Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Blaðsíða 18
Réttlæting útRásaRvíkings n Það hefur verið talið fjölmiðlum til nokkurs vansa að taka svoköll- uð drottningarviðtöl. Í þeim dúr var viðtal Ólafs Stephensens, ritstjóra Frétta- blaðsins, við Sigurð Einars- son, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings. Sigurður lét vaða á súðum í viðtalinu og hraunaði yfir Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksókn- ara, og allt hans lið. Hann var ekki spurður lykilspurninga um fram- göngu sína í aðdraganda hrunsins. Hugsanlegt er að þarna sé fyrsta viðtalið í röð réttlætingarviðtala útrásarvíkinga. Gárungar telja að næsta viðtal Ólafs verði við Jón Ás- geir Jóhannesson. siðvæðing landsbanka n Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er að feta nýjar brautir í banka sínum með því að segja upp framkvæmdastjórum sem sumir hverjir eru með lík í lest- inni. Þannig var sjö framkvæmda- stjórum sagt upp fyrir helgi en þeim gefinn kostur á að sækja um aftur. Greinilega er þarna á ferð tilraun til siðvæðingar og þykir ein- hverjum tímabært. Innan bankans er aftur á móti titringur. Fitulag í hæstu hæðum n Besti flokkur Jóns Gnarr er á fley- giferð við að taka til hjá Orkuveitu Reykjavíkur, einu mesta sukkfyrir- tæki samtímans. Svo virðist sem nýr meirihluti í Reykjavík ætli að fituskera fyr- irtækið og kippa stríðöldum gæð- ingum sem eru á jötu almennin- ings niður á jörð- ina. Víst er að það er mörgum í yf- irstjórn fyrirtækisins sárt að þurfa að yfirgefa efstu hæðina, sem fram að þessu var skjól yfirstéttarinnar, og hefur verið ákveðið að rýma og setja í leigu. Þótt Orkuveituhúsið sé nýlegt var þenslan slík að þegar flutt var í húsið varð að leigja annað húsnæði til að koma öllu fitulaginu fyrir. hRoki hönnu biRnu n Þótt Jón Gnarr og félagar séu á kafi í tiltekt hjá Reykjavíkurborg og fyrirtækjum hennar er svo að sjá sem minnihluti Sjálfstæðis- flokkksins sé lítt hrifinn. Borgar- stjórinn kvartar yfir því á dagbók sinni á Facebook að mæta fálæti og hroka Hönnu Birnu Kristjánsdótt- ur og félaga hennar. „Efast um að ég geti átt samvinnu við Sjálfstæðisflokk- inn. Mér finnst ég sýna auðmýkt en fá lítið á móti nema töffaragang, hroka og eða fálæti, ég brosi, en fæ lítið tilbaka. Á ég að hætta líka að brosa...?“ spyr Jón Gnarr. Sigurður Einarsson er lost-inn steini og þrumu yfir því hvernig farið er með hann. Í fyrsta lagi var sérstaki sak- sóknarinn svo frekur að heimta að hann kæmi í yfirheyrslu. Svo þegar Sigurður var búinn að segja skýrt nei við því, vegna þess að honum líkaði ekki bónin, var hann eftir- lýstur! Sigurður Einarsson greindi frá því í viðtali við Fréttablaðið að hann er saklaus, en það er saksóknarinn sem er sekur. Hann þarf að rannsaka. Svarthöfði hefur sjálfur lent í svona aðstæðum. Eitt sinn var hann tekinn af löggunni fyrir að keyra alltof hratt. Svarthöfði var að flýta sér og vildi ekki stoppa, enda hefði það líklega í för með sér kostnað fyrir hann. Á endanum neyddist hann til að láta undan valdníðslu og yfirgangi lögg- unnar og stöðva ökutækið. En vegna þessarar framkomu lögreglunnar hefur Svarthöfði kært hana. Lög- reglumaðurinn var nefnilega sjálf- ur að keyra alltof hratt. Hann var sjálfur sekur um það brot sem hann vændi Svarthöfða um! Maður spyr: Er það eðlilegt? Hræsni, valdníðsla og tvískinnungur. Dómstóll götunnar