Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Blaðsíða 13
miðvikudagur 18. ágúst 2010 fréttir 13
ÁTTA INNBROT Á DAG
6. janúar
Ófagrir tÓnar
Snemma á árinu 2009 var kvartað til
lögreglu vegna hávaða í fjölbýlishúsi
í Kópavogi. Er lögregla kom á staðinn
komst hún að því að hávaðinn kom
frá heimili miðaldra karlmanns
sem var að spila ölvaður á píanóið
sitt. Maðurinn var það ölvaður,
og hljóðfæraleikurinn í samræmi
við það, að lögregla sá þann kost
vænstan að biðja hann að hætta
spilamennskunni.
14. janúar
JÓlatré á bíl
nágrannans
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af
nágrannadeilu í höfuðborginni er
tilkynnt var að karlmaður hafði hent
jólatré sínu niður af svölum og ofan á
bíl nágranna síns. Viðkomandi höfðu
átt í deilum um nokkurt skeið og
grunsemdir lögreglumanna sneru að
því að atvikið væri liður í þeirri deilu.
27. janúar
brutust inn
í hesthús
Tvær konur voru handteknar af lög-
reglunni fyrir að brjótast inn í fjölda
hesthúsa á höfuðborgarsvæðinu. Við
húsleitir hjá þeim fundust yfir þrjátíu
stolnir hnakkar ásamt öðrum hlutum
úr hesthúsunum.
21. september
festust í lyftu
Sjö ungir karlmenn festust í lyftu í
fjölbýlishúsi í miðborginni og þurfti
lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að
koma þeim til aðstoðar. Mennirnir
voru allir ölvaðir og kom síðar í ljós
að burðarþol lyftunnar miðaðist við
sex menn.
12. október
ungur á rúntinum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
stöðvaði nokkuð ungan ökumann
í bíltúr í Kópavogi í október. Sá
reyndist aðeins fjórtán ára gamall
og hafði hann tekið bíl foreldranna í
leyfisleysi.
9. desember
Keyrði á strætÓ
Í desember var fólksbíl ekið inn í
strætisvagn á Suðurlandsbraut.
Ökumaður og farþegar bílsins slösuð-
ust lítillega auk þess sem bíllinn
skemmdist mikið við áreksturinn.
21. desember
bJörguðu álft
Lögreglan var fengin til að leysa
óvenjulegt vandamál í Kópavogs-
lauginni þar sem álft hafði fengið
sér sundsprett. Starfsmenn sáu enga
aðra leið færa en að kalla til lögreglu
til að fjarlægja fuglinn úr lauginni.
ÓlíK útKöll
„Þetta var mikill léttir, ég finn að þessu
fylgir mikið frelsi,“ segir Guðrún Ebba
Ólafsdóttir, sem var skyndilega boð-
uð á fund kirkjuráðs í gær, þriðjudag,
klukkan þrjú. Hún fór á fundinn ásamt
þeim Sólveigu Önnu Bóasdóttur og
Sigfinni Þorleifssyni sem voru henni
til halds og trausts. „Kirkjuráð hlýddi á
frásögn mína þar sem ég lýsti reynslu
minni af föður mínum. Ég ítrekaði
mikilvægi þess að allir starfsmenn
kirkjunnar sem starfa með börnum og
unglingum fái fræðslu um kynferðis-
ofbeldi. Ég ítrekaði líka mikilvægi þess
að kirkjan taki skýra afstöðu með þol-
endum kynferðisofbeldis. Þetta var
eitthvað sem ég var ákveðin í að gera.
Það skipti mig afar miklu að geta fylgt
þessu eftir á vettvangi kirkjunnar. Mér
fannst það mjög mikilvægt að kirkju-
ráð fengi að heyra mína sögu. Eins
og komið hefur fram þá vildi ég líka
að komið yrði í veg fyrir að þetta gæti
gerst aftur, að kynferðisbrotamenn
gætu komist til æðstu metorða.“ Fað-
ir Guðrúnar Ebbu var Ólafur Skúla-
son sem sætti ásökunum um að hafa
beitt kynferðisofbeldi á meðan hann
var biskup.
