Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 18. júní 2010 miðvikudagur Þrír ungir menn, Atli Hilmar Skúla- son (24), Páll Zophonias Pálsson (24) og Jóhann Páll Hreinsson (22) luku 33 daga gönguferð sinni yfir landið á Reykjanestá fyrir helgina. Gangan yfir landið tók 28 daga en félagarnir hvíld- ust og skoðuðu sig um í nokkra daga að auki. Ferð þeirra hófst þann 11. júlí þeg- ar þeir létu aka sér út Langanesið eins langt og hægt var. „Bílstjórinn treysti sér ekki til þess að aka síðustu 10 kíló- metrana yst út á Langanesið, þannig að við urðum að ganga þann spöl og svo aftur til baka,“ segir Atli Hilmar. „Við vorum að vísu 4 í upphafi. Auk okkar þriggja var félagi okkar Hrafn Þráinsson með í för. Hann átti við hnémeiðsl að stríða en gekk þó með okkur þrjá fyrstu dagana. Það voru okkur öllum vonbrigði að hann skyldi ekki geta tekið slaginn með okkur.“ Steingrímsstígur - garpastígur Atli Hilmar, Páll og Jóhann Páll gengu leiðina sem nú er farið að kalla Stein- grímsstíginn efir Steingrími J. Sigfús- syni sem gekk einn síns liðs lengstu leið yfir landið fyrir nokkrum árum. „Við gengum áreiðanlega ekki sömu leið og hann og gætum því kallað okkar leið Garpastíg. Við höfðum ekki kort af leið Steingríms þegar við vorum að undirbúa ferðina. Reynd- um aðeins að merkja inn leið sem okkur þótti vera einna beinust.“ Félagarnir einsettu sér að ganga um það bil 25 kílómetra á dag. Fyrir- fram var ákveðið að þeir fengju á vissum stöðum vikuskammt af mat. Hver og einn var með sinn svefnpoka og tjald og vikuskammt af mat í bak- poka. „Að þessu leyti var þetta eins og hver önnur fjallaferð með bak- poka. Við ákváðum að bera hver sitt tjald því við þolum ekki táfýluna hver af öðrum,“ segir Atli. Ekki er hlaupið að því að fara yfir straumþung jökulvötn, eins og Jökuls á á Fjöllum, Skjálfandafljót, Þjórsá og Hvítá og því miðaðist leið- in við að fara yfir brýr umræddra fall- vatna. Þannig héldu þeir yfir Jökulsá á Fjöllum um þjóðveg 1, til Mývatns þar sem þeir áðu í sólarhring og skoðuðu sig um. Síðan héldu þeir upp með Skjálfandafljóti að brú sem er yfir það norðan Tungnafellsjökuls á Gæsa- vatnaleið. „Við vissum af heitri laug austan fljótsins um það bil 5 kílómetr- um neðan við brúna. Það var mikið tilhlökkunarefni að komast í heitt bað eftir langa og stranga göngu. Við fór- um úr öllu og létum eins og við ætt- um heiminn. En þá birtust tvær fjöl- skyldur á jeppum. Við görguðum að við værum naktir í lauginni sem varð til þess að þau biðu átekta með börn- in meðan við lukum okkur af. Það var dálítið súrt að geta ekki notið þess að baða sig í fjallakyrrðinni aleinir.“ Náttúruverndarsinnar Atli, Jóhann og Páll fóru einu sinni upp á jökul ofan Þjórsárvera sem þeim þótti afar tilkomumikil. „Þjórs- árver eru stórbrotin, töfrandi og fjöl- breytileg. Ég hugsa til þess með hryll- ingi að virkjunarsinnar vilji leggja Þjórsárver undir uppistöðulón að einhverju leyti, eins og ætlunin er með Norðlingaölduveitu. Við klifum upp á Arnarfell og horfðum yfir þessi undur náttúrunnar. Fyrr skal ég dauð- ur liggja en að láta það viðgangast að þetta verði lagt undir virkjunarfram- kvæmdir,“ segir Atli. Þríeykið þurfti lítið að kvarta yfir veðrinu eða vætusömu sumri og seg- ir ferðina hafa í heildina gengið mjög vel. „Ætli við höfum ekki ráðist í þetta vegna þess að við teljum okkur vera náttúruverndarsinna. Mér finnst nú sem ég hafi meiri efni á að tala máli ósnortinnar náttúru eftir að hafa gengið lengstu leið yfir landið. Okk- ur finnst þetta líka vera eins konar manndómsraun. Einhvern veginn er maður betri maður eftir að hafa undirbúið þetta, lagt af stað og klárað dæmið.“ Atli Hilmar segir móttökur hvar sem þeir komu hafa verið óviðjafn- anlegar. „Íslendingar eru gríðarlega gestrisnir. Fyrir það erum við þakk- látir.“ Þrír ungir menn gengu lengstu leið yfir landið á 28 dögum og luku manndómsraun sinni fyrir helgi. „Ég hugsa til þess með hryllingi að virkjunarsinnar vilji leggja Þjórsárver undir uppistöðulón að einhverju leyti, eins og ætlunin er með Norðlingaölduveitu,“ segir Atli Hilmar Skúlason, einn göngugarpanna við lok ferðar á Reykjanestá. GENGU 700 KÍLÓMETRA jóHANN HAukSSoN blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „klára dæmið“ JóhannPállHreins- son(t.v.),PállZophoniasPálssonog AtliHilmarSkúlason(t.h.)gengu lengstuleiðyfirlandiðá28dögum. myNd Sigtryggur Ari jóHANNSSoN www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.