hefur dæmt Sigurð Einarsson. Fólk hreinlega talar um hann sem hvítflibba- glæpon bara út af því að hann saug milljarða út úr stærsta banka Ís- lands, sem hann stýrði í eitt stærsta gjaldþrot heimssögunnar, og blekkti þjóðina þar til allt var of seint. Það gleymist hins vegar að á Íslandi má ekki tala um svona hluti fyrr en það fellur dómur. Sigurður Einarsson er saklaus uns sekt sannast. Aðgát skal höfð í nærveru sálartetursins hans. Það er áfellisdómur yfir fjöl-miðlum landsins hvern-ig fjallað hefur verið um Sigurð Einarsson og hann bendlaður við ýmis efnahagsbrot sem hann er saklaus af – þar sem lagaleg sekt hefur ekki verið sönnuð. Loksins um helgina gerðist það að sannleikurinn var dreginn upp á yfirborðið og birtur á forsíðu Frétta- blaðsins. Það er sérstaki saksóknar- inn sem er sekur. Ísland er hræðilegt land. Þar geta menn ekki rústað efna-hagslífinu með prettum og fengið að flýja landið í friði með góssið sitt góða. Og það er ömurleg þjónusta í fangelsinu. Hreiðar Már Sigurðsson var ekki yfirheyrður fyrr en 10 dögum eftir að hann var settur í gæsluvarðhald vegna rannsóknar- hagsmuna. Og svo er talað opinber- lega um saklausa menn í samhengi við meint brot. Sigurður lýsti því sjálfur á harmþrunginn hátt í viðtali við ritstjóra Fréttablaðsins hvað það er ósanngjarnt að fólk gagnrýni hann og félaga hans. Auðvitað er Eva Joly sek um að hafa látið fólk gera það. „Refsingin á al- þingi götunnar sem Frú Joly hefur talað fyrir hefur því nú þegar náð fram að ganga og verður aldrei tekin til baka“. Nú verður Svarthöfði að hætta, því tárin byrgja honum sýn... Sigurður SaklauSi „Já, við þurfum að gera það,“ segir Ólafur ÞÓrðarSon, þjálfari Fylkis, en árangur liðsins í úrvalsdeild karla í knattspyrnu hefur verið undir vænting- um og ekki skánaði staða liðsins þegar það tapaði með tveimur mörkum gegn einu í leik gegn ÍBV á sunnu- dag. Þurfið Þið að fylkja liði? „Ég er fórnar- lamb Ólafs Skúlasonar.“ n Dagbjört Guðmundsdóttir, sem gerði tilraun til þess árið 1996 að segja kirkjunni frá ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu Ólafs. - DV „Hún er algjör himnasending.“ n Petra Sif Gunnarsdóttir, sem eignaðist sitt fyrsta barn með eggi systur sinnar. Barnið var stúlka og var skírð í höfuðið á systur Petru. - DV „Þetta kenndi mér að treysta ekki fólki.“ n Særós Guðnadóttir, sem varð fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu Ólafs Skúlasonar árið 1972, þá sautján ára gömul. - DV „Það hefur ekki mikið gerst á vettvangi borg- arstjórnar þetta sumarið.“ n Hanna Birna Krisjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins segir engan töffaragang í flokknum, og menn megi ekki taka ágreiningi persónulega, en Jón Gnarr hafði sakaði flokkinn um töffaragang. - Visir.is „Ég gerði mig sekan um alvarleg mistök í hita leiksins.“ n Tómas Joð Þorsteinsson, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir leik Fylkis og KR. Tómas fékk að líta rauða spjaldið og stjakaði í kjölfarið við dómara leiksins. - Visir.is Enn er 2007 í Reykjanesbæ DV hefur undanfarna daga fjallað um enn eitt mál sem sýnir þá óráðsíu sem einkennt hefur rekstur Reykja-nesbæjar. Bræður, sem stunda fjár- festingar og eru íbúar í bænum, leigðu tæplega 200 hektara land af bænum árið 2006 til 75 ára og veðsettu nýtingarréttinn á því samstundis hjá fjárfestingarbankanum VBS, sem