kirkjan tekur afstöðu gegn
kynferðisofbeldi
Fundurinn hófst á því að biskup kynnti
fyrir Guðrúnu Ebbu hvað kirkjan hefði
gert til að berjast gegn kynferðisofbeldi
á síðustu árum. Eftir fundi Guðrúnar
Ebbu og Sigrúnar Pálínu Ingvarsdótt-
ur með biskupi fyrir rúmu ári baðst
hann afsökunar á kynferðisofbeldi
innan kirkjunnar. Þá voru reglur hertar
og nýjar siðareglur starfsmanna sam-
þykktar á kirkjuþingi. Áður en barna-
starfið hefst í haust á að fá undirskrif-
að samþykki frá öllum starfsmönnum
fyrir skimun. „Það er algjörlega skýrt
og kirkjan hefur ítrekað reynt að sýna
það að hún hefur tekið skýra afstöðu
gegn kynferðisofbeldi. Kirkjan styður
þolendur kynferðisofbeldis og þá sem
vinna gegn því. Hún styður alla sem
vinna að því að auka vitundarvakningu
samfélagsins fyrir kynferðisofbeldi.
Það er alveg skýrt að allir starfsmenn
kirkjunnar hafa tilkynningaskyldu til
barnaverndar. Kirkjuráð og biskup
vilja að kirkjan sé öruggur staður og
það sé skýrt að tekið verði á svona mál-
um á öllum stöðum innan kirkjunnar.
Við reynum að gera allt til að uppræta
ofbeldi. Við erum ekki páfinn en kyn-
ferðisofbeldi er synd.“
sárt að hlusta á þjáningar
annarra
Aðspurður segir Kristján að fund-
urinn í dag hafi verið langur og
strangur en góður. „Það var
mjög gott að fá Guð-
rúnu Ebbu á okkar fund.
Hennar erindi var skýrt,
hún vildi segja sína
sögu. Það var gott að
hún gat gert það fyrst
hún vildi það. Hún
var búin að láta
vita af því áður um
hvað hún vildi
tala. Í kirkjuráði
sitja tveir prestar,
biskup og tveir
leikmenn og
skrifstofustjóri
Biskupsstofu,
sem er líka
prestur. Við
höfum heyrt
fólk lýsa þjáningum sínum áður. Sá
sársauki sem ég finn til þegar ég hlusta
á hana lýsa reynslu sinni er ekkert
sem skiptir máli. Hann er heldur ekk-
ert í samanburði við þjáningu þeirra
kvenna og barna sem hafa orðið fyrir
ofbeldi. Sérstaklega ef um börn er að
ræða sem alast jafnvel upp við ofbeldi
og eiga alltaf von á því. Það er slæm
staða þegar sálarlíf barns og ungl-
ings er skaðað vegna kynferðisofbeld-
is eða annars konar ofbeldis. Guðrún
Ebba sagði töluvert frá starfi sínu með
Blátt áfram og Stígamótum og ég var
ánægður að heyra af því. Hún er þol-
endum kynferðisofbeldis til uppörv-
unar og hvatningar.“
biskup ætlar að geyma þetta í
hjarta sínu
Eftir að Guðrún Ebba lauk máli sínu
spurði hún hvort einhver vildi spyrja
einhvers. Þá tók Karl Sigurbjörnsson
biskup til máls og sagðist
myndu geyma þessa
reynslu í hjarta
sínu og þakkaði
henni fyrir. Þar
með var fund-
inum lokið. Sól-
veig Anna segir
að það hafi kom-
ið sér á óvart
hvað Guðrún
Ebba fékk
lítil
viðbrögð við máli sínu. „Henni var
sýnd virðing, það horfðu allir á hana
af athygli allan tímann á meðan hún
var að tala. Hún bauð upp á spurning-
ar en enginn vildi spyrja neins. Biskup
sagði að hann myndi íhuga orð henn-
ar. Ég veit það ekki, ég átti von á því að
hún fengi einhverja stund á eftir þar
sem fólk gæti talað saman. Þegar hún
var búin að tjá sig var þetta bara búið.
En ég er rosalega ánægð fyrir hennar
hönd að þetta sé búið. Hún gerði þetta
af mikilli reisn. Það er búið að vera
aðdáunarvert að fylgjast með henni.
Guðrún Ebba er yndisleg kona sem
reynir að snúa erfiðri lífsreynslu upp
í eitthvað jákvætt. Hún er sterk fyrir-
mynd. Hún hefur sýnt mikinn styrk
sem mun hafa áhrif langt fram í tím-
ann. Það þarf kjark til þess að gera
þetta og enn meiri kjark verandi sú
sem hún er.“
málinu lokið
Áður en Guðrún Ebba kvaddi, um
hálftíma eftir að fundurinn hófst,
faðmaði Halldór Gunnarsson sókn-
arprestur í Holti hana að sér. Sig-
rún Pálína hefur lýst yfir sérstöku
þakklæti í hans garð fyrir stuðning-
inn sem hann sýndi henni. „Það
var kannski ekki alveg mér að þakka.
