Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 30. ágúst 2010 mánudagur
LAGERSALA
www.xena.is
Mikið af
fínum skóm í
leikfiminano1 - st. 28-35 verð kr. 3995.-
no2 - st. 41-47 verð kr. 7995.-
no3 - st. 36-41 verð kr. 7495.-
Opið virka daga 12-18
laugardag 12-16
FÉLAG HELGA BJÖRNS
Í GREIÐSLUSTÖÐVUN
Rekstrarfélag Helga Björnssonar í Berlín stendur illa. Félagið sér um reksturinn á
leikhúsinu Admirals Palast við Friedrichstrasse í Mitte-hverfinu. Leikhúsið er sögu-
frægt og var um tíma óperuhús Berlínar eftir seinna stríð. Rekstrarfélag hússins verð-
ur í greiðslustöðvun næstu þrjá mánuðina.
Rekstrarfélag um leikhús í Berlín í
Þýskalandi, sem Helgi Björnsson
tónlistarmaður á hlut í, er komið í
greiðslustöðvun þar í landi. Greiðslu-
stöðvunin hófst síðastliðinn miðviku-
dag og stendur í þrjá mánuði. Á þeim
tíma geta Helgi og viðskiptafélagar
hans, sem flestir eru þýskir, reynt hvað
þeir geta til að bjarga félaginu frá því
að verða gjaldþrota.
Helgi segir að þeir félagarnir hafi
nú þegar hafið aðgerðir til að reyna
að bjarga félaginu. „Félagið á í mikl-
um erfiðleikum um þessar mundir og
staðan er einfaldlega mjög þröng. Við
erum að vinna í þessu,“ segir Helgi í
samtali við DV en helsti viðskiptafé-
lagi hans í leikhúsinu heitir Falk Walt-
er.
Helgi greindi frá því í viðtali við
DV fyrir skömmu að leikhúsrekstur-
inn gengi vel en að þessi bransi væri
áhættusamur, til að mynda hefðu
hann og viðskiptafélagar hans tapað
100 milljónum króna á Mel Brooks-
sýningunni The Producers í fyrra. Í
viðtalinu sagði Helgi: „Þessi rekstur er
mjög áhættusamur og það þarf lítið út
af að bera. Við lentum til dæmis mjög
illa í því í fyrra þegar The Producers,
sem er Mel Brooks-sýning, floppaði
hjá okkur. Þetta var mjög stór sýn-
ing og mikil fjárfesting. Þar töpuðum
við einhverjum 100 milljónum og við
vorum nánast við dauðans dyr. Síð-
an gekk rosa vel um veturinn og við
náðum að jafna upp tapið. En þetta
er bara, eins og allir sem hafa komið
nálægt leikhúsi þekkja, mjög erfið-
ur og „tricky“ bransi. Stundum bara
gengur allt á afturfótunum og stund-
um gengur allt upp. Þetta fer bara eftir
hverri sýningu fyrir sig. Þetta er mjög
áhættusamur rekstur sem getur verið
ábótasamur þegar vel gengur.“
Síðan Helgi lét þessi orð falla hefur
harðnað á dalnum og nú er svo komið
að rekstrarfélag leikhússins er komið
í greiðslustöðvun og gjaldþrot blasir
við að öllu óbreyttu.
Verðmæti í leikhúsinu sjálfu
Helgi segir að hann og viðskiptafélag-
ar eigi einnig annað félag sem heldur
utan um leikhúsið sjálft, en leikhúsið
heitir Admirals Palast og er sögufrægt
leikhús við Friedrichstrasse í Mitte-
hverfinu í Berlín. Húsið var byggt árið
1910 og var óperuhús Berlínarborg-
ar um nokkurra ára skeið eftir seinna
stríð á meðan unnið var að endurbót-
um á óperuhúsinu við götuna Unt-
er den Linden sem opnaði aftur árið
1955.
Öfugt við rekstrarfélag leikhússins
segir Helgi að staðan á þessu félagi sé
góð og að mestu verðmæti hans og
viðskiptafélaga hans séu fólgin í hús-
inu við Friedrichstrasse. „Ég á auð-
vitað hlut í tveimur félögum. Annars
vegar rekstrarfélaginu, sem stendur
illa, og svo félagi sem á húsið. Staðan í
rekstrarfélaginu er erfið en hitt félagið
stendur ágætlega. Helstu verðmætin
eru húsið sjálft og höfum við verið að
velta því fyrir okkur um tíma að leigja
það út. Aðalmálið hjá okkur núna er
auðvitað að reyna að standa í skilum
með afborganirnar af húsinu,“ seg-
ir Helgi en húsið er notað sem leik-
hús, tónleikahús og er líka leigt út fyr-
ir mannfagnað af ýmsu tagi. Stærsti
salurinn í leikhúsinu rúmar tæplega
2.000 manns.
Halda húsinu
Helgi segir að ferlið sem hófst á
þriðjudaginn sé svipað og greiðslu-
stöðvunarferli á Íslandi, umsjón-
armaður hefur verið skipaður yfir
félagið meðan á greiðslustöðvun-
inni stendur og eigendur þess hafa
ákveðinn frest til að vinna að því að
bjarga félaginu. „Af hverju fer félag
í greiðslustöðvun? Það er auðvitað
af því að menn hafa ekki getað stað-
ið í skilum. Það segir sig sjálft,“ segir
Helgi aðspurður um af hverju félagið
hafi farið í greiðslustöðvun.
