og þeir settir af og jafnvel leiddir fyrir dóm. Á Íslandi er meiri friður í kringum mál af þessum toga. Karl veit sem er að opinberun syndara veldur ólgu og því einfaldast að þegja málin í hel. Það verður hvort eð er engu bjargað úr því sem komið er. Og langflestir fjölmiðlar á landinu eru sömu skoðunar. Sumt má ekki koma upp á yfirborðið. Þetta bandalag biskups og fjölmiðla hef- ur skilað þeim árangri að fjöldi óþægilegra mála hefur fengið að hvíla í friði. En nú er frið-urinn slitinn í sundur. Leyndarbisk- upinn Karl þarf að verjast fólki sem vill uppgjör á því sem liðið er. Hirðin á Biskupsstofu hefur slegið skjaldborg um biskup sinn og aðstoðað hann í hvívetna við að þagga niður mál. Bréfum til hins op- inbera kirkjuráðs sem innihalda ávirðingar á þjóna kirkj- unnar og vísbend- ingar um glæpi er haldið leyndum fyrir fjöl- miðlum. Biskupsmenn vita sem er að það veldur bara óróa að rifja upp fortíð sem best er að gleymist. Þeir vilja horfa fram á við og gleyma hinu óþægi- lega. Þannig getur þjóðkirkjan haldið áfram að boða eitt en framkvæma annað. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum og svo framvegis. Satt má kyrrt liggja. Og það er fullkomlega réttlætanlegt frá sjónarhóli yfirstjórnar kirkj- unnar að ljúga til að verja heiður manna sem þjónað hafa af alúð en misstigið sig nokkrum sinnum á langri leið. Þetta veit Karl sem opinberlega veit eiginlega ekki neitt um það sem er að gerast innan hans eigin kirkju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.