Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Blaðsíða 26
Einhver lánsamur einstaklingur græddi
rúmar þrjár milljónir króna á laugardag-
inn þegar bardagahetjan Gunnar Nelson
sigraði bretann Danny Mitchell í Cage
Contender 6. Um er að ræða keppni í
blönduðum bardagalistum en allt fram á
síðustu stundu höfðu fleiri veðjað á Bret-
ann en Gunnar. Það breyttist svo þegar
lögð voru 20.000 pund, eða um 3,7 millj-
ónir króna, undir á að Gunnar myndi
sigra.
Með líkurnar 6/5 urðu pundin 20.000
að 36.666 og því varð hagnaðurinn rúm-
ar þrjár milljónir króna. Engar upplýs-
ingar eru gefnar upp um hver veðjaði
þessari háu upphæð á bardagann en sá
hinn sami er eflaust himinlifandi yfir
frammistöðu Gunnars.
Líkt og í flestum bardögum sínum
fram að þessu sigraði Gunnar nokkuð
sannfærandi. Hann gerði út um bardag-
ann eftir um þrjár mínútur í fyrstu lotu.
Líkt og í síðsta bardaga sigraði Gunn-
ar með hengingartaki eða „rear naked
choke“. Gunnar hefur klárað marga
bardaga með svipuðum hætti en þessi
ótrúlegi íþróttamaður heldur áfram að
ná undraverðum árangri á alþjóðavett-
vangi.
Bardagi Gunnars og Mitchell fór fram
í Manchester og var aðalbardagi kvöld-
ins, enda Mitchell talinn á meðal þeirra
efnilegustu í heimalandi sínu og Gunnar
með þeim bestu á heimsvísu.
asgeir@dv.is
Græddi milljónir á Gunna
Jón Gnarr borgarstjóri Reykja-
víkur sagði skilið við reyk-
ingar nú á dögunum eins og
fjölmargir flokksfélagar hans
í Besta flokknum. Hópurinn
sótti sérstakt námskeið til þess
að létta sér slaginn við fíknina
og virðist það hafa skilað sér.
„Dagur fjögur. Litla nikótín-
skrímslið er að deyja. Þegar
þörfin kemur og fíknin bloss-
ar upp eins og örvæntingar-
full frekja þá reyni ég að brosa
og hugsa “Já, drepstu helvítið
þitt!”,“ segir borgarstjórinn á
Facebook-dagbók sinni.
26 fólkið mánudagur
Fjárhættuspilari lagði milljónir undir á sigur gunnars nelson
Gunnar Nelson Gladdi ónefndan
fjárhættuspilara mikið um helgina.
Veiðimenn í Soginu hafa und-
anfarið rekið augun í það að
þeir félagar Beggi og Pacas hafa
skrifað í gestabók veiðihúss-
ins. Þar segir að veiði hafi verið
af skornum skammti svo þeir
hafi í staðinn einbeitt sér að
því að njóta ásta. Ekki er þó víst
hvort Beggi og Pacas hafi í raun
verið þar á ferð eða hvort ein-
hverjum veiðimanninum hafi
þótt það fyndið að telja öðrum
veiðimönnum trú um það. Þeir
Beggi og Pacas ættu að vera
landsmönnum vel kunnir eftir
að hafa slegið í gegn í þáttunum
Hæðin á Stöð 2 um árið.
Ástaratlot
í soginu?
„Drepstu
helvítið þitt“
Ég á aldrei eftir að geta farið í föt þeirra Spaugstofumanna,“ segir Guðjón Davíð Karlsson eða Gói en hann mun stýra skemmtiþættinum Hringekjan
á laugardagskvöldum í Ríkissjónvarpinu í vet-
ur. „Við getum aldrei fyllt skarð Spaugstofunn-
ar og munum ekkert reyna það. Þeir voru með
sitt hugtak sem enginn getur útfært betur og
við ætlum bara að koma með eitthvað nýtt.“
Það verður ýmislegt á dagskrá í Hringekj-
unni og þar á meðal gríninnslög eða „skets-
ar“ þar sem Gói verður áberandi. „Katla Mar-
grét Þorgeirsdóttir verður mikið með mér í því
en svo ætlum við að fá gestaleikara til liðs við
okkur í hverjum þætti svo fólk fái nú ekki ógeð
á manni alveg strax.“ Gói skrifar „sketsana“
sjálfur ásamt hópi fólks en þar á meðal er grín-
istinn Ari Eldjárn sem er óðum að verða einn
vinsælasti gamanpenni þjóðarinnar.
Það hafa ýmsir þjóðþekktir Íslendingar
stýrt laugardagsþáttum RÚV í gegnum tíðina.
Má þar nefna Hermann Gunnarsson, Stein-
unni Ólínu Þrosteinsdóttur, Gísla Martein
Baldursson og Ragnhildi Steinunni Jónsdótt-
ur. „Ég ætla bara reyna að gera þetta svolítið
að mínu,“ segir Gói og ætlar hann lítið að elta
það sem á undan hefur komið. „Uppbyggingin
verður þó kannski
ekkert ósvipuð þó
að meiri áhersla
verði lögð á grín en
oft áður.“
Gói mun fá gesti
til sín í þáttinn en hann
segir það ekki skilyrði að
þurfa vera heimsfrægur á
Íslandi til þess að komast í
þáttinn. „Þvert á móti. Við vilj-
um ræða við áhugavert fólk sem er
kannski ekki í viðtölum á hverjum ein-
asta degi.“
Gói segist einnig meðvitaður um að vegna
þess að um sé að ræða laugardagsþátt á RÚV
þá verði hann að höfða til breiðs hóps áhorf-
enda. „Markmiðið er að öll fjölskyldan geti
skemmt sér yfir þættinum. Líka afi og amma.
Bara þegar ég tala um það þá fæ ég hnút í
magann og fyllist kvíða,“ segir hann
og hlær. „En það verður samt allt
leyfilegt og þetta verður bara
gaman,“ segir Gói að lokum
en fyrsti þáttur verður sýnd-
ur í byrjun október.
asgeir@dv.is
Ekki í föt
Guðjón Davíð Karlsson eða gói mun sjá um
laugardagsþátt ríkissjónvarpsins í vetur
sem hefur fengið vinnuheitið hringekj-
an. mikið verður um grín og gaman í
þættinum en gói segist ekki ætla fylla í
skarð spaugstofunnar þó hann hafi ver-
ið nefndur eftirmaður hennar.
Spaugstofumanna
Gói Verður
í ýmsum
hlutverkum
í vetur.
Spaugstofan Óvíst er hvort
hún muni koma saman aftur
á öðrum vettvangi.
Guðjón Davíð karlsson: