Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Blaðsíða 20
Ekkert að frétta Útgáfuteiti í Kling & Bang Í tilefni af útgáfu skáldsögunnar Saga eftirlifenda - Höður og Bald- ur verður haldinn útgáfufögnuður næstkomandi miðvikudag, þann 18. ágúst kl. 20.00, í gallerí Kling & Bang, Hverfisgötu 42. Boðið verð- ur upp á léttar veitingar og Emil Hjörvar les upp úr bókinni. Höður og Baldur er fyrsta skáldsaga Emils Hjörvars Petersen en áður hefur hann gefið út ljóðabækurnar Refur og Gárungagap. Bókin er sú fyrsta í fyrirhuguðum þríleik, en um er að ræða spennandi fantasíutrylli, með tilheyrandi skopi, ádeilu og samfé- lagsrýni. 20 fókus 18. ágúst 2010 miðvikudagur Daði sýnir í artóteK Á Menningarnótt, laugardaginn 21. ágúst kl. 16.00 verður opnuð sýning á verkum Daða Guðbjörnssonar listmálara í Artóteki. Sýningin er á 1. hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Daði er lærður húsgagnasmiður en sneri sér fljótlega að myndlist. Hann útskrifaðist frá Listaaka- demíunni í Amsterdam í Hollandi árið 1984 en áður hafið hann lokið námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og stundað nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Daði vinnur mest með grafík og málar með vatnslitum og olíu. Sýningin stendur til 3. október. Opið er mánudaga til fimmtudaga 10.00–19.00, föstudaga 11.00–19.00 og um helgar 13.00–17.00 Hvað Heitir lagið? „Jensen går ned til en å for at fange sig en fisk, hvad han ofte har gjort, men der er ingen ting at hente, en industri har fyldt åen op med skidt og lort.“ Svar: John Mogensen - Det er noget galt i Danmark artfart í Dag og á morgun Miðvikudagur Stella Polaris - Workshop: The Dream of the Shaman Ármann kl. 10.00–17.00 Anna Asplind - Dancewalks Hugmyndahús háskólanna kl. 16.00 Inga Maren Rúnarsdóttir - Workshop: Flying low and Passing Through Danslistaskóli JSB frá kl. 17.00–20.00 The Shakespeariment - Shakespeare in Pieces Crymo gallerí frá kl. 18.00–21.00 Árni Kristjánsson - Á gólfinu Ármann frá kl. 18.00–18.50 Kammersveitin Ísafold - Spektralhátíð Norðurpóllinn frá kl. 19.00–23.00 Fimmtudagur Stella Polaris - Workshop: The Dream of the Shaman Ármann frá kl. 10.00–17.00 Inga Maren Rúnarsdóttir - Workshop: Flying low and Passing Through Danslistaskóli JSB frá kl. 17.00–20.00 Sýnir - Allir komu þeir aftur Elliðaárdalur frá kl. 18.00–19.10 Árni Kristjánsson - Á gólfinu Útgerðin frá kl. 18.00–18.50 Hnoð - Snoð Smiðjan, LHÍ Sölvhólsgötu frá kl. 20.00–21.00 Ingi Hrafn Hilmarsson & Kane Husbands - In the beginning Listasafn Reykjavíkur frá kl. 20.30–21.00 Aukasýningar AMMA - VAKT Norðurpóllinn kl. 21.00 – fimmtudag Dans á rósum - Mario bros Norðurpóllinn kl. 19.00 – fimmtudag Það er alltaf gaman þegar eitthvað nýtt er reynt í tölvuleikjum. Hvort sem það er í söguþræði, spilun eða útliti. Stundum eru heilu leikirnir bornir uppi af ferskleikanum, og því fögnum við hér á DV. Það er margt nýtt undir sólinni hér í Kane & Lynch 2. Fyrir það fyrsta stýra leikmenn núna Lynch, en ekki Kane, alltaf gaman að leika geðsjúkling. Hasar- inn er í algjöru blasti allan tímann, sagan er aðeins margslungnari en síðast og útlitið hefur fengið þvílíka yfirhalningu. Leikurinn spilast á frek- ar þéttu tempói, sem er líka gleðilegt. Nánast enginn dauður punktur. Tek- ið hefur verið upp nýtt, „cover“-kerfi, sem gerir það að verkum að maður er nánast allan tímann í hnipri á bakvið eitthvað drasl. Það er margt í Kane & Lynch sem er hægt að hafa gaman af, eins og áður er upptalið. Leikur- inn hins vegar nær bara ekki að grípa mann, mögulega eins og fyrri leikur- inn. Þrátt fyrir æsilegan söguþráð og skemmtilegt sögusvið, þá bara vant- ar eitthvað alveg sárlega upp á. Útlit leiksins sem byggir á einhvers kon- ar heimildarmynda-„cinematík“, fer líka alveg skelfilega í taugarnar á mér, hálf slappt eitthvað. Skotkerfið