Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Blaðsíða 3
miðvikudagur 18. ágúst 2010 fréttir 3
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Hlaupasokkar
• Minnka verki og þyngsl í kálfum
• Minni hætta á blöðrumyndun
• Draga úr bjúgsöfnun
Lífsýnarannsókn á líkamsleifum
skákmeistarans Bobbys Fischer
sýna að hann getur ekki hafa ver-
ið faðir filippseysku stúlkunnar
Jinky Young. DNA-sýni þeirra voru
nýverið borin saman sem liður í
barnfaðernismáli fyrir íslenskum
dómstólum. Með þessari niður-
stöðu er því máli lokið.
Niðurstöður úr greiningu á líf-
sýni úr skákmeistaranum annars
vegar og stúlkunnar hins vegar
liggja fyrir. Þær benda til þess að
ekki sé skyldleiki milli þeirra og því
fellur um sjálfa sig fullyrðing mæð-
gnanna Jinky og Marylin Young um
að hin níu ára Jinky sé blóðskyldur
afkomandi Fischers. Með því er
útilokað að hún geti gert tilkall til
arfs en í dánarbúi skáksnillingsins
eru hundruð milljóna króna.
Enn óuppgert
Hæstiréttur úrskurðaði í júnímán-
uði að líkamsleifar Fischers skyldu
grafnar upp í þeim tilgangi að fá
lífsýni úr honum. DNA-greining-
in skipti sköpum í baráttu ættingja
og meintra ættingja hans um dán-
arbúið sem bíður opinberra skipta.
Jákvæð niðurstaða hefði útilok-
að systursyni Fischers en neikvæð
fellir hina meintu dóttur. Meint
ekkja Fischers, Japaninn Miyoko
Watai, vonast enn til að sanna hjú-
skap sinn við skáksnillinginn.
Það var snemma júlímánaðar
sem lífsýni úr Fischer voru tekin og
send út til rannsóknar. Niðurstað-
an var svo afhent í Héraðsdómi
Reykjavíkur á þriðjudagsmorgun
þar sem kom í ljós að útilokað sé
að skákmeistarinn sé faðir Jinky.
Þá eru eftir í baráttunni um arf-
inn systursynir Fischers, búsett-
ir í Bandaríkjunum, og hin meinta
ekkja frá Japan.
Bíða átekta
Fischer lést í janúar árið 2008 og í
kjölfarið stigu fram þrír keppinaut-
ar um arf skáksnillingsins; meint
dóttir, meint ekkja og tveir frændur
hans, systrasynirnir frá Bandaríkj-
unum. Fischer var grafinn í kirkju-
garði við Laugardælakirkju í Flóa-
hreppi.
Watai hefur enn möguleika á
að sanna hjúskap sinn og Fischers
þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi kom-
ist að þeirri niðurstöðu að hjúskap-
urinn væri ekki lögmætur og því
vísað frá kröfu hennar um einka-
skipti dánarbúsins. Samkvæmt
heimildum DV hefur hún lagt fram
ný gögn í þeirri von að sýna fram
á hjúskapinn og takist henni það
situr hún ein að arfinum. Takist
það ekki standa Targ-bræðurnir,
systursynir Fischers, einir eftir en
þeir bíða nú átekta og fylgjast með
framvindu mála.
Frændur Bobbys Fischer bíða í ofvæni eftir því hvort meint
ekkja skákmeistarans nái að sanna hjúskap þeirra Fischers.
Takist henni það heltast þeir úr lestinni.
trausti haFstEinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Bobby Fischer
Niðurstöður
DNA-rann-
sóknarútiloka
aðhannhafi
veriðfaðirJinky
Young.
Við leiðið HérkrjúpafilippseyskumæðgurnarviðleiðiFischersenþærvonuðust
tilaðsannaaðJinkyværidóttirhans.
jinky ekki
dóttir
fischers
Watai hefur enn möguleika á að
sanna hjúskap sinn og
Fischers.
Vinir í sárum
Hannes Þór Helgason
F. 9 . j ú l í 1 9 7 3 – D . 1 5 . á g ú s t 2 0 1 0
Handtekinn vegna
ástar á unnustunni
Á vettvangi Fleirihafaveriðhandteknirítengslumviðmorðmáliðenenginner
núíhaldilögreglu.