Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 30. ágúst 2010 mánudagur Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og formaður bæjar- ráðs Reykjanesbæjar, vísar á bug frétt DV fyrir helgina um að hagsmunir kröfuhafa í VBS fjárfestingarbanka hafi verið fyrir borð bornir þegar Reykjanesbær tók til sín 70 prósent Hjallalandsins í byrjun þessa árs. Það var gert með samningum Reykjanes- bæjar og VBS fjárfestingarbankans, skömmu áður en bankinn var tekinn til gjaldþrotaskipta. Árni Sigfússon bæjarstjóri hafði samþykkt með undirskrift sinni 22. janúar 2008 að landið skyldi veðsett VBS fyrir 1 milljarð króna á vegum bræðranna Vilhjálms Þórs Vilhjálms- sonar og Eyjólfs Kristins Vilhjálms- sonar og fleiri aðila í Reykjanesbæ. Þeir áttu og ráku einkahlutafélag- ið Toppinn sem og félagið Iceland MotoPark, en markmið þess var að byggja upp aksturssvæði í landi Hjalla sunnan Reykjanesbrautar og vestan Grindavíkurafleggjarans. Bræðurnir eiga langa gjaldþrota- sögu og voru áform þeirra um upp- bygginguna í landi Hjalla runnin út í sandinn skömmu fyrir bankahrun. DV hefur ekki tekist að afla upplýs- inga um hvað varð af milljarði króna sem þeir fengu að láni hjá VBS gegn veði í landi Hjalla. Eftir því sem næst verður komist vinna Vilhjálmur Þór og Eyjólfur Kristinn við það nú að setja upp gullnámu á Grænlandi fyr- ir fyrirtæki sem ber heitið Angel Min- ing. Ekki haldbær veð „Grundvallaratriðum málsins um að veðsetningin hafi verið samþykkt með ítarlegum og ströngum skilyrð- um um uppbygginarhraða er ekki komið á framfæri heldur látið að því liggja að Reykjanesbær hafi ver- ið að klúðra málum, bæjarstjórinn hafi undirritað einhver skjöl sem hann mátti ekki undirrita, bygging- arfulltrúi hafi brotið starfsskyldur sínar, farið hafi verið á svig við sveit- arstjórnarlög og ég veit ekki hvað fleira,“ segir Böðvar Jónsson um frétt DV. „Hvergi er komið inn á hluti sem hljóta að skipta meginmáli í þessari frétt, það er að hugsanlega hafi VBS veitt lán án þess að hafa til þess eðli- leg og haldbær veð,“ segir Böðvar. Hróbjartur Jónatansson, formað- ur slitastjórnar VBS, sagði í sam- tali við DV fyrir helgi að samningur VBS og Reykjanesbæjar um að skila Reykjanesbæ aftur 70 prósentum Hjallalandsins verði skoðaður. Í ljósi orða Böðvars um lánafyrir- greiðslu VBS við Vilhjálm Þór, Eyjólf Kristinn og félög í þeirra eigu, virðist ástæða til að ætla að forsvarsmenn Reykjanesbæjar hafi verið meðvitað- ir um mikla áhættu samfara samn- ingi bæjarfélagsins við bræðurna um uppbyggingu og verðmætaaukningu í landi Hjalla. Bæjarstjórn með hreinan skjöld „Reykjanesbær hefur algjörlega hreinan skjöld í þessu máli og tryggði sig mjög vel gegn þeirri stöðu sem kynni að koma upp. Veðsetning landsins var að sjálfsögðu eingöngu í þeim réttindum sem menn höfðu samkvæmt lóðarleigusamningum en bæði lóðarleigusamningur og veð- setning var háð þeim ströngu skil- yrðum að verði uppbyggingu lands- ins ekki lokið innan 5 ára frá gerð lóðarleigusamnings falli lóðarút- hlutunin úr gildi. Veðsetningin laut sömu skilyrðum. Landið sjálft er að sjálfsögðu ekki veðsett á neinn hátt enda er það ekki nema að hluta til í eigu sveitarfélagsins.“ Böðvar lítur svo á að staða máls- ins sé sú í dag að VBS eða kröfuhaf- ar hafi rétt til að byggja á lóðum á umræddu landssvæði í samræmi við deiliskipulag. Til þess hafi þeir tæp- lega 3 ár. „Verði landið ekki byggt upp á þeim tíma fellur lóðarúthlut- un og veðsetningar á landinu niður og lóðarréttindi samkvæmt lóðar- leigusamningi ganga á ný til sveitar- félagsins. Væntanlega er það rétt að kröfu- hafar VBS geti kannað hvort mögu- legt sé að rifta samningi VBS og Reykjanesbæjar frá því í febrúar 2010 þar sem 70 prósentum landsins var skilað til sveitarfélagsins gegn því að viðbótarfrestur fengist til uppbygg- ingar á þeim 30 prósentum sem eftir eru. Með því væru kröfuhafar þá að taka á ný við fyrri skilmálum lóðar- leigusamnings og veðsetningarinnar að uppbyggingu svæðisins þurfi að vera lokið fyrir 1. júlí. Að að öðrum kosti missi þeir réttindi samkvæmt lóðarleigusamningi og veðsetning- unni verði aflýst. Ég tel þó líklegra að kröfuhafar VBS vilji halda sig við það samkomu- lag sem gert var í febrúar í þeirri von að verðmæti lóðarréttinda á þessu svæði hækki á næstu 3 árum þannig að eitthvað fáist til baka upp í kröfur bankans.“ Draumurinn sem hrundi Böðvar telur ólíklegt að nokkur upp- bygging verði í landi Hjalla næstu þrjú árin og því muni lóðarréttinding ganga á ný til Reykjanesbæjar 1. ág- úst 2013 eins og samningar Reykja- nesbæjar við VBS frá því í febrúar síðastliðnum gera ráð fyrir. Þar með falli veðsetningar landsins niður. „Lánveitingar VBS til Toppsins, sem ekki hafa verið greiddar, tapast þar með,“ segir Böðvar í orðsendingu til DV og bætir við að vel geti farið svo að skuldina þurfi að afskrifa og það bitni á skattborgurunum. Þetta sé þó alls ekki neitt sem rekja megi til bæjarstjórnar eða Árna Sigfússon- ar bæjarstjóra Reykjanesbæjar eins og skilja hefði mátt á fréttaskýringu DV síðastliðinn föstudag. „Skilning- ur lesenda er hins vegar klárlega sá að bæjarstjóri Reykjanesbæjar hafi skrifað undir skjöl sem leiða til þess að skattborgarar þurfi að greiða þær skuldir sem lánað var til,“ segir Böðv- ar og telur slíkt tilhæfulaust með öllu. LoftkastaLar bæjarstjórnar MotoPark, akstursíþróttagarðurinn á Reykjanesi, var skipulagður og samþykktur af bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ í samvinnu við aðila sem fengu einn milljarð króna að láni hjá VBS gegn veði í landinu sem átti að fara undir hann. Þremur mánuðum eftir að milljarðurinn var leystur út voru þeir komnir í þrot og landið komið í hendur VBS fjárfestingarbankans. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir bæjarstjórn hafa hreinan skjöld en efast um að landið hafi veitt VBS nægilegar tryggingar. jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Formaður bæjarráðs „Lánveitingar VBStilToppsins,semekkihafaverið greiddar,tapastþarmeð,“segirBöðvar JónssoníorðsendingutilDV. • Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn • Gefur þér aukna orku og vellíðan Verð: 9.750 kr. Nálastungudýnan Opið virka daga frá kl. 9 -18 Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.