Hann segir að við taki þriggja
mánaða ferli þar sem hann og félag-
ar hans í leikhúsinu muni reyna að
bjarga því frá þroti. „Þetta er þriggja
mánaða ferli sem fyrirtækið fær til
að sjá hvort hægt sé að bjarga því.
Við erum bara að vinna í endur-
fjármögnun og athuga hvort það sé
þess virði að það borgi sig að bjarga
félaginu,“ segir Helgi sem undir-
strikar að jafnvel þó að rekstrarfé-
lagið verði gjaldþrota þá muni þeir
halda húsinu við Friedrichstrasse.
„Þetta er á viðkvæmu stigi núna og
það er alls ekki útséð hvernig þetta
fer. Við ætlum að reyna að redda
okkur að sjálfsögðu.“
ingi f. VilHjálmsson
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
stendur illa Helgisegirað
rekstrarfélagleikhússinsvið
Friedrichstrassestandiillaen
aðeignarhaldsfélagiðsem
heldurutanumhúseignina
standiáhinnbóginnvel.
Helstu verðmæt-in eru húsið sjálft
og höfum við verið að
velta því fyrir okkur um
tíma að leigja það út.
sögufrægt hús Admirals
Palastersögufrægtleikhúsí
Mitte-hverfinuíBerlín.
„Allt stjórnkerfið virðist núna, þegar
litið er til baka, stutt fráfarandi bisk-
up [Ólaf Skúlason]. Og ekki síður
virðist hann hafa haft allt samfélag-
ið með sér og þar með talda æðstu
ráðamenn og konur þessa samfé-
lags,“ sagði Guðbjörg Jóhannesdótt-
ir, prestur Hafnarfjarðarkirkju og
formaður Prestafélags Íslands, í pré-
dikun sinni á sunnudaginn. „Það
hvort að öll blöðin fjölluðu um málið
og þá hvernig er líka spurning. Þess-
ar konur voru úthrópaðar af fjöldan-
um.“
„Það dugar ekki að líta í aðra átt
ef einhver upplifir á sér brotið. Með
sársaukafullum hætti horfumst við
nú í augu við mistökin sem gerð voru
gagnvart þeim konum sem töldu á
sér brotið að hálfu fyrrum biskups.
Við þær segi ég: Við ætlum okkur að
læra af reynslunni,“ sagði Guðbjörg.
Hún bætti við að kirkjan hefði stigið
stór skref í rétta átt til að bæta öryggi
og fræðslu. En Sigrún Pálína Ingvars-
dóttir hafi minnt á að betur megi ef
duga skuli. Tækifæri til þess gefist nú
og fyrir það megi þakka.
Undir lok prédikunar sinnar seg-
ir Guðbjörg að vinsælasta spurning-
in þessa dagana sé sú hvort fólk ætli
að segja sig úr Þjóðkirkjunni. Það sé
skiljanlegt, enda sé það sú leið sem
fólki finnist fær til að lýsa óánægju
sinni. Trúfélagafrelsi sé meðal
mikilvægustu mannréttinda.
Formaður Prestafélagsins lítur gagnrýnum augum á biskupsmálið:
Úthrópaðaraffjöldanum
Ólafur skúlason Formaður
PrestafélagsÍslands,séra
GuðbjörgJóhannesdóttir,
segiraðkirkjanætliaðlæraaf
reynslunni.
Hafnarstræti
verður göngugata
Út september mánuð verður
Hafnarstræti lokað fyrir um-
ferð bíla. Þetta er gert til þess að
auka rými gangandi og hjólandi
vegfarenda í miðborginni. Þá
stendur einnig til að einhverj-
ir verslunareigendur verði með
útibása og sölutjöld í götunni. Að
undanförnu hefur Reykjavíkur-
borg unnið markvisst að því að
auka rými gangandi og hjólandi
vegfarenda í miðborginni. Þá hef-
ur til að mynda Austurstrætinu
verið breytt í göngugötu í sumar
og nokkrum bílastæðum í Hverf-
isgötunni breytt í hjólreiðastíg.
Hálfur milljarður
tapaðist
Félagið BG Danmark tapaði rúm-
lega hálfum milljarði króna á sölu
á skíðaskála félagsins í Frakklandi.
Félagið er í eigu Jóns Ásgeirs og fjöl-
skyldu hans, en skálinn var seldur
þriðja aðila að því er fram kemur í
ársreikningi. Þá tapaðist mikið fjár-
magn í sölunni, en kostnaður við
byggingu skálans var um hálfum
milljarði hærri en söluandvirðið var.
Slitastjórn Glitnis hefur haldið því
fram fyrir breskum dómstólum að
kona Jóns Ásgeirs, Ingibjörg Pálma-
dóttir, hafi keypt skálann. Í ársreikn-
ingnum er þó ekki tekið fram hver
keypti hann, heldur einungis talað
um þriðja aðila.
Kirkjur gegn
kynferðisofbeldi
Þjóðkirkjan og aðrar kristnar kirkj-
ur í landinu hafa hrint af stað átaki
gegn kynferðisofbeldi. Stendur til
að setja upp póstkort og plaköt í
öllum kirkjum og söfnuðum lands-
ins. Átakið er í kjölfar umræðunnar
um kynferðisbrot Ólafs Skúlasonar,
fyrrverandi biskups. Á plakötunum
kemur fram hvar kynferðisofbeldi
getur átt sér stað, slíkt ofbeldi er
skilgreint, algengar tilfinningar fórn-
arlamba kynferðisglæpa tilgreindar
auk þess sem fólki er bent á ýmsar
leiðir sem í boði eru fyrir fórnarlömb
brota af þessu tagi.