Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Blaðsíða 25
MassiMo Taibi Kom til Manchest- er United árið 1999. Hann spilaði sinn fyrsta leik á móti Liverpool þar sem hann gerðist strax sekur um mistök með þeim afleiðingum að Sami Hyypiä skoraði. Hann varði þó eins og berserkur það sem eftir lifði leiks og var valinn maður leiksins í 2-3 sigri United. Taibi var svo í markinu þegar Chelsea rústaði United 5-0 sem er eitt stærsta tap liðsins í seinni tíð. Hann spilaði aðeins fjóra leiki fyrir United og í þeim síðasta fékk hann á sig sérlega klaufalegt mark. Þá átti goðsögnin Matthew Le Tissier, leikmaður Southamp- ton, átakanlega slakt skot sem Taibi missti í gegnum klof sér. Bæbæ Taibi. miðvikudagur 18. ágúst 2010 sporT 25 Mistækir MarkMenn pepe reina Mistök Reina voru kveikjan að samantektinni en þetta eru ekki fyrstu klaufamistök hans með Liverpool. Reina gerði skelfileg mistök í leik gegn erkifjendunum í Everton árið 2008. Reina sló þá boltann upp í loft eftir skot sem hann fékk beint á sig. Það fór ekki betur en svo að boltinn var á leið í markið þegar Reina stökk á eftir honum og greip boltann. Þá var Reina sjálfur á leið í markið og reyndi því að kasta boltanum frá sér. Fyrir aftan hann beið Andrew Johnson og skallaði boltann beint í netið. ÖgMundur Ólafsson Það er einn íslenskur markvörður sem kemst á þennan lista en sjálfsmark hans vakti heimsathygli í sumar þökk sé myndbandavefnum youtube.com. Sá heppni er Ögmundur Ólafsson markmaður HK í 1.deild karla. Atvik- ið átti sér stað í leik Þórs og HK. Þá átti leikmaður Þórs arfaslakt skot að marki HK sem lak í gegnum teiginn og stefndi út af vellinum. Ögmund- ur hljóp þá út úr markinu og tókst á ótrúlegan hátt að fleygja boltanum í eigið mark. peTer enckelMan Á eitt umdeildasta sjálfsmark allra tíma. Það kom í nágrannaslag Birmingham City og Aston Villa í september 2002. Þá tók Olaf Melberg, liðsfélagi Enckelman hjá Villa, inn- kast í átt að eigin marki. Á nánast óskiljanlegan hátt misreiknaði Enckelman boltann svo illa að hann náði ekki einu sinni snertingu áður en boltinn rúllaði í netið. Markið var mjög umdeilt þar sem reglurnar segja að ekki megi skora beint úr innkasti en það stóð þrátt fyrir það og markið gerði nánast út um feril Finnans. Hann var stuttu seinna seldur til Blackburn þar sem hann spilaði þrisvar á fjórum árum. paul robinson Enskir mark- menn hafa verið þekktir fyrir skrautleg mistök með landsliðinu og Paul Robinson kemst ofarlega á lista yfir þau klaufalegustu. Mistökin áttu sér stað þegar Króatía sigraði Eng- land 2-0 í undankeppni EM 2008 en England komst eftirminnilega ekki á mótið. Gary Neville sendi þá til baka á Robinson sem ætlaði að hreinsa. Boltinn skoppaði lítilega rétt áður en hann kom að Robinson sem hitti ekki boltann. Hann lak því í netið. david jaMes Hefur átt nokkur skrautleg mistök á litríkum ferli. Eftirminnilegust er þó sennilega röð mistaka sem hann átti með Liverpool á meðan hann var aðalmarkmaður liðsins í lok síðustu aldar. Þegar James var svo inntur svara um slaka frammistöðu kenndi hann tölvuleikjum um allt saman. Hann sagðist vaka svo lengi fram eftir við tölvuleiki að það væri farið að hafa veruleg áhrif á viðbrögð hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.