er sér- stalega ófullkomið og svo er bara ein- hver leiðindabragur á leiknum sem ég kann bara ekki við. „Co-op“-kerf- ið er hins vegar ágætt, því það sam- einar tvo anda á trylltum augnablik- um. Það er nóg af frábærum hlutum að gerast í heimi tölvuleikja um þess- ar mundir, en þeir félagar Kane & Lynch verða að vera út í kuldanum, að sinni. Dóri DNA Kane & Lynch 2: Dog Days Útgefandi: Eidos Interactive Tegund: Hasarleikur Spilast á: PS3/Xbox/PC tölvuleikir Kane & Lynch 2: Dog Days Það vantar eitthvað upp á. Evelyn Salt (Angelina Jolie) er þaul- reyndur CIA-njósnari sem fær það verkefni að yfirheyra Vassily Orlov (Daniel Olbrychski), ljónharðan ná- unga sem lítur út eins og Björgólfur Thor eftir 5 ár. Hann lýsir því yfir að hann vinni að endurreisn Rússlands sem stórveldis gegnum leyniverkefni sem fram að þessu var álitið að væri byggt á sögusögnum. Hann bendir á Salt sem þungavigtarleikmann í þeim þætti verkefnisins sem snýr að því að drepa núverandi forseta Rússlands sem honum þykir heldur linur fulltrúi rússneska bjarnarins. Samsærið er veigamikið og miðar að því að koma af stað þriðju heims- styrjöldinni þar sem Rússland stend- ur uppi sem sigurvegari og eina eftir- lifandi stórveldið. Þarna virðist sem það hafi verið komið upp um Salt og hennar raunverulega tilgang inn- an CIA. Hún neyðist í kjölfarið til að flýja og hefst þar spennuþrungin eft- irför hennar gömlu kollega. Það er frá því að segja að myndin svíkur engan með tilliti til hasars sem fram fer um víðan völl, Salt stekkur milli trukka og lumbrar á heilu herdeildunum. Auð- vitað er allt yfirdrifið og ósennilegt, til dæmis sleppur hún úr höfuðstöðv- um CIA án þess að þyrla sé notuð við eftirförina. Þyrlur eru notaðar af lög- gæslumönnum í Bandaríkjunum jafnvel þótt um bílaþjófa sé að ræða, hvað þá meintan rússneskan njósn- ara. Látum það liggja á milli hluta, því tökur og brellur (sem Íslendingar eiga að hluta til heiðurinn af) eru flottar og hressandi. Samsærið er geðveikislegt, yfir- gripsmikið og matreitt af mjög vond- um Rússum sem tala móðurmál sitt reiprennandi og það er góð tilbreyt- ing. Hér er komin enn ein tilraun til að feta í fótspor James Bond. Gallinn er bara að Bond-formúlan er stein- dauð. „Bond, James Bond“ hefur verið í óstöðvandi krísu sem hlýtur að enda með greftrun hans. Kvikmyndagerð- armenn hafa brugðist við þessu með því að gera njósnamyndir þar sem um innbyrðis fyrirtækjanjósnir er að ræða eða herför gegn stórglæpamönnum í stórfyrirtækjageiranum. Bourne- myndirnar eru án efa sterkasti arf- takinn en í þeim á Bourne í stríði við stóru leyniþjónusturnar sem birtast sem hryðjuverkaarmur hverrar ríkis- stjórnar. En framhaldsmyndin Salt er meira í anda Bond, nema hvað reynt er að nútímavæða harkalega. Njósna- hetjan er grjóthörð kona sem á und- arlegan heimavinnandi húskarl sem safnar skordýrum. Hann er leikinn af hinum frábæra þýska leikara August Diehl sem er reyndar fáránlega kjána- legur og stórskrýtinn hér. Jolie leikur prýðilega eins og oft áður, þótt hún hafi snemma vanið sig á að leika eingöngu í ógeðslega vondu rusli. Örugglega hennar besta mynd til þessa en það eitt og sér þarf ekki að segja mikið. Ég vil ekki eyðileggja spennuna fyrir komandi áhorfend- um en myndin er, rétt eins og James Bond, alveg einstaklega fyrirsjáanleg. Ég vissi ekkert um þráð myndarinnar, en myndin er rétt byrjuð þegar maður áttar sig á plottinu. Til dæmis meiðir hún en drepur ekki fyrrverandi sam- herja sína á flóttanum og sena þar sem hún tekur eitur úr könguló kom manni í fullan skilning um hver flétt- an væri. Fín sulta alveg hreint en það er augljóslega kominn tími á eitthvað nýtt. Geisp. Erpur Eyvindarson James BonD í g-streng saLT Leikstjóri: Phillip Noyce Aðalhlutverk: Angelina Jolie, Liev Schreiber. kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.