Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Blaðsíða 17
miðvikudagur 18. ágúst 2010 erlent 17 Alþjóðlegur hópur fræðimanna og stjórnmálamanna hefur krafist þess að Frakkar borgi Haítum þá sautján milljarða evra ( jafnvirði 2.600 millj- arða íslenskra króna) sem þeir telja að Frakkar hafi svikið út úr Haítum á nítjándu öld. Þeir segja að pen- ingunum yrði varið í að byggja Ha- ítí upp, en landið er enn í sárum eft- ir jarðskjálftann skelfilega í janúar sem felldi 250 þúsund manns. Árið 1825 heimtuðu Frakkar 150 milljónir franka í gulli í skaðabæt- ur eftir að Haítí varð sjálfstætt ríki í kjölfar þrælabyltingar. Þeir sem að átakinu standa telja að krafan hafi verið ólögleg og það verði að láta hana falla niður. „Sjálfstæðisskuldin, sem í dag er verðmetin á sautján milljarða evra, neyddi þjóð sem hafði náð sjálf- stæði í þrælauppreisn sem heppn- aðist, til að borga aftur fyrir frelsi sitt,“ er skrifað í franska dagblað- ið Liberation, í ákalli til Nicholas Sarkozy, forseta Frakklands. Undir ákallið skrifa meðal annarra banda- ríski málvísindamaðurinn Noam Chomsky, franski heimspekingur- inn Etienne Balibar og Evrópuþing- mennirnir Daniel Cohn-Bendit og Eva Joly, ráðgjafi íslenskra stjórn- valda. Haítí hlaut sjálfstæði árið 1804 en franskir þrælasalar heimtuðu skaðabætur fyrir „eignartap“. Haítar kláruðu að greiða skuldina árið 1947. „Í ljósi hinnar miklu neyð- ar í landinu í kjölfar jarðskjálftans skelfilega hinn 12. janúar 2010, hvetjum við þig til að borga Haítí, fyrsta svarta lýðveldi heims, bæt- urnar sem það á skilið,“ stendur í ákallinu. Komið hefur í ljós að aðeins brot af þeim fjármunum sem alþjóða- samfélagið lofaði að gefa Haítum hefur verið greitt. helgihrafn@dv.is Eva Joly og Noam Chomsky skrifa undir ákall: Frakkland skuldar Haítí Hafa enga neyðar- aðstoð fengið Sameinuðu þjóðirnar hafa spáð því að þúsundir muni deyja úr kóleru og öðrum sjúkdómum vegna flóðanna í Pakistan. Tuttugu milljónir þjást vegna flóðanna og talið er að margir verði áfram í vanda staddir þótt flóð- unum linni, þar sem þeir hafa enga aðstoð fengið. Sameinuðu þjóðirnar hafa aðeins safnað þriðjungi af þeim 500 milljónum Bandaríkjadala sem þarf í neyðaraðstoðina. Embættis- menn hafa sagt að löskuð ímynd Pakistan hafi eyðilagt fyrir fjársöfn- uninni. 1.600 hafa dáið í flóðunum og tvær milljónir eru heimilislausar en flóðin eru þau verstu í Pakist- an í háa herrans tíð. Útsendarar hjálparstofnana telja að 3,5 milljónir barna séu í hættu vegna banvænna sjúkdóma sem breiðst geta út með drykkjarvatni menguðu skólpi og spilliefnum. Kennir Guði um skógareldana Rússneski viðskiptajöfurinn Vasily Boiko, sem titlar sig „hinn mikla“, hef- ur skipað öllum 6.500 starfsmönn- um landbúnaðarveldis síns að gera hreint fyrir sínum dyrum gagnvart Guði og lifa samkvæmt lögmálum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Boiko, sem bætti „hinn mikli“ við nafn sitt þegar hann sjálfur frelsað- ist, trúir því að hinir miklu þurrkar og skógareldar sem geisað hafa í Rúss- landi séu skilaboð frá Guði almátt- ugum. Starfsmenn hans þurfa því að finna guð eða finna sér ný störf ella. Rússneskur landbúnaður hefur orðið fyrir gríðarlegu tjóni vegna ham- faranna og því á Boiko mikið undir að Guð hætti að refsa Rússum fyrir syndir sínar. Hann hefur veitt öllum ógiftum starfsmönnum sínum tveggja mán- aða frest til að gifta sig svo þeir lifi ekki í synd. Þá hefur hann bannað starfsmönnum sínum og eiginkonum starfsmanna að fara í fóstureyðingu því hann vill ekki starfa með morð- ingjum. Trúboð á hjóla- bretti Kaþólskur prestur hefur slegið í gegn á vef YouTube þar sem hann sýnir hæfileika sína á hjólabretti. Ung- verski presturinn Zoltan Lendvai, 45 ára, býr og boðar orð Guðs í Redics, sem er lítið þorp í Ungverjalandi við landamæri Slóveníu. Hann trúir því að hjólabretti geti opnað augu ungs fólks fyrir boðskap Guðs. Lendvai segist hafa John Bosco sem fyrirmynd, en Ítalinn Bosco var uppi á nítjándu öld og helgaði líf sitt því að bæta stöðu fátæks ungs fólks og notaði leiki til að mennta það. „Ég hef oft hugsað