Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 18. ágúst 2010 miðvikudagur
Lögregluyfirvöld í austurafríska rík-
inu Tansaníu hafa handtekið mann
sem þau segja hafa reynt að selja
albínóa. Maðurinn var handtek-
inn þegar lögreglumenn þóttust
vera viðskiptavinir sem vildu kaupa
líkams hluta af albínóa. Þeir segja að
þeir hafi gert samning við manninn
um að borga 250 þúsund Banda-
ríkjadali fyrir albínóann sem er tví-
tugur að aldri. Sá sem var hand-
tekinn er 28 ára. Hann hefur verið
ákærður fyrir mansal.
Líkamshlutar af fólki sem þjáist
af albínisma eru notaðir í Tansaníu
af töfralæknum. Þeir búa til seyði úr
þeim og fullvissa skjólstæðinga sína
um að það muni gera þá ríka og heil-
brigða. Talið er að um fimmtíu al-
bínóar; börn og fullorðnir, hafi ver-
ið myrtir í landinu á síðustu þremur
árum. Yfirvöld í Tansaníu hafa heit-
ið því að uppræta þessa starfsemi
og hafa sjö menn verið dæmdir til
dauða vegna þessa. Morðum á al-
bínóum hefur fækkað en gríðarleg
hræðsla ríkir á meðal þeirra vegna
þessara ofsókna. Í mörgum Afríku-
löndum hafa albínóar verið ofsóttir
um aldir vegna litaraftsins og anda-
trúar um þá. Algengur fylgikvilli al-
bínisma í Afríku er húðkrabbamein
en fæstir afrískra albínóa ná fjörutíu
ára aldri.
Á Vísindavef háskólans kemur
fram að albínismi stafi af gölluðu
litargeni. „Þetta gen er víkjandi sem
þýðir að barn þarf að fá það frá báð-
um foreldrum til þess að áhrifin
komi fram. Hafi einstaklingur eitt
eðlilegt litargen sjást engin merki
um albínisma hjá viðkomandi. En
eignist þessi einstaklingur barn með
öðrum einstaklingi sem einnig hefur
eitt gallað litargen eru fjórðungs lík-
ur á því að barnið verði albínói. Talið
er að einn einstaklingur af hverjum
20.000 sé albínói.“ helgihrafn@dv.is
Maður ákærður fyrir mannsal í Afríkuríkinu Tansaníu:
Ætlaði að selja albínóa
Tugir láta lífið í
sprengjuárás
Að minnsta kosti sextíu létust í
sjálfsmorðssprengjuárás á herstöð
í Bagdad í gær. Samkvæmt fréttum
breska ríkisútvarpsins, BBC, særð-
ust að minnsta kosti 100 manns í
árásinni. Fórnarlömbin voru flest
íraskir hermenn sem berjast við hlið
bandarískra hermanna og banda-
manna þeirra í Írak. Herstöðin er
í miðborg írösku höfuðborgarinn-
ar. Um 250 nýir hermenn koma til
byggingarinnar á hverjum degi en
stjórnvöld í Írak reyna nú að auka
við heraflann til að undirbúa sig
fyrir minnkandi umsvif Bandaríkja-
manna í landinu, en þeir áforma að
hætta hernaðaraðgerðum í Írak í lok
mánaðarins, eftir sjö ára stríð.
Upplýsingafulltrúi íraska hersins,
Qassim al-Moussawi, tjáði Associat-
ed Press að sprengjumaðurinn hefði
verið einn á ferð.
Ísraelsstjórn ábyrg
fyrir dauða barns
Ísraelskur dómstóll hefur úrskurðað
að ísraelsk yfirvöld beri sök á dauða
ungrar palestínskrar stúlku á Vestur-
bakkanum fyrir þremur árum. Stúlk-
an var tíu ára og hét Abir Aramin.
Hún bjó í þorpinu Anata og lést þegar
landamæravörður skaut hana með
gúmmíkúlu þegar hann var í átökum
við börn og unglinga sem köstuðu í
hann grjóti. Samkvæmt dómnum var
skotunum ekki beint að þeim sem
köstuðu grjótinu og þau því óréttlæt-
anleg. Stúlkan var skotin þegar hún
gekk heim úr skólanum með systur
sinni og tveimur bræðrum, en syst-
kinin höfðu staldrað við til að kaupa
sælgæti. Stjórnvöld eru því skylduð til
að greiða fjölskyldunni skaðabætur.
Dómarinn vísaði frá þeim getgátum
verjenda ísraelska ríkisins að grjóti
hefði verið kastað í Aramin litlu og
úrskurðaði að byssuskotið hefði verið
dánarorsök hennar.
Ástralía rjúfi
konungssamband
Julia Gillard, forsætisráðherra Ástr-
alíu, hefur opinberað þá skoðun
sína að landið eigi að slíta konungs-
sambandi sínu við Bretland þegar
Elísabet II Bretadrottning deyr. Ástr-
alar kjósa til þings á laugardaginn
en hingað til hefur lítið sem ekkert
verið fjallað um málefni konungs-
sambandsins í kosningabaráttunni.
Gillard sagði að við dauða Elísabet-
ar II væri tímabært fyrir Ástrala að
finna nýjan þjóðarleiðtoga, sem væri
hvorki breskur konungur né drottn-
ing. Ástralar höfnuðu að breyta
ríkinu í lýðveldi í þjóðaratkvæða-
greiðslu árið 1999.
Helsti mótframbjóðandi Gillard
er Tony Abbott úr hægriflokki frjáls-
lyndra, en hann er yfirlýstur kon-
ungssinni.
Gillard sagði við sama tækifæri
að hún bæri mikla virðingu fyrir og
væri hlýtt til Elísabetar drottning-
ar, sem er 84 ára að aldri, og sagðist
vonast til að hún lifði lengi enn.
Hræðsla vegna morðöldu
Tansanísk kona með barni sínu,
sem fæddist með albínisma. Mikil
hræðsla hefur ríkt í Tansaníu hjá
albínóum og aðstandendum
þeirra vegna ofsókna.
Mynd ReuteRs
FRJÁLS EFTIR 11 ÁR Í FANGELSI
Igor Sutyagin, rússneskum vís-
indamanni, sem dæmdur var í
fimmtán ára fangelsi fyrir njósn-
ir, hefur skyndilega verið sleppt úr
haldi. Honum var flogið til Bret-
lands þegar Rússland og Banda-
ríkin skiptust á njósnurum á dög-
unum í stærstu aðgerð þeirrar
tegundar frá lokum kalda stríðsins.
Hann var handtekinn árið 1999 og
sat í ellefu ár í rússnesku fangelsi
en hélt ávallt fram sakleysi sínu.
Sutyagin er kjarneðlisfræðingur
og fékk dóm fyrir að hafa njósnað
fyrir bandarísku leyniþjónustuna,
CIA, en honum var gefið að sök að
hafa komið leynilegum upplýsing-
um um kjarnorkukafbáta og flug-
skeytavarnir til bresks ráðgjafa-
fyrirtækis sem Rússar sögðu vera
undir hatti bandarísku leyniþjón-
ustunnar.
Igor Sutyagin er nú í útlegð í
Lundúnum og segir fjölmiðlum frá
reynslu sinni, BBC segir að heit-
asta ósk hans sé að fá að snúa aftur
til heimalandsins. Hann segist vera
hálfhræddur við hraðann í bresku
samfélagi og þjást af heimþrá.
skyndilega sleppt
Í júlí var Sutyagin í Rússlandi við
vinnu í fangelsinu, sem er við
norðurheimskautsbaug, þegar
honum var skyndilega og án út-
skýringa sagt að búa sig undir
brottför. Hann var handjárnaður
og komið fyrir í flugvél sem flutti
hann til Moskvu.
Hann var einn af fjórum njósn-
urum sem sendir voru til Vestur-
landa í skiptum fyrir rússnesku
njósnarana sem játuðu í vor að
hafa verið meðlimir leynilegs rúss-
nesks njósnahrings sem starfaði
í Bandaríkjunum. Sutyagin seg-
Rússneski vísindamaðurinn Igor suty-
agin var í sumar skyndilega leystur úr
rússnesku fangelsi og sendur til Bret-
lands í stærstu njósnaraskiptum Rússa
og Bandaríkjamanna frá lokum kalda
stríðsins. Hann var dæmdur í 15 ára
fangelsi fyrir njósnir, skömmu eftir að
Vladimir Putin komst til valda. Sutyagin
hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu en
segist harma að hafa verið sleppt með
þessum hætti.
HelgI HRafn guðMundsson
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Mig langaði auð-vitað að verða
frjáls. En mig langaði
að verða frelsaður á
grundvelli réttlætisins.
flutt frá Bandaríkjunum
n „Richard Murphy“ og „Cynthia Murphy“ viðurkenndu að vera Vladimir Guryev
(44 ára) og Lydia Guryeva (39 ára).
n „Donald Howard Heathfield“ og „Tracey Lee Ann Foley“ viðurkenndu að vera
Andrei Bezrukov (49 ára) og Elena Vavilova (47 ára).
n „Michael Zottoli“ og „Patricia Mills“ viðurkenndu að vera Mikhail Kutsik (49
ára) og Natalia Pereverzeva (36 ára).
n „Juan Lazaro“ viðurkenndi að vera Mikhail Vasenkov (66 ára), kvæntur
blaðamanninum Vicky Pelaez (55 ára), fæddri í Perú.
n Anna Chapman, 28 ára (upprunalega Anya Kushchenko), fasteignasali, dóttir
rússnesks sendiráðsmanns.
n Mikhail Semenko starfaði undir eigin nafni.
Hvarf
n Ellefti njósnarinn „Christopher Metsos“, hvarf á Kýpur.
fluttir frá Rússlandi
n Igor Sutyagin vísindamaður, dæmdur í fangelsi árið 2004 fyrir að njósna fyrir
CIA.
n Sergei Skripal, fyrrverandi leyniþjónustumaður, dæmdur fyrir að njósna fyrir
Bandaríkin árið 2006.
n Alexander Zaporozhsky, fyrrverandi leyniþjónustumaður, dæmdur fyrir
njósnir árið 2003.
n Gennady Vasilenko, fyrrverandi KGB-maður, dæmdur árið 2006 fyrir ólöglega
vopnaeign.
FANGASKIPTI STórveldANNA