Spari- sjóðurinn í Keflavík var stærsti hluthafinn í, fyrir milljarð króna. VBS er orðinn gjaldþrota og hafa 70 prósent af landsvæðinu gengið aftur til Reykjanes- bæjar. Ólíklegt verður að teljast að kröfuhafar VBS muni nýta sér byggingarréttinn á lóðinni á næstu árum og mun hann væntanlega fara aftur til bæjarins á næstu árum. Eftir stendur að bræðurnir sem tóku land- ið á leigu og veðsettu það fengu milljarð króna í vasann fyrir veðsetninguna á nýtingarrétti lóðarinnar; milljarð króna sem líklegt er að VBS muni þurfa að afskrifa að mestu leyti. Enn sem komið er veit enginn hvert þessi millj- arður fór. Íslenska ríkið er einn stærsti kröfu- hafi VBS og má því segja að milljarðurinn sem bræðurnir fengu sé að hluta til réttmæt eign hins opinbera. Þegar litið er á þessa viðskiptafléttu, þar sem verið er að sýsla með eignir Reykjanes- bæjar, og hvaða fjárhagslega ávinning Reykja- nesbær hafði af henni þarf erfið staða bæjarins ekki að koma á óvart – skuldir bæjarins nema 399 prósent af árstekjum hans. Hluti skýring- arinnar á skuldastöðu bæjarins felst í því að bærinn seldi nánast allar fasteignir sínar inn í eignarhaldsfélagið Fasteign, sem er fjármagn- að með lánum í erlendum myntum. Bærinn leigir þær aftur fyrir himinhátt leiguverð sem orsakast af falli íslensku krónunnar. Reykja- nesbær rambar á barmi gjaldþrots vegna þess- arar óstjórnar síðustu ár. Sagan af skuldastöðu og yfirvofandi þroti Reykjanesbæjar er því eins og smækkuð, verri útgáfa af sögu íslensku þjóðarinnar á liðn- um árum. Mitt í öllu ruglinu sem átt hefur sér stað í bænum standa stjórnmálamennirnir sem stýrt hafa Reykjanesbæ, Sparisjóðurinn í Keflavík – sem var eins og lítill og þægilegur fjölskyldubanki fyrir gæðingana í bænum sem gátu sótt þangað fé nánast að vild – og loks fá- mennur hópur kaupsýslumanna og verktaka sem oft voru nátengdir stjórnendum bæjarins og höfðu ítök í sparisjóðnum. Þetta hættulega samkrull stjórnmála og viðskiptalífs í Reykja- nesbæ var enn eitraðara þar en í landsmála- pólitíkinni vegna þess hversu bærinn er lítill, tengsl manna náin og opinbert eftirlit og að- hald fjölmiðla takmarkað. Munurinn á nærsögu íslensku þjóðarinnar og Reykjanesbæjar er líka sá að á meðan ljóst er að íslenska ríkisstjórnin og fjármálakerf- ið beið skipbrot á þessum árum hefur engin slík viðurkenning á mistökum átt sér stað hjá stjórnendum Reykjanesbæjar eða Sparisjóðs- ins í Keflavík. Sami meirihluti er enn við völd í bænum og engin rannsókn er í gangi á spari- sjóðnum. Opinbera skýringin á stöðu Reykja- nesbæjar og sparisjóðsins er því að ekkert mis- jafnt hafi átt sér þar stað jafnvel þó að dæmin sem benda til hins gagnstæða séu orðin mörg. Hrunið hefur því enn ekki átt sér stað í Reykja- nesbæ, ef svo má segja, og enn síður uppgjörið við það. Enn er árið 2007 í Reykjanesbæ. ingi f. vilhjálmSSon fréttaStjóri Skrifar. Sami meirihluti er enn við völd í bænum og engin rannsókn virðist eiga að vera gerð á sparisjóðnum þar í bæ. sandkorn tryggVagötu 11, 101 reykjaVÍk Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir framkvæmdaStjóri: Bogi örn emilsson ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is dv á netinu: DV.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. leiðari spurningin svarthöfði bókstaflega 18 umræða 30. ágúst 2010 mánudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.