um þessa leið sem aðferð til að færa fólk nær Jesú,“ sagði hann í samtali við Reuters. Lendvai lærði á hjólabretti þegar hann var fjórtán ára. Það var þó ekki fyrr en hann var prestur í bænum Kormend, í norðvesturhluta Ung- verjalands, sem hann áttaði sig á áhrifunum sem þessi hæfileiki hans gæti haft á ungt fólk. Að Sarkozy borgi Alþjóðlegur hópur fræðimanna krefst þess að Frakkar endur- greiði Haítum þá fjármuni sem þeir voru skyldaðir til að borga eftir þrælauppreisn- ina árið 1804. Á myndinni sést Sarkozy Frakklandsforseti virða fyrir sér eyðilegging- una á Haítí. MyNd REutERS FRJÁLS EFTIR 11 ÁR Í FANGELSI ir hins vegar í samtali við BBC að hann líti ekki svo á að hann sé í sama flokki og njósnararnir sem honum var skipt fyrir og segist hafa liðið fyrir að hafa þurft að vera með í njósnaraskiptunum. „Ég var í raun mjög ósáttur við þetta og sorgmæddur. Mig langaði aldrei að yfirgefa Rússland og þetta er ekki gott fyrir mig. Mig langaði auðvitað að verða leystur úr haldi. Mig langaði auðvitað að vera frjáls. En mig langaði til að verða frelsað- ur á grundvelli réttlætisins,“ segir Sutyagin í einlægu viðtali við BBC. Engin leyndarmál Sutyagin var virtur vopnasérfræð- ingur í Moskvu á tíunda áratugn- um. Vandræðin hófust þegar hann fór á öryggismálaráðstefnu í Bret- landi. Þar gáfu menn sig á tal við hann sem unnu fyrir fyrirtæki sem bauð honum að skrifa skýrslu um fjárfestingar í Rússlandi. Sutyag- in vann skýrsluna fyrir mennina, sem hann segir að hafi aðeins ver- ið áhugasamir um viðskipti en ekki hernaðarlegar upplýsingar. Hann segir að upplýsingarnar í skýrsl- unni hafi verið fengnar úr gögnum sem þegar hafi legið fyrir og ekki verið nein leyndarmál. Igor Sutyagin segir að hann hafi unnið skýrsluna upp úr blaðagrein í Washington Post og frétt um ráð- stefnu í rússneska hertímaritinu Rauðu stjörnunni. „Þetta eru upp- lýsingarnar sem ég var dæmdur fyrir að hafa lekið, líkt og þær væru leyndarmál. En þessar upplýsing- ar voru öllum opnar.“ Síðla árs 1999, rétt eftir að Vladi mir Putin hafði tekið við sem forsætisráðherra, var Sutyag- in kallaður á fund FSB, rússnesku leyniþjónustunnar. „Og þá hvarf ég,“ segir hann. Naut stuðnings Amnesty Hann var handtekinn og ákærður fyrir að leka rússneskum hernað- argögnum til vestrænna njósnara. Eftir að hafa setið í fimm ár í varð- haldi var hann loks dæmdur í 15 ára fangelsi árið 2004. Hann segist ekki vilja gera of mikið úr þjáningum sínum í fang- elsinu, vill ekki kvarta. En hann viðurkennir samt að hafa stund- um fundið fyrir hræðslu. „Fangels- ið gat verið mjög hættulegt. Það er mjög margt sem getur komið fyrir þig í fangelsi, starfsmenn og fang- ar geta skaðað þig.“ Sutyagin sat í ellefu ár í haldi, ýmist í fangelsum eða þrælkun- arbúðum, en hélt alltaf fram sak- leysi sínu. Amnesty International studdi baráttu hans. Þegar örygg- isreglur leyfðu fékk hann send bréf og póstkort frá Amnesty-fólki víðs vegar um heiminn. Hann segir að það hafi eflt hann í trúnni á að rétt- lætið myndi einn daginn sigra. Land ekki sama og ríki Hann dvelur nú hjá vinum í Bret- landi og hefur fengið sex mán- aða dvalar- og atvinnuleyfi í land- inu. Margir myndu halda að hann vildi dvelja þar í landi og hefja nýtt líf, frjáls maður. En þrátt fyrir all- ar hörmungarnar sem hann hef- ur þurft að þola, vill hann hvergi annars staðar vera en í Rússlandi. „Það er mikill munur á landi og ríki,“ segir Sutyagin við fréttamann BBC. „Landið mitt er Rússland og ég ásaka ekki Rússland fyrir fang- elsisvistina. Þess vegna langar mig heim. Ekki til rússneska ríkisins. Mig langar heim til landsins míns, þjóðar minnar.“ Þegar fréttamaður BBC spyr hvort hann hræðist ekki að lenda í nýrri orrahríð, nýjum réttar- höldum og fangelsisvist, sagðist hann vita um þá hættur, en það breyti hins vegar engu. „Af hverju dreymir breska sjómenn um hvítu kalkklettana í Dover þegar þeir eru úti á rúmsjó?“ spyr hann á móti. „Mig dreymir um Moskvu, eða öllu heldur þorpið mitt í útjaðri henn- ar. Það eru hvítu kalkklettarnir mínir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.