Móðir mín sagði mér frá ákveðnum
atburðum sem vörðuðu Ólaf sem ég
trúði ekki á sínum tíma. Það var mjög
erfitt og hún misvirti það við mig að
ég skyldi ekki trúa henni. Þannig að
þegar þessi mál komu upp síðar varð
það kannski til þess að ég brást öðru-
vísi við en aðrir. En Guðrún Ebba hafði
fullkomin stuðning allra í kirkjuráði og
það ríkti mikil einlægni á fundinum.
Og ég verð að segja að frá því að þessi
mál komu upp hefur margt gerst. Það
má ekki gleyma því að Ólafur Skúlason
varð að segja af sér. Það var margt gert
í framhaldinu, eins og að stofna fag-
ráðið. Ég tel að kirkjan sé að bregðast
einarðlega og ákveðið við því að berj-
ast gegn kynferðisofbeldi. En núna tel
ég að þessu máli sé lokið. Kirkjan hef-
ur tekið á móti þessu fólki og komið til
móts við það með þeim hætti að ég sé
ekki hvernig væri hægt að gera betur.“
Kristján tekur undir það að málinu
sé nú lokið.
Áður en Guðrún Ebba kvaddi hóp-
inn tóku prestarnir í hönd hennar og
þökkuðu henni fyrir. „Ég hældi henni
fyrir það að hafa stigið þetta skref. Hún
Guðrún Ebba er mikill skörungur,“
segir Kristján.
Guðrún ebba ólafsdóttir fékk áheyrn hjá kirkjuráði í gær. Þar sagði hún sögu sína
sem karl sigurbjörnsson biskup sagðist ætla að geyma í hjarta sínu. Í kjölfarið upp-
lifði hún mikinn létti og frelsi. Kirkjuráð telur að þar með sé málinu lokið.
LýsTI ReyNsLu sINNI
Af föðuR síNum
Fimm kynferðisbrotamál hafa borist fagráði kirkjunnar frá stofnun ráðsins árið 1999.
mál Gunnars björnssonar
Nú hefur fagráðið upplýst um öll mál sem því hafa borist. Tvö mál sem vörðuðu
unglinga voru tilkynnt strax til viðkomandi barnaverndaryfirvalda. Ákært var í
öðru málinu en viðkomandi sýknaður af ákæru fyrir dómi. Það var mál Gunnars
Björnssonar, þáverandi sóknarprests á Selfossi. Eftir sýknudóminn var málið tekið upp
innan kirkjunnar og því vísað til úrskurðarnefndar. Gunnar var síðan færður úr starfi
sóknarprests í framhaldi af því. „Biskup greip inn í þrátt fyrir sýknudóm og gerði ríkari
kröfu en dómsvöld,“ segir Kristján Björnsson sóknarprestur í Vestmannaeyjum.
óvelkomin snerting prests
Í hinu tilvikinu sem vísað var til barnaverndaryfirvalda og varðar samskipti leiðtoga
og unglinga í æskulýðsstarfi var viðkomandi vikið úr starfi á grundvelli siðareglna
kirkjunnar og reglna æskulýðsstarfsins um samskipti leiðtoga við börn og unglinga.
Kristján segir að ekki hafi verið gefin út ákæra í þessu máli þar sem yfirvöld töldu ekki
ástæðu til þess, hvorki var um kynferðislega áreitni eða ofbeldi að ræða.
Þrjú mál hafa borist frá fullorðnum einstaklingum. Þeim hefur verið veitt ráðgjöf og
stuðningur. „Þær kusu að kæra ekki málin en samskiptin voru óviðeigandi,“ segir
Kristján. „Þær kusu að fara hvorki með mál sín fyrir dómstóla né senda þau til úrskurð-
arnefndar kirkjunnar. Þetta eru um tuttugu ára gömul mál. En þriðja málið er varðar
fullorðinn einstakling var þegar prestur gerði sig sekan um óvelkomna snertingu.
Kynferðisbrot innan KirKJunnar
inGibjörG döGG kjartansdóttir
blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is
kvenskörungur Guðrún Ebba
Ólafsdóttir hefur sýnt mikið hug-
rekki og mikinn styrk í baráttunni
gegn kynferðisofbeldi.
Þakkaði Guðrúnu ebbu fyrir Karl Sigur-
björnsson biskup kynnti aðgerðir kirkjunnar
fyrir Guðrúnu Ebbu í gær áður en hann hlýddi
á sögu hennar á fundi kirkjuráðs.